Dagur - 19.08.1980, Blaðsíða 6
DAGUR
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Heklugos
fslendingar voru minntir óþyrmi-
lega á það um helgina, að þeir
lifa í eldfjallalandi, þegar stórgos
hófst í Heklu, það sextánda frá
því sögur hófust í landinu. Sam-
kvæmt upplýsingum sérfræð-
inga er þetta dæmigert Heklugos
og má jafnvel búast við að það
vari í nokkra mánuði. Þegar hafa
orðið nokkrar búsifjar af völdum
gossins og ber þar hæst eyði-
leggingu afréttarlands sunn-
lendinga. Eru bændur þar sam-
dóma í því áliti, að Landmanna-
afréttur sé ónýtur til beitar og að
svo verði um nokkur ár.
Enn er óvíst hvaða afleiðingar
öskufallið á afréttum og á Norð-
urlandi kann að hafa, en komist
flúormenguð askan í skepnur er
voðinn vís. Þá eru sumar gróð-
urtegundir viðkvæmar fyrir flúor
t.d. barrtré.
Alltaf má búast við áföllum hér
á landi af völdum náttúruhamfara
og hafa ís og eldur gert nokkrar
skráveifur á undanförnum árum.
Má þar nefna eldgos í Vest-
mannaeyjum, snjóflóð í Nes-
kaupstað og hafís fyrir Norður-
landi. Islendingar hafa hins veg-
ar jafnan borið gæfu til að vera
samhuga í að rétta þeim hjálpar-
hönd, sem illa verða úti í ham-
förum sem þessum. Verður
væntanlega sama upp á ten-
ingnum að þessu sinni, ef svo fer
að Hekla valdi einhverju veru-
legu tjóni.
Þó að sundurþykkja og trog-
streita virðist einkenna aiia
þjóðfélagsumræðu í dag, er
vonandi að íslendingar beri hér
eftir sem áður gæfu til að standa
saman, þegar náttúruöflin herja.
Á hinn bóginn má segja að það
sé slæmt, að náttúruhamfarir og
stórskaða af þeirra völdum skuli
þurfa til, svo að íslendingar sýni
samheldni.
Samningamál
Ekki leit vel út þegar opinberir
starfsmenn birtu launakröfur
sínar og fóru fram á allt að 39%
kauphækkun. Allir sáu að slíkar
kröfur myndu hafa í för með sér
enn eina kollsteypuna í efna-
hagsmálum, því ekki var við öðru
að búast, en aðrir launþegahóp-
ar fylgdu í kjölfarið. Því er það
mikið fagnaðarefni, ef lausn
finnst á kjaramálum opinberra
starfsmanna á grundvelli þeirra
samningsdraga, sem gerð hafa
verið. Eftir sem áður verða þó
margir opinberir starfsmenn lágt
launaðir, en frekari leiðrétting á
kjörum þeirra verður að bíða
betri tíma. Aðrir launþegahópar
munu taka mið af samningum
opinberra starfsmanna og er
eðlilegt að þeir fái svipaða
kjarabót, þó það dragi úr barátt-
unni gegn verðbólgunni um sinn.
6■DAGUR
Hvers eigum við að gjalda?
Hver er að spyrja? Orðin heyrast
reyndar ekki, en ég sé blika tár í
bláu auga.
„Bærinn" hefur víst gefið okkur
hér lítinn blómareit í malbikið við
Kjörbúðina .. . Ég fer þar hjá flesta
daga og oft, gleðst við sumt, er sé,
hryggist við annað: vitandi um
fegurð og ilm blómanna, verð ég
leiður að sjá angur þessara: skjól-
leysi og átroðning. Ótal sneplar
bréfa og pappa utan af sælgæti og
öðru hafa hreiðrað um sig við legg
og krónu, þrengja að, byrgja fyrir
sól og — sliga. Með smáneti, plasti
eða öðru, mætti verjast að nokkru
gusti og sneplafoki. Og tvær litlar
hendur gætu hreinsað til, lyft af
fargi og greitt leið geisla frá sól og
svo geisla frá bláu auga blómsins í
þitt. Fegurðin verður meiri, gleðin
ríkari í hjarta þínu.
Margir — bæði heimamenn og
gestir — undrast og fagna við feg-
urð Akureyrarbæjar, blómaskrúðið
hávaxin trén, hreinar götur. Sagð-
irðu „hreinar götur?" Já, sumar! í
„miðbænum." — Oft hefi ég —
mér til ánægju — hitt þar árrisula
starfsmenn bæjarins með sóp í
höndum og með gleðibragði, því að
verkið er svo árangursríkt: hreinar
götur að baki, bærinn þeirra fær
heilsað nýjum degi með hreinum
svip og gleðjandi.
