Dagur - 26.05.1981, Blaðsíða 10

Dagur - 26.05.1981, Blaðsíða 10
Messað í Akureyrarkirkju kl. 11 f.h. uppstigningardag 28. maí, — ferming. Sálmar nr. 504, 503, 507 — og sálmarnir Leið oss ljúfi faðir, og Blessun yfir barna hjörð. P.S. Akureyrarkirkja. Messað verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 26, 334, 330, 343, 524. B.S. Fermingarguðsþjónusta i Sval- barðskirkju n.k. sunnudag 31. maí kl. 2 e.h. Fermdir verða Arnar Sigurjón Árnason Leifs- húsum, Ásgeir Ásgeirsson Nóa- túni og Theódór Laxdal Túns- bergi. Sóknarprestur. Sálarrannsóknarfélagið, Akur- eyri. Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Varð- borg föstudaginn 29. maí kl. 20.30. Stjórnin. Alþýðuflokksfólk. Bæjarmála- ráðsfundur verður haldinn mánudaginn 1. júní kl. 20.30 í Strandgötu 9. Stjórnin. Lionsklúbbur Akureyrar. Fund- ur n.k. miðvikudag 27. maí kl. 12.15 í Sjálfstæðishúsinu. Ath. breyttan fundardag. ÁTTOll) Frá Krabbameinsfélagi Akur- eyrar. Á aðalfundi félagsins 4. maí s.l. var félagsgjald í ár ákveðið kr. 10,00. Eru félags- menn hvattir til að greiða það hið fyrsta til undirritaðs starfs- manns félagsins á skrifstofu Sjúkrasamlags Akureyrar, Jafnframt er bent á að minningarkort félagsins eru til sölu í Bókabúð Jónasar Jóhannssonar Hafnarstærti 108. Jónas Thordarson. Orlofsdvöl á vegum húsmæðra- orlofs Akureyri verður starfrækt að Hrafnagili í júlí og einnig Lundi í Axarfirði í ágúst. Umsóknir berist fyrir 15. júní til Júdith í síma 24488, Ingibjörg sími 23807 og Unnur í síma 21038. Nefndin. Happdrætti Gigtarfélags (s- lands. Dregið var í happdrætt- inu 22. apríl 1981. Vinningar komu á eftirfarandi númer: Flórídaferðir: 22770 og 25397. Evrópuferðir: 3507, 5069, 7345, 8504, 13795, 21117, 22811 og 24316. Kurt Sonnenfeld tannlæknir verður fjarverandi til 15. júlí n.k. vegna sumarleyfis. Sógræktarfélag Tjarnargerðis hefurkökubasará Hótel K.E.A. sunnudaginn 31. maí kl. 3 e.h. Nefndin. Skákfélag Akureyrarheldur 15. mínútna skákmót á morgun miðvikudag í Hvammi og hefst það kl. 20. Stjórnin. Vinningsnúmer í innanfélags- happdrætti Hjálpræðishersins eru sem hér segir: 1305, 738, 214, 1445, 483. Hjálpræðisher- inn. MáD lintLA Brúðkaup: Þann 23. maí s.l. voru gefin saman í hjónáband á Akureyri, brúðhjónin ungfrú Sólrún Helgadóttir verkakona og Jón Sigþór Sigurðsson bif- vélavirki. Heimili þeirra verður að Hrísalundi 12c Ákureyri. MMKOMUk Hálpræðisherinn. Sunnudaginn 31. maí kl. 13.30 síðasti sunnu- dagaskóli vorsins. Öll börn vel- komin. Kl. 20.30 er almenn samkoma. Allir velkomnir. Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu- daginn 31. maí fundur í kristni- boðsfélagi kvenna kl. 4. Allar konur velkomnar. Filadelfía Lundargötu 12. Þriðjudag 26. maí bænastund. Fimmtudag 28. maí almenn samkoma, ræðumaður Jóhann Pálsson. Laugardag 30. maí safnaðarsamkoma (brauðs- brotning). Sunnudag 31. maí almenn samkoma, ræðumaður Rita Allum frá Kanada. Allir hjartanlega velkomnir. Fíla- delfía. Brúðhjón. Hinn 23. maí voru gefin saman í hjónaband í Ak- ureyrarkirkju Bergþóra Svan- fríður Guðmundsdóttir af- greiðslustúlka og Gunnlaugur Árnason bílstjóri. Heimili þeirra verður Skarðshlíð 16e, Akureyri. Frá Ferðafélagi Akumyrar 28. maí Málmey — Þórðarhöfði Ekið verður í Hofsós og þaðan farið með bát í Málmey. Á heimleið verður gengið á Þórð- arhöfða. Fararstjóri verður formaður Ferðafélagsins á Sauðárkróki Ingólfur Nikódemusson. Brottförkl. 8.00 úr Skipagötunni. 6.-8. júní Glerárdalur gönguferð Herðubreiðarlindir reynt verður við Herðubreið . Gönguferð í Bræðrafell og eða á Kollóttu- dyngju er líka hugsanleg. Langanesökuferð með fugla- skoðun í huga. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni heldur almennan félagsfund að Hótel K.E.A. mið- vikudaginn 27. maí n.k. kl. 8.30 e.h. Fundarefni: 1. Ásmundur Stefánsson forseti A.S.Í. ræóir kjaramálin og situr fyrir svörum. 2. Kosning 9 aðalfulltrúa og 9 til vara á 13. þing L.Í.V. er haldið verður í Reykjavík dagana 12., 13. og 14. júní n.k. 3. Reglugerð sjúkrasjóðsins. 4. Lagabreytingar, fyrri umferð. 5. Önnurmál. Stjórnin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 17., 23. og 26. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1981 á fasteigninni Rimasíða 18, Akureyri, þingl. eign Kristjáns S. Leóssonar fer fram eftir kröfu bæjarsjóðs Akureyrar og Jóns Kr. Sólnes, hdl., á eigninni sjálfri mánudaginn 1. júní n.k. kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Dalvíkingar nærsveitamenn Opnum- verslun okkar að nýju að Hafnarbraut 14, Dalvík föstudaginn 29. maí n.k. Nýir vöruflokkar — mikið úrval Blóm og gjafavörur — veiöi og sportvörur Tjöld og viðlegubúnaður — hin geysivin- sælu Supería reiðhjól 3ja-5 og 10 gíra, einnig gíralaus. Þá bjóöum við sem fyrr hinar vinsælu mokkaskinsvörur okkar meö greiösluskil- málum. Opið til kl. 16 laugardag 30. maí Gjörið svo vel og lítið inn ÍYISr Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina ölíupalla- ránið með . Roger Moore, James Mason, Anthony Perkins og Mic- hael Parks í aðalhlutverkum. í Norðursjó er slíkur sægur olíubor- palla og dælupalla, að flugher og floti Breta hefur engin tök á að gæta þeirra allra, svo að víðhlítandi sé. Þess vegna hefur tryggingasam- steypa Lloyds, sem öll þessi mann- virki eru tryggð hjá einvörðungu, gert samning við Rufus Excalibur Ffolkes um að hafa jafnan harð- snúðið lið tiltækt ef misyndismenn reyni að vinna tjón á pöllunum. ROGERMOORE JAMESMMœ-ANTHONYPESKtKSi'ÍKtóslAHmck Vatnsklæðning Eigum fyrirliggjandi vatnsklæóningu 5" og 6” breióa. . Hagstætt verð. FURUVELLIR 5 AKUREYRI . ICELAND P. O. BOX 209 SlMAR (96)21332 og 22333 AiALGEIIUVIOAR H Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn dagana 29. og 30. maí. Fundurinn verður í Samkomuhúsinu, Akureyri og hefst kl. 10. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga LETTIH b Firmakeppni Léttis verður haldin fimmtudaginn 28. maí kl. 2 e.h. á Þórunnarstræti vestan kirkjugarðs. Um 100 bestu og glæsilegustu gæðingar bæjarbúa taka þátt í keþþninni. Akureyringar, Eyfirðingar! Komið og sjáið skemmtilega kepþni. Aðgangur er ókeyþis. Knaþar eru beðnir um að mæta hálftíma fyrr. FIRMAKEPPNISNEFND LÉTTIS. Ég þakka börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum vinum og œttingjum sem glöddu mig með skeytum og gjöfum á 70 ára afmœli mínu þann 17. maí. Guð blessi ykkur öll. BALDVIN ÁSMUNDSSON, Gránufélagsgötu 7,_______________________ iti ». f. sími 61405 Dalvík Eiginmaður minn og faðir okkar, VALUR KRISTINSSON, Lerkilundi 2, forstjórl Stuðlafells s.f., Akureyri, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. maí verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. maí kl. 13.30. Sara Valdemarsdóttir og börn. Eiginkona mín, SIGURJÓNA PÁLSDÓTTIR FRÍMANN, iést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni sunnudagsins 24. maí. Jarðarförin fer fram fra'Akureyrarkirkju mánudaginn 1. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðin en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimiliö Hlíð og Kvenfélag Akureyrarkirkju. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Jóhann Frímann. 10.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.