Dagur - 13.10.1978, Side 1

Dagur - 13.10.1978, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LXI. árg. Akureyri föstudagur 13. október 1978 61. tölublað Bóndi kaupir stóð Haukur Laxdal í Tungu á Svalbarðsströnd hefur keypt yfir 30 folöld og nokkur veturgömul tryppi frá Kolkuósi, en þangað hafa margir sótt reiðhrossaefni. Bændur kaupa oft ær og kýr og eitt og eitt hross, en sjaldan stóð unghrossa eins og hér er gert. Hvorki folöld né tryppi úr þessum hópi eru til sölu næstu tvö árin, sagði Haukur er blaðið spurði hann frétta af |§| þessum viðskiptum. Atvinnuleysis- skráning 29. september 1978 í bréfi frá vinnumiðlun- arskrifstofunni dags. 2. október s.l. kemur fram, að hinn 29. september hafi 17 verið skráðir at- vinnulausir á Akureyri, 8 konur og 9 karlar. Meðalaldur þessa fólks er 65 ár. í septembermánuði voru skráðir 277 at- vinnuleysisdagar og gef- ið út 21 atvinnuleysis- bótavottorð með 328 bótadögum. Fallgryfjur í bænum Nokkrar kveðjur hafa beðið hér birtingar og eru þær til hitaveitunnar á Akureyri, en flestar hafa þó þegar hafnað í ruslakörfunni. Kveðj- umar eru frá fólki, sem hefur ekið bifreiðum sínum í skurði og gjótur hitaveitunnar sem gleymst hefur að setja hættumerki við, og einnig frá fótgangandi fólki, sem í myrkri hefur kynnst þessum umferð- argildrum. Eru þessar kveðjur saman dregnar og þeim hér með komið á framfæri til réttra að- ila. Eftir u.þ.b. eitt ár á viðgerð Laxdalshúss að vera endanlega lokið. Myndina tók á.þ. f sl. mánuði. Laxdalshús Á að vera lokið innan eins árs Stöðugt hefur verið unnið að Laxdalshúsi í sumar og er það komið í gott horf, líklega er það traustara en nokkru Sinni fyrr. Ekki er unnt að setja í glugga og ganga frá rennisúð fyrr en næsta vor, en í haust verður húsinu lokað, einangrun bætt og sett upp bráðabirgðahitun. Stefnt er að því að fyrir haustið 1979 verði endanlega lokið við húsið. Annar áfangi hitaveitu í Öngulsstaðahreppi: Súlur með lægsta tilboðið Stjórn Hitaveitu Akureyrar hefur ákveðið að taka til- boði Súlna h.f. í lagningu annars áfanga dreifikerfis í Öngulsstaðahreppi, að því tilskildu að verktakinn geti sýnt fram á að hann hafi nægilegum mannafla á að skipa til þess að Ijúka verk- inu á fyrirhuguðum verk- tíma. Kostnaðaráætlun var rúmar 25 milljónir og hljóðaði tilboð Súlna upp á 23,5 milljónir, en samtals bárust fimm tilboð. Súlur áttu lægsta tilboðið, en það var 92,36% af kostnað- aráætlun. Hér á eftir fara nöfn annarra fyrirtækja, tilboð og prósenta af kostnaðaráætlun. Norðurverk h.f., Gunnar Birgisson og Borð s.f., tilboð: 26,8 milljónir, 105%. Arnar- dalur s.f., tilboð: 27,2 milljón- ir 107%. Ásberg h.f., Reykja- vík, tilboð: 28,5 fnilljónir 112%. Framtak h.f., Akureyri, 33 milljónir 130%. Þess skal getið að tilboði Norðurverks fylgdi fyrirvari í þremur lið- um. Alþingi sett Alþingi íslendinga hið hundraðasta löggjafarþing í röðinni var sett 10. október í Alþingishúsinu, eftir að þingmenn höfðu hlýtt á messu séra Sigurðar H. Guðmundssonar í Dómkirkj- unni. Af 60 alþingismönnum eru 22, sem hafa ekki áður setið á þingi og má því segjá að breytingar séu miklar og augljós endurnýjun um leið. Þingsins bíða mörg verkefni. Efnahagsmálin verða efst á baugi fyrstu vikurnar, þar með fjárlagafrumvarpið. En nú þeg- ar hefur ríkisstjóm Ólafs Jó- hannessonar brugðist við vanda yfirvofandi stöðvunar atvinnu- veganna og atvinnuleysis á þann veg, að öll hjól atvinnulífs og framleiðslu snúast og vinnu- friður ríkir. ÞRÖNGT MEGA SÁTTIR SITJA I LAUGASKOLA Hríseyingar láta dag- vinnu nægja Hrísey 10. október. Nú eru frískir laufvindar og hlýtt og gott og gaman að lifa. Dálítið hvasst í nótt en ekki til skaða. Menn stunda sína dagvinnu og láta sér það vei líka. Það er mun