Dagur - 26.05.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 26.05.1981, Blaðsíða 5
„Ekkert verra að Ijúga út peninga í þetta en annað“ — segir kúrekasöngvarinn Hallbjörn Hjartarson sem segist vera nær búinn að selja allt upplagið af plötu sinni „Kántrý“ Hallbjörn ásamt syni og eiginkonu fyrir framan skrifstofur Dags. Á meðan tónar lagsins „Komdu út í kvöld með mér“ hljóma yfir salinn eru hreyfingar söngvar- ans á dansgóifinu nautnalegar. Hann hreyfir sig nautnalega og strýkur sjálfan sig og eru allir tilburðir ekki ósvipaðir þvi sem nektardansmeyjar á klúbbum erlendis hafa í frammi. En söngvarinn sem syngur lagið „Komdu út í kvöld með mér“ er ekki kvenmaður, heldur kántrý- söngvarinn Hallbjörn Hjartarson frá Skagaströnd sem oft er nefndur „Nyrsti kúreki veraldar." Hall- björn var á ferðinni á Akureyri á dögunum, kom þá fram í H-100 og kynnti þar lög af plötu sinni „Kántrý" við mjög góðar undir- tektir viðstaddra. „Kvenfólkið feimið — Hvers vegna þessi framkoma Hallbjörn? „Mér finnst að þetta sé mjög viðeigandi framkoma með lögun- um „Komdu út í kvöld með mér“ og „Ljóshærða gyðjan“, þar passar þessi sviðsframkoma við textana. í laginu „ljóshærða gyðjan" er ég að syngja um gyðju sem heillar mig mjög mikið, og það er ljóst að mig langar til að gera eitthvað meira með henni en bara tala.“ — Vart þú ánægður meö undir- tektir hér á Akureyri? „Já mjög ánægður, þetta var í fyrsta skipti sem ég kem fram hér og undirtektirnar fóru fram úr björtustu vonum. Fannst þér það ekki líka. Ég þekki akureyringa ekki eins vel og reykvíkinga. En eitt fannst mér skrýtið, það er hvað kvenfólkið var feimið maður, ég var alveg hissa. Þegar ég hef komið fram í Óðali hefur það ekki verið neitt mál að fá konur mér til að- stoðar utan úr sal, en hér gekk það ekki þótt ég togaðist á við þær.“ „Ekta kúreki“ — Hvað veldur þvf að maður á fimmtugsaldri — 45 ára — tekur upp á þvf að gerast kúrekasöngvari? „Hvers vegna ekki, ég hef gaman að því, sem ég er að gera, ég hef yndi af tónlist. Ástæðan fyrir því að ég fór að gefa út plötu núna er hinsvegar sú að eftir að ég gaf út plötuna „Hallbjörn syngur eigin lög“ fyrir fimm árum, hefur fólk verið að spyrja mig um framhaldið. Það er ein ástæðan fyrir því að ég hellti mér út í þetta.“ Á fullu I H-100. — En hvers vegna kúreka- tónlist? „Hvers vegna ekki. Sumir hafa gaman af henni, sumir af öðru. Þetta er samið á mismunandi hátt og útsett á mismunandi hátt: Mig langaði að gera eitthvað nýtt og platan „Kántrý“ er útkoman.“ — Lifir þú þig inn í hlutverk kúrekans þegar þú ert að syngja þessi lög og koma fram? „Já það geri ég, ég er 100% ekta kúreki. Ég kem fram í kúrekafötum en það varð ekkert úr því að ég kæmi á hesti í H-100. Ætli þeir hafi fundið nokkra truntu fyrir mig.