Dagur - 30.07.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 30.07.1975, Blaðsíða 2
2 BÆNDAFÖR TIL KANADA Stjórnir Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda ákváðu í vetur að efna til bændafarar til Kanada í tilefni 100 ára afmælis búsetu íslend- inga þar. Ferðin hefur verið skipulögð af Upplýsingaþjónustu landbún aðarins í samvinnu við aðstoðar landbúnaðarráðherra í Mani- toba, Flelga Austman í Winni- peg. Hann hefur af frábærri vin semd annast allan undirbúning að móttöku hópsins í Kanada. Flogið verður frá Islandi til Calgary í Alberta þans 5. ágúst. Strax fyrsta daginn m,un verða tekið á móti hópnum af íélögum í Leif Eiríksson félaginu í Cal- gary. Þaðan verður ekið að Old’s bændaskólanum en þar verður gist næstu 6 nætur. Alla daga verður farið í ferðir um Alberta, bændur heimsóttir, skoðuð iðnaðar- og verslunar- fyrirtæki tengd landbúnaðisum. Farið verður til Klettafjalla og annarra fjölsóttra ferða- mannastaða. Þann 10. ágúst munu þátttak- endur vei'ða viðstaddir hátíðar- höld sem Vestur-íslendingar halda í Markerville. Þar verður fjölbreytt dagskrá, sem að nokki-u verður helguð minn- ingu Stefáns G. Stefánssosar. Þar sem jörð er óskemmd, er sprettan orðin sæmileg í Þistil- firði og nokkrir bændur hafa hirt eitthvað af heyjum og allir eru byrjaðir að slá. Þurrkar voru daufir í síðustu viku en sprettutíð góð, sagði fréttaritari blaðsins á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, Óli Halldórsson, á sunnudaginn. Og hann sagði: Lionsmenn voru á sjó í nótt og öfluðu sæmilega á færi. Ég var að koma af sjónum rétt í þessu. Klúbburinn fær aflann til ráðstöfunar því við kunnum ekki við að vera að safna fé hver hjá öðrum í svona fá- mennu byggðarlagi, en viljum heidur afla verðmætanna á þennan hátt. Ætli þeir, sem mestan afla fengu, hafi ekki verið með allt upp í tonn, fjórir á bát. Bátarnir voru fimm og tveir til fjqrir á hverjum. □ Fyrsti asfiltfarmurinn í dag kemur til Akureyrar fyrsti asfaltfarmurinn, sem ekki er fluttur í tunnum, heldur laus í lest. Verður honum dælt í nýja geyminn hjá Slippstöðinni, sem þá hlýtur sína vígslu, en hann rúmar 1200 lestir og ný- uppsettur. Geta malbikunarframkvæmd- irnar þá hafist hér á Akureyri og verður fyrst unnið hjá Vega- gerð ríkisins við aðal veginn norður úr bænum, við Hörgár- braut. Síðán verður hafist handa um malbikun innan bæj- arins, bæði á vegum bæjarins við hina venjulegu gatnagerð og fyrir ýmis fyrirtæki í bæn- um, fram á haust, eftir því sem veður leyfir. □ Dóttir skáldsins, Rósa Bens- diktsson, mun flytja ávarp. Guð mundur Ingi Kristjánsson skáld og bóndi á Kirkjubóli flytur ljóð, sem hann hefur ort af til- éfni þessarar hátíðar í minn- ingu Stefáns G. Jafsframt mun Guðmundur Ingi afhenda gjöf Stéttarsambands bænda til minjasafns Stefáns G., Sem opn- að verður við þetta tækifæri- Stéttarsambandið hefur ákveð- ið að gefa 1,5 millj. lsr. til við- halds og endurbyggingar á húsi því sem var heimili Stefáns G. Fylkisstjórnin í Alberta'hefur ákveðið að lána hópferðabifreið ir til afnota fyrir bændaförina, þessa daga sem ferðast er um fylkið. Þann 11. ágúst mun hópurinn yfirgefa Old’s bændaskóla og halda til Elfros í Saskatchewan, þar mun fólk af íslenskum upþ- runa tak.a á móti þátttakendum, drulddð Verður kaffi sameigin- lega, síðan mun hópnum verða skipt niður á heimili í Elfros, Wynyard og nágrenni þessara bæja, á heimilum verður snædd ur kvöldverður og gist. Daginn eftir verður haldið til Winnipeg, þar sem gist verður á hóteli um nóttina. Þann 13. ágúst verður farið um Vatnabyggðir og m. a. verð- ur Óli Narfason kúabóndi heim- sóttur. Þeir þátttakendur