Dagur - 26.05.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 26.05.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI mammmmmmmmm■ 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 26. maí 1981 41. tölublað HIHU—1———■ mmmmm jHHTIHfft Jón Gauti ráðinn Jón Gauti Jónsson, kennari við Gierárskóla á Akureyri hefur nýlega verið ráðinn framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs, en 19 manns sóttu um það starf þegar það var auglýst laust til umsókn- ar. JónGauti hefur störf 1. júlí n.k. Jón Gauti er fæddur á Akur- eyri 1952, sonur hjónanna Jóns Sigurgeirssonar, fyrrum ráðs- manns á sjúkrahúsinu, og Ragnhildar Jónsdóttur, starfs- manns á Skattstofunni á Akur- eyri. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1972, búfræðiprófi frá Hvanneyri 1974 og B.S.-prófi í landafræði frá H.í. í febrúar 1978. Jón Gauti er ekki ókunnugur starfsemi Náttúruverndarráðs, því frá 1976 hefur hann unnið þar að ýmsum verkefnum, fyrst sem landvörður í Herðubreið- arlindum, síðan þrjú ár á skrif- stofu ráðsins og nú síðasta ár hefur hann m.a. verið eftirlits- maður Náttúruverndarráðs með framkvæmdum við Kröflu. Svo sem kunnugt er hefur Jón Gauti skrifað greinaflokka fyrir Helgar-Dag og frá áramótum verið umsjónarmaður blaðsins. Aðal- fundur KEA Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Samkomuhúsinu á Akureyri föstudaginn 29. og laugar- daginn 30. maí. Fundurinn hefst kl. 10 á föstudags- morgun. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun Eysteinn Jónsson, fyrrverandi formaður stjórnar Sambands íslenskra samvinnu- félaga, flytja ávarp. Sérmál að- alfundarins verður „Stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar" og verður Hjörtur E. Þórarinsson, formaður stjórnar KEA frum- mælandi. HEITA V ATNSLEIÐSLUR UM FJÖLL OG FIRNINDI — til að réttlæta Fljótsdalsvirkjun og þar með Kísilmálmverksmiðju og eldsneytisverksmiðju á Reyðarfirði Þrátt fyrir það, að margt mæli gegn því að kísilmálmverk- smiðju verði valinn staður á Reyðarfirði, hefur staðarvals- nefnd um iðnrekstur komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu, að æskilegt væri að velja fyrir- hugaðri kísilmálmverksmiðju þar stað. Þó kemur það fram í álitinu, að sérstakan fyrirvara verði að gera þar sem fyrsta áf- anga í heildarúttekt á staðarvali fyrir iðnrekstur, svokölluðu for- vali, sé ekki lokið. „Það liggur ekki enn alveg Ijóst fyrir hversu tjónið í brunanum varð mikið, en það skiptir ein- hverjum tugum milljóna gam- alla króna. Það stefnir allt í það að húsið verði rifið og raunar öll þessi gamla húsasamstæða, enda eiga þau ekki að standa samkvæmt nýju skipulagi,“ Þetta mál tengist Fljótsdals- virkjunarmálinu, því virkja þarf stórt á Fljótsdal svo virkjunin verði hagkvæm, eða 150 MW virkjun. Kísilmálmverksmiðja nægir ekki til að réttlæta svo stóra verksmiðju. Því er nauðsynlegt að koma upp annarri verksmiðju, eldsneytis- verksmiðju, sem nýti kolsýring frá kísilmálmverksmiðjunni og fram- leiði vetni með rafgreiningu á vatni. Þar til eldsneytisverksmiðja kemur til sögunnar telur nefndin að afgangsvarmi frá kísilmálm- verksmiðju verði að nýtast til hús- hitunar í nágrenni verksmiðjunnar. sagði Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri KEA, þegar hann var inntur eftir framtíðaráform- um í kjölfar brunans á gömlu kornvörugeymslunni. Elds varð vart í húsinu laust fyrir klukkan hálf ellefu á fimmtudags- kvöld og var búið að ráða niður- lögum hans um klukkan tvö um Mergurinn málsins er sá, að á Reyðarfirði