skynsamlegra og fólkinu líður miklu betur með því að vinna aðeins dagvinnu, eða það heyrist mér. Hér var mikil vinna í sumar og nú er vinnuoki Iétt verulega af um tíma og veitti ekki af. Hér leggja upp tveir bátar frá Dalvík, einn af Litla-Árskógssandi, og einn héðan og hafa þeir allir verið með dragnót. Trillurnar hafa ekki komist á sjó vegna ógæfta. Það er ljótt með rjúpuna. Hún sest varla í Hrísey og við söknum hennar því Hrísey á að vera hennar góði griðastaður. Fréttir hafa borist af óvenjulegu rjúpnaleysi. I Gjá- stykki, sem er ákaflega mikið rjúpnaland, sáu gangnamenn flest sex rjúpur í göngunum í haust. Annars sá ég dálítið af rjúpu austur á Sléttu í sumar, hvað sem af þeim hefur nú orðið. En þetta rjúpna- leysi er alveg eindæmi í Gjástykki. Hin ýmsu félög í eynni eru ekki vöknuð ennþá, en kannski rumska þau upp úr veturnóttunum. S.F. Samkvæmt upplýsingum bæjar- ritara nemur kostnaður vegna Laxdalshússins nú rúmum átta milljónum króna. Ekki eru taldar neinar líkur á að sá kostnaður, sem eftir er að koma á þessu ári, fari fram úr fjárveitingu. Á fundi, sem Húsfriðunarsjóður hélt fyrir skömmu var rætt um framtíðarnotkun hússins. Voru fundarmenn sammála um að æski- legast sé að íbúð verði í húsinu, auk þess sem einhver almenn starfsemi fari þar fram. Óskað hefur verið eftir tillögum frá Hjörleifi Stefáns- syni um framtíðarnotkun hússins á grundvelli þeirra hugmynda sem fram hafa komið. Þess má geta að Hörður Ágústsson, arkitekt og áhugamaður um gömul hús, skoð- aði Laxdalshúsið fyrir skömmu og gat Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari, þess að Hörður hefði lýst yfir ánægju sinni með fram- kvæmdimar. Laugaskóli í Reykjadal var sett- ur 1. október. I skólanum eru 125 nemendur og tugum nem- enda varð að vísa frá vegna þrengsla. í framhaldsdeildum eru um 60 nemendur. Nú er farið af stað með fyrsta bekk í fram- haldsdeild í fyrsta sinn, og er það uppeldisbraut. Á Laugum er starfræktur verk- námsskóli, þar sem nemendur geta lokið öllum bóklegum greinum iðnskóla. Þurfa iðnnemar þá aðeins að vinna tvö ár hjá meistara, til að ljúka sínu námi. Enn er þess að geta, að byrjað er að kenna í nýja íþróttahúsinu. Ekki er enn hafin bygging sundlaugar, sem þar á að koma. íþróttakjörsvið er í skólanum og hefur verið í þrjú ár. Það er þjálf- araskóli ÍSÍ. Allir nemendur eru í heimavist. Kennaralið er óbreytt að mestu. Skólastjóri er Sigurður Kristjáns- son. 1 Húsmæðraskólanum eru nám- skeið í vetur, eins og fyrri vetur en sérstakt húsmæðranám eftir ára- mótin. Aðalfundur Fram- sóknarfélags Ak Aðalfundur Framsóknarfélags Ak- ureyrar var haldinn sl. þriðjudag. Pétur Valdimarsson formaður fé- lagsins gerði grein fyrir störfum stjórnar síðastliðið ár, og kom þar fram að starfsemi félagsins var mjög mikil. Reikningar félagsins voru lagðir fram og greint var frá reikningum Dags. Ný stjórn var kjörin og skipa hana Pétur Valdi- marsson formaður, Þóra Hjalta- dóttir ritari, Jóhann Karl Sigurðs- son gjaldkeri og Karl Steingríms- son og Ólafur Ásgeirsson með- stjórnendur. OLAFSFIRÐINGAR SKERA UPP HERÖR GEGN TANNSKEMMDUM Komin eru til landsins tann- læknatæki er eiga að fara til Ólafsfjarðar. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður vegna tækjakaupa og upp- setningar nemi átta til níu milljónum króna. Til að byrja með verða þau sett upp í gamla barnaskólanum, en þar eru fyrir gömul tann- læknatæki. Illa hefur gengið að fá tannlækna til að nota þau, enda með öllu úrelt. Ólafsfirðingar hafa hug á að fá tannlækni til starfa í bæn- um, en fram að þeim tíma verður reynt að fá tannlækna til að heimsækja staðinn og leggja til atlögu við skemmdarfýsn Karíusar og Baktusar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.