“ ,,Fjölhæfur“ — En hver er Hallbjörn kúreka- söngvari frá Skagaströnd? „Ég er 45 ára gamall kaupmaður og ósköp venjulegur maður“ segir Hallbjöm hógværlega. Þeir sem til þekkja vita þó að hann er að ýmsu leiti ekki öllum líkur, hann er sennilega fjölhæfari en Pétur og Páll og er auk þess að vera kúreki einnig kaupmaður, sýningarstjóri kvikmyndahússins á Skagaströnd meðhjálpari og lagahöfundur. Þá er hann faðir þriggja barna og eig- inmaður Amy Hjartarson sem er færeysk. Við spurðum Amy hvemig það væri að vera gift 45 ára göml- um kúreka á íslandi. „Æ ég veit það ekki, ég er ekki búin að átta mig á þessu ennþá og er heldur ekkert að æsa mig út af þessu. Ég tek þessu jákvætt sem hann er að gera.“ „Já hún er mjög jákvæð. Ég kalla alltaf í hana og læt hana heyra þegar ég hef samið nýtt lag, og það bregst ekki að hún segir að það sé ágætt.“ — Syngur þú fyrir viðskiptavin- ina í versluninni Hallbjörn? „Nei ég hef alveg sleppt því til þessa. Sjáðu til, það eiga allir á Skagaströnd plötuna mína, hún er til í hverju húsi og kasettur líka Þessi fékk ekki aðeins áritaða plötu heldur rembingskoss I kaupbæti. mjög víða. Það eru allir ánægðir. En það getur hugsast ef það koma ferðamenn að ég taki lagið fyrir þá, maður veit ekki.“ — Semur þú mikið af lögum? „Já ég á alveg fullt af lögum, en það væri vel þegið að fá senda texta, mig vantar eiginlega alltaf texta. — Hvað kostar svona fyrirtæki eins og að koma einni plötu á markaðinn? „Mér sýnist að kostnaðurinn við „Kántrý'1 með auglýsingum og öllu verði um 170 þúsund og þó var ég ekki nema 81 tíma í stúdíóinu sem þykir lítið. Þetta er að vísu mikil áhætta og er fjármagnað með lán- um. Ég er klókur karl og ákvað að gefa þetta út sjálfur, það er ekkert verra að ljúga pening út á þetta en eitthvað annað. Salan hefur farið fram úr mínum björtustu vonum, núna eru til dæmis ekki eftir nema um 150 eintök af plötunni en 1100 eintök voru framleidd, og af 500 kasettum eru að ég held um 300 seldar. Þetta er þrælgott. En þetta er dýrt og það er ekkert slegið af kröfunum, gæðin koma í fvrsta sæti. „Síminn úr sam- bandi“ — Hvernig er að vera frægur á fslandi Hallbjörn, er það gaman? „Það hefur engin áhrif haft á mig þetta brölt, og reyndar lít ég ekki þannig á að ég sé frægur, ég held mig við jörðina en svíf ekki um.“ „Það væri eins gott vinurinn, ég myndi binda við þig þungan stein“ skýtur Amy inn í og hlær. „Nei“ segir Hallbjörn, „þetta er ekkert erfitt. Að vísu kemur það fyrir að menn eru að hringja á nótt- unni en þá er bara að taka símann úr sambandi eins og ég gerði síð- ustu nótt.“ — Þú segist ekki vera frægur, en hvers vegna ert þú svona þekktur? „Mér hefur gengið vel, enda hafa menn haft á orði að ég hafi góðan textaframburð, raddbeiting er góð og margir hafa viljað fá að vita hvemi ég nái hinum ýmsu blæ- brigðum á söng minn. En ætlar þú ekki að spyrja mig hvort það komi önnur plata?" — Jú gerðu svo vel, endilega. „Vissulega kemur önnur plata. það er á hreinu. það verður í haust eða næsta vetur. Jú. jú hún verður i kántrýstíl en meira ekta en þessi. Það verða t.d. fleiri hljóðfæri þótt ég sé ánægður með þessa plötu. Ég sendi ekkert frá mér sem verður ekki mun betra en það sem áður er komið." — Að lokum Hallbjörn, hvers vegna ert þú svona hress? „Það er vegna þess að ég er svona skapaður af Guðs náð.“ Texti: gk. Myndir: H.Sv. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.