Dagur - 07.08.1980, Page 5

Dagur - 07.08.1980, Page 5
DAGUR Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Samningamálin Þegar Vinnumálasamband Sam- vinnufélaganna hóf viðræður við Alþýðusamband íslands voru samningamál komin í algjöra sjálfheldu. VSÍ setti fram hug- myndir um kjarnasamning, sem fól í sér miklar kauphækkanir til vissra hópa, en á móti vildu vinnuveitendur ræða um skerð- ingu á áunnum réttindum verka- lýðshreyfingarinnar. Á það féllst ASÍ ekki og viðræðurnar fóru í strand. Það er vitað og viðurkennt, að þjóðarbúið þolir ekki neinar um- talsverðar grunnkaupshækkanir við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja, eins og fjármálaráðherra hefur bent á. Hins vegar var það Ijóst, að ekki var hægt að ná nein- um samningum og friði á vinnu- markaði, nema hinir lægra laun- uðu fengju einhverjar úrbætur. í Ijósi raunsæs mats á aðstæð- um setti Vinnumálasambandið fram þær hugmyndir, að hinum samræmda kjarnasamningi yrði frestað í eitt ár og á þeim tíma yrði unnið að undirbúningi málsins. Samningum yrði að öðru leyti frestað, nema hvað samið yrði um hóflega grunnkaupshækkun til launþega, sem að hluta til yrði greidd í hækkun á slysa- og sjúkrabótum. Þessi hugmynd mætti skilningi ASÍ og fullyrða má, að málin hafi verið komin mjög langt og að samningar hefðu get- að tekist á þessum skynsamlega og hófsama grundvelli, sem ekki hefði leitt til meiriháttar röskunar á efnahagslífinu. Þá gerðist það, að Samband málm- og skipasmiðja lagði fram tilboð til sinna viðsemjenda um viðræður, þar sem boðið var upp á leiðréttingar á álögum og að taka yfirborganir inn í samninga, en þetta hefði falið í sér mikla kaup- hækkun, miðað við aðstæður, og ailir gera sér Ijóst, hvað slík kjarabót til einnar starfsstéttar hefði haft í för með sér. Kjara- samningar hefðu allir farið úr böndunum og vonlítið fyrir ríkis- stjórnina að ná árangri í þeim markmiðum að draga úr verð- bólgunni. Menn verða svo að leiða getum að því, hvort þetta hefi verið gert að undirlagi Vinnuveitendasam- bandsins, en komið hefur fram, að VSÍ fylgdist með framvindu þessa máls. Það kom svo í kjölfarið, þegar viðræður voru aftur hafnar við ASÍ um kjarnasamninginn, sem VSÍ hafði skömmu áður hafnað. Með þessum vinnubrögð- um hafa samningamál verið tafin og spurningin er sú hvort fram- haldið leiði ekki til verulegs skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og stefni þar með atvinnuöryggi þúsunda í hætlu. Ræktun á snögghrokknu sauðfé hefst í haust I Vantar meiri fjölbreytni í ís- lenskan landbúnað? Um það standa víst engar deilur, en ■ hvaða leiðir á að fara í þeim ■ efnum er ekki jafn ljóst. Á undanförnum misserum hafa landsmenn heyrt af nýjum bú- I greinum — aukabúgreinum — svo sem loðdýrarækt og fisk- eldi, en hið fyrrnefnda sýnist á margan hátt vera vænlegt til árangurs. Bændasamtökin ■ hafa undirbúið málið vel af sinni háifu og t.d. skipulögðu þau fyrir skömmu ferð til Finnlands og Svíþjóðar. í ferðinni tóku þátt 19 manns og fararstjóri var Ingi Tryggva- son, frá Stéttarsambandi bænda. Áhersla var lögð á að kynna ferðalöngunum refa- og minkabú í löndunum tveimur, en að auki skoðuðu þeir pelsfé í Svíþjóð Vel má vera að pelsfé geti reynst bændum drjúg tekjulind. Hér er um að ræða snögghrokkið sauðfé sem bændasamtökin hafa í hyggju að hefja ræktun á strax í haust. Á vegum Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar fór Ævarr Hjartarson, ráðunautur utan, og fór Dagur þess á leit við hann að hann greindi lesendum blaðsins frá því sem fyrir augu og eyru