Dagur - 26.05.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 26.05.1981, Blaðsíða 4
Arni Sigurðsson Fœddur 21. nóv. 1907 — Dáinn 15. maí 1981 Hinsta kveðja f rá KA Undir voru aöalsmerki œskan djörf aö leikum gekk, þorði að lúla í lœgra haldi lika margan sigur jékk. Heill sé þeim sem œsku alla aldrei sína köllun sveik. Heill sé þeim, sem vaskasi vörðu vigi sin i hverjum leik. Og nú er komið að leikslokum. í miðjum gróandanum þegar grösin eru tekin að spretta og fyrstu blómin sprungin út, er Árni Sig- urðsson allur. Hann var formaður KA á árun- um 1942-45 og var með í uppbygg- ingu félagsins frá því fyrsta. Þegar blöðum sögunnar í starfi KA er flett, kemur m.a. fram, að Ámi var upphafsmaður að bygg- ingu tennisvallar félagsins 1931, sem var sannkallað Grettistak á þeirra tíma vísu. í formannstíð hans, ná íþróttamenn félagsins glæsilegum árangri einkum þó á skíðum, en einnig í knattspyrnu, handknattleik kvenna og sundi. Árni var í forsæti glæsilegrar árshátíðar 1943 þar sem haldið var upp á að KA hefði nú slitið ferm- ingarfötunum ogorðið 15 ára. Á 50 ára afmæli felagsins var Ámi Sig- urðsson heiðraður og kjörin heið- ursfélagi KA. Árni var á sinn sér- staka ljúfa hátt alls staðar nálægur, þar sem félagið var annars vegar. Tvennt er einkum minnisstætt í því sambandi frá s.l. vetri. Þá var hann myndaður glaður og reifur í hópi 10 formanna KA en sú mynd var prentuð í ársskýrslu Í.B.A. fyrir s.l. starfsár. Og svo þegar hann heim- sótti KA miðstöðina einn sólbjart- an sunnudagsmorguninn og fór þar höndum um gamla bikara félags- ins, glæst sigurtákn genginnar tiðar og gekk þá ríkt eftir því við for- mann að fundargerðarbækurnar væru nú örugglega allar vel geymdar. en regla og skipulag á hlutunum, jafnt í starfi sem einka- lífi var honum hjartans mál. Á að- alfundi félagsins i vetur bar Áma enn á góma, þar sem rædd voru fjármálin með þessum orðum: „Sjálfsagt má af því tilefni taka undir með fyrrverandi formanni KA, Árna Sigurðssyni, sem sagði einu sinni að í lok síðari heims- styrjaldarinnar hefði kaup á einum fótknetti verið meir háttar fjárfest- ing fyrir félagið. Verðbólgan hefir síðan séð um að blása þennan fót- knött upp í fanginu á öllum stjóm- um félagsins síðan.“ Þannig var Ámi, alltaf nálægur þar sem KA átti í hlut og hann var ræktunarmaður í bestu merkingu þess orðs. Það var hlýja handtakið og uppörvandi brosið sem treysti þau vináttubönd sem Ámi batt við samtíð sína. Og hann hjálpaði ótöldum fjölda unglinga við að læra að rækta eigin reit góðvildar og vináttu og að því býr margur til frambúðar. Spakur maður sagði um vináttuna: „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú skal ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaður sé fjallið betur af sléttunni. Þannig er ljúft að minnast Áma Sigurðssonar að leiðarlokum, með virðingu og þakklæti. KA kveður vin og velunnara og KA félagar senda vandmönnum innilegar samúðarkveðjur. Jón A rnþórsson, formaður KA. íþróttadeild Léttis heldur deildarfund í Lundarskóla miðvikudags- kvöldið 27. maí kl. 20.30. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Sumarstarfið framundan. 3. Hestamennska fyrir fatlaða. 4. Önnur mál. Munið greiðslu árgjalda. í.d. L. Hestaíþróttir íþróttadeild Léttis heldur deildarmót á hringvelli félagsins í Breiðholti laugardaginn 30. þ.m. kl. 10.00 og sunnudaginn 31. þ.m. kl. 13.00. Keppnisgreinar: Tölt, fjórgangur, fimmgangur, tölt unglinga, fjórgangur unglinga. Tilkynning þátttöku og greiðsla þátttökugjalds þarf að hafa borist Aldísi Björnsdóttur, Goðabyggð 7, fyrir kl. 22.00 fimmfudaginn 28. þ.m. í.d. L. VK> RETTUM HJÁLPARHÖND f október 1980 komu fulltrúar ýmissa heilbrigðis- stétta bæjarins, og frá Kristneshæli, alls um 20 manns, saman til að ræða hugsanlega