Dagur - 26.05.1981, Blaðsíða 9

Dagur - 26.05.1981, Blaðsíða 9
Valur í Stuðlafelli látinn Valur Kristinsson, forstjóri Stuðlafells, lést á sjúkrahús- inu á Akureyri sunnudaginn 24. maí, 43ja ára að aldri. Valur var ættaður frá Möðrufelli í Eyjafirði. Hann lærði húsasmíðar og varð meistari í iðninni. Hann stofn- aði byggingafyrirtækið Stuðla- fell 1975 ásamt Þórði Pálma- syni. Eftirlifandi kona hans er Sara Valdimarsdóttir og eignuðust þau þrjú böm. Valur verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju kl. 13.30 n.k. föstudag. LANDSÞING JCÁ AKUREYRI 20. landsþing J.C. Islands verður haldið á Akureyri dagana 28.-30. maí n.k. Þetta verður eitt fjöl- mennasta landsþing J.C.Í., sem haldið hefur verið, enda koma um 350-400 manns. Auk hinna venjubundnu þing- starfa verður m.a. fjallað um mál- efnið „Leggjum öryrkjum lið.“ Þetta er landsverkefni J.C. fslands í ár og jafnframt kjörorð þingsins. Föstudaginn 28. maí kl. 13:15 verður svonefnd panelumræða um málefni fatlaðra í Borgarbíói. Framsögumenn í þeim umræðum verða þeir Bjarni Kristjánsson, for- stöðumaður Sólborgar, Valdimar Pétursson stjórnarmaður í Sjálfs- björg Akureyri, Vilhjálmur Vil- hjálmsson, Reykjavík, og Markús Öm Antonsson, ritstjóri, Reykja- vík. Þessi umræðufundur er opinn þeim, sem vilja koma og taka þátt i umræðum og skoðanaskiptum um þessi mál. Jafnhliða þinginu verður opnuð sýning á verkum fatlaðra í húsi Sjálfsbjargar við Bugðusíðu. Sýningin opnar kl. 14:00 á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Efnið á sýninguna er sótt til Reykjavíkur, Akureyrar og víðar. Bæjarbúar sýnið málefnum fatl- aðra áhuga. Mætið sem flestir á fundinn í Borgarbíói og á sýning- una í Sjálfsbjargarhúsinu. Landsþingsnefnd JC A kureyri Byggðarlagsnefnd JC A kureyri Flóamarkaður við Nonnahús Ef veður leyfir mun Zonta- klúbbur Akureyrar halda úti- markað á tjarnarbakkanum fyrir framan Nonnahús á uppstign- ingardaginn — 28. maí — klukkan 15. Hér er um að ræða flóamarkað, þar sem selt verður m.a. fatnaður, bækur, blöð, plötur, leikföng, bús- áhöld og fleira. Pottablóm og garðplöntur verða á boðstólum og ýmsar veitingar s.s. heitt kakó, íummur, gosdrykkir og poppkorn. Blásarasveit Tónlistarskólans mun leika undir stjóm Roars Kvam. Zontaklúbbur Akureyrar sér um rekstur Nonnahúss og vinnur auk þess að líknarmálum. Um þessar mundir að málefnum sjónskertra. Af þeirri ástæðu hefur klúbburinn veitt styrk til náms í augnþjálfun og fyrirhuguð eru kaup á augnþjálf- unartæki. 3ÖÖÖ55 UMSJÓN: Ólafur Ásgelrsson Krlstján G. Arngrímsson Oheppnir Þórsarar Á föstudagskvöldið lék Þór sinn fyrsta heimaleik i knatt- spyrnu, og þá við „sputtnikk- lið“ Breiðabliks, sem að mörgum var talið eitt sterk- asta lið deildarinnar. Ef svo er þá þurfa Þórsarar engu að kvíða um framhaldið i deild- inni, því ef dæma má af þess- um leik, þá voru Þórsarar einfaldlega betri. Heppnir Blikar fóru heim með annað stigið í leiknum en honum lauk með jafntefli, eitt mark gegn einu. Þórsarar kusu að leika undan lítilli sunnan golu, en fyrstu mín. í leiknum hófust með hörkusókn hjá Breiðablik. Á KR lagt að velli KA gerði góða ferð til Reykjavíkur á fimmtu- dagskvöldið, en þá lék liðið við KR í fyrstu deildinni í knattspyrnu. KA vann sannfærandi sigur leikn- um, skoraði eitt mark gegn engu. KA var sterkari aðil- inn og sótti nær stanslaust allan leikinn. Markið kom fimm mín. fyrir leikslok, en þá „vippaði“ Hinrik yfir markvörðinn sem um leið braut gróflega á Hinriki, svo flytja mátti hann á sjúkrahús, m.a. nefbrotinn. fjórðu mín. ná Þórsarar góðri sókn, en skot Jóns Lárussonar var varið. Nokkrum mín. síðar sækja Þórsarar ennþá, en markmaður Blikanna bjargar vel í hom. Um miðjan fyrri hálfleik var nokkuð jafnræði með liðunum, og sóttu þau til skiptis, en þrátt fyrir að Blik- amir virtust spila meira með boltann en Þór, voru sóknarlotur Þórsara mun hættulegri, þær byggðust flestar á löngum sendingum á eldfljóta fram- herja. Á 22. mín. var gefinn góður bolti fyrir mark Blikanna, og Jónas Róbertsson skallar og sneiðir boltan yfir mark- manninn, en í stöng fór boltinn og út í teiginn