bar. Tískan gerir kröfur — Við skoðuðum pelsfé í Sví- þjóð. Það er gæran sem gefur fénu þetta nafn, en hún er mjög hrokkinn og þessi hrokkni lokkur nær alveg inn að bjór. Sú áferð sem næst, er ekki til í okkar fé í þeim mæli sem við sáum þarna, en bestu íslensku gærurnar fara Iangleiðina í að vera jafn verð- mætar og þær sænsku. Ætlunin er að vinna að því á næstu árum að rækta upp þennan eiginleika i okkar stofni. Með úrvali er það hægt og við þurfum ekki að flytja inn fé. — I sjálfu sér eru þessar gærur ekki betri en okkar gærur, en það er nú svo með tískuna að hún gerir kröfur sem framleiðendur verða að geta svarað. Tískan vill þessa lokkgerð í dag og því eru gærurnar í háu verði. Það á ekki að taka ýkja mörg ár að ná fram betri lokkgerð í íslenska fénu og sænsku bændurnir sem við ræddum við vildu halda fram að þetta væri ekki óstöðugt tísku- fyrirbrigði. — f haust kemur sænskur maður til landsins og ætlar hann að velja með bændum líflömb. Minkurinn barg byggðinni í upphafi ferðar var farið til Finnlands og haldið sem leið lá í Austurbotna. Fyrir nokkrum ár- um var búskapur á því svæði á fallanda fæti og höfðu margir bændur í hyggju að bregða búi og fara á mölina. Hið opinbera kom þá til skjalanna og með ákveðn- um aðgerðum tókst að lyfta undir atvinnulíf á svæðinu. Nú lifa um 70% bænda I Austurbotnum á loðdýrarækt. Finnar telja að árs- verk í minkabúi sé um 800 læður, en Ævarr sagði að sum búin hefðu verið snöggtum minni og í því stærsta, sem var í Svíþjóð, voru hvorki meira né minna en 16.000 minkalæður og 2.000 refalæður. — Það sem kom mér mest á óvart voru byggingamar sem bændumir notuðu fyrir loðdýrin. Húsin sem þeir notuðu mundi maður einna helst kalla skýli, en hér á landi þarf rammgerðar byggingar með hárri girðingu umhverfis. Á finnsku skýlunum var þak og hliðar voru ekki fyrir hendi. Girðingar umhverfis eru óþekkt fyrirbæri. Það er ljóst að byggingarkostn- aður hjá Finnum er miklu lægri en hjá okkur, en á móti kemur að fóðurkostnaður á Islandi er mun lægri. Á að slaka á kröfum? í dag eru miklar kröfur gerðar fyrir hús sem hýsa minka og refi hér á landi. Raunar eru húsin oft svo rammgérð að þangað fer enginn út né inn nema sá hinn sami hafi lyklavöld. í Finnlandi gera menn sér litlar grillur yfir því þó einn og einn minkur eða refur komist út, enda eru þeir til staðar, villtir í finnsku skógínum. Hér á landi ætlaði allt vitlaust að verða fyrir nokkrum árum þegar mink- ur fannst, sem ættaður var úr einu minkabúanna fyrir sunnan, en það ætti ekki að skipta neinu höfuðmáli þó nokkur kvikindi öðluðust frelsið. En hvað segir Ævarr um málið? — Möguleiki bænda til að stunda loðdýrarækt, sem auka- II % Ævarr Hjartarson heldur hér á gæru af pelsfé, sem svo hefur verið kallað. Mynd: á.þ. búgrein er mikið skertur, ef nauðsynlegt er að byggja eins og kröfurnar eru í dag, þ.e. ef ekki fæst leyfi til að nýta þær bygg- ingar sem fyrir eru á jörðinni og henta, án verulegra breytinga, þessari starfsemi. T.d. má minn- ast á fjárhúsin sem eru oftast ágæt til að hýsa mink eða ref. — Hér á landi eru fyrir bæði refur og minkur og þó maður tali um að varnirnar séu strangar hér er ég ekki að mæla því bót að loðdýrin séu I óvönduðum hús- um. En ég tel að á ýmsan hátt mætti slaka á kröfum um ein- angrun dýranna án þess að mikil hætta skapist. Mestu máli skiptir hins vegar að vel sé hugsað um búin. Sé gengið slóðalega um vel einangrað hús geta dýrin ekki síður sloppið þaðan en annars- staðar. Minkur og refur á 15 hekturum Ævarr sagði að það hefði verið sameiginlegt