Dagur - 22.06.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 22.06.1977, Blaðsíða 5
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm U1G6, Augl. og afgreiðsla 111G7 Kitstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prcntun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Bjartari tíð Þótt íslndingar hafi um sinn lifað í skugga yfirvofandi verkfalla, var þeim ekki beitt í þeim mæli, að vem- leg röskun yrði að, nema hvað snerti yfirvinnubannið. En þá munu flestir jafnframt hafa fundið það að hóflega langur vinnutími er það keppikefli, sem fyrir löngu var stefnt að, en síð- an síðan brotið niður á þann herfi- lega hátt, að mikill hluti þjóðarinnar hefur búið við stöðuga vinnuþrælk- un. Þegar þetta er ritað, virðist und- irskrift heildajsamninga skammt undan, en í þeim samningum felst nokkur launajöfnun, svo sem að var stefnt. En þann skugga ber á, að stjóm landsins mun tæplega geta spomað við enn aukinni verðbólgu vegna launahækkana, þótt launþeg- um þyki sinn hlutur vart of stór. — Þrátt fyrir þetta, ber að fagna því, að til almennra verkfalla kemur vænt- anlega ekki að þessu sinni og því geta atvinnuvegimir starfað með fullum afköstum og skilað þjóðarbú- inu og þar með þjóðinni allri þeim hlut óskertum, sem þeir hafa mögu- leika til. En nú, er skuggi yfirvofandi verk- falla og stöðvunar meginþorra alls atvinnulífs og framleiðslu, er liðinn hjá, bera að snúa sér af fullum þrótti að hinum óteljandi verkefnum, sem framundan em. Hér á Norðurlandi hefur fólk búið við allgóða afkomu og jafna, allt frá Þórshöfn til Skaga- strandar. Á tímum vinstri stjómar innar var víða lagður grunnur að aukinni framleiðslu og atvinnu, sem fólk hefur síðan búið að, og er þetta byggðastefna í verki, sem þeir einir sjá ekki og viðurkenna ekki, sem grafa vilja höfuð sitt í sandinn. Það er næstum sama hvar komið er á norðlenska þéttbýlisstaði, því þeir bera þessu allir vitni og eiga það sameiginlegt, að atvinnuleysi hvarf að mestu eða öllu, fólk neytir orku sinnar við nytsöm störf og hefur fengið trú á framtíð sína og sinna á heimaslóðum, fólki fjölgar, ný íbúða- hverfi rísa, afkoman er betri og framtíðin bjartari. Jafnframt hafa mikilvægustu fyrirtæki skilað góðri afkomu af rekstri síðasta árs, svo meiri ástæða er til bjartsýni en oft áður. Full ástæða er til að benda á, að í þessum landshluta öllum eiga sam- vinnufélögin ríkan þátt í hinni ör- uggu og farsælu atvinnuþróun, framkvæmdum og sómasamlegum viðskiptaháttum. Því er það, að sundrungaröfl þjóðfélagsins sendi þeim tóninn öðru hverju og tjái hug sinn tli þeirra samtaka fólksins, sem best hafa dugað í baráttunni fyrir betra lífi. 390 nemendur voru í Tónlistar- skólanum á Akureyri sl. ár Þrítugasta og önnur skólaupp- sögn Tónlistarskólans á Akur- eyri fór fram í Borgarbíói 25. maí 1977. Nemendur skólans voru um 390 á vetrinum, en einnig stunduðu 25 nemendur nám við útibú skólans á Greni- vík og álíka margir við Hrafna- gilsskóla. Skipting nemenda eftir náms- greinum var eftirfarandi: Forskóli 