Dagur - 31.10.1980, Page 1

Dagur - 31.10.1980, Page 1
 Gíæður í greinum, sem fyrst um sinn munu ganga undir þessu nafni, er ætlunin að draga fram í dagsljósið ýmsan gamlan fróðleik um land og þjóð, blása í gamlar glæður. Verður eingöngu f jallað um norðlenskt efni, og reynt að taka eitthvað afmarkað efni fyrir f hverri grein. Farið verður úr einu í annað og reynt að leita sem víðast fanga, en einkum verður stuðst við prentaðar heimildir og er þeirra að jafnaði getið. Allar ábendingar um efn- isval og upplýsingar þar að lútandi eru vel þegnar. Er það von, að greinar þessar vekji áhuga einhverra nú í skammdeginu. Tónlistarpistill Heldur voru áheyrendur fáir og greinargóður tónlistar- unnandi sagði mér, að svo vildi vera á orgeltónleikum hér. Samband milli flytjenda og áheyrenda kemst ekki á, þar sem hinir síðarnefndu snúa baki við hljóðfærinu og sitja niðri í kirkju. Er það vissulega skaði, að þessi vandkvæði skuli vera á að nýta svo voldugt hljóðfæri sem kirkjuorgelið er. Minjavernd Þingstaður forn er talinn hafa verið við Lögmannshlíð og til skamms tíma mátti þar sjá hringlaga stalla, eins konar litla Lögréttu, í dæld niður á túninu, og voru þeir kallaðir Dómhringir. Um 1935 var sléttað yfir þessa merkilegu hringa, en þrátt fyrir það má enn sjá móta fyrir þeim. Nýlega var hafin bygging (hesthúss?) í næstu dæld fyrir neðan, og fyrr en varir gæti þessi staður farið eins. Hann þarf því að friðlýsa og merkja rækilega. Sjá bls. 6-7 Sjónmenntír I Blekkingar Samkeppnin við nágrannana hefur gengið nokkuð vel. Bíllinn hans er að vísu ekki af dýrari gerðinni en það stendur til bóta. Raunar stendur flest til bóta því Grandvar er þessa dagana að komast í samband við marga mikilsverðustu menn bæjarins. Sannleikurinn er sá að hann er genginn i klúbb og er i óða önn að byggja upp náin persónuleg tengsl við alla helstu framámenn athafnalífsins, — mælda í krónum. „ . , . , c Sjabls. 15 Gera verður greinarmun á kunnáttumanni og snillingi. Snillingurinn er innblásinn en kunnáttumaðurinn hefir þroskast fyrir tækni sína. Auðvitað verður hver lista- maður að nema tækni listar sinnar til að hann verði fullnuma í henni, en tæknin er þó aðeins undirbúnings- "riðl' Sjá bls. 11 mótun Eftir því sem líður á tímann og leirhraukarnir taka á sig mynd, sem sífcllt líkist meir mannslíkama, verður léttara yfir hópnum. Hafi einhver roði verið í kinnum fyrirsætunnar í upphafi, þá er hann alveg horfinn. Yngstu konurnar i hópnum, sem voru kannski svolítið feimnar við að nálgast módelið í upphafi til að kanna líkamsbygginguna nánar, hafa nú alveg komist yfir þá hindrun og eru farnar að líta á strákinn berrassaða sem hvem annan hlut. • ' i t 1 Sia bls. 12 Sjá bls. 4-5 Sjá bls. 3 -Veitt á Höpfnersbiyggju Dúkrista eftir Guðmund Ármann Sigurjónsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.