álit Finna og Svía að minkaskinn væru stöðugri í verð- lagi — sveiflur í verði refaskinna eru meiri. Þeir gerðu einnig ráð fyrir að verðsveiflurnar myndu haldast, en tóku fram að þær væru mun minni nú en fyrir nokkrum árum. Nokkrir aðilar í Svíþjóð hafa byggt mjög stór bú eins og getið var um hér að framan. Á því búi, sem er í eigu eins manns, eru minkaskýli og refaskýli á 15 til 20 hekturum og veitir það 30 manns atvinnu. Umræddur bóndi rak sitt eigið fóðureldhús og skinna- verkun. Tæplega verður þessi bústærð talin heppileg hér, en vel má vera að fyrr en síðar stækki íslensku búin til muna. Meðan bændurnir í Austurbotnum voru að byggja upp sín bú lánaði ríkið þeim fé til framkvæmdanna, rétt eins og gerðist hér við Eyjafjörðinn, en síðar tóku almenn rekstrar- og bankalán við. Skinnakaupmaðurinn lánar út á hvern gotinn hvolp sem nemur u.þ.b. því sem verja þarf í fóður- kaup meðan á uppeldi hvolpanna stendur. Samskonar kerfi er að komast á hér á landi. Að auki geta finnsku bændurnir tryggt dýrin hjá kaupmanninum, en verða um leið að skuldbinda sig til að selja honum a.m.k. 35% af dýrunum. Bóndanum eru ekki bætt fyrstu 10%, en síðan tekur kaupmaður- inn við. Þetta kemur í veg fyrir að loðdýrabóndinn verði fyrir slíku skakkafalli að hann þurfi að bregða búi. Þar með lýkur spjallinu við Ævarr um ferfætlingana mink, ref og pelsfé. Jóhanna M. Jóhannesdóttir Fædd 3. maí 1903 - Dáin 15. júlí 1980 Orðsending — til stjórnar Dýraverndunar- félagsins á Akureyri Þið hafið sent frá ykkur þarflegar áminningar um dýravernd og er það þakkarvert. Eitt atriði langar mig að ræða nánar, þ.e. áskorun ykkar um lok- un reykháfa í hitaveitu-húsum svo smáfuglar falli þar ekki niður og farist. Þetta er ákaflega þörf ábending því þess eru dæmi að snjótittlingar hafa farist á þennan hátt um vetur. Því sárara er þetta sé, hugsað til þeirra mörgu sem gefa þessum „smávinum" brauð og korn í hörk- um, en verða þess svo kannski valdir óvilandi að þeir deyi hung- urdauða í reykháfum. En þessi áskorun nægir ekki. Við lesum hana ogsamþykkjum ykkur í huga, en framkvæmd lendir í und- andrætti og gleymist. Nú, svo eru ekki allir húseigendur færir um að komast upp á húsþök né hafa hentugt efni eða áhöld til að byrgja brunnin áður en slysið verður. Ég vil því leyfa mér að skora á ykkur að gangast fyrir því, að ráðnir verði tveir traustir menn fyrir veturinn, sem gangi hús frá húsi með hentugan útbúnað og áhöld (vírnet og naglabyssu?) og loki sem flestum reykháfum. Ég held að þetta sé eina örugga ráðið til að framkvæma þetta þarfa verk. Við komum því ekki í fram- kvæmd sjálf. En það kostar fé, munuð þið segja. Það er rétt en ég er viss um að húseigendur og fuglavinir myndu leggja fram smáskerf til þessa og kannski væri hægt að fá sjálfboða- liða, skáta eða skólabörn, til að safna í slíkan kostnað. Það þarf aðeins að láta fjölrita söfunarlista handa þeim. Kannski nægir að lýsa eftir framlögum í blöðunum? Ég býð hér með fram minn skerf nú þegar. Virðingarfyllst, Akureyri 16/7 1980 Kristján frá Djúpalæk Hinn 15. júli s.l. andaðist Jóhanna María Jóhannesdóttir saumakona og verslunarstjóri á Akureyri. Útför hennar var gerð 22. sama mánaðar að viðstöddu fjölmenni. Zonta- konur á Akureyri buðu kirkjugest- um til kaffidrykkju í Hvammi, heimili skáta, að útför lokinni en Jóhanna starfaði mjög ötullega í Zontaklúbbnum, Hún reyndist þar sem annars staðar hin trausta at- kvæðakona. Jóhanna var svarfdælsk að ætt. Foreldrar hennar voru hjónin Jóh- annes Björnsson frá Hólijram og Hólmfríður Júlíusdóttir í