75 Píanó 135 Strokhljóðfæri 48 Blásturshljóðfæri 65 Söngur 32 Gítar 16 Aðsókn og áhugi fyrir tón- listarnámi jókst verulega á þessu ári, en fjölgunin var um 20% frá árinu áður. Kennara- lið hélst óbreytt eða samtals 17 kennarar. Húsnæði skólans er þegar of lítið og taka þurfti á leigu viðbótarhúsnæði hjá Fyrir fjórum árum var tekinn upp s áháttur að efna til tísku- sýninga í Blómasal Hótels Loft- leiða hvern föstudag. Það voru fyrirtækin íslenskur heimilis- iðnaður, Rammagerðin og Hótel Loftleiðir sem stóðu að sýning- unum þar sem kynntur var ís- lenskur klæðnaður unninn úr íslenskri ull, að miklu leyti handunninn. í dag hefjast tísku- sýningarnar að nýju og fara sem áður fram í Blómasal Hótels Loftleiða og verða í hádegis- verðartíma á hverjum föstudegi til 2. september n. k. Frú Unnur Arngrímsdóttir hefur frá upp- hafi séð um tískusýningarnar og mun stjórna þeim í sumar. Undirbúningur hefur verið i höndum Gerðar Hjörleifsdóttur að hálfu íslensks heimilisiðn- aðar, Hauks Guðmundssonar vegna Rammagerðarinnar og Emils Guðmundssonar fyrir Hótel Loftleiðir. Ekki verður unnt að telja upp allt það sem sýnt verður, en hér eru flíkur allt frá íslenskum ullarnærföt- um til dýrindis samkvæmis- klæðnaðar, en allt unnið úr ís- lenskri ull. Margar flíkur eru Framhald af 1. síðu. Þarna voru einnig 40 ára stúd- entar og fyrir þeirra hönd tal- aði Birgir Finnsson og færði þessi árgangur skólanum mál- verk af Hermanni Stefánssyni, gert af Sigurði Sigurðssyni list- málara, einum úr þessum ár- gangi. Fyrir hönd 25 ára stúd- enta talaði Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur og færði skólanum að gjöf frá þeim álit- lega fjárhæð í sögusjóð MA. En ákveðið hefur verið að gefa út sögu norðlenska skólans á 100 ára afmæli hans 1980. Sög- una rita Steindór Steindórsson frá Hlöðum, Gísli Jónsson, menntaskólakennari og Tryggvi Gíslason, skólameistari. Verkið er hafið og verður í þrem bind- um. Þar verður skrá um gagn- fræðinga frá 1880—1930 og stúdenta frá 1927—1980, ásamt Karlakórnum Geysi og einnig Karlakór Akureyrar. Hafin er gerð áætlunar og fyrstu drög að teikningu viðbyggingar við skól- ann í Hafnarstræti 81, og standa vonir til að skólinn fái 370 ferm. húsnæði til viðbótar með því móti. Á vetrinum voru haldnir 11 tónleikar, þar af voru 7 vor- tónleikar, þar sem 140 nemend- ur komu fram. Nokkrar tón- listarkynningar voru haldnar á vetrinum, en á þeim kynntu og léku bæði kennarar og nem- endur tónlist af ýmsu tagi. — Tvær dagskrár voru fluttar í barnaskólum bæjarins, en það var kynning á strengjjahljóð- færum og einnig píanótónlist. Um áramótin var haldið viku- námskeið við skólann, þar sem Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari, Hafliði Hallgrímsson sellóleikari og Philip Jenkins píanóleikari leiðbeindu kenn- urum og nemendum í samleik og einleik, jafnframt því að handprjónaðar eða unnar í heimahúsum og litlum verk- smiðjum víðs vegar um land. Þá mun Guðrún Vigfúsdóttir frá ísafirði sýna handofinn klæðnað og Jens Guðjónsson