Dagur - 22.06.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 22.06.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MffiVIKUDAGINN 22. JÚNf 1977 27. TÖLUBLAÐ Mannfólkið Árið 1975 var mannfjöld- iim í veröldinni 3.967 millj. og hafði þá fjölgað um 77 milljónir á einu ári. Þetta er samkvæmt tölfræðihand bók Sameinuðu þjóðanna og táknar um leið, að mann fjölgunin er 1,9% á ári. Má svo reikna dæmið áfram og reikna það út, að íbúatala veraldar tvöfaldist á næstu 37 árum og verði árið 2011 næstum sex milljarðar. Þá kemur það fram í handbókinni, að líflíkur manna um þessar mundir eru lengstar í Noregi og við fæðingu meybarna þar í landi eru lífslíkurnar 77 ár og í átta löndum eru lífslíkur fæddra sveinbarna 70 ár. □ Vaxandi staður Á Hvammstanga eru nú 30 hús í smíðum og eru flest þeirra einbýlishús, en auk þess er hreppurinn að láta byggja leiguíbúðir. Þetta bendir með fleiru til þess, að staðurinn sé ört vax- andi. Þar er ennfremur frystihús í smíðum, sem tekið verður í notkun í haust. Frá Hvammstanga verður í sumar gerður út 65 lesta bátur á djúprækju og á hann að stunda veið- arnar í Reykjafjarðarál. Fólki fjölgar ört á þessum stað og atvinna er þar mik- il og góð. □ Hitaveita á Blönduósi Þeim stöðum fjölgar, sem njóta þess heita vatns, sem ýmist er borað eftir eða tekið úr heitum lindum. Blönduós mun innan tíðar fá hitaveitu frá Reykjum, en milli þeirra staða efu 14 kílómetrar. Verður unnið að lagningu hitaveitunnar í sumar, einkum af heima- mönnum og að því stefnt, að tengja húsin í þorpinu hitaveitunni fyrir veturinn. Hafnar- framkvæmdir Miklar hafnarframkvæmd- ir eru að hefjast á Skaga- strönd og er áætlað að vinna þar fyrir 80 milljón- ir í sumar. Þar verður sett niður 60 metra stálþil og höfnin dýpkuð til muna. Þá er þar unnið að varan- legri gatnagerð og vinnsla skelfisks er að hefjast þar í Rækjustöðinni eða þegar hafin. Vélar voru settar þar niður í síðasta mánuði af skoskri gerð. En fengsæl hörpudisksmið hafa fundist á Húnaflóa og því talið hag kvæmt að setja upp skel- fiskvinnsluna á Skaga- strönd. 114 stúdentar frá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 97. sinn 17. júní í Akureyrarkirkju. Þar brautskráðist 50. stúdentahóp- urinn frá skólanum, samtals 114 nemendur, þar af 6 úr Öldungadeild MA, en það er í fyrsta skipti, sem nemendur eru útskrifaðir úr þeirri deild skólans. En Öldungadeildin hefur starfað síðan haustið 1975. Úr máladeild útskrifuðust 35 stúdentar,15 úr félagsfræði- deild, 15 úr eðlisfræðideild og 49 úr náttúrufræðideild. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Áskell Harðarson frá Skálpa- gerði í Eyjafirði, fyrstu ágætis- einkunn 9,31. Hæstu einkunn af öldungum hlaut Guðlaug Hermannsdóttir frá Akureyri, 9,12, sem er fyrsta ágætiseink- f haust voru skráðir 613 nem- endur í Menntaskólanum, þar af 81 í öldungadeildina. Við skólaslit lék blásarakvartett, Manúela Wiesler, Stefán Step- hensen, Hafsteinn Guðmunds- son og Sigurður I. Snorrason og léku þau í upphafi athafnarinn- ar, sem var mjög hátíðleg. Mjög margt gesta var við skólaslit MA í Akureyrarkirkju, meðal annarra fulltrúi 50 ára stúdenta, sem hlutu undirbún- ingsmenntun sína við MA en luku stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík. En í þeim hópi var Bárður ísleifsson, Brynjólfur Sveinsson, Eyjólfur Eyjólfsson, sem nú er látinn, Jóhann Skaptason, fyrrv. sýslu- maður, Jón Guðmundsson forstj. á Akureyri og Þórarinn heitinn Björnsson, fyrrv. skólameistari. Framhald á 4. síðu. Samningum að Ijúka Amánudaginn var y£ir\'innubanni víðast aflétt og einnig allsherjarvinnustöðvunin 21. júní, í trausti þess að samningar strönduðu ekki á þeim ágreiningsatriðum, sem þá voru óleyst. Samningstíminn er 18 mánuðir og kaup- hækkanir á þeim tíma 32 þúsund krónur á mánuði. Atvinnu- lífið færist nú í aukana og skuggi verkfallanna virðist liðinn hjá. Rammasamningar sem aðilar vinnumarkaðarins hafa gert, voru á mánudaginn tilbúnir til undirskriftar. Verkalýðsfélögin aflýstu þá yfirvinnubanni og fyrirhuguðu allsherjarverkfalli því, sem átti að koma til fram- kvæmda í gær á flestum stöð- um á landinu. En eftir var í gær að semja um sérkröfur margra starfshópa, svo sem í bygging- ariðnaðinum. Þá gaf ríkisstjórn- in út yfirlýsingu um helgina, þar sem heitið er hlunnindum sem snerta nokkra þætti