Dagur - 22.06.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 22.06.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyn, miðvikudaginn 22. júní 1977 WILLY5 VARAHLUTIR Féð rekið á snjónum Þegar blaðið hitti Valtý Krist- jánsson, bónda í Nesi í Fnjóska dal, fyrir helgina og spurði frétta, sagði hann meðal annars: Þessa dagana er verið að reka fé til Flateyjardals. Nú er ágæt- ur sauðgróður kominn. En þar er snjór á heiðum og féð víða rekið á snjó. Ennfremur er féð flutt fram Fnjóskadal á bílum og vögnum, t. d. fram í Tungu og fram fyrir Sörlastaði. í haust var byggð brú á Bakkaá, sem auðveldar flutninga búfjár, þó ekki sé um bílfæra brú að ræða. Hinn 5. júní fór fram prests- kosning í Hálsprestakalli. Um- sækjandi var einn, séra Pétur Þórarinsson frá Akureyri, og var hann settur prestur hjá okk ur síðan í haust. Fólkið vill hafa hann áfram, því hann var kos- inn með meira en 80% atkvæða í prestakallinu. Kona hans er Ingibjörg Siglaugsdóttir og er hún hjúkrunarkona að mennt- un. Engar kosningar í Fnjóska- dal hafa verið eins ótvíræðar og vel sóttar. Presturinn hefur mikið starfað að æskulýðsmál- um, svo sem við sumarbúðirnar við Vestmannsvatn. Skólanum á Stórutjörnum var slitið viku fyrr en ætlað var, því jafn margir frídagar voru notaðir til kennslu og börnin voru hamingjusöm yfir því að komast heim til að hjálpa til við sauðburðinn og foreldram- ir munu líka hafa glaðst yfir því, að fá þá aðstoð á miklum annatíma. Skólastjóri er Viktor Valtýr Kristjánsson, bóndi í Nesi. Guðlaugsson. Skólanum var slit ið 7. maí. Ráðgert er að bora eftir heitu vatni í sumar, því heita vatnið þyrfti að auka ef þess er kostur. Nú hefur verið ákveðið að leigja skólahúsnæðið fyrir Eddu hótel þrjú næstu sumur og verð ur það hótel opnað eftir fáa daga. Þá má geta þess, að fimmtán manna hópur rúss- neskra vísindamanna hefur sótt um að mega dvelja í Stóru- tjamaskóla í sumar eða hluta úr sumrinu og hefur maður frá Orkustofnun beðið um þá fyr- irgreiðslu. En rússarnir hafa óskað eftir húsnæðinu einu en munu vilja elda sjálfir handa sér. Um veiðiskap er það að segja, að smábleikja er alltaf í Ljósavatni og ennfremur urriði. Ekki hef ég frétt um að lax hafi gengið upp í vatnið, en nú getur hann gengið £ Djúpá og hefur veiðst dálitið af honum neðan til í ánni. Þá er þess að geta, að á síð- asta hausti var gerður laxaveg- ur í Laufáslandi og Litlagerðis. En fossar þar eða strangar flúð ir, þær einu í Fnjóská, hafa lengi verið veruleg hindrun bæði laxi og silungi. Mun verk- ið hafa kostað um þrjár milljón ir króna og greitt af landeigend um. En áin er sumar hvert leigð veiðifélagi á Akureyri. Þess má geta, að karlakórinn Goði hélt ellefu söngskemmt- anir í vor og var aðsókn ein- dæma góð. Söngstjóri var Ro- bert Bezdek, en hann og kona hans hafa dvalið hjá okkur í vetur. Blaðið þakkar fréttirnar. Fundir þingmanna Fram- sóknarfl. í Norðurl. eystra Alþingismennimir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Ingi halda almenna landsmálafundi sem hér segir: Miðvikudaginn Fimmtudaginn Laugardaginn Sunnudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn 22. júní kl. 21 á Breiðumýri 23. júní kl. 21 í Ljósvetningabúð. 