gullsmiður sýnir silfurskraut. Þá verða sem fyrr segir íslensku ullarnærfötin til sýnis, en þau hafa fyrir löngu hlotið viður- kenningu allra sem útilíf stunda og þykja einhlít í köldu lofts- lagi. Það nýmæli verður á tísku- sýningunum að nú verður sýnd tóvinna og sér frú Sigrún Stef- ánsdóttir um þann þátt sýning- arinnar. Hárgreiðslu sýningar- stúlknanna annast Hárgreiðslu- stofan að Hótel Loftleiðum. — Undanfarin sumur hafa tísku- sýningarnar vakið mikla athygli, bæði erlendra og innlendra gesta í Blómasal. Þarna gefst gestum tækifæri til að sjá margbreytileik íslensks ullar- iðnaðar, sem ber vott um snilli þeirra sem framleitt hafa þenn- an fatnað og skrautmuni. í Blómasal stendur gestum til boða mikill fjöldi rétta og þar er í hverju hádegi kalt borð skrá um kennara og starfsmenn. Margar myndir verða í þessum bókum. Inn í þetta verður felld byggingarsaga skólans, skráð af Árna heitnum Kristjánssyni, menntaskóla'kennara. Þarna voru og 10 ára stúdentar og fyr- ir þeirra hönd talaði séra Jakob Hjálmarsson frá Seyðisfirði og afhenti hann nemendafélagi búnað í fundaherbergi. Nú lætur af störfum við Mlenntaskólann á Akureyri, Ragnar Stefánsson, sem kennt hefur í 13 ár ensku og sögu. Skólameistarinn, Tryggvi Gíslason, afhenti prófskírteini og ávarpaði hina brautskráðu stúdenta og aðra viðstadda. Þess má ennfremur geta, að hinn 11. júní var opnuð í skól- anum málverkasýning Hrings Jóhannessonar og lauk henni á sunnudag, eftir góða aðsókn. leika sjálf og fjalla um eigin verkefni. Það var starfi skólans mikil lyftistöng að fá þessa ágætu heimsókn, og eru vonir bundnar við framhald á slíku starfi. Alls voru þreytt 365 próf á vetrinum, þar af voru 164 tón- fræðipróf og 201 hljóðfærapróf. Stigspróf skiptast þannig eftir námsgreinum: píanó 48 fiðla 10 orgel 17 tónfræði 106 píanó 48 Kristinn Örn Kristinsson lauk einleikaraprófi í framhaldsstigi á píanó, en hann er fyrsti nem- andinn sem lýkur sambærilegu prófi. Kristinn hlaut viðurkenn- ingu fyrir ágæta frammistöðu í námi. Þórunn Rafnar lauk 8. stigsprófi i píanóleik, og hlaut viðurkenningu fyrir góðan ár- angur. með um 60 réttum. Á kalda borðinu er m. a. íslenskur mat- ur og hefur hótelið látið sér- prenta upplýsingar um t. d. skyr, svið og fleira. (Fréttatilk. frá Kynningar- deild Flugleiða hf.). • Hugleiðing um yfirlýsingu. í 19. tölubl. Dags birtist yfirlýs- ing frá nokkrum Eyfirðingum út af ummælum um heimilið að Draflastöðum í Sölvadal í ævi- minningabók Tryggva Emils- sonar, „Fátækt fólk“. — Yfirlýs- ing þessi ásamt greinargerð vakti athygli mína og umhugs- un. Ég ,vil taka \ , 5 mér er ekki máli kylt •’ð neinu leyti og ekk; -’t um sannleiksgildi uoi.jmnar af eigin raun. Hinsvegar þekki ég Tryggva Emilsson sem mesta sómamann, svo ég gefi honum sömu einkunn og Ketill á Finna- stöðum og félagar gefa Drafla- staðafólki: Ketil og aðra þá sem undir yfirlýsinguna rita, þekki ég hinsvegar ekki, en þau ár sem ég bjó á Akureyri heyrði ég Ketils getið sem sveitarhöfð- ingja og heiðursmanns. Ég hefi því ekki