kjara- mála, svo sem húsnæðismál, T ogararnir Kaldbakur landaði í gær og fyrradag um 200 tonnum fiskj- ar. Svalbakur landaði 14. júní 177 tonnum. Aflaverðmætið var 11,7 milljónir króna. Sólbakur landaði 150 tonnum 9. júní og var aflaverðmætið 10,9 millj. Harðbakur landaði 3. júní 236 tonnum. Aflaverðmæti 15,5 millj. kr. Sléttbakur er nýlega kominn úr slipp og er á veið- um. Hinn 10. júní tók Lagarfoss 7600 kassa af freðfiski á Banda- ríkjamarkað. vinnuverndarmál, lífeyrissjóðs- mál og síðast en ekki síst skatta- mál. Búist er við því að undir- skrift samninganna geti farið fram í dag, miðvikudag, ef nú heldur sem horfir um samninga- málin. Heildarinntak hinnh nýju samninga, sem í gær átti eftir að undirrita og síðan að sam- þykkja hjá viðkomandi aðilum, er þetta: Samningstíminn er um hálft annað ár, eða til 1. des. 1978. Kaup hækkar strax um 18.000 krónur á mánuði. Hinnl. des- ember n. k. hækkar kaup um 5.000 krónur og aftur 1. júní 1978 og i þriðja sinn 1. sept. 1978 um 4.000 krónur. .En sam- tals eru þetta 32 þúsund króna kauphækkun á samningstíman- um. Það sem mest stóð í vegi fyrir því að samningum lyki að fullu, var það, að iðnaðarmenn vilja halda álögum sínum í hlutföll- um, en það þýðir meiri kaup- hækkun en aðrir fá. Búið að opna Súlnaberg Stækkun Matstofu KEA, eða Kaffiteríunnar í Hafnarstræti 89, hefur staðið yfir og verður nýi hlutinn opnaður í dag. Eldri hlutinn verður svo opnaður eftir endurbætur. Heitir staður- inn nú Súlnaberg. í eldri hlutanum voru sæti fyrir 70 manns, en verða nú samanlagt 140. Eftirleiðis verð- ur á boðstólum hinn vinsæli heimilismatur, en einnig verða heitir og kaldir réttir frá klukk- an 8—11 á kvöldin. Jóhannes Geir sýnir á Sauðárkróki Jóhannes Geir Jónsson listmál- ari verður fimmtugur 24. júní. Af því tilefni gengust heima- menn fyrir því, að hann opnaði málverkasýningu á Sauðár- króki. Sýningin er opin frá 16. til 26. júní og lánar Safnahúsið sali sína án endurgjalds fyrir þessa afmælissýningu og einnig mun Sauðárkróksbær styrkja sýninguna. Jóhannes Geir er skagfirðingur, fæddur og upp- alinn á Sauðárkróki, sonur Jóns Björnssonar skólastjóra frá Veðramóti. Um 80 verk eru á þessari sýningu og öll í einka- eign, nema ein tíu eða ellefu, sem eru til sölu. Mikil aðsókn hefur verið að málverkasýning- unni. Kemur mönnum saman um, að svo ágæt verk, sem á sýningunni eru, sé menningar- viðburður bæjar og héraðs. Vestur-íslendingar í heimsókn um næstu helgi Allstór hópur Vestur-íslendinga er væntanlegur til bæjarins um næstu helgi. Á sunnudaginn 26. júní munu þeir verða við messu í Akureyrarkirkju. Er þar til- valið tækifæri fyrir heimamenn að hitta þessa góðu gesti okkar að máli. Hreppsbúar kröfðust betri vega með undirskriftum Rifkelsstöðum 17. júní. Hér er það helst til tíðinda eftir síð- ustu helgi, að þeir sem vega- málum stjórna í sýslunni, létu loks verða af því að aka bindi- efni á nokkurn hluta vegarins í hreppnum, en þó er þessu verki ekki lokið enn. Vegurinn mátti heita illakandi áður, fyrir stórgrýti og hersli. • r Mikið fjölmenni var á hátíðahöldunum á Akureyri 17. júni, enda veður stillt og blítt, svo sem best verður kosið. Hátíða- höldin fóru í stórum dráttum fram með hefðbundnum hætti og virðist bæjarbúum yfirleitt líka það vel, þótt aðrir telji breyt- ingar æskilegar. Að sögn lögreglunnar var mjög mikil umferð, allt frá 17.—19. júni alveg slysaslaus. Ölvun var nokkur hinn 16. júní, en þó gistu litlu fleiri fangageymsluna en um venjulegar helgar og á hátíðinni virtist allt fara vel fram. Ekki var hafist handa um úr- bætur fyrr en hreppsbúar kröfð ust lagfæringar með undir- skriftum. Það er leitt til þess að vita, að vegir hér í sýslunni skuli hafa verið svo árum skipt- ir og eru enn verstu vegirnir á allri leiðinni frá Reykjavík og langt hér austur fyrir, að dómi þeirra sem þessa leið aka. En hverju er um að kenna? Mér dettur helst í hug, að ey- firðingar, sem munu vera sein- þreyttir til vandaræða, séu of linir í kröfum sínum um vega- viðhaldið, og í öðru lagi sé for- ystan í vegamálunum hér mjög léleg. í gær hreinsuðu ungmennafé- lagar meðfram veginum í hreppnum og fengu nokkra bíl- farma af ýmsu dóti. Er furða hvað fellst til af slíku árlega. En þetta mun vera í þriðja Framhald á blaðsíðu 7.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.