Dagur - 22.06.1977, Blaðsíða 7

Dagur - 22.06.1977, Blaðsíða 7
Ran nsóknarlögreglan Lögin um rannsóknarlögreglu ríkisins taka gildi 1. júlí í sum- ar. Rannsóknarlögreglustjóri er Hallvarður Einvarðsson. Hann og Eiríkur Tómasson, fulltrúi dómsmálaráðherra, skýrðu ný- lega svo frá: Þetta er einn síðasti áfang- inn í þeim breytingum á réttar- farslögunum sem staðið hafa yfir mörg undanfarin ár. — Með þessum lögum væri að miklu leyti skilið milli dómsvalds og lögregluvalds hérlendis. Saka- dómur fer þá ekki lengur með yfirstjórn rannsóknarlögreglu og frumkvæði rannsóknar af- brotamála flyst til rannsóknar- lögreglu ríkisins. Ríkissaksókn- ari hefur þó enn sem fyrr rétt til að krefjast dómsrannsóknar ef honum þykir ástæða til. Hins vegar er ætlunin að rannsóknarlögreglan vinni mál- ið svo langt að saksóknari geti strax ákveðið hvort höfðað Á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1974 var samþykkt að láta gera farandgrip, sem veittur væri eiganda þess hrúts, sem efstur stæði í röð heiðurs- verðlaunahrúta á héraðssýn- ingum hverju sinni. Var Krist- ján Vigfússon Litla-Árskógi, Árskógsströnd, fenginn til þess að gera þennan grip. Lauk hann því verki nú á sl. vetri. Er þetta hinn ágætasti grip- ur, hrútshöfuð, skarið út úr tré, fest á veggskjöld. skuli opinbert mál eða ekki. Þetta þýðir með öðrum orðum að mál verði unnin allt fram að ákærustigi. Ranns.lögreglustjóri sagði, að við uppbyggingu þessarar nýju stofnunar hefði meðal annars verið stuðst við fyrirmyndir og gögn frá öðrum norðurlöndum. Hann kvaðst hyggja á heim- sóknir til þessara landa þegar tími væri til og kynna sér starf- semina þar. Þegar hefðu verið lögð drög að kynnisferðum starfsmanna rannsóknarlögregl- unnar til annarra landa og nú væru menn að kynna sér tölvu- notkun og ýmisleg tæknileg at- riði, sem hann kvaðst munu leggja mikla áherslu á. Einnig sagði Hallvarður, að lögð hefðu verið drög að samstarfi við ákveðinn endurskoðanda þegar um bókhaldsrannsóknir væri að ræða. Meðfylgjandi mynd er tekin nú fyrir skömmu, þegar Sveinn Jónsson, formaður B. S. E., af- henti Friðrik Magnússyni bónda á Hálsi við Dalvík þennan grip, en hrútur hans, Bjartur, stóð efstur í röð heiðursverðlauna- hrúta á síðustu héraðssýningu. Viðstaddur afhendinguna var Árni G. Pétursson sauðfjár- ræktarráðunautur Búnaðarfé- lags íslands. Húsnæðið. Allmiklar umræður hafa orðið um húsakaup þessarar stofnun- ar. Gert var bráðabirgðasam- komulag við Tryggingar hf. um leigu á húsi félagsins við Skafta- hlíð, en fjármálaráðuneytið féllst ekki á það samkomulag. Svo fór að lokum, að keypt var húseignin Auðbrekka 61 í Kópavogi. Verðið var 115 millj- ónir króna og voru 40 milljónir greiddar út. 30 milljónir greið- ast 25. janúar 1978 og 45 millj- ónir greiðast með skuldabréfi til fimm ára sem ber 4% vexti. Húsið er 1470 fermetrar að stærð á þremur hæðum, og hafa verið unnar frumteikningar að innréttingum í það. Vonir standa til að hægt verði að taka húsnæðið í notkun fyrir næstu áramót. Þangað