ástæðu til að ætla að yfirlýsing þessa fólks sé ekki af heilindum samin og réttmæt frá þeirra sjónarhóli. En málið er bara ekki svona einfalt, þótt hver og einn gefi yfirlýsingar eftir bestu vitund, segir það ekki allan sannleikann, sagt er að sínum augum líti hver á silfrið og það sem einn segir svart sýnist öðrum hvítt. — Tryggvi Emilsson lýsir Drafla- staðafólki frá sínum sjónarhóli, en ekki frá bæjardyrum Ketils á Finnastöðum, ef til vill var einhver munur á útliti fólksins frá þessum tveimur sjónarhorn- um. Ég hefi mikinn áhuga á æviminningum og les allt sem ég kemst yfir af slíkum bók- Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu fyrir fjölþætt störf í þágu skólans og góða frammistöðu: Amhildur Val- garðsdóttir í klarinett og píanói, Gréta Baldursdóttir í fiðluleik, Guðrún Kristjánsdóttir í söng, Gunnfríður Hreiðarsdóttir í söng, Gyða Þ. Halldórsdóttir í orgelleik, Helga Alfreðsdóttir í söng, Hjálmar Sigurbjörnsson í trompetleik, Hulda F. Hilmars- dóttir í fiðlu- og harmonium- leik, Jóhann Baldvinsson í org- eli og tónfræði, Magna Guð- mundsdóttir í fiðluleik, Níels Ragnarsson í harmoniumleik og tónfræði, Rún Halldórsdóttir í harmoníumleik og altflautuleik, Sigurlaug Amgrímsdóttir í sellóleik, Sveinn Sigurbjöms- son í trompetleik og Örn Magn- ússon í píanóleik. Við skólaslit- in var í fyrsta sinn úthlutað námsstyrkjum úr Minningar- sjóði Þorgerðar Eiríksdóttur, og hlutu Helga G. Hilmarsdóttir og Hörður Áskelsson styrk að upp- hæð 100.00 kr. hvort um sig. Þau stunda bæði framhaldsnám í orgelleik í Þýskalandi. Tveir af kennurum skólans flytja úr bænum á þessu sumri, en það eru Claudia Hoeltje fiðlukennari og Agnes Bald- ursdóttir píanókennari. Þeim voru færðar þakkir við skóla- slitin fyrir mjög árangursríka kennslu. Á næsta hausti þarf skólinn að ráða 3 nýja kennara. Starfsemi Tónlistarskólans var með allra fjölbreyttasta móti á þessum vetri, og skipar hún stöðugt vaxandi rúm í tónlistar- lífi bæjarins. (Fréttatilk. frá Tónlistarskól- anum, Akureyri). menntum, en þar finnst mér misjafn sauður í mörgu fé, mér líka ekki þeir ævisöguhöfundar, sem geta í hvorugan fótinn stigið út af ótta við að stíga á einhvers strá, en reyna í þess stað að tíunda eigið ágæti, stundum á allhæpnum forsend- um. Þá vil ég heldur biðja um æviminningar í stíl Tryggva Emilssonar. Hann hlífir ekki sér eða sínu fólki fremur en öðrum. í greinargerð undrast höfundar dáðleysi föður hans í sambandi við vistina á Draflastöðum. — Svar við þessu er að finna á bls. 94 í bók Tryggva þar sem segir: „lýsir ekkert betur fátækt hans og úrræðaleysi að koma börnum sínum fram á einhvem hátt, en sú ráðstöfun að reyra mig niður í vist, sem barni er vituð ofraun að þola“. Þetta sýn- ir að mínu viti að hann dregur ekki undan hver átti fyrst og fremst sök á þeirri kvöl, sem hann telur sig hafa orðið að þola á Draflastöðum, ekki vegna neinnar mannvonsku heimilis- fólksins þar, heldur vegna eigin volæðis og vonleysis. Þá kem ég að því atriði sem yfirlýsingin fjallar um, en það