Dagur - 27.03.1981, Síða 12
Símar Dags eru: 24166
24167
23207
Umsjón: Jón Gauti Jónsson.
Ritstjóri og ábyrgóarmaður: Hermann Sveinbjörnsson.
Blaðamaður: Áskell Þórisson.
Auglýsingar og afgreiðsla: Jóhann Karl Sigurðsson.
Útgefandi: Útgáfufélag Dags.
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri.
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Úr
gömlum
Árið 1921
Bárðdælingar sem voru hér á
dögunum með sláturfé, kvörtuðu
sáran yfir rúmlegum fólks hér á
Akureyri. Þingeysk klukka er
venjulega tveim tímum á undan
símaklukku. En í sláturferðum
fara menn með fyrra móti á fæt-
tir. Þeir stóðu því fjóra tíma bjarta
að morgni verklausir á torginu.
Þeir sögðu sem satt var, að þrátt
fyrir alt sparnaðarskraf væri af
stjórnvöldum og öðrum gengið
fram hjá því sjáfsagða og einfalda
sparnaðarráði, að færa vísana á
klukkum áfram um einn tíma eða
svo. En bæjarbúum þykir gott að
fá sér sólbað í rúminu. Rögn-
valdur sér um einhverja gíætu, til
að vinna við á kvöldin.
Skfðagöngumót var háð hér i
grend við Akureyri (skammt frá
Rangárvöllum) sl. sunnudag.
Kept var um tvenn verðlaun,
önnur fyrir kappgöngu, hin fyrir
að standa f b'rekku þar sem
hengja var á leiðinni. í brekkunni
reyndi sig 12. Var fyrst farin
hengjalaus brekka, en þar var of
snjóbert. Jóhann Þorfinnsson úr
Siglufirði, sem talið var að væri
bezti skíðamaðurinn, féll í þessari
brekku af einhverju slysi og
meiddi sig nokkuð í baki. 7 af 12
stóðu fyrri brekkuna. 5 af þeim 7
keptu um aðalhlaupið fram af
hengjunni. Verðlaun hlaut Vil-
hjálmur Hjartarson, Siglufirði.
Næstur honum var Jón Árnason,
úr Ólafsfirði. Fleiri stóðu brekk-
una, en verðlauff dæmd eftir
lengd lofthlaupsins. Eftir það
gengu 14 menn 10 km kapp-
göngu. Hlutskarpastur varð
Sigursveinn Árnason úr Ólafs-
firði, sem gekk skeiðið á 1 klst. og
20 sek. Næstur fyrrnefndur Jón
Ámason 1 klst, og 50 sek. Næstu 8
voru frá 1 klst. og 9. mín. til 1 klst.
og 10 mín. 4 komust ekki alla leið.
Þarna var samankominn mikill
mannfjöldi.
Uppboð
Laugardaginn 13. þ.m. kl. 1 e.h.,
verður opinbert uppboð haldið
við sjúkrahúsið og þar selt ef við-
unandi boð fæst: 2 kýr, hænsn,
bezinkassar, leiguréttur að erfða-
festulandi o.fl.
Sjúkrahús-
nefndin.
Klukku hefir úrsmiður Krisján
Halldórsson nýlega sett út í
glugga á búð sinni í Strandg. 1.
Hún er ætluð öllum almenningi
til afnota. Kristján er hugvits-
maður og hagleiksmaður mikill.
Klukka hans er að því leyti
merkileg, að sólarhringurinn all-
ur, ásamt eyktamörkum, er
markaður á sklfuna, og hefur
Kristjáni tekist með miklum út-
reikningi, að haga samsetningi
hennar svo sem þurfi. Þetta er
bæjarbúum mikið hagræði og
gæti orðið einhverjum sérstak-
lega mikið hagræði, sem geta
undir öllum kringumstæðum átt-
að sig þvl, — hvort það er nótt eða
dagur — ef þeir þekkja á klukk-
una hjá Kristjáni.
Stoiið var fyrir nokkru 700 kr. af
druknum manni í gistihúsinu
Fjallkonan 1 Reykjavík. Páll
Jónsson trúboði varð uppvis að
þessum stuldi. Sagt er að trúboð-
inn haldi áfram að prédika og
noti þetta fall sitt sem sanninda-
merki þess hversu vald djöfulsins
sé mikið.
Vel mælt
Síra Magnúsi Helgasyni kenn-
araskólastjóra, farast svo orð 1
Skólablaðinu, er út kom 1 mars
sl.:
„Jeg veit ekki hlálegri heimsku
nje argari apaskap, en þegar verið
er að verja okkar stutta skólatíma
til að kenna börnum dönsku, áð-
ur en þau kunna íslensku til
nokkurrar hlítar. Það hafa ekki
verið hugsaðar fegurri hugsanir á
dönsku en íslensku, því síður
betur og spaklegar hagað orðum.
En til hvers er að læra mál, ef ekki
til þess, að ná í það besta, sem á
málinu er skráð? Kannske til að
geta bablað við danskan mann,
sem á vegi verður eða að garði
ber? Ef þeir sækja okkur heim,
eru þeir ekki of góðir til að bjarga
sjer á okkar máli. Það teljum við
okkur skylt í þeirra landi. Sama
skylda ber þeim i okkar“.
