Dagur - 26.05.1981, Síða 12

Dagur - 26.05.1981, Síða 12
RAFGEYMAR f BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Engir nýir símar næstu tvö árin ef ekkert verður byggt! — Reynt að útvega fjármagn til að byggja ofan á Bögglapóststofuna Tekst að útvega fjármagn til að byggja eina hæð ofan á húseign Pósts og síma við Skipagötu? Það skiptir Akur- eyringa miklu máli að ráðist verði í framkvæmdir í sumar, en á þessari hæð verður komið fyrir búnaði sem tilheyrir sjálfvirku stöðinni. Nú þegar er hætt að afgreiða nýja síma til fólks á Akureyri og verði ekkert af byggingarfram- kvæmdum er ljóst að engir nýir símar verða afgreiddir fyrr en eftir tvö ár! Ef tekst að útvega fjármagn verður hægt að afgreiða nýja síma strax næsta sumar. Tækjabúnað- ur er væntanlegur til landsins um áramótin. Umræddur tækjabúnaður dugarfyrir lOOOnýsímanúmerog má undarlegt teljast ef bygging hæðarinnar á bögglapóststofuna verður látin dragast þar til 1982. Samkvæmt heimildum DAGS hafa starfsmenn Pósts og síma gert hvað þeir geta til að fá leyfi til að hefja framkvæmdir, en bygging hæðarinnar var skorin burt af óskalista stofnunarinnar um framkvæmdir í sumar. Fyrsta, annað og þriðja.... Það voru áhugasamir menn sem var ekki annað hægt að sjá en sumir a.m.k. biðu í gripina fylgdust með uppboði, sem haldið var við Lögreglustöðina fremur af ánægju en vegna þess að þá vanhagaði um það sem s.l. laugardag. Fulltrúi bæjarfógeta bauð upp ýmsa hluti og var selt. mynd: á.þ. „I þessu máli þarf að gæta ýtrustu varkárnic< — Karföfluhnúðormurinn gæti komið upp í Eyjafirði „Á Suóurlandi finnst kartöflu- húðormurinn í heitum og köld- um görðum, en munurinn á veðráttu milli þessara landa- hluta er ekki svo mikill að orm- urinn gæti komið hér upp í köldum görðum. í þessu efni þarf að gæta ýtrustu varkárni og menn mega ekki nota útsæði sem fengið er á eða í námunda við sýkt svæði. Það er alvarlegt mál ef ormurinn kæmist inn í þá Ef þessi góð tíð heist kemur það í Ijós innan skamms hvort tún hér um slóðir eru kalin, en útlit- ið er ekki gott — a.m.k. ekki fremst í Svarfaðardal og í mið- sveitinni. Sauðburði er að Ijúka um þessar mundir. Að sögn fjárbænda hefur sauðburður gengið vel í vor. Frjósemi er viðunandi. Vorverkin eru í fullum gangi. Menn eru að vísu ekki farnir að bera tilbúinn áburð á tún, en þeii stofnrækt, sem er hér í Eyjafirði, því útsæði héðan er t.d. notað um allt land og kartöfluhnúð- ormurinn yrði því fljótur að ber- ast um allt ef sýking yrði meir en orðið er,“ sagði Ólafur Vagns- son, ráðunautur, er hann var spurður um útbreiðslu kartöflu- hnúðormsins hér á landi, en kvikindi þetta hefur gert mikinn usla hjá kartöflubændum víða erlendis. aka skarni á hóla eins og sagði í íslendingasögunum. f morgun hófst sundnámskeið fyrir börn á skólaskyldualdri. Námskeiðið er í Sundskála Svarf- dæla, sem er fyrsta yfirbyggða sundlaugin á íslandi. Haldið var upp á 50 ára afmæli sundlaugar- innar 1979 svo hún er 52ja ára á þessu ári. Vegir hér í sveitinni hafa verið óvenju góðir í vor. E.t.v. er ástæðan betra viðhald vega og á Vegagerðin þakkir skyldar fyrir gott starf. J.Ó. Kartöfluhnúðormurinn þrífst á Suðurlandi í görðum, sem eru heitir vegna jarðhita og eins í köld- um görðum. Hans hefur orðið vart í heitum garði að Reykhúsum fram- an við Akureyri og sömuleiðis í nokkrum heitum görðum í Þing- eyjarsýslu. Ormsins varð fyrst vart að Reykhúsum fyrir tveimur tugum ára og var garðurinn þá lagður niður, enda er það talin nær eina aðferðin til að drepa orminn. Af einhverjum ástæðum hefur þessi aðferð ekki náð tilgangi sínum í garðinum að Reykhúsum. Ólafur sagði að kartöfluhnúð- ormurinn hefði ekki náð að valda verulegum usla hér á landi, en er- lendis er hann talinn einn mesti ógnvaldur kartöfluræktarinnar. Hann lifir á rótum kartöfluplönt- unnar og dregur úr henni alla nær- ingu. Reynt hefur verið að rækta ný kartöfluafbrigði sem hafa mót- stöðu gegn honum og hefur það tekist að nokkru leyti. Sérfræðingur frá Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, sem hefur eftirlit með stofnútsæði, kom