Syðra- Garðshorni. Börn þeirra voru tvö, Jóhanna og Júlíus Birnir, flugum- ferðarstjóri. Fjölskyldan átti fyrst heima í Syðra-Garðshorni en síðan á ýms- um stöðum á Dalvík þar sem Jóhannes vann ýmiskonar störf við hina vaxandi útgerð. Árið 1919 flultu þau hjónin með börn sin til Akureyrar þar sem Jóhanna gekk tvo vetur í Gagnfræðaskóla, síðar einn vetur í húsmæðraskóla í Reykjavík. Um skeið vann hún hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og síðar hjá Pétri Lárussyni skókaupmanni á Akureyri. En síðast og lengst var hún verslunarstjóri í Versl. Bern- harðs Laxdals allt þar til sú verslun var lögð niður hér. Á yngri árum var Jóhanna um skeið skipsjómfrú á Lagarfossi. Hún fór einnig til Danmerkur og stundaði sníðanám en hafði auk þess meistarabréf í kjólasaumi og var um skeið saumakennari í Hús- mæðraskóla Akureyrar og hélt auk þess mörg saumanámskeið. Jóhanna giftist ekki en átti son- inn Jóhannes Víði Haraldsson flugmann. Hann og Elín Skafta- dóttir eiga tvo syni. Hér hefur verið stiklað á stóru og aðeins fylgt ystu umgjörð á starfs- ferli mikilhæfrar mannkostakonu. Hún átti í sjálfri sér og þroskaði með sér margt það besta sem um Svarfdælinga hefur verið sagt. Hún var skarpgreind og kjarkmikil, fé- lagslynd, vinmörg og vinföst, hafði lifandi áhuga á fjölda þeirra mála sem til heilla horfa og gekk heils- hugar að hverju starfi, hvort sem það lilheyrði verslun, saumaskap eða félagsmálum. Gestrisin var hún með afbrigðum og stórrausnarleg. Sem verslunarstjóri á Akureyri átti hún mikil viðskipti við Dag um fjölda ára og kynntumst við þá verulega. Um hana má segja, að enginn var henni fremri í orðheldni og áreiðanleika og er þá mikið sagt þegar í huga er hafður stór hópur hinna ágætustu viðskiptavina. Jóhanna var sköruleg og gat haldið fast á sínum hlut, en hún var einnig fróð og skemmtileg og ým- islegt í þroskaðri skapgerð hennar var með listrænu ívafi. Foreldrar Jóhönnu keyptu á sín- um tíma húsið Oddagötu 5 á Ak- ureyri, en þar átti hún heima í hálfa öld en mótbýlisfólk hennar var sveitungi hennar og frændi, Björn Þórðarson skrifstofumaður og Sig- ríður Guðmundsdóttir kona hans. Þegar litið er yfir æviferil Jóh- önnu Maríu Jóhannesdóttur gæti rnanni dottið í hug, að hún hafi e.t.v. verið einum mannsaldri á undan samtíð sinni í jafnréttisbar- áttu kvenna þó ekki með því að predika og þaðan af síður með því að sýnast heldur með því að vera, því á þann veg vann hún kynsystr- um sínum mikið traust. Megi þakklæti og vinátta lýsa henni á nýjum leiðum. E. D. Kalott keppnin í frjálsum íþróttum: Sex úr KA í landsliðið Kalott keppnin í frjálsum íþróttum verður haldin í Reykjavík um næstu helgi. Keppni þessi er landskeppni milli Norður Noregs, Norður Svíðþjóðar, Norður Finn- lands og íslands. Er keppnin haldin til skiptist hjá þessum þjóðum í fyrra var keppt í Bodö í Noregi. í íslenska landsliðinu í frjálsum íþrótt- um eru m.a. sex keppendur úr frjálsíþróttadeild KA, og keppa margir þeirra í mörg- um greinum. Oddur Sigurðsson keppir í 100,200 og 400 m hlaupum og einnig er hann í 4x 100 og 4x400 m boðhlaupssveitum. Aðalsteinn Bernharðsson keppir í 400 m hlaupi 400 m grindahlaupi og hann er í báð- um boðhlaupssveitunum. Dýr- finna Torfadóttir keppir í spjót- kasti, og Sigríður Kjartansdóttir 1 boðhlaupi. Steindór Tryggva- son keppir í 5000 m hlaupi og Jón Oddsson í langstökki. Oddur Sigurðsson er nú rétt kominn heim af Ólympíu- leikjunum í Moskvu, en þar hlaut hann dýrmæta keppnis- reynslu, sem eflaust á eftir að koma honum til góða á næst- unni. Hann