þar sem Blikarnir voru fljótir að afgreiða hann langt fram á völlinn. Á 26. mín. komst Guðmundur Skarphéð- insson innfyrir vörn Blikanna, eftir klaufaleg vamarmistök þeirra, og Guðmundur renndi boltanum fyrir markið, en þar var enginn til að stýra boltanum í netið. Fjórum mín. síðar er horn á Breiðablik, Jónas gefur góðan bolta fyrir markið og Jón Lár afgreiðir hann viðstöðu- laust að markinu, og framhjá markmanninum, en vamar- maður Blikanna ver á línu. Þama skall hurð nærri hæl- um við markið hjá Blikunum og voru þeir sannarlega heppnir að vera ekki búnir að fá á sig mark. Þegar flautað var til hálfleiks hafði boltinn aldrei komist í netið, en eftir gangi leiksins hefði ekki verið ósanngjarnt að Þór hefði haft eitt til tvö mörk yfir. Þórsarar hófu síðari hálfleik með sókn og tvívegis komst Jón Lár í gott færi en Blikamir björguðu á síðustu stundu. Á 15. mín. síðari hálfleiksins kom svo fyrra markið. Jón Lár lék upp vinstri kanntinn og lék laglega á bakvörðinn og sendi síðan bolt- ann þvert fyrir markið á Guðmund Skarphéðinsson sem var þar inn á milli þriggja vam- armanna Blikanna. Sennilega hafa þeir ætlað hvor öðrum að sjá um Guðmund, en reyndin ustu mín. fengu þeir auka- spymu reít utan við vítarteiginn og skutu að marki, en Eirikur hálfvarði, og einn Bliki fylgdi vel eftir og skoraði. Hann var þama rangstæður og markið því talið ólöglegt, og þar sluppu Þórsarar með skrekkinn. Úrslit leiksins urðu því jafntefli eitt mark gegn einu. Þórsarar stóðu sig mjög vel í þessum leik, sér- staklega vömin, en hún virkaði örugg, og gaf fljótum Blikunum ekkert eftir. Jón Lár og Guð- Blikamir koma engum vömum við, Guðmundur Skarphéðinsson sendir bolt- ann rakieitt í netið, 1-0 fyrir Þór. Mynd: KGA. Næstu leikir Fjórða umferð deildarinnar fer fram um næstu helgi. Á sunnudag kl. 20 leika hér á Akureyri FH og KA. Þetta verður hörkuleikur þar sem FH hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa, en þeir hafa yfirleitt verið óheppnir. Það má því búast við þeim mjög grimmum í leiknum á föstu- daginn. Á laúgardaginn fara Þórsarar til Reykjavíkur og leika við FRAM, en þelr hafa engum leík tapað til þessa, en heldur engan unnið. Sama dag leika m.a. Völsungar í Keflavík, en þar verða norðanmenn að taka á honum stóra sínum ef þeir ætla að krækja í stig. var sú að hann fékk að vera óáreyttur, og lagði boltann vel fyrir sig og skoraði síðan af ör- yggi. Þremur mín. síðar höfðu þeir Jón og Guðmundur verka- skipti, en þá lék Guðmundur upp vinstri kanntinn og renndi boltanum fyrir markið á Jón en aðeins of fast þannig að Jón náði honum ekki. Einni mín. síðar á Guðmundur í höggi við varnarmann Blikanna rétt framan við markið, og varnar- maðurinn „kiksar" eins og kall- að er, en því var Guðmundur ekki við búinn, því hann stóð allt i einu fyrir opnu marki með boltan á ristinni, en skaut yfir. Á 30. mín. jafna svo Blikarnir. Þvaga hafði myndast úti í vítar- teig hjá Þór og Eiríkur mark- maður ætlar að henda sér á boltann í þvögunni, en einn Blikinn var á undan og potaði í markið. Við þetta jafnaðist leikurinn nokkuð, en síðustu mín. sóttu Blikarnir nær stanslaust. Á síð- mundur Skarphéðinsson áttu góða spretti í sókninni, og hrelldu mjög vöm Blikanna. Sanngjöm úrslit í leiknum hefði verið Þórssigur með einu til tveimur mörkum. Þorvaldur kennir golf Golfáhugafólki gefst á næst- unni tækifæri til að leika golf undir leiðsögn kennara. Það er Þorvaldur Ásgeirsson golfkennari sem verður að Jaðri dagana 29. maí til 5. júní, n.k. og mun veita þeim sem áhuga hafa, tilsögn i íþróttinni. Það má með sanni segja að þetta sé hvalreki á fjörur golfáhugafólks, og án efa munu margir verða til að notfæra sér þetta tækifæri. Tekið er á móti tímapöntun- um i Sport & Hljóð. Nýja línon fra GUSTAVSBERG Hönnud til aö mæta kröfuhöröum hagstil byggingamóös níunda áratugsins. Enda kaupa fleiri hér á landi GUSTAVSBERG en öll önnur hreinlætistæki samanlagt. Á veröi sem allir ráöa vió. Leitiö upplýsinga. Biöjiö um myndlista. GUSTAVSBERG Édb, Kaupfélag Þingeyinga WW Húsavík DAGUR.9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.