Dagur - 14.05.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 14.05.1981, Blaðsíða 6
Þessi lyftari ertil sölu. Lyftugeta 2,1 tonn. Lyftuhæð 2,70 m. Nánari upplýsingar í síma 25548. — Guðrún Magnúsdóttir... (Framhald af bls. 5). Auði Jónsdóttur, Brynja gift Har- aldi Ólafssyni og Björn, kvæntur Huldu Baldvinsdóttur. Þegar barnabörnin fæddust og uxu úr grasi fjölgaði drjúgum geislunum, sem glöddu Guðrúnu og veitti lífi hennar ríka fyllingu. Með ástvinahópnum átti hún ómældar unaðsstundir. Á þeim árum, sem þau Guðrún og Hermann stóðu í eldlínu starfs- ins herjaði hinn „hvíti dauði“ án afláts og skildi víða eftir djúp og dreirug spor. Hin kalda hönd hitti heimili þeirra. Hjónin veiktust bæði og urðu að fara á Kristnes- hæli. Þar lézt Hermann eftir 13 ára þungbært stríð, en Guðrún, sem sjúkdómurinn hafði farið um mun vægari höndum, komst á ný út í lífið og lét í engu bugast. Ótaldar urðu ferðir Guðrúnar í Kristnes til fundar við fársjúkan eiginmann sinn, en hún sýndi hon- um mikla umhyggju og tryggð. Get ég borið um þetta af kunnleikum, þar sem ég átti dvöl á Kristneshæli um það leyti, sem Hermann var að heyja þar sína síðustu baráttu. En hann lézt 2. maí 1958. Við heimsóknir Guðrúnar í hæl- ið urðu kynni okkar. Ræddum við alloft saman og féll vel á með okk- ur. Kom aldursmunur og ólíkt lífs- hlaup þar ekki að sök. Þessi kynni kólnuðu ekki þótt árin liðu og fundum fækkaði mjög — eða a.m.k. sýndi Guðrún mér ræktarsemi fram á síðustu stund, væri henni þess kostur að ná til mín. Á ég um þetta góðar minningar og finn mér skylt að bera fram þakkir við þau þáttaskil, sem orðin eru. Mér fannst Guðrún ganga til móts við örlögin með hetjubrag — með skapstyrk og öruggu trausti á hann, sem leitar og finnur og „týnir engri sál.“ Henni var fullljóst að „örstutt er bil milli blíðu og éls/og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds". En hún vissi jafn vel að höndin er sterk, „er heldur þessum reyr/um hæstan vetur, svo hann ekki deyr“ — og að leiðin verður að lyktum lögð „til borgar, sem aldrei hrynur." Heimili sitt átti Guðrún Magnúsdóttir í Innbænum á Akur- eyri að Aðalstræti 54, en síðustu árin var hún á Dvalarheimilinu Hlíð. Heilsa hennar var brostin og þrekið þrotið, enda tíðum verið mikið á það lagt á langri vegferð. Börnin hennar ásamt fjölskyldum sínum fyígdu henni af trúfesti fram til hinsta kvelds, og létu henni í té hlýju og umhyggju. Og traustir vinir lögðu sitt af mörkum. Kom það gjarnan glöggt fram þegar við hana var rætt, að henni fannst hún hafa margt að þakka. Sátt mun hún hafa verið við lífið við komu sólar- lagsins. Og sælt er það mannsbarn, sem að lokinni för um jarðarsvið finnur sinn auð í fegurri heimi — fær „þegnrétt í ljóssins ríki.“ Jórunn Ólafsdóttir, frá Sörlastöðum. 