Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 7
Töfraveröld Myndir og texti: Sigurgeir B. Þórðarson ... Með tilkomu vélsleðanna á sjö- unda áratugnum opnaðist mörgum nýr heimur; ferðalög um hálendið að vetrarlagi. Snjósleðar eru mjög hraðskreið farartæki, þannig að á fáum dögum má fara vítt og breitt um landið. Hættulausar eru ferðir þessar ekki, því verðrabreyting- ar eru oft mjög snöggar og alltaf eiga sleðarnir það til að bila. Menn skyldu því aldrei ferðast einir saman og nauðsynlegt er að undirbúa slíkar ferðir vel. Þessi tegund útivistar verður að teljast nokkuð dýr, og ekki á allra færi, því auk vélsleðanna sjálfra, sem kosta á bilinu 3-5 þús nýkr. þarf ýmsan annan út- búnað. í góða veðrinu um páskana hafa sjálfsagt margir lagt upp í vélsleðaferðalög. Fékk Helgar- Dagur Sigurgeir Bernharð Þórðarson til þess að segja stuttlega frá einni slíkri, sem hann fór í ásamt nokkrum öðr- um. I Á hábungu Hofsjökuls, séft til austurs. Fyrsti viðkomustaður okkar var Laugafell Við vorum sex saman, sem fór- um í þessa ferð um páskana: Freyja Jóhannesdóttir, Grétar Ingvarsson, Gunnar Ingólfsson, Jóhann B. Ingólfsson, Tómas B. Böðvarsson og ofanritaður. Það var að morgni föstudagsins langa að við ókum vestur á Öxnadalsheiði með sleð- ana í kerrum. Þar var bundið upp á fararskjótana, sex sleða af Polaris gerð ásamt fjórum aftaní-sleðum. Farangur var all mikill, s.s. við- legubúnaður, aukafatnaður, mat- væli til langs tíma, hitunartæki og um 600 I af bensini. Um kl. 10 héldum við frá Sesseljubúð, upp úr Kaldbaksdal og suður á fjalllendið á milli Eyja- fjarðar og Austurdals í Skagafirði. Ferðin gekk sæmilega þrátt fyrir þung æki og komum við í Lauga- fell, skála Ferðafélags Akureyrar um hádegisbilið. Þar hittum við fyrir hóp úr Hjálparsveit skáta á Akureyri, sem var þar á tveimur snjóbílum og tveimur vélsleðum. Frá Laugafelli héldum við á Laugafellshnjúk, þá vestur með Hofsjökli og að Ingólfsskála, skála Ferðafélags Skagfirðinga í Lamba- hrauni. Þar voru fyrir fjórir Skag- firðingar, sem farið höfðu á undan okkur af Öxnadalsheiði um morg- uninn, þeir Friðrik Jónsson og Ing- var Sighvatsson frá Sauðárkróki, Sigurður H. Ingvarsson Gýgjarhóli og Sigurþór Hjörleifsson frá Messuholti. Af Hofsjökli sáum við meginhluta hálendisins Við urðum nú öll samferða upp á Hofsjökul. Ókum við um jökulinn vítt og breitt, en forðuðumst þó sprungusvæðin i honum norðvest- Við Bliindukvíslar. Kerlingarfjöll í baksýn. lega urðu á vegi okkar miklar krapablár, sumar með öllu ófærar yfirferðar, og varð því, að taka stefnuna til suðurs til að komast fyrir þær. Samband var haft við veðurathugunarstöðina á Hvera- völlum um talstöð, sem var með- ferðis og var okkur tjáð að þar biðu okkar rjómatertur. Ef til vill höfum við flýtt okkur heldur um of við þessar fréttir, því skömmu seinna festist forystusleðinn í krapablá. Vel gekk að ná honum upp, bundið var’tóg í sleðann og hann dreginn upp af þremur öðrum. Áframhald- ið gekk vel og vorum við komin að Hveravöllum um hádegisbil eftir um 80 km akstur, en við venjulegar aðstæður er þessi leið um 40 km. I veðurathugunarstöðinni tóku hús- ráðendur, þau Borgrún og Gunnar á móti okkur, opnum örmum. Þar hittum við einnig nokkra Borgfirð- inga, sem komið höfðu á sleðum norðan af Holtavörðuheiði. Eftir kaffi var aftur lagt af stað og slógust nú Borgrún og Gunnar í hópinn. Haldið var á Langjökul, með