er lýsing Tryggva á aðbúð hans á þessu heimili og viðmóti fólksins þar. Ég get ekki séð við lestur bók- arinnar að þar sé neitt frá- brugðið því sem gerðist á þess- um árum, þegar í hlut áttu „gustukabörn“, nema síður sé. Maður hefur oft lesið hroðaleg- ar lýsingar á meðferð þessara vesalinga. En í þessu tílfelli er ekki um neitt slíkt að ræða, hann er sárasjaldan skammað- íslenzk tískusýning að Hótel Loftleiðum hvern föstudag -114 stúdentar brautskráðir 4 • DAGUR Doktorsvörn í Lundi Þann 25. maí sl. varði íslenskur læknir, Arnar Þorgeirsson ,dokt- orsritgerð við læknadeild Há- skólans í Lundi. Ritgerðin nefnist „Sensitization Capacity of Epoxy Resin Compounds". Fjallar hún um ofnæmi af völd- um Epoxy-plastefna, sem eru mikið notuð í iðnaði, ekki síst byggingariðnaði. Leiðir ritgerð- in í ljós, að ofnæmið stendur fyrst og fremst í sambandi við mólekúlstærð þessara plastefna, enda þótt þau efni, sem notuð eru til að herða og þynna plast- efnin, skipti einnig nokkru máli. Niðurstöður ritgerðarinn- ar benda eindregið til þess að koma megi í veg fyrir ofnæmis- áhrif Epoxy-plastefna með því að nota aðeins þau þeirra, sem ekki innihalda minnstu gerðir mólekúla (Expoxy-ólígómera). Doktorsvöminni stjómaði Hans Rorsman, prófessor og yfirlæknir við húðsjúkdóma- deild Háskólans í Lundi. And- mælandi var Jan Wahlberg, dósent við Karólinska sjúkra- húsið í Stokkhólmi. Taldi hann, að niðurstöður ritgerðarinnar hefðu beint notagildi til að hindra ofnæmi af völdum Epoxy-efna, án þess þó að notk- un þeirra, sem miklu máli skipt- ir í iðnaði, þyrfti að minnka. Arnar Þorgeirsson er fæddur í Húsavík árið 1936, sonur hjón- anna Ólafar Baldvinsdóttur og Þorgeirs Sigurðssonar bygg- ingarmeistara. Kona Arnars er Guðríður Guðmundsdóttir, Reykjavík. (Fréttatilkynning). Tískufatnaður vestur um haf frá Akureyri Iðnaðardeild Sambandsins er nú að selja fullunnar prjóna- vörur til Bandaríkjanna og Kan ada fyrir 140 milljónir króna, en allt bandið í þennan fatnað er unnið í Gefjun. Prjónavör- Minningarsjóður Þorgerðar inn kemur á tónleikum skólans. Að þessu sinni bárust sjóðnum 6 umsóknir, og Var sjóðstjóm samdóma í úthlutun tveggja styrkja til þeirra Helgu G. Hilmarsdóttur og Harðar Ás- kelssonar. Þau stunda bæði framhaldsnám í orgelleik í Þýskalandi með ágætum og lof samlegum vitnisburði. Upphæð styrkjanna nú eru kr. 100.000 fyrir hvorn styrkþega. Það er von sjóðstjómar að styrkveit- ingar þessar megi verða nem- endum skólans hvatning í ströngu námi, og að hægt verði að veita styrki árlega, en það verður háð fjármögnun og á- vöxtun sjóðsins á hverjum tíma. Sjóðstjórnin vill koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu aðila, sem styrkt hafa sjóðinn á einn eða annan hátt. (Fréttatilkynning). Við skólaslit Tónlistarskólans á Akureyri þ. 25. maí síðastliðinn fór fram fyrsta styrkveiting úr Minningarsjóði Þorgerðar Ei- ríksdóttur. Sjóðurinn, sem er í vörslu og umsjá Tónlistarskól- ans á Akureyri, var stofnaður eftir fráfall Þorgerðar Eiríks- dóttur veturinn 1972, en Þor- gerður var gædd miklum tón- listarhæfileikum, og einn af dug legustu nemendum er stundað hafa nám við skólann. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur til framhaldsnáms í tónlist að loknu námi við Tón- listarskólann á Akureyri. Sjóð- urinn er ávaxtaður að veruleg- um hluta í vísitölutryggðum skuldabréfum, en tekjur hans byggjast á sölu minningarkorta í bókaverslununum Huld og Bókval á Akureyri, einnig á frjálsum framlögum og því, sem urnar eru úr íslenskri ull og er tískufatnaður, svo sem peysu- kápur, ýmist í sauðalitunum eða öðrum litum. Ennfremur er fyrirhugað, að Gefjun vefi 75 þúsund metra af kápuefni og er væntanlegt söluverðmæti um 100 milljónir króna. Þriðjungur þessa efnis hefur þegar verið framleiddur. Til stóð að framleiða flíkur úr þessu efni hér, og búið var að hanna 28 flíkur, en framleiðslu- geta var ekki fyrir hendi og er hugsað til að gera það síðar. Umboðsfyrirtæki Sambands- ins í Bandaríkjunum, Icelandic Fashions Corporation í New York, hafði milligöngu til fyrir- tækisins Kintic í Kanada, er hefur höfuðstöðvar í Montreal og rekur víðtæk viðskipti í Bandaríkjunum. Sem kunnugt er, er stjórn Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri. Framkvæmdastjóri hennar er Hjörtur Eiríksson, en sölustjóri útflutnings Iðnaðar- deildar er Jón Arnþórsson. Q Ý Sigurjón Friðriksson F. 8. sept. 1911 D. 16. okt. 1975 KVEÐJA FRÁ AFABÖRNUM, KTODA, HÖNNU, OG HEIÐBJÖRTU IDU. Með þakklátum huga þér sendum við senn síðbúna kveðju í ljóði, því minjamar dýrmætu eigum við enn, afi okkar, trygglyndi og góði. Frá ámnum liðnu við munum svo margt sem mætti úr safninu tína. Þótt syrti í álinn var brosið þitt bjart, við blessum öll minningu þína. Er vorgolan hlýja um vanga þér strauk, oft vanliðan tókst þá að dylja. Með trúmennsku og dyggð þínu dagsverki lauk, við dáðum þinn baráttuvilja. Þín frásagnarsnilld var svo lifandi létt, þú löngum varst maðurinn sterki. Sannkölluð hetja í sjómannastétt, það sýndirðu í orði og verki. Dr. Arnar Þorgeirsson. Töluverð starfsemi verður fyrir aldraða í sumar á vegum Félags- málastofnunar Akureyrar. — Sumardvöl verður að Löngu- mýri í Skagafirði dagana 8.—19. ur og ekki er hann barinn ef frá eru taldir hrekkir vinnumanns- ins, sem tæpast er hægt að flokka undir mannvonsku þótt sannir væru, enda virðist ekki hafa þurft mikið við drenginn að koma svo að hann kveinkaði sér, enda reynir Tryggvi oftar en einu sinni í bók sinni að af- saka þessar gerðir hans, með því að hann hafi átt harðýðgi að mæta í uppvexti. Þar -að auki þekki ég fleira en eitt dæmi þess að menn hafi verið hrekkjóttir á yngri árum en reynst síðar sómamenn og hvers manns hugljúfar. Um eldri hjónin vil ég segja það, að lýs- ing hans á þeim virðist mér mjög sannferðug, á þessa tíma mælikvarða, hvernig var hægt að búast við því að þessi hjón sem þræluðu myrkranna á milli í fullkomnu miskunnarleysi við sjálft sig sýndi öðrum glaðværð og tillitssemi. Það þóttu engir sómamenn í þá daga sem ekki gátu séð sér og sínum farborða, en