Dagur - 31.10.1980, Síða 7
umhverfi
Helgi Hallgrímsson
Mínjavemd
stíflunni. Fyrir hina sem vilja end-
urheimta fossinn, skal þess getið að
hann er enn á sínum stað, óbreyttur
að öðru leyti en því að vatnið fellur
dálítið skáhallt ofan í hann.
Nú hefur verið ákveðin bygging
nýrrar brúar á Glerá við Rangár-
velli og sumir spyrja sig: Hvað
verður þá um gömlu brúna, verður
hún líka sprengd niður. Þótt gamla
brúin þarna sé ef til vill ekki neitt
sérstakt augnayndi er hún þó ein-
kennilega samgróin brúarstæðinu,
sem er mjög sérstakt, enda er talið
að þama rétt fyrir ofan brúna eða
undir henni, hafi fyrrum verið
náttúrlegur steinbogi á ánni, en það
voru næstum einu brýrnar sem
forfeður vorir þekktu. Miðbrúin
(við Bandagerði) á Glerá er þó enn
meira og merkilegra mannvirki, en
við hlið hennar standa enn ramm-
gerðar undirstöður trébrúar, sem
var fyrirrennari hennar.
Gömlu brýrnar okkar eru margar
mjög falleg mannvirki og furðu
fjölbreyttar að allri gerð, svo varla
eru nokkrar tvær brýr eins. Margar
þeirra standa nú, eins og dagaðar
uppi við hliðina á nýjum „hrað-
brautarbrúm,“ sem því miður eru
flestar harla sviplitlar miðað við
þær gömlu, enda yfirleitt „steyptar
í sama mót.“ (Beriði t.d. saman
gömlu steinbogabrúna á Fnjóská
hjá Skógum og nýju „faltbrúna“
hjá Nesi, eða gömlu og nýju brúna
á Skjálfandafljóti). Gömlu brýrnar
voru á sínum tíma óskabörn, sem
öllum í byggðarlaginu þótti vænt
um. Þær voru gjarnan vígðar með
mikilli viðhöfn og langar drápur
voru fluttar þeim, eða kveðnar í
orðastað þeirra. Nú fer litlum sög-
um af sílkum hátíðum, og hverjum
þykir lengur vænt um brýr?
Það getur að sjálfsögðu verið
álitamál, hvenær mannvirki verða
svo gömul eða rótgróin að þau fari
að hafa minjagildi, en á hinn bóg-
inn er ekkert mannvirki svo
ómerkilegt að það geti ekki haft
minjagildi ef það er nógu gamalt.
Þau mannvirki sem hér var fjallað
um eru að vísu flest ung, jafnvel á
okkar íslenska mælikvarða, en
breytingar hafa orðið miklar og
örar á þessum sviðum hina síðustu
áratugi, og því er aldurinn í sjálfu
sér lítill mælikvarði á minjagildið.
Það er t.d. ekki langt síðan skil-
vindur voru í notkun á hverju
heimili til sveita, en nú er orðið fá-
gætt að hitta þær í heilu líki, og þær
eru almennt taldar safngripir.
Að lokum skal hér minnst á að
annan flokk minja sem líka hefur
verið vanræktur, enda lætur hann
lítið yfir sér, en það eru alls konar
rústir eða tœttur hinna fornu og sí-
gildu bygginga okkar íslendinga,
sem gerðar voru úr torfi og grjóti.
Slíkar minjar er víða að finna, en
þó helzt í úthaga nokkuð fjarri
byggðum nú orðið, því allt sem
hefur verið heima við bæina, hefur
oftast fyrir löngu verið rifið og
sléttað niður í tún. Rústir beitar-
húsa, selja og jafnvel stekka má
hins vegar nefna sem dæmi um
minjar sem enn eru við lýði í flest-
um byggðum, að ógleymdum rúst-
um eyðibýlanna, sem vissulega eru
merkilegastar, og segja mesta sögu.
Nokkrar slíkar minjar hafa nýlega
verið eyðilagðar hér á Akureyri, t.d.
rústir Kotársels og Heimara-Eyr-
arlandssels á Glerárdal. Um hið
foma stórbýli Eyrarland hið stóra,
sem átti mest af því landi sem Ak-
ureyri byggðist á, er nú aðeins til
vitnis Eyarlandsstofan við Spítal-
ann. Torfbærinn í Eyrarlandi stóð
hins vegar þar fyrir norðan, líklega
að mestu leyti inni í núverandi
Lystigarði. Ef til vill eru rústir hans
sýnilegar undir moldinni í garðin-
um, og væri vel þess virði að grafa
þær upp og hafa til sýnis fyrir aldir
og óborna. Myndi það gefa Lysti-
garðinum stóraukið gildi og auka
aðsóknina að honum.
Þingstaður forn er talinn hafa
verið við Lögmannshlíð og til
skamms tíma mátti þar sjá hring-
laga stalla, eins konar litla Lög-
réttu, í dæld niður á túninu, og voru
þeirkallaðir Dómhringir. Um 1935
var sléttað yfir þessa merkilegu
hringa, en þrátt fyrir það má enn
sjá móta fyrir þeim. Nýlega var
hafin bygging (hesthúss?) í næstu
dæld fyrir neðan, og fyrr en varir
gæti þessi staður farið eins. Hann
þarf því að friðlýsa og merkja
rækilega.
Hér skal látið staðar numið að
sinni, þótt margt mætti um þetta
rita, en vonandi verður betur hugað
að minjavernd Akureyrar í fram-
tíðinni.
Gamla brúin á Glerá við Rangárvelli. Mynd: H.Hg.
Búðargil hefur löngum verið viðfangsefni listamanna. Mynd á.þ.