var óheppinn að komast ekki í undanúrslit í 400 m hlaupinu. Hann fékk 19. besta tímann, en 32 komust 1 undanúrslitin. Hann var í sterkasta riðli hlaupsins, en hefði komist áfram ef hann hefði verið í einhverjum af hin- um riðlunum. Á þessari mynd er frjálsíþróttalið KA sem sigraði aðra deild frjálsra íþrótta í fyrra. Á myndina vantar Odd Sig- urðsson Ólympíukeppanda. Dýrfinna Torfadóttir er önn- ur frá vinstri f öftustu röð, Jón Oddsson fjórði frá vinstri í sömu röð, Steindór Tryggvason við hliðina á honum og Aðalsteinn Bernharðsson lcngst til hægri í sömu röð. Sigríður Kjartansdóttir er lengst til vinstrí i fremstu röð. Meðal keppenda á Kallott keppninni verður einn kepp- andi frá UMSE en það er nýbakaður Islandsmeistari i 800 og 1500 metra hlaupi kvenna Sigurbjörg Karlsdóttir úr UMF Svarfdæla en hún keppir að þessu sinni í 3000 metra hlaupi. Golf Nýlokið er íslandsmófinu í golfi, en það var háð í Reykjavík. Björgvin Þor- steinsson GA lenti nú í annað sinn í öðru sæti, en hann er margreyndur ís- landsmeistari. í sveita- keppni var sveit GA í öðru sæti, en hana skipuðu Björgvin Þorsteinsson, Gunnar Þórðarson, Magnús Birgisson og Jón Þór Gunnarsson. Þá hefur Björgvin verið valinn í landslið íslands í þessari íþrótt sem mun keppa við Finna nú á næstunni. Hver verður markahæstur? Leikmenn Þórs og KA sem leika í annarri deild hafa ver- ið iðnir við að skora mörk í sumar. Að sama skapi hafa markverðir liðanna varið vel og hafa þeir fengið á sig færri mörk en aðrir markmenn deildarinnar. Sá Akureyringur sem flest mörk hefur skorað 1 deildinni er Óskar Gunnarsson 9 mörk, af 11 umferðum loknum. Annars lítur listinn þannig út yfir þá menn sem mörkin hafa skorað. Mörk 1. Óskar Gunnarsson Þór 9 2. Gunnar Gíslason KA 8 3. Óskar Ingimundarson KA7 4. Gunnar Blöndal KA 6 5. Elmar Geirsson KA 5 6. Guðm. Skarphéðinss. Þór 5 7. Jóhann Jakobsson KA 4 8. Oddur Óskarsson Þór 4 9. Eyjólfur Ágústsson KA 4 10. Árni Stefánsson Þór 2 11. Nói Björnsson Þór 2 12. Hafþór Helgason Þór 2 Skotlands- Næstu leikir leimsókn Næstu leikir t artnarri deild geta ráðið miklu um úrslit deildarinnar. Á fimmtudags- kvöldið leika í Reykjavík Ár- mann og Þór. Þórsarar eiga að vinna þennan leik létt, þar er þeir unnu fyrri leikinn auðveldlega með þremur mörkum gegn engu. Þá eru þeir einnig á útivelli, en þar hafa þeir ekki tapað stigi. Á föstudagskvöldið leika á Akureyrarvelli kl. 20.00 KA og Haukar. Fyrri leik þessara aðila lauk með jafntefli eitt mark gegn einu, en þá var leikið á malarvelli og á slíkum velli hefur KA tapað öllum sínum stigum. KA hefur hins vegar ekki tapað stigi á heimavelli, og verða því að teljast sigurstrang- legri. Annar leikur í þessari umferð deildarinnar sem er sú 12. er leikur iBl og Fylkis, en þessi lið bæði ásamt Haukum geta skot- ist upp á milli Akureyrarfélag- anna og eru því æskilegustu úr- slit þess leiks jafntefli. Völsungar leika í þessari um- ferð við Selfyssinga en þessi lið eru bæði í neðri hluta deildar- innar og þurfa bæði liðin bæði stigin og þar verður því eflaust hart barist. Þriðji og fjórði flokkur KA í knattspyrnu eru nú í skemmti og keppnisferð í Skotlandi. Þar munu þeir keppa nokkra leiki við jafnaldra sína. Fararstjórar eru Einar Pálmi Árnason, Eiður Eiðsson og Siguróli Sigurðsson. Piltarnir eru væntanlegir heim á föstu- daginn, og vonandi ná þeir heim fyrir leik KA og Hauka, því kórstjóri KA kórsins Magnús Siguróla- son er með í hópnum, en ekki mun vcita af öflugu klappliði í þeim Ieik. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.