það var ekki hægt nema með stanslausu striti og hörku. Þessi þáttur bókarinnar er í mínum augum lýsing á sjúklegri sálar- kvöl drengs, sem þekkti betri kjör og hafði hvorki þrek né hugarstyrk til að taka því sem að höndum bar, enda ungur að árum. Þessi tími hefir því meitl- ast í huga hans sem endalaus röð dimmra daga, þar sem hvergi sá vonarglætu og allir virtust honum andsnúnir, jafn- vel hans eigin faðir. En þarna er líka að finna meistaralega lýs- ingu á búskaparháttum og hí- býlaskipan þessa tíma. Að þessu athuguðu virðist mér yfirlýsing Ketils og félaga vera vafasamur greiði við afkomendur Drafla- staðafólks og vera til þess eins að vekja óverðskuldaða athygli á því sem höfundur segir þessu fólki til hnjóðs, því ég þykist vera þess fullviss að afkom- endur okkar muni lesa þessa bók sem aldarfarslýsingu, sam- fara frásögn af lífshlaupi höf- undar, en ekki sem úttekt á mannkostum Draflastaðafólks, sem að mínu viti eru hvorki meiri eða minni en hjá öllum þorra bændafólks á þessum tím- um, sem má í einu orði kalla mesta sómafólk, sem við og lít- um til með þakklæti fyrir það að hafa þreyð þorrann og gó- una, og undirbyggt þá þróun, sem hefir valdið byltingu í lífi okkar sem nú eru ofar moldu, og það svo, að synir okkar og dætur trúa því vart að hægt hafi verið að framfleyta lífinu við þau kjör sem fólkið í landinu bjó við upp úr síðustu aldamót- um. Þetta er nú orðið lengra mál en ég hafði ætlað mér i upphafi og vonast eg til að það gefi ekki tilefni til nýrra yfirlýsinga. Vil ég svo biðja Ketil á Finnastöð- um afsökunar á því að ég hefi notað nafn hans á nokkrum stöðum sem samnefnara fyrir undirskriftarfólk. Þótt mig langi til að skrifa meira um bók Tryggva Emils- sonar, sem ég tel í rnegindrátt- um góðar bókmenntir læt ég hér staðar numið að sinni. Reykjavík 10. maí 1977. Höskuldur Egilsson. Félagsstarf aldraðra í sumar ágúst og verður farið þaðan í dagsferðir um Skagafjörð. Fæði og ferðir til og frá Löngumýri og einnig um Skagafjörð eru innifaldar í verði, en þátttak- endur þurfa að greiða kr. 20.000. Kostnað umfram þá upp- hæð greiðir Félagsmálastofnun- in. Fólk þarf að taka með sér rúmfatnað. Fararstjóri verður sr. Pétur Sigurgeirsson. Þeir, sem áhuga hafa á sumardvöl að Löngumýri ,eru beðnir að snúa sér til Félagsmálastofnunar- innar sem fyrst. Opið hús verður annað slagið í sumar í húsakynnum skóla- dagheimilisins Brekkukots að Brekkugötu 8. Verður 6. og 20. júlí og einnig 3. og 24. ágúst kl. 3—6. Verður þar selt kaffi og spil og töfl liggja frammi. Farið verður í stutta ferð fimmtudaginn 23. júní til Greni- víkur. Lagt verður af stað frá Ferðaskrifstofu Akureyrar við Strandgötu kl. 1. Hengd hefur verið upp aug- lýsingatafla í afgreiðslu Trygg- ingastofnunar ríkisins, Þessi mynd af Stefaníu Vil- hjálmsdóttur húsfreyju á Urr- iðavatni átti að fylgja minn- ingarljóði, sem búið er að birta hér í blaðinu, en kom ekki í tæka tíð. Stefanía fæddist 13. ág. 1939 en andaðist 3. febr. 1977. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.