Dagur - 27.03.1981, Side 6

Dagur - 27.03.1981, Side 6
I I I I I I I I I I I I I I I I I I I ■ I I I I I I I I I I I I I I „Það er trúin á veiðina og að gefast ekki upp44 Mývatn hefur löngum verið mikil matarkista og haidið hungurvofunni frá mörgu heim- ilinu í Mývatnssveit. Fyrrum var veiði að vetrarlagi á isilögðu vatninu stór hluti af þeim afla sem á land barst, en hún skiptist í dorgar- og netaveiði. Eru til mörg dæmi þess, að f hörðum árum hafi menn kornið úr ná- lægum byggðarlögum, jafnvel allt vestan úr Ljósavatnsskarði til að dorga á Mývatni. Dorgin er veiðiáhald sem var yfirleitt smíðað úr horni, og þurfti að vera búin taumi, sökku og öngli. Helst átti hún að vera svo klökk, að örlftið svignaði þegar silung- urinn tók. Aðrir hlutar sem til þurfti við dorgarveiði voru dorgarskrína, maðkahorn eða annað ílát undir beituna og ísa- broddur, til að gera vakir. Þótt margt hafi breyst í at- vinnuháttum Mývetninga frá því að veiði að vetrarlagi var stund- uð sem mikilvæg „aukabúgrein“ og að undanfarin ár hafi verið léleg veiðiár, er síður en svo að veiðiskapur hafi lagst af. Eina helgi um miðjan mánuðinn brá Helgar-Dagur sér austur í Mývatnssveit, og fylgdist þá m.a. með veiðinni einn sólskins- fagran laugardagsmorgun. AU- margir voru að veiða þennan dag, ýmist að vitja um net eða renna dorg. Staldrað var við hjá Sverri Tryggvasyni í Reynihlfð, þar sem hann ásamt syni sínum Héðni og sonarsyni Tryggva voru að dorga skammt undan Geiteyjarströnd. Eftir að hafa veitt 2 silunga var farið að vitja um netin. Dræm veiði var þenn- an dag, en sólskinið og lognið bættu það upp. Þó veiddist í soðið og eftir að hafa snætt glænýjan silung á heimili Sverris voru lagðar fyrir hann nokkrar spurningar. Eru einhverjar takmarkanir í gildi um veiðiskapinn í vetur? „Já, Veiðifélagið hefur sett ýms- ar reglur og ákvæði í sambandi við veiðina í Mývatni. Félagið tekur sínar ákvarðanir í nánu samráði við Jón Kristjánsson fiskifræðing, sem stundað hefur rannsóknir í Mý- vatni undanfarin ár, auk þess sem hann hefur verið ráðgjafi félagsins hvað varðar allar friðunaraðgerðir. Þannig var vatnið t.d. alfriðað frá 20. september til 1. febrúar, en þá hófst veiðitímabil er stendur í fjóra mánuði. í sambandi við netaveið- ina fær hvert veiðiréttarbýli út- hlutað ákveðnum kvóta, þar sem kveðið er á um fjölda neta og afla- magn. Þessi kvóti er reiknaður út frá arðskrá, en hún byggist fyrst og fremst á landstærð og fjölda býla. Ekki eru nú allir sammála þessum útreikningum. Kvóti þessi er mjög lágur, t.d. fékk ég úthlutað 3 netum og mátti veiða 70 bröndur. Þessi lági kvóti byggist á rannsóknum Jóns Kristjánssonar, en hann telur vatnið illa á vegi statt í ár einkum vegna mikils seiðadauða. Þessu er ég hins vegar ekki sammála. Ég vil meina að seiðin hafi flutt sig út í Norðurflóa, en þar var mikið vart við þau í dælingu kísilgúrsins. Dæluskurðirnir eru allt að 8 m djúpir og þar sem bleikjan er djúp- vatnssilungur sækir hún í þá. Norðurflóinn var orðinn mjög grunnur og því vil ég ætla að þessi dæling á kísligúr úr botni Mývatns sé mjög til góðs fyrir bleikjustofn- inn. Hvað varðar þann kvóta, sem úthlutaður var, tók það mig ekki langan tíma að veiða upp í hann og held ég að flestir hafi verið búnir að veiða leyfilegt magn er hálfur mánuður eða þrjár vikur voru liðnar af veiðitímabilinu. Þetta er mikið undir heppni komið, því aldrei er að vita hvar silungurinn heldir sig í það og það skiptið. Þegar þessu tímabili lýkur verður kvótinn endurskoðaður og þá sett- ur nýr, sem mun standa að öllum líkindum til hausts.