serri ekki eiga ættingja eða vini í :Mani- toga, hefur verið boðið að dvelja hjá Vestur-íslendingum í nágresni Gimli, Árborg og Lundar næstu 3 nætur. Sunnudaginn 17. ágúst verð- ur farið um Suður-Manitoba, komið til Morden og Baldeu. Fararstjórar verða Agnar Guðnason og Jónas Jónsson. □ ÓLÆTI Á TJALDSTÆÐI Akureyri, 28/7 ’75. Heiðruðu Akureyi'ingar og bæj- arstjórn Akureyrarbæjar. í hug leiðingum um sumargistingu hér fyrir norðan, hef ég og tveir kunningjar mínir orðið fyrir all verulegum vonbrigðum með Akureyri gagnvart næði og friði að kvöld- og næturlagi hér á tjaldstæðum Akureyrarbæjar. Við þremenningar komum hér fimmtudaginn 24/7 til að vera hér og keppa á íslandsmótinu í golfi og um leið að skoða okkur um hér og sjá stærsta bæ Norð- urlands með eigin augum. En keppnin og ánægjan, sem ætl- unin var að njóta hér fyrir norð an hefur smá saman rokið út í veður og vind vegna ónæðis af átroðningi og drykkjusvalls á svefnstæði bæjarins. Þegar fyrstu nóttina voru nokkur læti, en ekki neitt svo teljandi væri, en aðfaranótt laugardags- ins fór nú gamanið að kárna, því við áttum að mæta í keppni um kl. 6.30 um morguninn, svo við fórum snemma til svefns og ætluðum að vera vel útsofnir um morguninn. Því miður varð lítið úr svefninum þá nótt því fólk var að koma og fara alla nóttina um svæðið, bæði að- komufólk til að tjalda og bæjar- unum fjölgað um allan helming og jafnframt aumingjaskapur- inn líka, því að því er mér skild ist á tjaldstæðisverðinum, sem er þarna á daginn, þá átti eitt- hvert manngrey að hafa verið á vakt þá nóttina- Mikið ósköp fór eitthvað lítið fyrir honum því hávaðinn og lætin voru alveg mögnuð, svo við höfðum alveg fría næturskemmtun og vöku alla þá nóttina, en sem betur fór þá áttum við ekki að mæta fyrr en um kl. 10.30 í keppnina þann daginn, svo við gátum söfið um 2—3 tíma, „merkilegt nokk.“ En sunnu- dagsnóttina keyrði um þverbak allan aumingjaskapinn og drullusokkaháttinn, en einmitt mánudagsmorguninn kl. 6.30 áttum við að vera mættir í keppnina. Gekk þannig á alveg frá um 11 um kvöldið og til um klukkan 5. Til að byrja með voru þetta.bara almennar sam- ræður og. hlátur, sem voru nú ekki beint alvarlegs eðlis, en þegar klukkan fór að ganga tvö fóru ýmis aukahljóð að bætast inn í og í heldur ófögrum og óskemmtilegum tón. Héldum við að þetta myndi lagast og gerðum ekkert í málinu framan af, en þegar á þríðju klukku- stund var liðið fóru bæjar- búar að heimsækja fólk á tjald- svæðinu til að stunda drykkju- svall og að því er mér heyrðist saurlifnað af grófasta tagi. Leið þetta þannig mestalla nóttina og voru hinir heiðvirðu gestir þar, sem þó voru í meirihluta orðnir þreyttir og úrillir á þessu, því almennileg kyrrð komst ekki á fyrr en um klukk- an 4. Næsta kvöld hafði tjöld- af, en þegar á þriðju klukku- stund var liðið og ástandið fór versnandi þá sóttum við lög- regluna til að þagga niður í ólátabelgjunum. Gekk það rétt á meðan hún var þar, en í sömu andrá og hún fór þá hjakkaði í sama farinu og ve.rð meira að segja margfallt verr en áður. Var bæði fólk að koma og fara í tjöldin útúrdrukkið og illa til fara, var þarna aðkomufólk í stærri hlutanum. Gekk nú á ýmsu og er þetta örugglega fjöl- breytilegasta samkvæmi, sem við höfum verið viðstaddir. Voru sumir gestirnir í það ann- arlegu ástandi að þeir ultu þarna um svæðið og duttu á tjöld, sem sofið var í, milli þess sem þeir sungu og kjöftuðu hátt. Kom lögreglan margar ferðir en gerði ekkert róttækt í málinu því um leið og hún birtist datt allt í dúnalogn. Þannig gekk þetta langleiðina upp undir morgun. í dag fór ég svo og kvartaði til bæjarstjórn- arinnar við heldur