Dagur


Dagur - 12.03.1981, Qupperneq 6

Dagur - 12.03.1981, Qupperneq 6
Glæsileg ferðagetraun: Ferð fyrir tvo tíl Búlgaríu með Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar Eins og greint var frá í síðasta blaði hefur DAGUR í samvinnu við Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar og fleiri aðila efnt til stórglæsilegrar ferðagetraunar fyrir lesendur DAGS. Getraunin er í tveimur hlutum og hér birtist fyrri hluti. Vinningurinn er ferð fyrir tvo til Búlgaríu, þar sem dvalist verður í þrjár vikur á Grand Hotel Varna, sem er á strönd Svartahafs. Vinningshafi á þess kost að fara á tímabilinu frá 25. maí til 14. september. Innifalið er hálft fæði. Reglur getraunarinnar eru einfaldar. Svör við spurningum á að skrifa aftan við þær og ekki á að senda svörin sitt í hvoru lagi heldur í einu umslagi. Svör verða þá og því aðeins tekin gild ef þau eru skrifuð á úrklippuna úr DEGI. SPURNINGAR UM BÚLGARÍU — FYRRIHLUTI 1. Hvað eru mörg ár frá stofnun búlgarska ríkisins? 2. Hvort er stærra land — ísland eða Búlgaría? 3. Hvað eru íbúar Búlgaríu margir?---------------- 4. Hvaða tungumál tala Búlgarar?------------------ 5. Hvaða letur nota Búlgarar? Latneskt? Kyrelliskt? 6. Við hvaða haf stendur Búlgaría? -------- 7. Liggur Búlgaría að Dóná?---------------- 8. Hvað heitir flugfélagið þeirra? -------- 9. Hvað heitir aðalferðaskrifstofan þeirra? 10. Hvað heitir gjaldmiðillinn þeirra? ------------------ SEINNI HLUTI GETRAUNARINNAR BIRTIST ÞRIÐJUDAGINN 17. MARS LAUSNIRNAR EIGA AÐ FYLGJAST AÐ. I Þegar að því kemur, á að senda á svörin (báða mið- ana) á eftirfarandi heimilisfang: DAGUR (Getraun KH) Tryggvabraut 12 602 Akureyri Svörin þurfa að hafa borist fyrir 7. apríl n.k. P.S. Það sakar ekki að hafa hækling frá Ferðaskrífstofu Kjartans Helgasonar við hendina þegar spumingum cr svarað. Á Akurcyri er hægt að fá þá hjá gullsmiðunum Sigtryggi og Pétri f Brekkugötu og að sjálfsögðu mun fcrðaskrifstofan senda þá hverjum sem hafa vill. Nafn, heimili og simi sendanda: -------------------------- Möðruvallaklaustursprestakall. Bamaguðsþjónusta í Möðruvallakirkju n.k. sunnudag 15. mars kl. 11 f.h. Sóknarprestur. Kökubasar verður í Kristni- bosðhúsinu Zion laugardag- inn 14. mars n.k. kl. 4.00 e.h. K.F.U.K. I.O.O.F. —162318 ‘/2 □ RÚN 59813137 = 2 I.O.G.T. Stúkan Brynja nr. 99. Fundur að Hótel Varðborg mánudaginn 16. mars kl. 20.30. Kaffiveitingar — bingo að loknum fundi. Æ.t. Lionsklúbbur Akureyrar. 25 ára afmælishófið föstudag 13. mars kl. 7.30. Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Bullitt með Steve McQueen í aðalhlutverki. Þetta er ein besta mynd hans og er hún nú endursýnd með nýrri kópíu. Johny Ross hefur svikið bófasamtök um milljónir og er nú á flótta undan þeim og bróður sín- :. a. um sem falið hefur verið að myrða hann. Er hann kemur til San Francisco er Bullitt varðstjóra falið að gæta hans. Tveim bófum tekst hins vegar að skjóta hann. Bullitt hefur nú leit að morðingjunum. Sýningum er að ljúka og næsta mynd kl. 9 verður Moment by Moment með John Travolta í aðalhlutverki. Tisha Raxl- ings, leið og vonsvikin eig- inkona í Bevery Hills og móðir er að reyna að fá svefnpillur án lyfseðils í lyfjabúð. Ungur slæpingi Strip, truflar samtal hennar við lyfsalann. Hann er að leita að vini sínum, Greggí, sem lyfsalinn hefur rekið úr vinnu. Kl. 11 sýnir bíóið hrollvekjuna