Dagur - 14.05.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 14.05.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudagur 14. maí 1981 INNRITUN ER HAFIN — í fornámsdeild Myndlistaskólans á Akureyri Innritun í dagskóla eða öðru nafni fornámsdeild Myndlista- skólans á Akureyri er nú að hefjast. Þurfa þeir sem ætla að þreyta inntökupróf, sem verð- ur í byrjun júní, að skila um- sóknareyðublöðum fyrir 20. maí og skulu fylgja 5 teikning- ar eða annars konar sköpun- arverk sem umsækjandi hefur gert. Sem kunnugt er jafngildir fornámsdeildin fyrsta ári í Myndlista- og handíðaskóla íslands og að loknu eins árs námi á Akureyri geta nem- endur farið í þriggja ára sér- námsdeildir skólans. Átta nemendur voru í dagskólan- um í vetur og þar af fara sjö í Fyrir nokkru heimsóttu nemendur fornámsdeildar ásamt skólastjóra hinar ýmsu skrifstofur bæjarins, þar sem verk listasafns bæjarins haga á veggjum. Myndin sýnir hópinn vera að skoða málverk i bæjarstjórnarsalnum og var Haraldur Sigurgeirsson innan handar. Mynd: H.Sv. framhaldsnám næsta vetur. Að sögn Helga Vilbergs skólastjóra hefur námsárang- ur verið mjög góður í vetur. Sýning verður á verkum þessara nemenda 23.-24. maí og þá verða einnig kynntar sérstaklega tvær námskeiðs- deildir skólans, þ.e. grafík- deild og quiltingdeild. Sveit Páls Pálssonar vann Minningarmótið Síðasta lotan i Minningarmóti um Halldór Helgason var spiluð s.l. þriðjudagskvöld, 12. maí. Þetta var sveitakeppni með þátt- töku 14 sveita. Spilað var eftir Bord-o-max fyrirkomulagi. Sigurvegari nú varð sveit Páls Pálssonar sem hlaut 211 stig. Auk Páls eru í sveitinni Frímann Frímannsson, Soffía Guðmunds- dóttir, Ævar Karlesson, Grettir Frímannsson og Ólafur Ágústsson. Röð efstu sveita varð þessi: stig 1. Sv. Páls Pálssonar....... 211 2. sv. Magnúsar Aðalbjörnss. 204 3. sv. Alferðs Páíssonar.... 194 4. sv. Ferðaskrifstofu Ak. ... 193 5. sv. Gissurar Jónassonar .. 182 6. sv. Stefáns Ragnarssonar . 166 7. sv. Jóns Stefánssonar .... 165 8. sv. Stefáns Vilhjálmss. ... 163 Meðalárangur er 156 stig. Þetta var síðasta keppni hjá Bridgefélagi Akureyrar á þessu starfsári, en opið hús verður að Félagsborg 19. maí. Keppnisstjóri Nýtt kaffi í síðustu viku hóf Kaffibrennsla Akureyrar framleiðslu á nýrri tegund af kaffi. Það er að mestu leyti gert úr baunum frá Colum- bíu, sem er blandað saman við baunir frá Brasilíu. Úr þessum baunum fæst kaffi, sem hefur verið að ryðja sér rúms á er- lendum mörkuðum t.d. á Norð- uriöndunum. Þetta nýja Col- umbía kaffi er þriðja tegundin sem framleidd er hjá Kaffi- brennslu Akureyrar, en fyrir- tækið framleiðir einnig Braga kaffi og Santos kaffi. Þröstur Sigurðsson, fram- . kvæmdastjóri sagði að af nýja kaffinu væri annar keimur og lykt en fólk ætti að venjast. Miðað við þær viðtökur, sem kaffið hefur nú þegar hlotið, og þær vinsældir sem það býr við erlendis, sagði Þröstur að varla væri ástæða til annars en að ætla að nýja kaffið yrði vinsælt hér á landi. Könnun á atvinnu á Akureyri: Meiri þátttaka nauösynleg Sl. mánudag rann út frestur sem atvinnurekendur á Akureyri fengu til að skila svörum í könnun þeirri, sem verið er að gera í atvinnumálum á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum hjá Hauki Sigurðssyni, starfsmanni Akureyrarbæjar, höfðu í gær borist svör frá u.þ.b. 70 atvinnu- rekendum, en spurningar voru sendar til tæplega 270 atvinnu- rekenda. Markmiðið með þessari könnun er að fá glögga mynd af þróun at- vinnu í bænum og safna sem best- um upplýsingum um atvinnu- ástandið eins og það er í dag. Ef atvinnurekendur reynast samstarfs- fúsir, og ef þeir sem það eiga eftir fylla út nú þegar spurningalistann, sem þeir fengu í hendur, mun það auðvelda ákvarðanatöku varðandi stefnumótun í atvinnuuppbygg- ingu í bænum. Það gefur auga leið að meirhluti atvinnurekenda verð- ur að taka þátt í könnuninni ef hún á að vera marktæk. „Við erum búnir að fá svör frá stærstu aðilunum í bænum og að sjálfsögðu erum við komnir með vissa mynd nú þegar. Hins vegar skipta smærri atvinnurekendur ekki síður máli og því leggjum ríka áherslu á að þeir skili nú þegar sín- um svörum," sagði Haukur Sig- urðsson þegar DAGUR ræddi við hann í gær. hjá BA var eins og undanfarin ár Albert Sigurðsson og stjórnaði hann öllum keppnum félagsins og er óhætt að segja að þar sé réttur maður á réttum stað. Sveitir Páls Pálssonar og Stefáns Ragnarssonar munu spila á Norð- urlandsmótinu í bridge sem verður í Varmahlíð í Skagafirði 5.