við- komu í Þjófadölum. Ekið var að Fjallkirkju og Kirkjubóli, skála Jöklarannsóknafélagsins og síðan upp á hájökul. Veður var jafn fag- urt og fyrri daginn og útsýni mikið. Gamla sæluhúsið á Hveravöllum. Sundlaugin er fremst á myndinni. anverðum. Veður og útsýni var mjög fagurt og sást um meginhluta miðhálendisins, norður til Mývatnsfjalla, austur til Snæfells, suður til Öræfajökuls og Heklu og vestur á Langjökul. f Ingólfsskála komum við aftur um áttaleytið um kvöldið. Settumst við snemma að, því ætlunin var að leggja árla af stað næsta dag. Á laugardagsmorguninn var haldið vestur með Hofsjökli. Fljót- Til Hveravalla komum við um kvöldmat, og hressandi var að fara í bað í heitu lauginni við sæluhús Ferðafélags fslands, en þar gistum við um nóttina. Vorum 4 klukkutíma að ná sleðanum upp Á páskadagsmorgun var komin þoka. Ætlunin var að skoða Beina- hól í Kili, en vegna þoku fundum við hann ekki. Tókum við lífinu rólega fram eftir degi, en um kl. 5 hafði birt nokkuð og var þá aftur haldið af stað og fannst Beinhóll nú fljótlega. Þaðan var haldið til Kerlingarfjalla og til baka að Hveravöllum var komið um kl. 8. Um kvöldið var veðurspáin ekki sem hagstæðust, spáð var norð- anátt og hríð. Var því ákveðið að leggja strax af stað austur í Lauga- fell, þar sem ekki þótti árennilegt að þræða fyrir krapablár í dimm- viðri. Þá um daginn höfðu Skag- firðingarnir lagt af stað austur í Ingólfsskála og slóðir þeirra því greinilegar þangað. Það var um miðnætti, sem lagt var af stað frá Hveravöllum. Veður var ágætt, svolítið frost og tungl- skin. Sást því vel móta fyrir lands- lagi og auðvelt að fylgja slóðum. í Ingólfsskála komum við um þrjú- leytið um nóttina, tókum hafurtask, er við höfðum skilið þar eftir, og héldum áfram ferðinni í Laugafell. Nú höfðum við ekki lengur nýjar slóðir til að fylgja, aðeins slóðirnar frá föstudeginum áður. Krap hafði aukist mjög og birtan var slæm. Þetta varð til þess að við misstum einn sleðann niður um þunnan næturís á Bleikálukvísl, sem er skammt austan Ásbjarnarvatna. Fór hann á bólakaf og tók um 4 klukkutíma að ná honum upp. Var hann dreginn í Laugafell, en þang- að var komið kl. 9 að morgni ann- ars í páskum. Alls voru eknir um 630 km í Laugafelli var áð til hádegis, sleðanum komið í gang og um kaffi héldum við norður á Nýja- bæjarfjall með ýmsum útúrkrókum og í blíðskaparveðri, því ekkert varð úr hríðinni, sem spáð hafði verið. Um kvöldmat renndum við í hlað á Sesseljubúð, þar sem bílarnir biðu okkar. Lauk þar með mjög ánægjulegri páskaferð. Alls voru eknir um 630 km og svo sannarlega höfðu veð- urguðirnir leikið við okkur allan tímann. Við Fjallkirkju nálægt hábungu Langjökuls. Sleði að sökkva i krapablá. Dýpið var upp undir hendur. „Held ég sé ósköp venjulegur maður“ Sumir kalla hann sérvitring, ins hér í bæ. Helgi hefur nú verið aðrir ofstækisfullan náttúru- húsettur á Akureyri í rúm 20 ár. verndarmann og enn aðrir eru Hann er giftur Kristbjörgu þeir til, sem vilja kalla hann Gestsdóttur og eiga þau þrjú okkar mesta alfræðing á sviði börn. náttúruvísinda, er við eigum í dag. Manninn sem skrifar um Til þess að gefa lesendum jarðfræði, dýrafræði, grasafræði Dags tækifæri á að kynnast og sögu. Greinar hans um hin þessum allsérstæða manni brá ýmsu þjóðmál vekja oft athygli, Helgar-Dagur sér inn á Nátt- bæði vegna kýmnigáfu og fyrir úrugripasafn skömmu fyrir sérstæðar skoðanir, sem