Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 1. júlí 1980 46. tölublað Vigdís Finnboga- dóttir kjörin forseti fslands Vigdís Finnbogadóttir, leik- hússtjóri, hefur verið kjörin forseti íslands. Hún er fyrsta konan sem er kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. Það var ekki fyrr en um klukkan 6 á mánudagsmorgun sem úrslit voru Ijós og ekki lauk talningu fyrr en um klukkan 8. Vigdís Finnboga- dóttir er fjórði forseti íslenska lýðveldisins. Þegar úrslit voru kunn átti sjónvarpið viðtal við Vigdísi í be- inni útsendingu. Þar sagði Vigdís m.a. að úrslitin í Reykjavík hefðu komið sér á óvart, en hið sama væri ekki hægt að segja um nið- urstöðuna víðsvegar um landið. Vigdís taldi að sú staðreynd að hún hefði einungis rúm 30% at- kvæða, myndi ekki veikja hana í forsetaembættinu. Nefndi hún að þau Guðlaugur hefðu höfðað til mjög svipaðs hóps kjósenda og myndu þeir sem kusu Guðlaug eflaust geta sætt sig við hana sem forseta. Þetta þýddi m.ö.o. að röskur helmingur kjósenda styddi hana í embættinu. Guðlaugur Þorvaldsson sagði að ljóst hefði verið að baráttan myndi standa milli hans og Vigdísar. Guðlaugur óskaði nýkjörnum forseta til hamingju og hvatti landsmenn til þess að styðja hann og styrkja í embætt- inu. Albert Guðmundsson tók í sama streng en varðandi eigin út- komu sagði hann, að í sinn hlut hefðu fallið færri atkvæði en hann hafði búist við. Pétur Thor- steinsson sagði i viðtali að hann óskaði Vigdísi Finnbogadóttur allra heilla. Eins og fyrr sagði voru úrslit ljós um klukkan 8 á mánudags- morgun. Atkvæði féllu þannig: Albert Guðmundsson hlaut 25.567 atkvæði eða 19.8% greiddra atkvæða. Guðlaugur Þorvaldsson hlaut 41.624 atkvæði eða 32.2% greiddra atkvæða. Pét- ur J. Thorsteinsson hlaut 18.124 atkvæði eða 14.0% greiddra at- kvæða. Vigdís Finnbogadóttir hlaut 43.530 atkvæði eða 33.6%. Auðir seðlar eða ógildir voru 540 eða 0.4%. Á kjörskrá á öllu land- inu voru 143.078. Atkvæði greiddu 129.385 eða 90.4 af hundraði. Sjá opnu — Blönduós: Leggur Ósplast upp laupana? „Það er einsýnt að fyrirtækið verður ekki rekið áfram í nú- verandi mynd. Það er nauð- synlegt að gera framleiðsluna fjölbreyttari,“ sagði Þorsteinn Húnfjörð, framkvæmdastjóri Ósplasts h.f. á Blönduósi, en miklir rekstrarerfiðleikar hafa hrjáð fyrirtækið allt frá fyrstu tíð. Nú er verið að gera á því athugun hvort og hvernig megi rétta hag fyrirtækisins, en Þorsteinn sagði að á þessu stigi málsins væri ekki rétt að gera grein fyrir þeim athugun- um. Ósplast h.f. varstofnað 1971 og framleiddi ýmsar smávörur úr plasti. Fljótlega lagði fyrirtækið upp laupana, en var stofnað á ný 1978. Á sama tíma jókst sam- keppnin mikið og varð mikið tap fyrsta árið. Sömu sögu er að segja um síðasta ár. Nú framleiðir fyr- irtækið plastfilmur og skolprör. Ráðamenn vestra hafa haft miklar áhyggjur af framtíð fyrir- tækisins og er skemmst að minn- ast tillögu sem samþykkt var á aðalfundi Kaupfélags Húnvetn- inga, en þar var talið að yrði Ós- plast h.f. gjaldþrota, væri það mikið áfall fyrir samvinnuhug- sjónina. Eigendur Ósplasts eru m.a. einstaklingar, Sambandið, Blönduóshreppur og Kaupfélag Húnvetninga. Þorsteinn sagði að heimamenn hefðu trú á að fyrirtækið gæti staðið sig, en hvort tækist að finna lausn