“ I I I I I I I [ I I I I I I I V Sverrir Tryggvason á dorg á Mývatnl, og ekki lét veiðin á sér standa. En hvað með dorgarveiðina, hvernig hefur hún gengið? „Dorgarveiðin hófst einnig 1. 6 -DAGUR Vitjað um netin. febrúar og fékk þá hver veiðirétt- arhafi úthlutað einu veiðileyfi. Eingöngu má veiða á laugardögum og hámarksafli eru 10 silungar. Þeir sem ekki hafa veiðirétt í Mývatni geta keypt sér leyfi, annað hvort einn dag eða alla laugardaga á þessu fjögurra mánaða tímabili. Þetta gildir fyrir alla hvort sem þeir eru Mývetningar eða ekki. Veiði- leyfin eru seld hjá Héðni Sverris- syni á Geiteyjarströnd. Dorgarveiðin í vetur hefur hins vegar ekki verið nein að kalla má. beitulausir. Rækjan virðist hins vegar reynast vel sem beita.“ En hvað með veiðina í framtíð- inni? A Mývatn eftir að ná sér aftur á strik? „Mývatn á að geta gefið miklu meira en nú er, og er nauðsynlegt að vinna að því með viðeigandi ráðstöfunum. Meinið er hins vegar það að alltaf koma dauðaár í átuna, sem þýðir lélega veiði og enginn hefur getað gefið viðhlítandi skýr- ingu á. Er sennilegt að svo muni verða áfram. Hins vegar er ég ekki Þrtr ættliðir á dorg, Sverrir, Héðinn og Tryggvi. Fram til þessa hefur lítið verið reynt enda hefur ávallt staðið þannig á að veiðiveður hefur verið lélegt á laugardögum. Gott veiði- veður er það þegar tíð hefur, verið slæm en síðan hlánað, þannig að ísinn er snjólaus og þíður, þá á dorgina. Starfsmenn Kísiliðjunn ar og Kröflu hafa sýnt'dorgárveið- inni talsverðan áhuga og hafa gaman af því að renna dorg, og ég vil meina að dorgarveiði eigi eftir að verða góð í vor. Það stendur þannig á stærð á silungi í vatninu núna. Er mál til komið því langt er síðan verið hefur góð dorgarveiði í vatninu Hvað með veiðtaðferðir. Hafa þœr eitthvað breyst < „Nú eru kon auðvelt er að' algeng þykkt i cm. Annað er breyst en það < eingöngu notn daga var manr skemmt á dorginri ðustu árum? rar, sem mjög kir með, en er um 70-85 sem hefur Nú er nær . f gamla vegar oft 3ví þá veiddu allir gamlir og grónit veiðimenn á hvítmaðk, sem þeir geymdu uþpí sér en hvitmaðkur pr lirfa fiski- flugunnar. Seinni part sumara lögðu menn rusl og hræ í gryfju pg þöktu með timbri og drasli. f jætta safnaðist flugan og lirfurnar skfiðu út í jarð- veginn. Á vetuma w þetta síðan höggvið upp og þítífmni rétt áður en farið var að veiða|‘ En hvað með rœkjúna, hafa menn hana ekki upp í sér? „Nei, en ekki >er þægt að neita því, að mörgum hefur orðið það á að eta beituna, þegar þeir hafa orðið svangir og hafa því orðið sammála því að leyfa aðeins dorg- arveiði einn dag í viku. Margir eru uppteknir í vaktavinnu, og þegar veiðin er bundin við svona lítinn afla skiptir það engu máli fyrir ninn í vatninu. Þetta er varla ra en ein fiskiönd etur á dag, og ekki amast menn við því að hún fái sitt. Dorgarveiðin er ákaflega skemmtilegt sport þegar vel veiðist, og ég er ekkert hræddur um að hún muni lognast út af. Ungir Mývetn- ingar hafa. sýnt henni mikinn áhuga. Hins vegar sagði Stefán í Haganesi, að það væri ekki sama hver héldi í spottann. Staðreynd er að sumir veiða ævinlega, og það er vissu næmi að þakka, næmi fyrir því að finna rétta staðinn, finna staðinn á staðnum. Sá blettur getur Héðinn með væna bleikju.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.