er ekki sá fólksfjöldi til staðar, né í næstu byggðarlögum, að heppilegt sé að setja þar á fót kísil- málmverksmiðju, sem er talin þurfa 2 þúsund manns innan 15 km frá verksmiðjunni, svo byggða- röskun verði ekki óhófleg né óþörf. Dæmið hlýtur að sjálfsögðu að vera enn vafasamara, ef önnur verk- smiðja kemur, en þess er ekki getið í áliti staðarvalsnefndar. Þar til eldsneytisverksmiðja kemur þyrfti að nota kolsýringinn til að fram- leiða varmaorku sem gæti nægt til að hita upp 5-10 þúsund manna nóttina. Nokkrum erfiðleikum var bundið að ráða niðurlögum eldsins vegna geysimikils hita, auk þess sem nokkurn tíma tók að tengja slöngur og dælur svo hægt væri að dæla sjó, en vatn dugði ekki til slökkvistarfa. I húsinu voru m.a. áhöld og efni til útstillinga og viðhaldsdeild með trésmíðavélum og efni. byggð með tilheyrandi atvinnu- og þjónustuhúsnæði. Mikið vantar á að slíkur fjöldi fólks sé í nágrenni Reyðarfjarðar, en til að nálgast þá tölu segir í nefndarálitinu, að „auk þess gæti orðið hagkvæmt að leggja heitavatnsleiðslu frá verksmiðjunni til Neskaupstaðar." Þrjú atriði skipta sköpum varð- andi staðarval, þ.e. fólksfjöldi, hafnarskilyrði og raforka. Fyrsta grundvallaratriðið er ekki fyrir hendi á Reyðarfirði og langt því frá, ef tekið er mið af því að nauð- synlegt verður að reisa aðra verk- smiðju eða hita upp hús mjög stórr- ar byggðar. Auk Reyðarfjarðar, telur staðarvalsnefnd, að Reykja- víkursvæðið og Eyjafjörður komi vel til álita. Veigamesta atriðið sem skilur Reyðarfjörð frá Eyjafirði og Reykjavík er nýting afgangsvarm- ans, segir í álitinu. Ljóst virðist að fjölmennar byggðir við Eyjafjörð gætu t.d. nýtt aukna orku, án þess að nauðsynlegt væri að leggja leiðslur yfir fjöll og firnindi. Athyglisvert er, að staðarvals- nefndin tekur einn stað fram yfir aðra, án þess að grundvallarupp- lýsingar um staðarval, svokallað forval, liggi fyrir. Ekiðá stúlku Um hádegisbil s.l. föstudag varð umferðarslys á Glerár- götu. Ekið var á 10 ára stúlku sunnan við gatnamót Glerár- götu og Þórunnarstrætis. Að sögn lögreglu var stúikan að hlaupa yfir götuna, sunnan við gangbrautina. Stúlkan hlaut opið fótbrot, en mun nú vera á batavegi. Um helgina fór bifreið út af veginum við Staðarbakka í Hörgárdal. Bifreiðin valt og skemmdist mikið. Engin slys urðu á fólki. Einnig ók bifreið út af veginum við Syðri-Bægisá. Enginn meiddist, en bifreiðin er nokkuð skemmd. Um helgina voru tveir ökumenn teknir á Glerárgötu fyrir of hraðan akstur. Sólin er farin aö bera þvf við að skina á Norðlendinga og þá fyrir unga fólkið, þó að sumum eldri finnist e.t.v. nógu langt er eins og falli af mönnum fjötrar. Feimnin hverfur eins og gengið. Þessi mynd var tekin við Sundlaug Akureyrar fyrir dögg og ekkert mál að bera sig svolftið i blíðunni, a.m.k. ekki helgina. Húsin verða rif in RÉTTIÐ HJÁLPARHÖND Nú hefur verið ákveðið að koma fót hjúkrunardeild fyrir öldrun- arsjúklinga í svokölluðu Systra- seli, sem er á lóð fjórðungs- sjúkrahússins. Hópur áhuga- manna hefur unnið að fram- gangi þessa máls, en sem kunnugt er liggur við neyðar- ástandi í þessum málum, ekki síður hér á Akureyri en á höf- uðborgarsvæðinu. Stefnt er að því að taka deildina í notkun um áramót og nú er hafin fjársöfn- un vegna þessa verkefnis undir heitinu „Við réttum hjálpar- hönd“, en skjót lausn þessa máls byggist fyrst og fremst á því að almenn samstaða náist meðal fólks um að rétta hjálparhönd og leggja fram fé. - Sjá nánar bls. 4 AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.