En margar götur (eðlilega),
jafnvel svo miklar og göfugar sem
I lrafnagilsstræti, heyrast (?) and-
varpa: „Hvers eigum við að
gjalda?“ Því er okkur svo sjaldan
hjálpað til að vera hreinar?"
Einn og einn húseigandi, íbúi
við okkar götu sem aðrar leggur sig
fram til að „gera hreint fyrirsínum
dyrum“ já, allt út á götu, en meira
þarf til. Þetta er til fyrirmyndar og
þakkarvert. — En það brýnasta og
áhrifamesta er eðlisbreyting hjá
fólkinu sjálfu, yfirleitt, yngri og
eldri. Flöskubrot, unibúðir og ann-
að rusl ætti aldrei að dreifast hér
um götur og torg. Uppalendur,
foreldrar og félagahópar þurfa að
taka höndum saman og sigrast á
þeim andstyggilega ósið, að nota
götuna, torgið, blómabeðið, landið
okkar seni rusladall allra. Hér ættu
hjálparsveitir skáta að hafa verk-
efni. Með sérstöku einkenni og
stuðningi lögreglu ættu þeir (og
þær) að hafa heimild til ábend-
inga, aðfinnslu, — jafnvel til að
sekta brotlega. / þessu efni er með
íslendingum brýn þörf aðgerða —
þótt við litum fyrst og fremst okkur
nœr, Akureyringar.
Við kjörbúð með söluopi að
kvöldi, verður „bœrinn"aðgripa inn
í (þótt rusladallurinn sé á sinum
stað). Þangað verður að senda röska
unglinga að morgni, til hjálpar að
halda hreinu. a.m.k. um helgar!
Og þá myndu blómin okkar —
vinin í bikinu — njóta góðs af.
Mætti svo verða, jafnvel á þessu
sumri, þótt áiiðið sé.
„Brekknakoti", 4. ág. ’80,
Jónas Jónsson.
HefUr þú spurt á
Húsavík?
Viö eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbyqqinqa,
jafnt áhöld sem efni.
og Þórshafnar. Hvað finnst þér
um það mál?“
„Ég vil helst ekki ræða um
einstök staðarvandamál, þar sem
við stöndum frammi fyrir miklu
alvarlegra þjóðhagslegu vanda-
máli. Ég er þeirrar skoðunar að
þessi kaup, eins og önnur kaup á
skipum, sem stækka flotann, séu í
andstöðu við þá fiskveiðistefnu
sem við verðum að móta og fara
eftir á næstu árum. Vandamál
Þórshafnar hefði átt að leysa á
annan máta. Ég veit ekki betur en
Sigurey frá Siglufirði hafi fengið
þorskveiðileyfi með því skilyrði
að hún landaði afla á Þórshöfn.
Það getur verið erfiðleikum
bundið að miðla afla, en þau
vandamál verðum við einfaldlega
að leysa og láta menn ekki kom-
ast upp með það að sniðganga
það sem um hefur verið rætt.“
Allir verða að
taka á sig fórnir
„Nú tengjast byggðastefna og
atvinnusjónarmið augljóslega
ákvörðunum um skipakaup. Eig-
um við að sniðganga þau mál al-
farið?“
„Vel rekin byggðastefna á full-
an rétt á sér og þar á ég við
byggðastefnu sem kemur við-
komandi byggðarlagi til góða, er
ekki of kostnaðarsöm og síðast en
ekki síst kemur sér vel fyrir þjóð-
arheildina og stuðlar að bættum
almennum lifskjörum. Hins vegar
tel, ég, að pólitískar ákvarðanir
sem fara í bága við heildarstefn-
una sé röng byggðastefna og
engum til góðs, þegar til lengri
tíma er litið. Arðsemissjónarmið
verða að vera inn í myndinni.
Það verða allir að taka á sig
einhverjar fórnir á meðan við
göngum í gegn um þessa erfið-
leika og menn verða að átta sig á
því, að það er hægt að fórna til
einskis, eins og við gerum með
stöðugri stækkun flotans, sem
veldursíðan lífskjaraskerðingu til
frambúðar, þar eð fiskstofnarnir
ná ekki að stækka. Við getum á
hinn bóginn fórnað nokkru i dag
með því að halda að okkur
höndum, en notið síðan
ávinningsins síðar í auknum afla.