-8. júní. Þar spila 10 sveitir víðsvegar að af Norðurlandi. Núverandi Norður- landsmeistari er sveit Páls Pálsson- ar frá Akureyri. Einnig munu sveitir frá Akureyri spila í Bikar- keppni Bridgesambands Islands í sumar. BAKKUS VIÐ STÝRIÐ Um helgina voru tveir ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Nokkur ölvun var á Ak- ureyri um helgina og voru nokkrir handteknir. Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Hörgárbraut s.l. sunnudag. Annar ökumaðurinn var á mótorhjóli og mældist hraði þess 84 km/klst, en hinn ökumað- urinn, sem ók fólksbíl, reyndist vera á 67 km/klst. Þessir ökumenn verða báðir kærðir, en hámarks- hraði á þessum kafla er 50 km/klst. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni sleppa ökumenn yfirleitt með áminningu sé hraði þeirra milli 50 og 60 km/klst og hámarkshraði á viðkomandi vegi sé 50 km/klst. Tónleikar hljómsveit- ar Tónlistarskólans Hljómsveit Tónlistarskólans og strengjasveit halda vortónleika í Akúreyrarkirkju, sunnudaginn 17. maí og hefjast tónleikarnir kl. 17. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og hefst með flutningi á hinni þekktu H-moll svítu eftir Bach, en einleik- ari i því verki er Jonathan Bager flautukennari við skólann. Adagio fyrir strengi eftir bandaríska tónskáldið Samuel Barber verður flutt og einnig 5. sinfónían eftir Franz Schubert. Strengjasveit skipuð yngri nem- endum mun leika nokkur lög, en yfir 40 nemendur koma fram á tónleikunum. Stjórnandi hljóm- sveitar er Michael Clarke, og er aðgangur ókeypis. VIÐ ERUM FLUTTIR! Um helgina verða skrifstofur Dags fluttar frá Tryggvabraut 12 að Hafnarstræti 90, á fornar slóðir, því þar var Dagur til húsa um langt skeið. Síðar á árinu verða skrifstofurnar síðan flutt- ar að Strandgötu 31. Frá og með næsta mánudegi breytast einnig símanúmer blaðsins lítillega, þ.e. annar ritstjórnarsím- inn breytist úr 23207 í 21180. Hinn ritstjórnarsíminn verður eftir sem áður 24166 og auglýsinga- og áskriftarsíminn verður áfram 24167. Skrifstofur Dags verða lokaðar á föstudag og svo verður einnig um Skrifstofur Dags eru nú fluttar að Hafnarstræti 90 til bráðabirgða. Mynd: á.þ. símana vegna flutninga. o >T h\T? crp fffl ] 1T llli íiiu [1J iSi -li % Forvitnilega illa gerður þáttur Á þriðjudagskvöldið var þátt- ur í sjónvarpinu um neyt- endamál-forvitnilegt efni. Þátturinn var hins vegar því miður ekki forvitnllegur nema fyrir það eitt hversu frámuna- iega flla hann var gerður í alla staði. Þessi þáttur var skóla- bókardæmi um það, hvernig ekki á og raunar ekki má gera slíka hluti. Efnistök voru á þann veg að vaðið var úr einu í annað. Með örfáum undan- tekningum voru viðmælend- ur valdir eftir því hvar þeir standa í pólitík almennt eða neytendapólitík. Þarna voru samherjar þáttagerðar- mannsins úr ungliðahreyf- ingum Sjálfstæðisflokksins og fuiltrúar þeirra sem viðrað hafa hvað íhaldsömustu skoðanir i neytendamálum í fjölmiðlum undanfarið. Einu mennirnir sem eitthvað lögðu tll málanna af viti voru við- skiptaráðherra, sem var full- trúi vondu stjórnvaldanna í þættinum, og borgardómar- inn. • Leiftursókn Að öðru ieyti var allt við það miðað að sýna fram á kosti einkaframtaksins og sam- keppninnar, og vel að merkja — framleiðendur og neyt- endur hafa nákvæmlega sömu hagsmuni og eru nán- ast samherjar í frumskógi hins alfrjálsa hagkerfís. Um erfiðlelkana á að fá gallaða vöru endurgreidda var ekki minnst, nema varðandi sementið fræga, enda fram- leitt af ríkisverksmiðju í eín- okuraraðstöðu. Innlendir framleiðendur iðnvara halda niðri verði á innfluttum vörum og helst var að heyra að það væri með þvi versta sem hægt væri að gerá neytend- um. Þátturtnn var tómt rugl og vonandi að leiftursókn íhaldsins í neytendamálun- um hafi lokið með þessum þætti. # Tilræðið við páfa Þau óhugnanlegu tíðindi bárust landsmönnum í gær að páfa hefði verið sýnt banatilræði. Samkvæmt síð- ustu fréttum er þessi trúar- leiðtogi milljóna manna á batavegi. Sú alda morða og banatilræða, sem tröllríður heiminum, er í einu orði sagt hræðileg. Smáhópar sál- sjúkra glæpamanna telja nær allt veVa sér til framdráttar og starfa samkvæmt því. Sem betur fer tókst ekki að myrða páfann, en úr því að hann varð fórnarlamb er með öllu ómögulegt að spá neinu um framtíðina hvað ofbeldisverk varðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.