ekki páska og ræddi drjúga stund við falla öllum í geð. Sjálfsagt Helga. Birtist hér hluti að þeim grunar marga við hvern er átt, en samræðum, en það sem Helgi það er Helgi Hallgrímsson, for- hefur frá að segja gæti vissulega stöðumaður Náttúrugripasafns- fyllt heila bók. Segðu mér þá fyrst Helgi lítillega af œtt þirmi og uppruna? „Ég er Austfirðingur, eða réttara sagt Austlendingur eins og ég vil kalla það, ættaður úr Fljótsdal. Standa þar að mér ýmsir fræði- menn og skáld, hins vegar veit ég ekki til þess, að náttúrufræðingar hafi þar nokkuð komið nærri. Ég tók stúdentspróf frá M.A. árið 1955 og sama ár sigldi ég til Þýskalands í framhaldsnám í náttúrufræðum, en áhugi minn á þeim vaknaði þegar á barnsaldri. Ég var við nám öðru hverju, lengst í Göttingen í Neðra-Saxlandi, allt til ársins 1963 er ég sagði skilið við þýska háskóla í hálfgerðu fússi, því þeir gátu ekki látið mig hafa lokaverkefni til að vinna að hér á landi.“ Alltaf gaman að kenna, vegna þeirra mannlegu tengsla er kennslan skapar Hvað tók við hjá þér, þegar þú hafðir fengið nóg af Þjóðverjum? „Meðan á námi stóð hafði ég öðru hverju stundað kennslu hér heima, fyrst á Eiðum og síðar við Menntaskólann á Akureyri. Ég var þó aldrei ánægður með kennslu- fyrirkomulagið. Þetta, að búta námsgreinarnar niður í tíma og rúmi, ef svo má segja, og þessi ítroðsla líkaði mér aldrei, enda getur enginn hugsandi maður verið ánægður með það. Ég reyndi að breyta þessu og get hrósað mér að því að hafa innleitt heimildarrit- gerðir í náttúrufræði hér við Menntaskólann. Nú er skólakerfið yfir höfuð að færast í þetta form t.d. í hinum svonefndu opnu skólum. Nám á fyrst og fremst að vera vinna, vinna í tengslum við lífið. Annars þótti mér gaman að kenna, ekki vegna fræðanna, heldur þeirra mannlegu tengsla er kennslan skapar, ef vel tekst til.“ Tilviljun að ég tengd- ist Náttúrugripasafn- inu Hvernig tengist þú svo Náttúru- gripasafninu? „Það var eiginlega tilviljun. Árið 1960 fékk ég námsstyrk í því skyni að læra sveppafræði við þýska há- skóla. Jafnhliða því fór ég að safna sveppum. Þetta safn mitt óx fljótt og leitaði ég þá til Magnúsar Guðjónssonar þáverandi bæjar- stjóra með húspláss fyrir það. Kom í ljós, að hér í safninu var ónotað herbergi, því enginn forstöðumað- ur var á þessum árum. Kristján Geirmundsson var þá fluttur suður til Reykjavíkur. Fékk ég þar að- stöðu fyrir sveppasafnið og fór svo að ég gerðist forstöðumaður Nátt- úrugripasafnsins árið 1964. Það gat hafa átt sinn þátt I því, að ég lauk ekki námi, því mér fannst ég vera kominn á rétta hillu.“ Að útskýra landslag er heillandi viðfangsefni Hvernig hefur starfi þínu verið háttað hér á safninu? „Ég hef lengst af verið eini starfsmaðurinn, og mál þróuðust því snemma þannig, að ég varð að leggja stund á nánast allar greinar náttúrufræði. Náttúrugripasafn krefst þess að þar sé til staðgott yfirlit um sem flesta þætti í náttúru þess landshluta, er því er ætlað að ná til þ.e.a.s. alls Norðurlands í þessu tilviki. Ég byrjaði því snemma að safna gögnum, síðan komu náttúruverndarmálin til sög- unnar og þá jókst þörfin ennfrekar að bera skyn á sem flest í ríki nátt- úrunnar, ekki bara að gerast sér- fræðingur í einum ormi, ef svo má að orði komast. í kjölfar Laxárdeilunnar fannst mér að safnið yrði að taka þar til höndum, og fór því ásamt fleirum að rannsaka svifið í Mývatni og Laxá. Reyndar fór nú mestur