dræmar undirtektir. Árangur akkar. hef- ur því ekki orðið eins góður og við vonuðumst til. Er nú þannig komið að við verðum hréinlega að flýaja staðinn til að fá frið og eru það nokkuð harðir kost- ir sem uppá er boðið hýr fyrir norðan. Skorum við því hér með á alla bæjarbúa og.bæjar- yfirvöld að bæta þetta ástand hið allra fyrsta- Akureyrt, sem hefur orðið það mikið ferða- mannaorð á sér gæti áuðveld- lega gloprað því niður í ékkert með þessu móti, því þigð var altalað af ferðafólki að ólíft væri þarna og gengu sumir svo langt að þeir hreinlega flúðu í burtu. Viljum við því ofur kurteislega benda á þessa hlið málsins og að þessu vérði kom- ið á framfæri. Höfum við nú ákveðið að halda brott til nálægri staða til að njóta frís- ins. „Þannig fór nú um sjóferð- ina þá.“ Magnús II. Skarphéðiiissoiij Jóhann Sveinsson, Sæmundur Pálsson. • Þessi mynd af Jóhannesi R. Snorrasyni flugstjóra, Sigurði Ingólfs- syni vélamanni, Jóhanni Gíslasyni loftskeytamanni og Magnúsi Guðmundssyni aðstoðarflugmanni, er 30 ára og hún er af áhöfn TF ISP í fyrsta fluginu til Kaupmannahafnar. Nokkur undanfarin ár hafa Flugfélag íslands og SAS haft samvinnu um flug milli Skandi- navíu, íslands og Grænlands. SAS hefur leigt þotur Flugfé- lagsins til tveggja ferða í viku frá Kaupmannaliöfn til Kefla- víkur og þaðan til Narssars- suaq. Að auki hefur Flugfélagið flogið tvær til þrjár ferðir í viku milli Keflavíkur og Narssars- suaq. Á fundi fulltrúa félaganna, sem nýlega var haldinn í Stokk hólmi, tilkynnti SAS að félagið mundi frá og með 1976 sjálft annast framangreint flug með eigin þotum. Næsta sumar eru ráðgerðar fjórar SAS flugferðir milli Norðurlanda og íslands. Tyær ferðir verða flognar milli Kaupmannahafnar, Keflavíkur og Narssarssuaq fram og aftur og aðrar tvær milli Kaupmanna hafnar, Osló og Keflavíkur fram og aftur. SAS hóf flug til íslands árið 1968 með DC-8 þotum. Félagið hætti svo flugi haustið 1970 með eigin þotum, en leigði næsta sumar Boeing-727 þotur ENGAR UNÐANÞÁGUR Verkalýðsíélagið Vaka á Siglu- firði hefur samþykkt: „Fundur í stjórn og trúnaðar- mannaráði verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, lýsir fyllsta stuðningi sínum við útfærslu fiskveiðilögsögu íslands í 200 sjómílur. Fundurinn varar jafnframt, enn á ný, við því, að nokkrar undanþágur til erlendra aðila verði veittar, til veiða innan hinnar nýju fiskveiðilögsögu. Fundurinn leggur áherslu á það álit sitt, að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í fram- tíðinni ákvarðist mjög af því, hvort það takist á næstu árum, að bæta þann mikla skaða, sem orðinn er á fiskistofnum um- hverfis landið, og telur því, að enginn tímabundin efnahags- leg ívilnun geti réttlætt það nú, að samið verði við erlend ríki um fiskveiðiheimildir innan hinnar nýju lögsögu.11 Q Flugfélags fslands til þessara flugferða. Nú hefur SAS hins vegar tekið í notkun Boeing-727 þotur, sem félagið keypti af Transair í Svíþjóð nýlega, og hyggst nota þær til íslands- og Grænlandsferðanna. Reykjavík, 27. júní 1975. i (Frá Kynningardeild Flug- leiða, Reykjavíkurflugvelli) Fyrir verslunár- mannalielgina Rúllukragapeysur, 15 litir. Dömujakkar. Dömubolir, margar gerðir. Dömublússur o. fl. o. fl. VERZLUNiN DRÍFA SÍMI 2-35-21. Sl. laugardag tapaðist grænn tjaldpoki í Vaðla- heiði ofan við Veiga- staði. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 2-30-81. FUNDARLAUN. Bifreidir Til sölu Thems traider 70 árgerð 1963. Uppl. gefur Jens Jóns- son, Garðsvík. Til sölu Volkswagen 1302 árg. 1971 ekinn 47 þús. kílómetra. Uppl. í shna 2-18-89 eftir kl. 20.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.