6.DAGUR Lögmannshlfðarkirkja. Messað sunnudaginn 17. maí kl. 14.00. Sumri fagnað. Sálmar: 476, 9, 162, 481,518. P.S. Dvalarheimilinu Hlfð hefur borist ágóði af hlutaveltu frá Ægi Ágústssyni Hrafnagils- stræti 37, kr. 200,00. Með þökk- um móttekið, forstöðumaður. Gjöf til minnisvarðans um fyrstu kristniboðana frá Þjóð- hátíðarsjóði kr. 15.000,00. Bestu þakkir Pétur Sigurgeirsson. Kökubasar verður haldinn í Laxagötu 5, sunnudaginn 17. maí kl. 2 e.h. Körfuknattleiks- deild Þórs. Kökubasar. Geðverndarfélag Akureyrar verður með köku- basar í Alþýðuhúsinu laugar- daginn 16. maí klukkan þrjú e.h. Komið og styðjið gott mál- efni. Félagar: brauðinu veitt móttaka í húsinu frá kl. 13 til 14.30. Nefndin. ..... 1 -.•........ AUGIÝSIÐ í DEGI I.O.G.T. stúkan Brynja fundur í Friðbjarnarhúsi mánudaginn 18. apríl kl. 20.30. Fundarefni: Kosning fulltrúa í fulltrúaráð I.O.G.T. Æ.t. Kvenfélag Alþýðuflokksins á Akureyri heldur fund að Strandgötu 9, sunnudaginn 17. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Rætt um fyrirhugaða ráðstefnu á Húsavík 29. og 30. maí n.k. 2. Herdís Ingvadóttir segir frá ferð á leiðbeinendanámskeið í Reykjavík 8. og 9. maí s.l. 3. Önnur mál. Stjórnin. Sálarrannsóknarfélagið á Akur- eyri. Fundur verður haldinn á Hótel Varðborg laugardaginn 16. maí kl. 4. Gestur fundarins verður séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Allir félagar vel- komnir. Stjórnin. Alþýðuflokksfólk. Bæjarmála- ráðsfundur verður haldinn í Strandgötu 9 mánudaginn 18. maí kl. 20.30. Stjórnin. Skógræktarfélag Tjarnargerðis, heldur félags- og skemmtifund að Þingvallastræti 14 laugar- daginn 16. maí kl. 14.00. Stjórnin. I.O.O.F. 2 — 1635158 'A Lokaf. Lionsklúbbur Akureyrar. Fund- ur laugardaginn 16. maí kl. 7 (konukvöld í Sjálfstæðishús- inu). Frá Þelamerkurskóla Skólaslit verða laugardaginn 16. þ.m. kl. 14.00. Sýning á vinnu nemenda verður opin eftir kl. 16.00 á föstudag 15. þ.m. og einnig skólaslitadaginn. Skólastjórl. AKUREYRINGAR Lóðahreinsun og fegrunarvika Eigendur og umráðamenn lóða á Akureyri eru áminntir um að hreinsa af lóóum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði og hafa lokið því fyrir 27. maí n.k. (Ath. óheimilt er að setja garðsorp í sorp- tunnur). Hin árlega fegrunarvika er ákveðin 18. til 25. maí n.k. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjarlægja rusl sem hreinsað verður af íbúöarhúsalóðum og sett í hrúgur á götukanta framan við lóðir eftir- greinda daga: 18. maí: 19. maí: 20. maí: 21. maí: 22. maí: 25. maí: Innbær og suðurbrekka sunnan Þing- vallastrætis og austan Mýrarvegar. Lunda- og Gerðahverfi. Miðbær og ytri brekkur norðan Þing- vallastrætis og austan Mýrarvegar. Oddeyrin. Hlíðahverfi. Holtahverfi og Síðuhverfi. Upplýsingar varðandi hreinsunina verða gefnar á skrifstofu heilbrigðisfulltrúa, Ráðhústorgi 3, ofan- greinda daga kl. 10-12 f.h., sími 21000. Geymió auglýsinguna. Atvinnurekendur eru sérstaklega hvattir til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Heilbrigðisfulltrúinn Akureyri. Ferming í Olafsfirði Eftirtalin börn verða fermd í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 