tím- inn í að kynnast því, sem leiddi til þess, að ég fékk áhuga fyrir þessu verkefni og ritaði um það nokkra greinar í „Heima er best“ árið 1971. Á næstu árum tók ég þetta síðan saman í kver, er út kom árið 1979 og nefnist; Veröldin í vatninu. Um svipað leyti eða árið 1969 hófst samvinna með safninu og Rannsóknastofu Norðurlands um að rannsaka lífið í jarðveginum. Þetta er mjög merkilegt viðfangs- efni ekki síst vegna búskapar, en hefur lítið verið sinnt hérlendis. Moldin er ekki bara dautt fyrir- bæri, eins og ýmsir hafa haldið eða hagað sér samkvæmt. Jarðvegurinn er lifandi efni, sem ekki má með- höndla eins og hverjum og einum dettur í hug. Sveppir hafa lengi verið mér áhugamál. Bókin Sveppakverið, er út kom árið 1979 er að nokkru leyti niðurstöður rannsókna á þessu sviði. Hún fjallar þó ekki um alla sveppi, heldur einungis svokallaða stórsveppi. Þeir eru það stórir að þeir sjást með berum augum og eru þekktar um 300 tegundir af þeim. Þar fyrir utan eru það svo míkrósveppirnir, eða það sem fólk almennt kallar myglu, en þeir hafa lítt verið rannsakaðir ennþá. Jafnhliða þessum athugunum hefi ég rannsakað ýmis svæði með tilliti til gróðursins, þ.e.a.s. kannað hvaða jurtir vaxa á hverjum stað eða svæði, m.a. á skaganum milli ' Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Árið 1975 hófst nýr kapítuli í rannsóknasögu safnsins, sem var fólginn í því að kanna náttúrufarið frá sem flestum sjónarhornum, ef svo má segja, í því skyni að meta náttúruverndargildi þess og því er það oft nefnt náttúruverndarkönn- un. Fyrstu könnunina af þessu tagi gerði ég í Jökulsárgljúfrum sumar- ið 1974 og síðan í Mývatnssveit. Einnig hafa slíkar kannanir farið fram á heiðunum umhverfis Blöndu og í Skagafirði í tengslum við hugsanlega Villinganesvirkjun. Þetta hefur verið eitt af aðalvið- fangsefnum mínum í seinni tíð. Landslag og jarðsaga er oft megin- þáttur í þessum könnunum, og ég hefi alltaf haft gaman af jarðfræði, en aldrei lært hana sérstaklega. Þetta að útskýra landslag er heill- andi viðfangsefni, raunar hefi ég í seinni tíð stundum kallað þetta „Landsálarfræði". Sérfræðingar minna mest á kálfa sem hleypt er út úr f jósinu á vordegi Af þessari upptalningu er Ijóst, að þú hefur sífellt verið að stœkka sjóndeildarhringinn, en hvað með sérnám í dag. Stefnir það ekki í aðra átt, og er slíkt œskHegt? „Sérfræðin hefur tröllriðið öllu háskólanámi síðustu áratugina, en nú sjást ýmis merki um að það sé að snúast við. Ýmis svokölluð„þver- fög“ hafa orðið til og má þar nefna vistfræðina sem dæmi. Sérfræð- ingum hættir oft til að halda að þeir séu afskaplega vísir menn og hafi lausnir á öllum gátum heimsins, en í rauninni minna þeir mest á kálfa sem hleypt er út úr fjósinu á vor- degi. Fátt finnst mér hvimleiðara en „vísindahroki" sumra þessara svonefndu sérfræðinga“. Ekki ætlunin að leysa nein vísindaleg vanda- mál En nú hefur þú gengist fyrir stofnun vísindafélaga. Er það ekki í mótsögn við það sem þú hefur verið að segja um vísindin? „Það er rétt, að ég ásamt Þóri Sigurðssyni menntaskólakennara og tveimuröðrum ræddum um það á árunum fyrir 1970 að nauðsynlegt væri að stofna slíkan félagsskap. Var það formlega gert 1. des. 1971 og nefndist Vísindafélag Norð- lendinga. Starfaði það allt fram á árið 1979, er það lognaðist út af. Félagatalan var bundin við hámarksfjölda 24 og var inntaka nýrra félaga háð vissum skilyrðum. Svo