Þá leið eigum við að fara."
Pr byggingarvörur
Húsavík. Sími (96) 41444
„Við fórnum til einskis“
segir Sverrir Leósson, formaður Utvegsmannafélags Norðurlands
og stjórnarmaður í L.I.Ú., um aukningu fiskiskipaflotans
„Ef um frekari aukningu verð-
ur að ræða á togaraflotanum
þýðir það beina lífskjara-
skerðingu fyrir landslýð, því að
þeir togarar sem bætast við
flotann, meðan ástand fiski-
stofna er eins og raun ber vitni,
munu í raun ekki skila krónu í
þjóðarbúið. Sá afli sem nýir
togarar munu koma með að
landi, hefði flotinn sem fyrir er
að öðrum kosti komið með,“
sagði Sverrir Leósson, for-
maður Útvegsmannafélags
Norðurlands og stjórnarmað-
ur í L.Í.Ú., í viðtali við Dag.
„Nú er búið að gera samninga
um kaup á ellefu nýjum togurum
til landsins og hugmyndir eru
uppi um ennþá frekari aukningu
flotans. Búið er að ákveða fisk-
veiðistefnuna til ársloka 1980, þar
sem gert er ráð fyrir miklum
þorskveiðitakmörkunum hjá
bátaflotanum og skuttogarar og
bátar lengri en 39 metrar þurfa að
vera I42 daga á skrapveiðum.
Samt eru líkur á að þorskaflinn
verði 380-400 þúsund lestir á ár-
inu og með svo miklum afla eru
litlar líkur á að þorskstofninn vaxi
svo nokkru nemi.
Varasamt að
f jölga skrapdög-
um
Hver nýr togari sem bætist við
flotann þýðir fjölgun skrapdaga
um 5-6 á hvern togara sem fyrir er
á ársgrúndvelli og auknar tak-
markanir hjá bátaflotanum. Það
er bví verið að tala um að fjölga
skrapdögum sem nemur um eða
yfir tveimur mánuðum á hvert
skip. Þetta þýðir einfaldlega það,
að reikna má með að leggja þurfi
togaraflotanum hluta af árinu.
Það er nefnilega skoðun þeirra
sem til þekkja, að ekki sé enda-
laust hægt að senda skipin á svo-
kallað skrap, þar sem aflinn er
einkum ufsi og karfi, því að þeir
stofnar séu fullnýttir miðað við að
þessi stóri floti veiði úr þeim í
rösklega I40daga.
Það er mín skoðun, að stöðva
eigi alfarið innflutning á skipum
og draga úr nýsmíði innanlands
þar til fiskistofnunum hefur verið
komið upp, en þá er hægt að auka
sóknina, en sóknaraukningin
verður að sjálfsögðu að haldast í
hendur við markaðsmöguleik-
ana.
„En hvað verður þá um skipa-
smíðastöövarnar, sem allir eru
sammála um að nauðsyn beri til
að reka hér á landi?“
„Meðan ástand fiskistofnanna
Sverrir Leósson.
er eins og það er verða allir að
fórna einhverju. Auðlindin er
takmörkuð og það verður okkur
að skiljast. Við flytjum nú út við-
gerðarverkefni sem íslenskar
skipasmíðastöðvar geta ekki tekið
að sér vegna anna. Þessu verðum
við að sjálfsögðu að hætta til að
bæta upp samdrátt i nýsmíðum."
„Hvaða viðgerðarverkefni eru
þetta sem þú talar um?“
„Ég get nefnt til dæmis, að
Kaldbakur var í slipp og skrokk-
viðgerð í Þýskalandi nýlega og
Hákon frá Grenivík er nú í
skrokkviðgerð í Álaborg í Dan-
mörku, þar sem ekki var hægt að
framkvæma hana hér sökum
anna við nýsmíðar.”