til verður rann- sóknarlögreglustjóri með aðset- ur í Lögreglustöðinni við Hverf- isgötu, en flestir aðrir úr starfs- liði hans í Borgartúni 7. Dómsmálaráðherra hefur gert að tillögu sinni, að starfslið verði tæplega 40, en síðan fjölg- að smátt og smátt á næstu árum eftir því sem fjárhagur leyfir. Auk Hallvarðs Einarssonar verða helstu yfirmenn Þórir Oddsson deildarstjóri og stað- gengill rannsóknarlögreglu- stjóra, Erla Jónsdóttir og Örn Höskuldsson deildarstjórar, Njörður Snæhólm yfirlögreglu- þjónn, Gísli Guðmundsson að- stoðaryfirlögregluþjónn og Ragnar Vignir sömuleiðis sem einnig verður yfirmaður tækni- deildar. Eftir er að ráða í stöðu skrifstofustjóra, stöðu 29 rann- aóknarlögreglumanrua og boð- unarmanna og stöður þriggja aðstoðarmanna. Alls hafa um 60 sótt um stöður rannsóknar- lögreglumanna. Félag rann- sóknarlögreglumanna hefur lýst óánægju sinni með það að ráðið var í stöður aðstoðaryfirlög- regluþjóna án þess að þær væru auglýstar sérstaklega. Bjartur er bestur hrúta Úr fréttabréfi KEA f nýútkomnu fréttabréfi Kaup- félags Eyfirðinga, KEA-fregn- um, segir meðal annars: Hótel KEA. Segja má, að Hótel KÉA hafi lengi framan af valdið forráða- mönnum félagsins talsverðum áhyggjum og var það árum saman rekið með tapi. Á síð- ustu árum hefur þetta breyst og verið að snúast við. Her- bergjanýting hefur farið batn- andi og er nú með því besta, sem þekkist hér á landi, eða 72,16%. Hagnaður hótelsins á síðasta ári varð tæplega 9,5 milljónir og hefur afkoma þess aldrei verið jafn góð. Matstofan. Skömmu eftir áramótin var haf- ist handa u mstækkun Matstof- unnar. Verkið hefur gengið hægar en ætlað var í upphafi og stafar það aðallega af yfir- vinnubanninu. Vonir standa til, að hægt verði að opna nýja hlut ann áður en langt líður (verður sennilega búið að opna þegar þetta blað kemur út) og þegar það er búið, verður tekið til við endurnýjun á núverandi húsnæði Matstofunnar, sem ætti að taka miklu skemmri tíma. Snæfell EA 740. Fyrsta heila úthaldsári Snæ- fells er nú lokið. Skipið hefur reynst vel og allt gengið áfalla- laust. Heildaraflinn varð 2586 tonn og er það nokkuð yfir meðallag á Norðurlandi. Aflinn fór svo til allur til frystingar í Hrísey, lítið eitt til frystihús- anna á Dalvík og ein söluferð var farin til Klakksvíkur í Fær- eyjum. Aflaverðmæti alls varð 151 milljón og 370 þúsund krón- ur og hásetahlutur um 2 millj- ónir og 590 þúsund krónur. Nýtt frá verksmiðjunum. Efnaverksmiðjan Sjöfn hefur ný lega komið með tvær nýjar framleiðsluvörur á markaðinn: Alfa-Beta lágfreyðandi þvotta efni til notkunar fyrir mjalta- ikerfi, mjólkurtanka, mjólkur- vinnsluvélar, vinnsluvélar fyrir frystihús, kjötvinnslur og ann- an matvælaiðnað, auk upp- þvottavéla á matsölustöðum. — Alfa-Beta inniheldur m. a. lág- freyðandi yfirborðsvirkt efni, sem leysir vel upp hvers konar fitu, en brotnar þó auðveldlega niður í náttúrunni. Þá inniheld- ur Alfa-Beta klórsambönd til sótthreinsunar, fosföt, sem hindra myndun á mjólkursteini og kalksteini, og