Dagur - 16.02.1977, Side 8

Dagur - 16.02.1977, Side 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagmn 16. febrúar 1977 jlTSTJÓRN | 11 IG 1 | AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA § 111 18 iJ Snjótroðarinn og biðröðin við skíðalyftuna í Hliðarfjalli. (Ljósm.: E. D.) Paradísin í Hlíðarfjalli mjög fjölsótt TTlíðarfjall við Akureyri hefur verið mikil skíðaparadís undanfama daga og vikur. Þar hefur skíðasnjór verið eins og best verður á kosið og þangað hafa bæjarbúar farið um helgar, þúsundum saman. Og fram til páska tekur Skíða- hótelið á móti hópum skólafóiks víðs vegar að, og er þegar áskipað allan þennan tíma. Þegar blaðamaður Dags skrapp upp í Hlíðarfjall á laug- ardagmn, var skíðalyftan í gangi og löng biðröð við hana, ennfremur eru togbrautimar þrjár mikið notaðar. Þann dag komu 1500 manns í Hlíðarfjall og sýndust allir una vel sínum hag í sólskininu, flestir á skíð- um en þeir yngstu á snjóþotum sínum. Og á sunnudaginn munu um 1000 manns hafa komið í Hlíðarfjall, einnig í kyrru og björtu veðri. Um helgina var skíðamót bama og unglinga og var mikil þátttaka í því. Að sögn ívars Sigmundssonar forstöðumanns Skíðahótelsins, hefur verið óvenjulega mikill fólksstraum- ur í Hlíðarfjall, það sem af er árinu, og nú er Skíðahótelið opið hvem dag. Skíða-stóllalyftan er eitt þús- und metra löng og ákaflega mikið notuð. Hún getur flutt 580 manns á klukkustund. Hæð- armunur er 200 metrar. Þá eru þrjár togbrautir í fjallinu, allar ofan við hótelið og þar af 500 metra togbraut ofan við stóla- lyftuna. Á mánudaginn kom fyrsti skólahópurinn á þessu ári í Hlíðarfjall og er hann frá Varmahlíð í Skagafirði. Síðan er hver einasti virkur dagur ásetinn fyrir skólahópa, fram að páskum. En hver skólahópur dvelur frá einum degi upp í þrjá daga. Hér er bæði að ræða um skóla bæjarins og skóla annars staðar á Norðurlandi, sem sækja Hlíðarfjall og dvelja þar eins og fyrr segir. Sextán manns vinna í Hlíðar- fjalli um þessar mundir. Skíða- skóli er starfandi og hefur hvert námskeið verið fullskipað. Þetta er þriðja árið, sem hann er starfræktur í Hlíðarfjalli, en að þessu sinni hófst hann 10. janúar. Hvert námskeið stendur í viku og á mánudaginn hófust tvö, bæði fullskipuð. Slys hafa verið óvenju fá í vetur, og er það talið skíðaskól- anum að þakka að verulegu leyti. SnjótroÖEU-inn er alltaf í gangi þegar þörf er á, og hefur hann gjörbreytt aðstöðunni til skíðaiðkana. AJcureyrarbær kom upp skíða aðstöðunni í Hlíðarfjalli og Skíðahótelið hefur verið starf- rækt í fjallinu síðan 1962. Flóð- lýsing er í fjallinu og lengir það æfingatíma skíðafólksins í skammdeginu. Skíðafólk kemur langt að, svo sem að sunnan, með skipulögð- um skíðaferðum. í hótelinu er svefnpokapláss fyrir 70 manns, en einnig eru 11 tveggja manna herbergi. Góð aðstaða er til veitingasölu í rúmgóðum veit- ingasal. □ Gflffl ra \h m UÚ • Ókuá KerKngarfjall Hinn 8. febrúar óku átta menn úr Öngulsstaðahreppi á vélsleðum upp á Kerlingar fjall og var farið upp frá Kroppi, þaðan upp á Súlu- mýrar og vestur á Glerárdal, alla leið fram að hamravegg þeim, sem girðir efsta tind- inn að norðan. Þaðan er hið dýrlegast útsýni allt