Sporna við
stækkun flotans
„Nú er ekki hlaupið að því að
minnka flotann frá því sem hann
er í dag og vafalaust fleiri vanda-
mál sem skapast, heldur en þau
sem leysast. Hvernig á að fara að í
þeim efnum?“
„Ég vil taka það fram, að við
þurfum ekki að hafa svo gífur-
legar áhyggjur af flotanum eins
og hann er í dag. Hann er að vísu
of stór, en við komumst yfir það
vandamál á nokkrum árum,
tveimur til fimm árum, að því til-
skildu að við bætum ekki við
flotann, heldur drögum úr sókn
um nokkurt skeið. Frekari
stækkun flotans er hins vegar al-
gjörlega út í hött og eins og allir
vita hefur verið farið á bak við
reglurnar um skipaskipti, þegar
keypt er erlendis frá.“
„Er ekki ákaflega varhugavert
að sinna í engu því verkefni að
endumýja skipastólinn. Við höf-
um reynt það að láta skipin úreld-
ast og þurfa svo að kaupa allt nýtt
á einu bretti?“
„Auðvitað er það óæskilegt, en
eins og málin standa í dag höfum
við einfaldlega engin efni á því að
endurnýja skipin, þar sem slík
endurnýjun felur ávallt í sér
aukningu á sóknargetu með full-
komnari og afkastameiri skipum.
Við þurfum einfaldlega að fresta
öllum endurbótum og nýsmíðum
í nokkur ár.“
„Nú höfum við nýlegt dæmi um
skuttogarakaup til Raufarhafnar
Aftur rennur lygi ef sönnu mætir
Jón Bjarnason, skáld og rithöf-
undur og fyrrum bóndi í Garðs-
vík á Svalbarðsströnd, skrifar
smágrein í Dag þann 12. ágúst og
ber greinin yfirskriftina „Þau eru
verst hin þöglu svik . .“ Greinin
fjallar um kvikmyndina Óðal
feðranna eftir Hrafn Gunnlaugs-
son.
Hinum gamla og þrautreynda
samvinnumanni svellur móður,
er hann hugleiðir þá fáránlegu
mynd af kaupfélagsskap, sem
dregin er upp i þessari kvikmynd.
og spyr, hvar nú séu arftakar
Benedikts á Auðnum. Hallgríms
Kristinssonar og Jónasar Jóns-
sonar að menn skuli láta „hinn
fjandsamlega áróður, sem á loft
er haldið í kvikmynd þessari, sem
vind um eyrun þjóta.“
Ekki þykist ég vera öðrum
fremur arftaki þeirra gengnu
heiðursmanna, sem Jón teflir
þarna fram. En þar eð ég er þó
stjórnarformaður í kaupfélagi og
hef nýlega horft á umrædda
kvikmynd. get ég vel gert það
fyrir Jón og aðra þá (sjálfsagt
mörgu), sem finna til eins og
hann, að segja skoðun mína á því,
sem um er að ræða.
Fyrst af öllu vil ég taka undir
ummæli Jóns og segja. að frá
minu leikmannssjónarmiði er
margt og líklega langflest í
myndinni. það sem að tækni-
mönnum og leikurum snýr.
prýðilega vel gert. Og ekki spillir
hið borgfirska umhverfi, svo
hrifandi sem það birtist á tjaldinu
í litadýrð sumarsins. Það er ann-
ars dálítið athyglisvert, eða hvað.
hve tamt skáldum okkar og höf-
undum er að leita út í sveitalífið
að fornu og nýju til að finna sér
viðfangsefni, sem eitthvert bragð
er af. Ósköp held ég að bók-
menntir okkar. þ.á.m. leikbók-
menntir, væru sviplitlar ef höf-
undar hefðu engan annan akur
að plægja heldur en mölina og
mannlífið þar.
Að þessu mæltu sný ég mér að
aðalefninu í ádrepu Jóns i
Garðsvík. Ekki má hann halda
það, að við, sem gegnum trúnað-
arstörfum í samvinnuhreyfing-
unni, höfum ekki tekið eftir eða
skiljum ekki, hvað höfundur
Hjörtur E. Þórarinsson
skrifar nokkur orð í til-
efni greinar Jóns
Bjarnasonar frá Garðs-
vík um Óðal feðranna.
kvikmyndahandritsins er að fara.
Skárri væri það nú blindan.
Að vísu er það sjálfsagt ekki
meginmarkmið hans með gerð
myndarinnar að sverta sam-
vinnuhreyfinguna. Meginmark-
mið hans er trúlega það rétt og
slétt að framleiða kvikmynd, vel
gerða tæknilega og þannig að efni
til. að sem flestir vilji sjá hana og
ræða um á eftir. Þetta hefur hon-
um sennilega tckist.
Hann fer þannig að þvi, að
hann leitar út í sveit eins og fleiri.
Þar býr hann sér til hrakfallasama
fjölskyldu, heldur svona í ein-
faldara lagi. tilvalið fólk til að láta
prelta sig og snuða. Og svo þarf
hann á að halda reglulegum
skúrk til að pretta þetta óheppna.
einfalda fólk og ná frarn átökum
og spennu í söguna.