á vandamálum þess, sem allir gætu sætt sig við, vildi hann ekki segja neitt um. Ósplast h.f. veitir 8 manns atvinnu á Blönduósi. Engar uppsagnir á dagskrá hjá (J.A. Togarar fyrirtækisins verða látnir sigla Gísli «1. Eyland stöðvarstjóri Pósts og síma Gísli J. Eyland hefur verið skip- aður stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri frá og með deginum í dag, 1. júlí. Gísli hefur oft verið settur stöðvarstjóri og nú síðast frá 22. febrúar. Hann hefur starf- að hjá Pósti og síma á Akureyri síðan í október 1942. Hann varð fulltrúi 1956, fulltrúi póstmeist- ara 1966 og fulltrúi stöðvarstjóra Pósts og síma í júlí 1978. Gísli er 54 ára. Þrír aðrir umsækjendur voru um starfið, Karl Antonsson, Keflavík, Kristinn S. Kristjáns- son, Akureyri og Jónatan Klaus- en, Akureyri. Svo sem kunnugt er, eru nú miklir erfiðleikar hjá frystihús- um víðs vegar um landið, vegna mikillar birgðasöfnunar og fleiri atriða. Hafa mörg stór frystihús ákveðið að segja upp starfsfólki af þessum sökum, miðað við mánaöamótin júní-júlí. Stjórn Útgerðarfélags Akureyr- inga hefur hins vegar enga ákvörð- un tekið um að segja upp starfsfólki af þessum sökum, og geta því starfsmenn frystihúss Ú.A. séð fram á áframhaldandi vinnu í júlí- mánuði, því uppsagnir verða að miðast við mánaðamót. Hugsan- legt er þó að reynt verði að draga eitthvað úr fiskverkun og tog- aramir verði látnir fara einstakar söluferðir með afla á erlenda markaði. Nokkuð hefur ræst úr erfiðleik- um frystihúsanna, vegna nýrra sölusamninga við Sovétmenn. Er Landsleikir Islendinga, Fær- eyinga og Græn- lendinga í gærkvöldi fór fram landsleikur á Akureyri milli Færeyinga og Is- lendinga. Sagt er frá leiknum á íþróttasíðu í dag, en þetta var fyrsti landsleikurinn, sem leikinn er utan Reykjavíkur. Á miðviku- það ein af ástæðunum fyrir því að ekki þarf að stöðva og segja upp starfsfólki í frystihúsi Ú.A., en auk þess hefur stjórn fyrirtækisins ávallt verið því mjög mótfallin, að grípa til uppsagna. Önnur frystihús við Eyjafjörð munu líklega ekki segja upp starfsfólki, nema hvað reynt verður að láta allt starfsfólk frystihússins á Ólafsfirði fara í sumarleyfi á sama tíma. Rúta valt með knattspyrnumenn Það óhapp henti félaga úr Knattspyrnufélagi Siglu- fjarðar um helgina, þegar þeir voru á leið til Grenivík- ur, að rútan fór út af veginum skammt frá Dalvík. Rútan skemmdist töluvert og nokkrir leikmannanna hlutu smávægileg meiðsl. Knattspyrnufélag Siglufjarð- ar tekur þátt í þriðju deildinni í knattspyrnu og átti að leika við Magna á Grenivík. Leikmenn- imir í K.S. gátu útvegað sér aðra rútu og rétt náðu að kom- ast til Grenivíkur, en leiknum var frestað um klukkustund vegna atburðarins. Leiknum lauk með jafntefli 2:2. dagskvöld kl. 20 verður lands- leikur milli Færeyinga og Græn- lendinga á Sauðárkróki, en þetta er jafnframt fyrsti landsleikur Grænlendinga. Islendingar og Grænlendingar leika síðan landsleik á Húsavík kl. 20 á föstudagskvöld. Danskir fimleikaflokkar sýna á Akureyri Tveir danskir fimleikaflokkar frá Arhus A.M.T. sýna í íþróttahúsi Glerárskóla í kvöld, þriðjudag, kl. 21.00. Þessir fimleikaflokkar sýndu á íþróttahátíð I.S.Í. um síðustu helgi við góðar undirtektir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.