norður og fór m.a. austur í Þingeyjarsýslu og leit sérstaklega eftir görðum á jarð- hitasvæðum. Sérfræðingurinn fann orminn á nýjum stöðum og sagði Ólafur að greinilegt væri að hann væri að breiðast út. Þessir nýju staðir voru Laugar í Reykjadal og Hveravellir í Reykjahverfi. „Það er ljóst að við verðum að fara varlega svo þetta verði ekki að verulegu vandamáli," sagði Ólafur. Svarfaðardalur: Bændur óttast kal í túnum Ytra-Hvarfi Svarfaöardal 25. maí SEX AÐILAR TENGDIR SLÖKKVISTÖÐINNI I síðustu viku samþykkti bæjar- ráð tillögu frá Tómasi Búa Böðvarssyni, sem fjallaði um tengingu aðvörunarkerfa við Slökkvistöðina. Tómas Búi sagði að tilgangurinn með þess- um reglum væri að tryggja að þau aðvörunarkerfi, sem kunna að vera sett upp í framtíðinni, fullnægi ákveðnum kröfum og að þeim sé haldið við. Nú eru sex fyrirtæki og stofnanir á Ak- ureyri tengd slökkvistöðinni. Má þar nefna bókasafnið, Heklu, loðsútun Gefjunnar og hluta af sjúkrahúsinu. Nokkur fyrirtæki hafa aðvörunarkerfi sem ekki eru tengd slökkvistöð- inni. Tómas Búi sagði að sér væri ekki kunnugt um að svona reglur væru til annarsstaðar hér á landi. Aðspurður sagði slökkviðliðs- stjóri að hann og hans menn gerðu hvað þeir gætu til að kynna eig- endum og forráðamönnum stofn- ana og fyrirtækja kosti þess að hafa viðvörunarkerfi — hvort svo sem það væri tengt slökkviliðsstöðinni eða ekki. Tómas Búi sagði að mönnum óaði oft kostnaðurinn við að koma upp slíku kerfi, en að sjálfsögðu margborga þau sig ef kerfið varar menn við og kemur í veg fyrir bruna. Tómas Búi tók það sérstaklega fram að í húsi KEA sem brann aðfararnótt s.l. föstudags hefði ekkert kerfi verið. „Það eru yfirgnæfandi líkur fyrir því að slíkt kerfi hefði forðað svona eldsvoða og möguleiki á að það hefði verið hægt að uppgötva eldinn svo snemma að handslökkvitæki hefði nægt,“ sagði Tómas Búi að lokum. £ Sumarvinna Og þá er skólum landsins að Ijúka og þúsundir ungmenna fagna nýfengnu frelsi. Þetta frelsi kann að reynast sumum skeinuhætt. Samkvæmt upplýsingum frá vinnu- mlðlunarskrifstofum er Ijóst að stór hluti unglinganna mun ekki fá vinnu í sumar og iðjuleysi býður hættunni heim. Of margir unglinganna munu hanga á sjoppum og flækjast með félögunum út um hvippinn og hvappinn og e.t.v. ieiðast út í eitthvað sem kann að hafa örlagaríkar af- leiðingar. Fyrirbyggjandi ráðstafanir virðast sjaldan eiga upp á pallborðið hjá hinu opinbera, en það er margsannað mál að t.d. ung- lingavinnan er til mikilla bóta. § Læknadeilan Innan skamms má gera ráð fyrir að t.d. kennarar lög- reglumenn og prestar segi upp störfum. Ástæðan? Jú, síðustu aðferðir í launabar- áttunni virðast ganga vel. Fóstrur sögðu upp og fengu hækkun og nú gerðu læknar eitthvað svipað. Eflaust munu iæknar fá sitt, enda á ríkið óhægt um vik. Læknar vita mæta vel að ekki er hægt að kalla aðra til starfa í þeirra stað — því bíða þeir rólegir eftir að gengið verði að kröf- um þeirra. Sama gildir um presta. Það er ekki víst að fólk myndi sætta sig við það til langframa að hringjarinn væri að jarðsyngja eða kór- stjórinn að sktra. Og tæplega mundu allir foreldrar sætta sig við að skólar hæfu ekki störf eitthvert haustið vegna kennaraskorts. Því síður er hægt að búast við því að al- menningur léti sér standa á sama ef lögreglumenn landsins segðu upp og færu heim. — Launabaráttan hefur óneitanlega tekið á sig nýja mynd. Með sama áframhaldi verður hefðbundin verka- lýðsbarátta með öllu óþörf. Það er ekki líklegt að laun- þegar hagnist á þessum nýju aðferðum. § Orðsending til hunda og katta Nokkrar bæjarbúar hafa hringt á ritstjórn Dags og minnt á að innan tíðar fara ungar að skríða úr eggjum. Þetta vita kettir mæta vel, og e.t.v. hugsa þeir sér gott tll glóðarinnar, en þeir eru beðnir um að hafa bjöllu um hálsinn í vor svo leikurinn verðí ögn jafnari. Hundar og kettir eru einnig beðnir um að hafa merkimiða um hálsinn. Lögreglan hefur nefnilega leyfi til að senda þá hunda og ketti, sem finnast ómerktir á flækingi, yfir móðuna miklu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.