austur á Snæfell og um öll öræfin norðan Vatnajökuls. Þá sést vel til Mývatnssveitar og gufustrókanna í Bjamar- flagi, sem virtust undarlega nærri. Veður var hið besta, ekki skýhnoðri á lofti og sleðafærið var sæmilega gott. — J. H. • Mikið heitt vatn Síðan var farið að bora eftir heitu vatni á Syðra-Lauga- landi og síðan á Ytra-Lauga- landi, er minnst orða hinnar margvísu og dulrænu konu, Kristínar Kristjánssonar, sem bjó vestan hafs en dvaldl um skeið á Syðra- Laugalandi fyrir allmörgum árxun, en hún sagði svo ýms- ir heyrðu, að það væri mikið heitt vatn í jörðu á Lauga- landi. Þykir framsýni henn- ar mikil í þessu efni, og um þá gáfu hennar vissu margir. Hitt er svo annað mál, hvem ig til tekst að ná meira af heitu vatni en orðið er, og vona menn þó hið besta í því efni. • Aðhald bankanna Yfirmenn Seðlabankans, við skiptabanka og sparisjóða- sambandsins hafa kontið sér saman um að minnka útlána- aukninguna niður í 19%, en hún var á síðasta ári yfir 25% og fór þá verulega yfir það markmið, sem þessar peningastofnanir höfðu sett sér. f fréttatilkynningu um þetta segir, að innlánsstofn- anir muni því hafa lítið fé til útlána fram til aprílloka. • Handknattleiks- liðið Landslið íslendinga í hand- knattleik hefur getið sér rnikið orð á allra síðustu tím um, ekki aðeins hér á landi, heldur á erlendum vett- vangi, með því að sigra heimsþekkt, erlend hand- knattleikslið og skipa sér þannig i flokk með sterkustu liðum. Frammistaða þeirra hafa vakið stjómvöld, sem greiða vilja götu liðsins, og almenningur víða um land hefur sýnt hug sinn í verki með fjárframlögum. Stend- ur handknattleikur hér á landi nú öðmm hópíþróttum framar. • Bretar beittu pyndingum frar kærðu breta fyrir mann réttindadómstólnum, fyrir að nota pyndingar við fanga á írlandi. Bretar viður- kenndu verknað sinn og báðu íra að draga kæm sína til baka og falla frá málsókn en írar neituðu og vilja fá fram algera fordæmingu á framferði breta í Ulster á áranum 1971—1974. Jafn- framt fögnuðu írar þeirri yfirlýsingu breskra stjóm- valda, að aðferðir af þessu tagi yrðu ekki notaðar framar. Jötunn situr fastur í holunni Jarðborinn Jötunn sat ennþá fastur í hinni 463 metra holu sinni að Ytra-Laugalandi í gær og er nú senn liðinn hálfur mánuður síðan hann festist og hefur verið unnið að losun hans síðan. Skolun, síðan sprengiefni var notað og síðast hefur verið borað niður með hinum fasta * ^ zæsgi Jarðborinn Jötunn á Ytra-Laugalandi. (Ljósm.: E. D.) bor. Er því verki haldið áfram, en samkvæmt þeim fregnum, sem blaðið aflaði sér hjá bor- stjóra í gær, getur enn dregist að borinn losni, en þó var hann vongóður um, að það myndi takast. Á væntanlegu hitaveitusvæði bíða menn fregna um árangur jarðhitaleitarinnar, enda mikið í húfi hversu til tekst nú, og hver viðbót heits vatns ákaf- lega þýðingarmikil fyrir fram- vindu hitaveitumálanna á Akur eyri og í næstu sveitum. □ Seiir og skautamenn Margir selir hafa að undan- fömu spókað sig á ísnum á Leir unum. Um helgin vom þeir horfnir, enda fóm skautamenn á Stjá og notuðu hinn ágæta skautaís á Pollinum, auk þess sem nokkrir fóm á dorg. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.