Manitou — andinn ógurlegi. Nýja bíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Flakkaramir, en sýningum á henni fer nú að ljúka. Næsta mynd er Köngulóarmaðurinn birtist á ný. Peter Parker er háskólanemi í eðlisfræði. Honum og öðrum nemend- um til mikillar skelfingar tilkynnir kennari þeirra, Dr. Baylor, að 5 kíló af plútóní- um hafi verið flutt í til- raunastofu háskólans. Ætl- unin er að smíða þar kjamaofn, sem framleiðir ódýra kjarnaorku, öllu mannkyninu til góða. Gail Hauffman er fréttaritari fyr- ir vikublaðið Rannsókn. Yf- irmaður hennar sendir hana til New York. Hún á að ná viðtali við Köngulóarmann- inn. Peter Parker starfar einnig sem ljósmyndari fyrir Gjallarhornið. Honum hef- ur oft tekist að ná myndum af Köngulóarmanninum. Minningarspjöld kvenfélagsins Hlífar fást í bókabúðinni Huld, í símaafgreiðslu sjúkrahússins og hjá Lauf- eyju Sigurðardóttur Hlíðar- götu 3, Allur ágóði rennur til bamadeildar F.S.A. Útför föður okkar og tengdaföður, EIÐS SIGURÐSSONAR, fyrrverandi bónda á Ingvörum, er lést 5. mars s.l. fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 14. mars klukkan 13.30. Jarðsett verður frá Tjörn. Börn og tengdabörn. ,,Pæld í ðí“ ELLEFU SÝNINGAR ÁNORÐURLANDI Á tímabilinu frá 15. til 24. mars verður hópur leikara úr Al- þýðuleikhúsinu á ferð um Norðurland með leiksýning- una „Pæld’í ðí“. Leikrit þetta f jallar um unglinga sem eru að byrja að „skjóta sér“ hvort í öðru og hin margvíslegu mál sem koma upp í því sambandi bæði Ijúf og leið — þó oftast Ijúf. Ýmissi fræðslu um kyn- ferðismál er svo fléttað inn í leikinn. „Pæld’í ðí“ var frum- sýnt 17. október 1980 í félags- miðstöð unglinga í Fellahelli í Reykjavík og hefur síðan verið sýnt 59 sinnum í hartnær öllum skólum á Reykjavíkursvæðinu sem og í Borgarfirði, suður- nesjum, austfjörðum og víðar. Á Norðurlandi eru fyrirhug- aðar 11 sýningar og verður sú fyrsta á Húsavík þann 16. mars 2. sýning verður svo í félagsheimili Aðaldæla ogsú þriðja að Laugum báðar þann 17. mars. 18. mars býðst svo Akureyringum að sjá verkið í leikhúsi bæjarins bæði í eftirmiðdaginn og um kvöldið, en tekið skal fram að þessar sýningar eru aðallega ætlaðar nemendum Gagnfræðaskólans og Oddeyrar- Atriði úr leikritinu. skóla. Þann 19. mars verður „Pæld’í ðí“ svo í Glerárskóla og þann sama dag um kvöldið í Menntaskólanum á Akureyri. 20. 3. fara leikaramir fimm svo til Dalvíkur og 23. 3. verður verkið sýnt í Fjölbrautaskólanum Sauðárkróki. Síðasta sýningin á Norðurlandi verður svo að Reykjum í Hrútafirði þann 24. mars. Eins og kunnugt er var Al- þýðuleikhúsið upphaflega stofn- að á Norðurlandi nánar tiltekið á Akureyri 1975 og eitt af aðal- markmiðum leikhússins var að ferðast með leikrit sín víðs vegar um landið. Á þessum fyrstu árum leikhússins voru verkin líka iðu- lega frumsýnd á smærri stöðum út um landsbyggðina. Þó leik- húsið hafi síðar flutt búferlum til Reykjavíkur hefur þetta markmið ekkert breyst. Hópur félaga úr Alþýðuleikhúsinu fór til dæmis á síðasta ári í tvær mánaðarleik- ferðir um landið þvert og endi- langt með „Við borgum ekki, við borgum ekki“ eftir Italann Dario Fo og með önnur verk leikhússins hafa verið farnar lengri og skemmri ferðir um landið, þó svo að veðurguðimir hafi ekki alltaf verið jafnsamstarfsfúsir. (Frétta- tilkynning). 6•DAGUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.