Dagur - 30.07.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 30.07.1975, Blaðsíða 8
Bagub AHLVSiSASÍMI DAGUB Akureyri, miðvikudaginn 30. júlí 1975 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM I I i Líklega verður það síðar talinn tímamótaleikur í knattspyrnu þegar kvennaflokkur Þórs keppti við kvennalið frá Keflavík og vann 1—0. En kvennaknattspyrna hefur Iítt verið stunduð hér fram að þessu. Sést hér kvennaílokkur Þórs ásamt þjálfara sínum, Steingrími Bjömssyni- (Ljósm.st. Páls) Sauðárkrókur, 28. júlí. Nú er mikil sprettutíð og óslegin tún með kafgrasi, en þurrkar eru engir, heyin liggja undir skemmdum og bændur hika við að slá meira á meðan svona viðrar.. Sæmilegur afli er hjá bátun- um og einnig hjá togskipunum og mikill fiskur berst til frysti- húsanna hér á Sauðárkróki og einnig á Hofsósi. í morgun gat frystihús kaupfélagsins t. d. ekki tekið á móti meiri fiski, en þá kom Hegranesið með góðan afla- Um helgina verður mikið mót hestamanna tveggja félaga, Léttfeta á Sauðárkróki og Stíg- anda í sveitinni. Þar verða kapp reiðar og fleira og hefst það klukkan 5 á laugardaginn. Þar verður án efa mikið líf og fjör og dansleikur á eftir. Þessi tími nú, um hásumarið, er hinn gamli og góði bjargræð- istími og sem betur fer er at- vinna næg og fólkið vinnur mikið, skapar mikil útflutnings- L jót aðkoma á Eiðsvelli Um síðustu helgi gerðu cin- hverjir sér það til skammar á Eiðsvellinum á Akureyri, að slíta upp mikið af blómum og troða önnur niður í blómabeð- unum, svo þetta leit hroðalega út og er hreint skemmdarverk. Er þetta því sárara, sem blóma- beðin á þessum fagj'a velli stóðu loks öll í blóma. Taka ber hart á þessum ósóma og þurfa bæjarbúar að standa vörð um sína fögru staði. verðmæti og byggir ört upp staðinn. Það er vinna og aftur vintta, sem mestan svip setur á mannlífið og það er gott mann- líf á þessum árstíma, annasamt menningarlíf með ívafi skemmt ana og þeirrar tilbreytni, sem fólkið getur veitt sér til að njóta . sumarsins. Látlaust er unnið við nýja flugvöllinn í sumar og ennfrem ur við hafnargarðinn og er þar verið að setja stálþil að innan- verðu. í Ilúseyjarkvísl og Svartá hefur laxinn verið tregur það sem af er og Staðaráin gefur heldur ekki mikið ennþá, en þeir moka honum upp í Blöndu og það ei' nú önnur saga. G. O. AGILA GJALDÞROTA Skiptafundur í þrotabúi Skó- verksmiðjunnar Agila h.f. lief- ur farið fram hjá sýslumanns- embættinu á Eskifirði. En skó- verksmiðja þessi var rekin um nokkurra ára skeið á Egilsstöð- um. Ákveðið var að bjóða eign- irnar upp. HVASSAFELLIÐ Viðgerð á Hvassafellinu, fann- skipi Sambands ísl. samvinnu- félaga, sem strandaði í vetur við Flatey á Skjálfanda, mun um það bil að Ijúka í skipasmíða- stöð í Kiel í Þýskalandi. Talið er, að viðgerðin muni kosta um 109 milljónir króna, en auk þess varð mikill kostnaður við björg un skipsins á strandstað og er þá ótalið það mikla tap, sem stafar af því hve skipið hefur lengi tafist frá siglingum. BROTLEGIR VEIÐIMENN Nýlega hafa samtök landeig- enda, sem laxveiðisvæðum ráða og ennfremur samtök veiði- félaga gefið út yfirlýsingar um þau vandkvæði að láta veiði- menn fylgja settum reglum við veiðiskapmn. Kemur það fram lijá báðum aðilum, aö algeng- ustu brotin við veiðiárnar eru þau, að veiðimaður, sem hefur eitt veiðilevfi, hefur með sér annan veiðimann og veiða svo báðir þar scm lítið ber á. Þessi ósiður hefur víða tíðkast og hafa veiðimenn komist upp með þetta vegna slælegs eftirlits við árnar og sloppið með aðvörunar orðin ein þegar upp kemst. Nú Fyrirtækið Sportver h.f. er nú að senda til Danmerkur þúsund sett af karlmannafötum og er þetta í fyrsta sinn, sem karl- mannaföt eru flutt út frá ís- landi. Fötin eru framleidd fyrir danska fyrirtækið G. Falbe Hansen í Randers í Danmörku. Þau eru að mestu leyti úr ullar- efnum og eru í rúmlega meðal verðflokki á dönskum markaði. Fötin eru flutt á herðatrjám í plastpokum, með flugvél Is- cargo- Þetta hefur í för með sér margvíslegt hagræði. Mikill kostnaður sparast í umbúðum, nokkrar vikur sparast í flutn- ingum og kaupandi þarf ekki að pressa fötin við móttöku. Fyrirtækið G. Falbe Hansen framleiðir föt og verslar einnig með