25. júní kl. 21 á Hafralæk (skóla). 26. júní kl. 14 í Bárðardal. 28. júní kl. 21 á Grenivík. 29. júní kl. 21 á Svalbarðsströnd. Aðrir fundir verða auglýstir síðar. Netahringir og trollkúlur framleiddar á Akureyri tækjanna mun PANCO ekki framleiða þessa vöru næstu ár- in, einnig mun norska fyrir- tækið sjá um sölu á netahringj- um og trollkúlum fyrir Plast- einangrun hf. í Noregi. Miklar vonir eru við það bundnar að um frekari útflutn- ing, geti orðið að ræða. Sjávar- afurðadeild SÍS, sem hingað til hefur haft umboð fyrir þessar vörur hér á landi, mun áfram sjá um dreifingu og sölu þeirra. Netahringir þessir, svo og trollkúlur, eru framleiddir með svokallaðri þrýstisprautuaðferð og þykir sú tækni gefa góð raun við eins vandasama framleiðslu og hér um ræðir. Til gamans má geta þess, að fyrirhugað er að hefja fram- leiðslu á trollkúlum sem eiga að þola allt að 1110 metra dýpi, eða sem samsvarar 110 loft- þyngda þrýstingi. Auk þess þurfa slíkir hlutir að þola vel allt hnjask og veðrun. Reiknað er með því að fram- leiðsla geti hafist í byrjun ágúst n. k. Jón Sigurðsson verkfræð- ingur hefur annast undirbún- ing þessarar nýju framleiðslu. (Fréttatilkynning). Fyrirtækið Plasteinangrun hf. á Akureyri hefur hingað til fram- leitt plastpoka og einangrunar- plast en hyggst nú að hefja framleiðslu á netahringjum og trollkúlum úr plasti. Flasteinangrun hefur keypt bæði vélbúnað og tækniþekk- ingu frá norska fyrirtækinu PANCO og mun yfirtaka fram- leiðslu þeirra á þessum vörum sem hafa um árabil notið mik- illa vinsælda hjá íslenskum sjó- mönnum. íslenskir tæknimenn hafa undanfarið verið í þjálfun hjá norska fyrirtækinu og er miklu til kostað að tryggja sömu gæði framleiðslunnar og áður. Samkvæmt samningi fyrir- Hér sjást Ola Pedersen forstjóri frá Noregi og Jón Sigurðsson með netahringi, líka þeim sem fyrirhugað er að framleiða á Akureyri. t.... * ...... ■ ......... ......................................................... "S ....... ...........1 fslendingar hafa löngum ver ið áhugamenn um tilbúning öls og víns og um eitt skeið gekk bruggöld yfir landið, sem frægt var að endemum. Af því heimabruggi veiktust margir, sumir neyttu í hófi en urðu ofdrykkjumenn og til var það, að þessi iðja gæfi mikla peninga í aðra hönd, þeim sem brugguðu og seldu, en gættu þess að neyta ekki framleiðslunnar sjálfir. Þetta gerðist t. d. á árunum eftir 1930. En allar götur síðan hefur þó verið bruggað á ýmsum stöðum, þótt minna sé en áður og fari ekki hátt heimabrugg Nú er ný bryggöld hafin hér á landi og landsfeður hafa verið svo „tillitssamir“, að leyfa innflutning á hráefni til heimilisnota og dagblöð- in í Reykjavík hiupu undir bagga með brugg-áhugafólki og prentuðu myndir og not- kunarreglur. Þessu var vel fagnað. Um 190—200 tonna hráefni til bruggs, sem inn hefur verið flutt, lætur sig ekki án vitnisburðar. Þetta bruggefni, sem úr átti að búa til létt öl og „saklaust“, get- ur orðið með 8% styrkleika eða meira í höndum