lausn á auknu rými fyrir hjúkrunarsjúklinga, en samkvæmt könnun, sem gerð var á því svæði er leitar þjónustu til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vantar nú um 50 hjúkrunarpláss. Þessi samstarfshópur varð sam- mála um að óska eftir því við stjóm F.S.A. að svokallað „Systrasel I“, sem er á lóð sjúkrahússins yrði tekið til þessara nota, en það tæki tiltölulega stuttan tíma að breyta húsinu, og koma því í not, en þarna yrðu 18 sjúkrarúm, sem leysti brýnasta vandann. Sjúkrahússtjórn samþykkti að mæla með því við Heilbrigðis- málaráðuneytið að Systrasel yrði látið til þessara nota og féllst ráðu- neytið og Félagsmálaráðherra á þá beiðni, sem staðfest er með bréfi dagsettu 10. apríl s.l. Samkvæmt kostnaðaráætlun má gera ráð fyrir að breytingar á hús- inu — kaup á rúmum, tækjum og öðrum búnaði verði 1,5-2,0 millj. króna. Ætlunin er sú að þessi fram- kvæmd verði fjármögnuð með frjálsum framlögum, en F.S.A annist síðan rekstur deildarinnar. Ástæða þess að ekki er knúið á dyr ríkisvaldsins, svo sem eðlilegt gæti talist, er fyrst og fremst sú að mati áhugamannahópsins og einnig sjúkrahússtjórnar, að ekki mætti á nokkurn hátt skerða það takmark- aða fjármagn, sem ætlað er til byggingaframkvæmda við F.S.A., sem nú standa þar yfir, og flestum finnst að alltof hægt miði. Þv; verður að treysta á samstillt fram- tak almennings og þá ekki síst þeirra, sem búa á því svæði er leita þurfa sjúkrahúsvistar á F.S.A., en það nær frá Akureyri og Eyjafirði allt austur á Vopnafjörð. Skjót lausn þessa máls byggist því fyrst og síðast á skilningi, áhuga og samstöðu allra þeirra sem rétt geta hjálparhönd, og vissulega er hér um knýjandi framkvæmd að ræða, ekki síður en á höfuðborgar- svæðinu þar sem talað er um að neyðarástand ríki í þessum efnum. Ef við gefum okkur þá forsendu að 10 þús. manns, sem er um helmingur þeirra sem á því svæði búa, sem áður er getið og til F.S.A. leita um læknisþjónustu, meira eða minna, vildu rétta hjálparhönd, þá væri hér um að ræða 150-200 krónu framlag á mann. Flestir ættu auð- velt með að leggja fram slíka upphæð á næstu 5-6 mánuðum eða 1 krónu á dag — og margir yrðu vafalaust stórtækari. Þetta er því spuming um áhuga og samstöðu, því margar hendur vinna létt verk. Fyrir þá sem fullfrískir eru, er það ljúf skylda að rétta bágstöddum og sjúkum vinar- og hjálparhönd, og hinir sem sjálfir, eða vegna sinna þurfa á slíkri þjónustu að halda, vilja áreiðanlega nokkuð á sig leggja svo málið fái farsæla lausn hið bráðasta. f fullu trausti þess að sveitafélög, stofnanir, fyrirtæki, félög, klúbbar og allur almenningur samstilli krafta sína að því marki, að hægt verði að afhenda hjúkrunardeild- ina fullbúna til starfrækslu um næstkomandi áramót, hleypum við þessari fjársöfnun af stokkunum og hefjum framkvæmdir undir kjör- orðinu: „VIÐ RÉTTUM HJÁLP- ARHÖND“. Undirritaðir skipa fram- kvæmdastjóm þessa verkefnis: Ásgeir Höskuldsson, framkv.stj., Halldór HaHdórsson, lœknir, Hulda Baldursdóttir, hjúkrunarfr., Jón Kristinsson, forstöðum., Ólafur H. Oddsson, héraðsl, Ólafur Sigurðsson, yfirl. Upplýsingar veita Jón Kristins- son forstöðumaður í síma 22860 kl. 9-10 og kl. 15-17 heirna í síma 22860 kl. 9-10 og kl. 15-17 heima í síma 23639. Einnig er tekið við framlögum og veittar upplýsingar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í síma 22100 milli kl. 15 og 19. Sumarvörurnar streyma aö þessa dagana Tjöld: 10 gerðir. Svefnpokar, svampdýnur Sóltjöld h. 130 og 150 cm. Krjkket 4-6 m. Piknikktöskur Útigrill: 4 gerðir. Griiikoi. Grillvökvi, grillgrindur, kælibox 20, 25, 35 I. Pottasett. Sólhúsgögnin eftirspurðu koma einhvern næstu daga Greiðslukjör við stærri kaup. Brynjólfur Sveinsson h.f. 4.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.