Pálmi í
rri r j r Jir • •
Tonabuðinm
I Það fyrsta, sem mér datt í hug að
taka fyrir í Helgar-Degi var
norðlenskt tónlistarlíf, því þetta
er jú norðlenskt blað. Og þá
fannst mér alveg hreint gráupp-
lagt að byrja þessi tónlistarskrif
mín á viðtali við mann, sem er
i okkur Akureyringum að góðu
| kunnur. Honum Pálma Stefáns-
I syni, verslunareiganda, plötuút-
I gefanda, o.s.frv. En ef þetta
| hljómar eitthvað ókunnuglega,
■ getum við kallað hann „Pálma í
I Tónabúðinni".
Jæja, ég hringdi í Tónabúðina,
1 náði í Pálma, og bar upp erindið.
Dægurtónlist
P: Ja, ætli það verði ekki aðallega á ■
árshátíðum, og að sjálfsögðu á þorra-
blótum. Svo erum við tilbúnir að spilai
á hverskonar „innbyrðis" skemmtun-
um, sem fólki dettur í hug að halda.
S: Fyrst þið eruð alveg að fara að|
byrja, hlýtur prógrammið að vera>
komið nokkurn veginn á hreint.l
Hvemig er Jagavalið?
P: Eins og ég sagði áðan, verðum'
við mest á árshátíðum, og þannigl
skemmtunum. Við reynum að hafa1
prógrammið í samræmi við það. Eins [
og þú veist er alltaf töluvert af full-
orðnu fólki á slíkum dansleikjum, svo I
við byggjum mest á eldri lögum, sem '
allir þekkja og geta jafnvel sungið [
með, ef þeir vilja. Við munum einnig '
Snorri Guðvarðarson
Ekkert var sjálfsagðara en að
svara nokkrum spurningum, en
ég varð að bíða, meðan hann fór
I yfir í annan síma og kom sér betur
fyrir, eins og meiriháttar mönn-
um sæmir. Og hér kemur þá við-
talið.
S: Hvernig er það, þú ert að fara i
| gang með hljómsveit fljótlega, er það
ekki?
P: Jú, við erum að fara í gang núna
um mánaðamótin. Reyndar verður
fyrsti dansleikurinn haldinn fyrsta
vetrardag. (Viðtalið tekið um miðjan
mánuðinn).
S: Þú hefur gert þetta um nokkurra
ára skeið, að byrja að hausti, og spila
til vors, er það ekki?
P: Jú, þetta er orðið nokkuð fast
kerfi hjá okkur. Undanfarna vetur
höfum við byrjað um þetta leyti, og
spilað allt til vors. Ætli það verði ekki
eitthvað svipað núna.
S: Hverjir verða með þér í bandinu?
P: Það eru nú allt saman gamal-
kunn nöfn, og við höfum allir spilað
meira eða minna saman, nema Jón
I Sigurðsson trommuleikari. Auk min
I og Jóns verða Brynleifur Hallsson og
Sævar Benediktsson með að þessu
! sinni. Billi spilar á gítar, Sæsi á bassa,
Nonni á trommur og ég verð á orgel-
inu. Já, og Billi verður aðalsöngvari.
S: Hvað með hljóðfæri? Þó þetta sé
bara 4ra manna hljómsveit, kostar það
miiljónir að „koma sér upp græjum“.
P: Það er enginn aukakostnaður hjá
okkur í sambandi við það. Hver og
einn á þau hljóðfæri sem hann þarf,
I þannig að fjárhagslega kemur það
| ekki við okkur.
S: Hvernig böllum ætlið þið að spila
I á?
reyna að taka nýjustu lögin, þannig að|
eitthvað ætti að vera við allra hæfí hjá,
okkur.
S: Já, ætli við látum þetta ekki'
nægja um hljómsveitina, og snúum|
okkur að öðru. Það eru ekki mörg ár
sfðan þú fluttir Tónabúðina úr mið-|
bænum og út f Gránufélagsgötu. Það"
er jú vitað, að þegar verslanirnar fara |
úr Hafnarstrætinu, fer það oft tneð'
þær alveg, en Tónabúðin virðist'
blómgast aldeilis prýðilega. Hvernigl
má það vera?
P: Víst hefur plötusala minnkaðl
mikið, svo og sala á smádóti ýmis I
konar. En á móti kemur, að þetta i
húsnæði er miklu rýmra, og þar af I
leiðandi getum við verið með meira af i
stærri stykkjum, svo sem hljómflutn-1
ingstækjum, sjónvörpum og hljóð-
færum, eins og t.d. rafmagnsorgelum.
Sem sagt meira vöruúrval. Ef fólk |
kemur hingað inn, eru meiri líkur á að
það sé komið til að kaupa en áður.
S: Þú minntist á rafmagnsorgel.
P: Já, síðastliðin tvö ár eða svo, hafa I
rafmagnsorgel verið sérlega vinsæl.
Núorðið eru þau yfirleitt öll orðin
mjög fullkomin, þ.e.a.s. með inn- ,
byggðum trommuheila, sjálfvirkum '
bassa og alls konar undirleik öðrum.
S: Það getur þá nánast hver sem er '
spilað á þessi hljóðfæri?
P: Já, því að ef þú spilar með einum
putta á hvorri hendi, getur þú fram-
leitt heila hljómsveit. Þetta getur verið I
mjög skemmtilegt, og þú getur fengið i
alls komar hljóð út úr orgelunum.
S: Jæja, ætli við sláum ekki botn i j
þetta viðtal, en ef einhver vill fræðast
meira um þessi mál, þá er bara að
skreppa f Tónabúðina, og tala við Finn
eða Pálma....
Snorri.
.€« 7