silikat, sem kemur í veg fyrir tæringu vissra málmtegunda. Rex 33, vatnshelt trélím, með herði til líminga á hlutum, sem þurfa að þola langvarandi veru í raka eða vatni. Rex 33 er því kjörið til líminga á gluggum, útihurðum, garðhúsgögnum, í baðherbergjum, svo og í skipa- iðnaði og víðar. Rex 33 má nota án herðis og er þá rakaþétt, en ekki vatnshelt. Búðarverð á eins líters dós án herðis er kr. 510,00 og kr. 591,00 með herði. Kjötiðnaðarstöð KEA hóf 'ný- lega vinnslu á vörum úr hrossa- kjöti og samkvæmt óskum frá félagsmönnum og öðrum við- skiptavinum var fyrst hafin framleiðsla á hrossabjúgum. — Bjúgu eru framleidd á mismun- andi hátt, oftast er notað nokk- uð fínhakkað kjöt, en í hin nýju hrossabjúgu er kjötið mjög gróf hakkað. Hrossabjúgun eru ríf- lega 20% ódýrari en kinda- bjúgu. — Þá hefur einnig ný- lega verið hafin framleiðsla á saltkjötsfarsi, sem hlotið hefur ágætar móttökur og vinsældir hjá viðskiptavinum. Saltkjöts- farsið er selt frosið í plastgörn- um, í um það bil 700 gr. ein- ingum. — Á sl, ári tók Kjötiðn- aðarstöðin alls á móti 704 tonn- um af kjöti auk 130 tonna af ýmis konar grænmeti. Söluaukn ing Kjötiðnaðarstöðvarinnar ár- ið 1976 nam 53,6%, eða árssalan alls kr. 472.517.873,00. Gott að dvelja á Bifröst Sumarheimilið á Bifröst í Borg- arfirði er tekið til starfa. Þang- að var ritstjóra Dags boðið og var það boð þegið í síðustu viku. Það var gott að vera í Bifröst, þar sem Samvinnuskól- inn hefur lengi verið, er á sér- kennilegum og fögrum stað. — Hraunið með öllum sínum lit- brigðum, talsvert skógarkjarr, hið sérkennilega Hreðavatn með sumarbústaðina í skógi- vöxnum hlíðum skammt frá og hin laxauðuga Norðurár, er þarna allt saman komið á einn stað að heita má. Umhverfis eru svo sveitabýlin í Norðurárdal og stuttar leiðir til hinna mörgu sveita og dala í Borgarfjarðar- héraði, fullum af sögustöðum og mikilli náttúrufegurð. Bifröst er sem kjörinn staður til að dvelja á og fara þaðan í lengri eða skemmri ferðir. Það er nokkuð útbreiddur misskiningur, að sumarheimilið sé eingöngu fyrir samvinnu- menn. Heimilið er öllum opið, jafnt hópum sem einstaklingum á meðan húsrúm leyfir. Þar er fæði selt gestum, einnig þeim, sem búa í sumarbústöðunum og óska að nota sér þau þægindi. Þetta er þriðja árið, sem sum- arstarfið í Bifröst er með þess- um hætti og hefur það áður byrjað með húsmæðraviku sam- vinnumanna eftir aðalfund Sambandsins, þótt ekki væri það að þessu sinni. Verði er í hóf stillt og mjög margir kjósa að panta vikudvöl á staðnum með fjölskyldur sín- ar. EJifröst hefur auk síns eigin húsnæðis Varmalandsskólann, sem er skammt frá og er þar veitt gisting og morgunverður. Þrettán starfsmenn voru í Bifröst þegar mig bar að garði. Mjög vel geðjaðist mér þetta fólk allt og veitti það ánægju- lega fyrirgreiðslu, hvert á sínu sviði, jafnt í borðsal sem við aðra afgreiðslu á staðnum. Að nokkru afgreiða dvalar- gestir sig sjálfir í borðsal og á herbergjum og er það lítil fyrir- höfn en sparar kostnaðinn. For- stöðu