þau í heildsölu frá öðrum framleiðendum. íslensku fötin verða seld að mestu í verslun- um á Norðurlöndum. Sportver h.f. hefur haft samvinnu við þetta fvrirtæki síðan 19G8 og hafa fyrirtækin meðal annars gert sameiginleg innkaup á fata efnum. Fötin í þessari fyrstu send- ingu eru af mörgum stærðum, allt frá númer 96 til 128, sem er óvenjulega stórt. Sportver h.f. lítur á þennan útflutning sem tilraun. Sportver h.f. framleiddi í fyrstu sportfatnað, en árið 1964 keyptu núverandi eigendur fyr- irtækið og hófu framleiðslu á karlmannafötum, undir nafninu Kóróna. Fyrirtækið hefur vaxið mjög ört og er nú einn stærsti framleiðandi á karlmannafötum á landinu. Á Akureyri selur Herradeild KEA föt frá Sportver og á Siglu firði Verslunin Túngata 1. Starfsfólk er um 35 manns í vei'ksmiðju, auk um 15 starfs- manna í verslunum fyrirtækis- ins. (Fréttatilkynning) Dalvík, 29- júlí. Síðdegis í gær varð hér hörmulegt dauðaslys, er 16 ára piltur, Jónas Antons- son, beið bana í bæjarvinnu. í dag verður tekið fyrir grunni á stjórnsýslumiðstöð á Dalvík og verður byggingin röskir tvö þúsund fermetrar að gólffleti. Bygging þessi á að rísa sunnanvert við verslunarhús Útibús KEA hér á staðnum. Þá er búið að bjóða út bygg- ingu heilsugæslustöðvar og verður hún norðanvert við Hóla veg. Væntanlega getur vinnan hafist áður en langt líður. V. O. Bjöm Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sportvers h..f., og Guð- geir Þórarinsson, sölustjóri, við hluta af fyrstu fatascndingunni, sem fer til Danmerkur. mun eiga að taka þetta fastari tökum og er mál til komið. f BETRI ÁTT Sem betur fer fjölgar þeim veiðimönnum þó, sem hvar- vetna vilja koma vel fram við veiðiárnar, sem margir telja næstum helgan stað. Þeim fækk ar, sem skilja eftir flöskubrot og bjórdósir á árbökkunum, og þeim fækkar einnig, sem skilja eftir nælonlínur, sem orðið geta sauðfé að fjörtjóni, og þeim fækkar áreiðanlega einnig, sem svíkja tímann við ána, vanvirða afmörkuð veiðisvæði eða nota þau veiðarfæri, sem bönnuð eru Undantekningamar eru þó enn of margar og er æskilcgt fyrir alla aðila, einkum þó fyrir vciði mennina sjálfa, að eftirlit sé aukið til muna við árnar og refsingar liggi við brotum á settum reglum. 23 STÓRLAXAR Þingeyingar tóku 23 stórlaxa í Laxárgljúfrum í síðustu viku og fluttu þá upp fyrir virkjanir, upp í Laxárdal, en þeir.höfðu króast í litlum polli undir Brú- arfossum, en þessi gildra er til orðin vegna breytinga á rennsli árinnar af völdum Laxárvirkj- unar. Með þessu er lagður grundvöllur að náttúrulegu klaki laxins á hinu víðlendaí svæði ofan virkjunar, sem sam- tals er um 70 km langt, þegar Kráká er með talin. í viðtali við eitt Reykjavíkurblaðanna niinn ir Hermóður bóndi í Árnesi á, að bændur hafi á undanförnum árum sleppt miklu af laxaseið- um á þetta stóra svæði. Er það í samræmi við sátta- samninginn í Laxárdeilunni, en samkvæmt þeim samningi tók ríkið að sér að byggja laxastiga framlijá virkjunarsvæðinu við Brúar, en laxastiginn liefur ekki verið byggður. FORSPÁR MAÐUR Roskinn Þingeyingur og dulur, sá fyrir náttúruhamfarir þær, sem urðu á Norðfirði í vctur, er snjóflóðin miklu féllu þar og sagði frá jiví á sínum tíma. Þessi forspái maður hefur oft séð óorðna atburði. Svo vildi til, að blaðið átti Jiess kost að fá staðfesta forspána um náttúru- hamfarirnar á Norðfirði og leit- aði sérstaklega cftir liví vegna sögusagna liér á Akureyri um það, að sami maður liefði spáð eldgosi á Húsavík. En sú spá er ekki frá lionum komin, lieldur spáðu konur þessum ótíðindum í kaífibolla. BÖRNIN OG EITRIÐ Aldrei er það of oft brýnt fyrir fólki, að geyma eiturefni svo vel, að börn nái ekki til þeirra. Á síðasta ári cr vitað uin á áttunda hundrað eitranir hjá börnum af þeim sökum, að þau komust í ýmiskonar efni, þeim skaðleg og ncyttu þeirra, og er þessi háa tala um citrunarslysin úr Reykjavík einni og frá yfir- lækni slysadeildar Borgarspítal ans komin. Ný reglugerð um merkingu liættulegra lyfja, „Geymið þar sem börn ná ekki til“, virðist ekki hafa komið í veg fyrir gáleysislega meðferð hinna „kemisku1 efna, sem eiga að vera vandlega geymd á heimilum. SMÁTT &■ STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.