Og þá er það sem hinn ungi
kvikmyndahöfundur sér sér leik á
borði að ná aukamarkmiði og
koma höggi á þjóðfélagsafl, sem
hann að vísu þekkir lítið til af
persónulegri reynslu, en hefur
heyrt lengi að væri spillt og er því
í nöp við ... kaupfélagsskapinn í
landinu. Hann hefur kannske
heyrt um þetta talað og lesið um
það í ónefndu blaði frá barnæsku.
Það hefur greipst í sálina og fær
nú. aldeilis upplagt tækifæri lil
útrásar. Hann klæðir skúrkinn i
gervi kaupfélagsstjóra og lætur
hann féfletta hið bágstadda fólk.
Og síðan setur þessi maður félag-
ið á hausinn hratt og hljóðalausl,
en endurrís jafnskjótt sem úti-
bússtjóri hjá öðru félagi, svo hann
geti haldið áfram að kúga lítil-
magnann og kosta svallveislur í
kjallaranum o.s.frv.
(Og svo gerast þau skringileg-
heit að hið umrædda en ónefnda
blað vitnar í sitt eigið bergmál til
árása á hinn afvegaleidda kaup-
félagsskap.)
Það er kannske svolítið ill-
girnislegt að ætla höfundinum
þessar hvatir. en hvað skal halda.
Varla getur það verið tilviljun ein
að hann skuli nota þetta tækifæri
til að hafa endaskipti á raun-
veruleikanum í samskiptum
bænda og kaupfélags, hvort
heldur verið er að fjalla um liðinn
tíma eða. eins og í myndinni.
daginn i dag.
Um þennan eða líkan skilning
á boðskapnum i Óðali feðranna
erum við Jón sýnilega sammála.
Og er þá ekki brýning hans og
(heilög) vandlæting réttmæt og
orð í tíma töluð? Það dreg ég aftur
á móti í efa.
í fyrsta lagi liafa nokkrir valin-
kunnir merkismenn skrifað í blöð
ogtalað i útvarp og bent mönnum
á vitleysurnar í myndinni. Þar til
nefni ég Halldór á Kirkjubóli, dr.
Eystein Sigurðsson og Hauk
Ingibergsson skólastjóra. í öðru
lagi, hvað er ætlast til að maður
geri? Skrifa fleiri blaðagreinar,
lengri greinar, hvassyrtari grein-
ar? Jón segir, að það, sem hann
hafi séð, þyki sér skrifað af „helsti
áberandi linkind'".
Ég held að það sé best að við-
urkenna þá staðreynd, þótt beisk
sé, að við svona lagaðri uppá-
komu er lílið hægt að gera. Lik-
lega er helmingurinn af þjóðinni
búinn að sjá þessa umræddu
kvikmynd. kannske miklu fleiri
þeirra, seni komnir eru af
bernskuskeiði, Höfundurinn cr
búinn að koma boðskap sínum
inn á flest heimili landsins. með
stvrk frá ríkinu reyndar. Skaðinn
er skeður, hvort sem hann er nú
meiri eða minni.
Og livað verða svo rnargir til að
lesa þessa grein mina og aðrar
slíkar? Sárafáir lil samanburðar,
eitt prósent, kannske tvö. ef ég
fengi hana birta í öllum dagblöð-
uni höfuðborgarinnar. Og þeir.
sem lesa hana, eru einmitt lang-
helst menn, sem síst er þörf að ná
til. menn eins og Jón í Garðsvík.
sem allan tíniann vissu upp á hár
að slikir hlutir. sem gerast i Óðali
feðranna. geta ekki gerst í is-
lensku kaupfélagi og hafa aldrei
getað gerst.
Það er ösköp mannlegt að f\ II-
ast heilagri reiði. þegar maður sér
göðan málstað níddan niður. og
mann langar kannske til að hrópa
lygi lygi svo hált. að allur Ivður
megi heyra. En gerir það eitthvert
gagn? Ég álit að slikt og þvilikt
megi sin harla lilils andspænis
áróðri vel gerðrar kvikmyndar.
Og þá er koniið að þessari
eilífu spurningu. hvaða varnar-
gildi það hefur og hvaða nauðsvn
er á þvi að svara með orðum.
niæltum eða rituðum. hverskonar
áróðri, öllu því aðkasti. sem sam-
lök á borð við samvinnuhrevf-
inguna hlýlur stöðugt að búa
undir. Gott er að gera sér grein
(Framhald á bls. 10)
AKUREYR
DAGUR•7