þeirra, sem þess óska, og það er víða gert. Þessi ófögnuður er orðinn mjög algengur, að því er fróðir menn hafa tjáð blaðinu, og er hér auðvitað um lögbrot að ræða, sem á að hljóta meðferð sem slíkt. • Stúlkan í f jörunni í síðasta tölublaði var ofur- lítil frásögn af stúlkunni í fjörunni, svip konu, sem sami maður sá oftar en einu sinni á Álftanesinu og er sá maður þó ekki dulrænn. Nú hefur roskin kona, sem þarna þekkir til, haft sam- band við blaðið.. Söguna þekkir hún og einnig þekkti hún, sem bam, konu þá, cr hér um ræðir, og var hin mesta myndarkona en varð skammlíf. En saga konunnar verður ekki birt að sinni. Margir hafa séð svip hennar. • Innlánsdeild og stofnsjóðir Félagsmenn KEA áttu í Inn- lánsdeild í ársiok um 490 milljónir króna og höfðu aukið innstæður sínar um 123,4 milljónir króna, eða um 33,5%. Innstæður félags- manna í stofnsjóðum námu í árslok u. þ. b. 330 milljónir króna og höfðu aukist um nálega 77,5 milljónir króna eða rúmlega 31%. Það er kaupfélaginu ávallt mikill styrkur að félagsmenn ávaxti sparifé sitt í Innlánsdeild- inni, en þó miklu fremur nú á tímum rekstrarfjárskorts, jafnframt því sem félagið stendur í dýrum fjárfesting- arframkvæmdum vegna fé- iagsheildarinnar. Viðhorf fé- lagsmanna gagnvart Innláns. deiidinni sýnir vel þá félags- hyggju, sem jafnan hefir einkennt eyfirska samvinnu menn. • Ný einkasím- Núverandi einkasímstöð fé- lagsins, sem tekin var í notkun í maí 1953 er fyrir Iöngu orðin of lítii og getur engan veginn lengur veitt þá góðu símaþjónustu, sem fé- laginu og viðskiptamönnum þess er nauðsynleg. Nú hef- ur félagið keypt nýja sím- stöð, sem nýlega er komin tii landsins. Er verið að út- búa herbergi fyrir vélbúnað stöðvarinnar og að því loknu vcrður hafist handa um að setja hana upp, sem vænt- anlega verður lokið um mitt sumar. Stöð þessi er svo stór, að fyrirhugað er að tengja inn á hana alla síma félags- ins, hvar sem er í bænum, en það gerir öll símavið- skipti við félagið cinfaldari. Er það von félagsins, að hin stórbætta símaþjónusta, sem á að fást með hinni nýju stöð, verði félagsmönnum og öðr- um viðskiptamönnum til verulegs hagræðis. Ráðstefna um iðnþróun á Norðurlandi á Húsavík Ráðstefna um iðnþróun á Norð- urlandi, sem Fjórðungssam- band Norðlendngaidnga, ís- lensk iðnkynning og iðnaðar- ráðuneytið stendur að, hefst á Húsavík föstudaginn og stend- ur í tvo daga. Ráðstefna þessi verður í þrem meginþáttum. í fyrsta lagi um iðnþróun á Norð- urlandi, í öðru lagi um stöðu iðnaðar í þessum landshluta og í þriðja lagi fjallar ráðstefnan um nýiðnað og orkubúskapinn. Framsöguerindi um þessi mál flytja í sömu röð: Sigurður Guðmundsson, Þórir Hilmars- son og Jón Illugason. Ennfrem- ur Hjörtur Eiríksson, Davíð S. Thorsteinsson og Sigurður Kristinsson, og í þriðja þeir Vil- hjáhnur Lúðvíksson, Bjarni Einarsson og Kristján Jónsson um orkubúskap og nýiðnað. Á þinginu verður unnið í starfshópUm. Húsvíkingar munu kynna atvinnulíf og mannlíf og menningu staðarins, og farin verður kynnisför til Mývatns- sveitar. é

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.