17. maí 1981. Prestur er Sr. Stefán Snævarr. Kl. 10.30 f.h. Anna Sveinsdóttir, Kirkjuvegi 4. Brynjar Sæmundsson, Bylgjubyggð 20. Guðmundur Páll Skúlason, Ólafsvegi 30 Guðrún Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8 Halldóra Víglundsdóttir, Ólafsvegi 45. Jóakim Ólafsson, Gunnólfsgötu 10. Laufey S. Birgisdóttir, Hrannarbyggð 14. Lára Viðarsdóttir, Túngötu 11. Ólafur H. Björnsson, Hlíðarvegi 61. Selma Vigfúsdóttir, Hornbrekkuvegi 11. Sigrún Eva Ármannsdóttir, Ægisgötu 1. Sigurgeir Frímann Ásgeirsson, Hlíðarvegi 51. Sigurgeir Svavarsson, Hlíðarvegi 67. Snjólaug Þyrí Stefánsdóttir, Hlíðarvegi 63. Úlfar Agnarsson, Kirkjuvegi 18. Þorgerður Sigríður Hafsteinsd., Hrannarbyggð 5. Kl. 13.30 e.h. Bjarki Sigurðsson, Ólafsvegi 43 Helga Ingimarsdóttir, Ægisgötu 20 Hjördís A. Aradóttir, Ægisgötu 12. Kristín Aðalsteinsdóttir, Hlíðarvegi 20. Ragnar Þór Björnsson, Hrannarbyggð 18. Randver Sigurðsson, Hrannarbyggð 19. Sigríður I. Helgadóttir, Kirkjuvegi 6. Sigurbjörg Gunnólfsdóttir, Hrannarbyggð 13. Sigurpáll Þ. Gunnarsson, , Túngötu 9. Sólveig I. Skúladóttir, Ægisgötu 22. Sævar Guðjónsson, Ægisgötu 10. Unnur Einarsdóttir, Hrannarbyggð 15. Valgerður Stefánsdóttir, Ólafsvegi 22. Nýja bíó sýnir: BRUBAKER Fangaverðirnir vildu nýja fangels- isstjóran feigan. Hörkumynd með hörkuleikurum, byggð á sönnum atburðum. Ein af bestu myndum ársins, sögðu gagnrýnendur vestan hafs. Aðalhlutverk: Robert Red- ford, Yaphet Kotto og Jane Alexander. SÝNINGUM FER AÐ LJÚKA. Næsta mynd: HARÐJAXL ( KONG KONG (Flatfoot gooo Eoot) Harðjaxlinn Bud Spencer á nú í ati við harðsvíruð glæpasamtök í aust- urlöndum fjær. Þar duga þaungu höggin best. Aðalhlutverk: Bud Spencer og A1 Lettiri. Á sunnudag verður myndin Inter- national velvet sýnd klukkan 5. í Aðalhlutverki er Tatum O’Neel. Þetta er mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. BORGARBÍÓ SÝNIR: í kvöld kl. 9 sýnir Borgarbíó hina sprenghlægilegu gamanmynd ( LAUSU LOFTI með Robert Hays, Julie Hagerty og Peter Graves í aðalhlutverkum. Mynd þessi fékk mjög góða aðsókn í Reykjavík og var jólamynd Há- skólabíós. Myndin gerist að mestu í loftinu, og að sjálfsögðu í lausu lofti. Bókauppboð Bækur á næsta uppboð mitt þurfa að berast mér fyrir 1. júní n.k. Jóhannes Ólf Sæmundsson. Verðlaunaafhend- ing Skíðaráðs Sunnudaginn 24. maí verður verðlaunaafhending Skíðaráðs í Sjálfstæðishúsinu. Kl. 13 korr - 12 ára og yngri og 13 ára og eldri kl. 15.30. Nánar verður greint frá verðlaunaafhending- unni í næstu viku. «t: Hugheilar þakkir fyrir aðstoð, vinarhug og samúð við andlát og útför JÓHANNESAR KRiSTJÁNSSONAR, forstjóra, Kringlumýri 22, Akureyri. Ingunn Kristjánsdóttir, Anna S. Jóhannesdóttlr, Stefán B. Sigurfisson, Kristján E. Jóhannesson, Heiga A. Jóhannsdóttir, Hrönn Jóhannesdóttir, Ketill Guðmundsson, Jóhannes M. Jóhannesson, Jón Frifiriksson, Randf Friðriksson, og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.