sumarheimilisins veitir Guðmundur Arnaldsson frá Ak- ureyri. Samvinnuskólinn í Bifröst starfar á vetrum. Skólastjóri er Haukur Ingibergsson, en fastir kennarar eru fimm talsins. — Mikil aðsókn hefur verið að skólanum. í skólanum var í vet- ur 81 nemandi og auk þess tveir bekkir í Reykjavík með 24 nem- endum. Seinþreyttir... Framhald af 1. síðu. skiptið, sem þeir framkvæma þetta, og er það lofsvert og mættu aðrir taka sér það til fyrirmyndar. Grasspretta er miklu seinni á ferðinni en undanfarin ár. Vet- urinn, sem mátti telja snjólétt- an og mildan, endaði raunar ekki fyrr en um miðjan maí. Þá snögghlýnaði og fór að grænka. En 4. júní gerði kuldakast í eina viku með frosti flestar næt- ur og neyðarkulda alla daga. Síðan hefur tíð verið góð og oft mikill hiti, en grassprettan er hæg vegna stöðugra þurrka, því úrkoma hefur engin verið að gagni síðan hætti að snjóa. J. H. Mikil velta Aðalfundur Kaupfélags Skag- firðinga var haldinn á Sauðár- króki 7. og 8. júní. Rétt til funcjarsetu með atkvæðisrétti áttu 75 menn, þar af 52 full- trúar, 13 deildarstjórar og svo stjórn og framkvæmdastjóri og endurskoðendur. Formaður fé- lagsins, Gísli Magnússon, setti fundinn og flutti skýrslu stjórn- arinnar, en Helgi Rafn Trausta- son, kaupfélagsstjóri, las og skýrði reikninga. í ræðum þeirra kom meðal annars þetta fram: Félagsmenn voru um sl. ára- mót 1400 með 3200 manns á framfæri sínu, en íbúar í Skaga- firði eru um 4200. Fastráðið starfsfólk er 197 og launagreiðsl- ur og launatengd gjöld hjá fé- laginu og fyrirtækjum þess urðu á síðasta ári 341,6 millj. kr. og höfðu þessar greiðslur hækkað um 98 milljónir frá fyrra ári. Sala vöru og þjónustu varð 1649 milljónir og sala á innlend- um afurðum varð 1275 milljón- ir. Heildarvelta kaupfélagsins og fyrirtækja þess, Fiskiðjan þar með talin, varð 3 milljarð- ar og 265 milljónir króna. Hafði veltan aukist um 884 milljónir frá árinu 1975. Heildar fjárfest- ingar námu 103 milljónum. — Kaupfélag Skagfirðinga greiddi í opinber gjöld 183 millj. kr. Á sl. ári var lógað 63 þús. kindum á vegum félagsins og var kjöt- innleggið 950 tonn. Auk þess var lógað um 1700 nautgripum og hrossim. Mjólkursamlagið tók á móti liðlega 9 millj. kílóum af mjólk og framleidd voru úr henni 228 tonn af smjöri, 66 tonn af kas- eini og 374 tonn af osti. Kaup- félagið greiddi til bænda 1 milljarð og 56 milljónir króna fyrir afurðir 1976. Hinn 1. maí sl. hófust flutn- ingar á mjólk með tankbílum frá bændum. Þegar afskrifað hafði verið eins og lög gera ráð fyrir, var rekstrarhagnaður, tæpar 14 milljónir. Aðalfund- urinn samþykkti að 9,5 millj- ónir færu í stofnsjóð félags- manna, í hlutfalli við viðskipti þeirra. Að þessu sinni áttu þeir Gunnar Oddsson og Jónas Har- aldsson að ganga úr stjórn, en voru báðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru: Gísli Magnússon, Jóhann Salberg Guðmundsson, Marinó Sigurðsson, Þorsteinn Hjálmarsson og Stefán Gests son. G. Ó. DAGUR•7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.