Snjógleraugu
Það þykir sennilegast að blindan
stafi af snjóbirtu. Fáið þvi snjó-
gleraugu, áður en sól hækkar
meir á lofti, — hjá
Kristjáni
Halldórssyni.
M STAF-
ETNINGU
Mörgum þykir málkennd
unga fólksins til lítils sóma
og þá ekki síst stafsetning-
in. Þó hefur nokkuð vantað
á að um þessi mál væri
fjallað á kerfisbundinn hátt
og af vísindalegu hlutleysi.
Sérfræðingur Helgar-
DAGS í stafsetningu mun í
eftirfarandi grein bæta úr
þessum skorti.
Það ér eins með stafsetn-
inguna og annað; henni fer
hrakandi. Ungmennin eru
eins og gangandi stafsetning-
arvillur og jafnvel þeir sem
sprenglærðir eiga að teljast
eiga til hinar einföldustu vill-
ur. Þó er það svo að spekingar
þessa lands hafa af flestu öðru
meiri áhyggjur en stafsetning-
unni þótt margsannað sé að
góð og heilbrigð samræmd
stafsetning er ein af undir-
stöðum þjóðmenningar okkar.
Sé gefið eftir í stafsetningar-
málinu er sjálfstæði voru og
tilvist þjóðarinnar sannarlega
í hættu stefnt. Og hver á þá að
veiða fiskinn? Færeyingar? Ég
bara spyr. Raunar er kommu-
setningarvandamálið síst
minna mál, en um hana verð-
ur ekki rætt hér á kerfisbund-
inn hátt, enda efni í heilan
þátt.
Kunningi minn einn, þjóð-
frelsismaður og þjóðmenn-
ingur, kom til mín um daginn
fölur og fár. í hendi sér faldi
hann pappírssnepil þvældan
og blautan af tárum. Þar stóð
eftirfarandi: „So fóru ðeir údf
sgó og földu si þar þánngati
hinir kalladdnir sem voru að
leida fóru heimti sín þear ðeir
voru odnir sfánngir.“ Þetta
hafði dóttir hans komið með
heim úr skólanum.
Ég skal fúslega játa að ég
tók mörg andköf meðan ég las
þetta og var farinn að berjast
við grátinn undir það síðasta.
Þó er það alltént nokkur
huggun að móðir stelpunnar
er að sunnan, eins og sést á
stafsetningunni. Með tilliti til
reynslu minnar og þekkingar
á þessu sviði ákvað ég að
koma á framfæri einni af fjöl-
mörgum stafsetningaræfing-
um sem ég hef samið til
leiðbeiningar æsku landsins.
Vænti ég þess að þeir foreldrar
sem einhverja umhyggju bera
fyrir hag barna sinna svo og
menningu landsins og sjálf-
stæði, lesi hana fyrir börn sín
og láti þau spreyta sig. Raunar
verður að segjast að þessar
æfingar eru ekki svipur hjá
sjón síðan gamla góða zetan
var lögð af. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Stafsetningaræfing
nr. 2346
Eftir að þeir höfðu hist og
ást við um stund, brynnti
Eyjólfur hryssunni, en áður
höfðu þeir kysst að skilnaði.
Einar mjói spjó um leið og
hann hjó til Órækju sem sló
hann með klónni og dró ei af.
Fornar sagnir segja að undan
ref og kattarbleyðu komi
skoffín. Um morguninn var
heiðskír himinn en þykkna
tók í lofti þegar leið á daginn
og undir kvöld rigndi. Hryss-
an pissaði á Frissa. Merin lá á
hleri. Himinninn var blár og
heiður um morguninn en um
hádegi hafði dregið upp á
hann gráa skýjabólstra sem
síðan hurfu um kvöldið, en
nóttin var óvenju dimm og
þegar komið var undir morg-
un rigndi. Lambið rambaði er
það hafði þambað gambrann.
Presturinn festist í vestinu og
heltist úr lestinni, en hresstist
brátt aftur og var í besta skapi
er þau komu að Hesti. Sverrir
hnerraði í þerrinum. Veður
var hið besta um morguninn
en sortna tók í lofti um mið-
aftansbil og eftir að rökkva
tók rigndi. Frúin var lúin þeg-
ar Kristinn var búinn. Nýi
sýslumaðurinn þykir harður í
horn að taka, en heiðarlegur
og réttsýnn. Blankalogn var
um morguninn en undir kvöld
hvessti og rigndi. Svarkurinn
arkaði á þingeyska manninn
sem kvæntur var konu af
Rangárvöllum. Þórður kakali
var mikill höfðingi og drap
fjölda manna. Um kvöldið
rigndi.
HÁKUR.
Bifreiðaeigendur
Vorum að taka upp
mikið úrval af skíðabogum,
einmg
skibox
festingar
fyrir skíði í geymsluna eða bílskúrinn.
Véladeild K.E.A.