má segja að þessi félagsskapur hafi verið endurreistur í lok síðasta árs og nefndist þá Litla lærdóms- listafélagið (LLL) og hefur hann haldið nokkra fundi í vetur. Eldra nafnið var ekki allskostar réttnefni, því ekki var ætlunin að leysa nein visincíaleg vandamál, heldur miklu fremur að ræða mismunandi lífs- skoðanir manna. Þetta er talsvert heimspekilega sinnað félag. Til- gangurinn er að fá menn til að líta á hluti og fyrirbæri í öðru Ijósi en þeir eru vanir og víkka þannig sjón- deildarhringinn, hvort sem það er í vísindum eða öðru. Einnig tel ég að grundvallarsjónarmiðin á bak við vísindin geti verið nothæf, sbr. það að kristnin þarf ekki að vera vond þó kirkjan hafi stundum verið á villigötum.“ Það að ég sé á móti öllum framkvæmdum held ég að sé nú mis- skilningur Þú fékkst snemma það orð á þig að standa framarlega í náltúru- Helgi Hallgrfmsson. verndarmálum og að þar vœrir þú oft á tiðum erfiður viðfangs: „Þessi mál komust í brennidepil á árunum kringum 1970. Þá voru málefni Kísilvegarins svonefnda ofarlega á baugi, síðan kom Laxár- deilan til sögunnar. Árið 1970 helgaði Evrópuráðið náttúruvernd og ári seinna voru samþykkt hér á landi endurskoðuð náttúruvernd- arlög, er varð til þess að farið var að sinúa þessum málum af miklu meiri krafti. Við hér á Norðurlandi stofnuðum til félagsskapar árið 1969, er kallast Samtök um nátt- úruvernd á Norðurlandi (SUNN) og síðan hafa verið stofnuð samsvarandi félög í öðrum lands- hlutum. Ýmislegt hefur því verið að gerast í þessum málum á síðasta áratug, þó manni finnist aldrei nóg að gert. Virðist vanta allan skilning, bæði hjá almenningi og því opin- bera. Það að ég sé á móti öllum fram- kvæmdum held ég að sé nú mis- skilningur, sem kannske er eðlileg- ur, að komi upp. Samtök um nátt- úruvernd neyðast oft til að vera á móti ýmsum framkvæmdum eða að snúast gegn ákveðnum tillögum. 1 sambandi við virkjanir er gallinn sá, að þegar áætlanir um þær eru opinberaðar er oftast búið að und- irbúa þær svo mikið, að erfitt er að fara fram á aðra tilhögun, þar sem náttúruverndarsjónarmiðin eru tekin með. Annað hvort er því bara að halda áfram í óbreyttu formi eða hætta við allt saman. Ef sjónarmið allra hagsmunaaðila koma strax inn í dæmið, og á ég þá líka við bændur er ég viss um að oft má komast hjá deilum og að allir gætu orðið sammála í lokin. Hinu vil ég svo einnig koma að, að stefnan í náttúruverndarmálum hefur tekið miklum breytingum hér á landi á síðasta áratug í átt til mun meiri víðsýni og á þetta lika við um mig. Ég finn það vel að ég hef þroskast sem náttúruverndarmað- ur og vonandi í átt til hins betra" Maðurinn er mikið gefinn fyrir að skapa sitt eigið umhverfi Uppfyllir sú tœkniöld sem við lif- um á allar þarfir mannsins? „Flestir menn þurfa af og til að komast í snertingu við óspillta náttúru og því þurfum við að eiga hana sem viðast til staðar og getað boðið sem flestum að njóta hennar. Hitt er svo annað mál, að maðurinn er mjög gefinn fyrir það að skapa sér sitt eigin umhverfi. Það er reyndar eitt að einkennum manns- ins og aðgreinir hann frá öðrum dýrategundum sér skyldum. Helst er að finna svipaða þörf í skor- dýraheiminum. Oft á tíðum getur þetta tilbúna umhverfi verið að- laðandi, en þó er ljóst, að maðurinn á erfitt með að búa í tilbúnu um- hverfi alla æfi. Það vantar fjöl- breytni, en það er raunar okkur sjálfum að kenna, sérstaklega í sambandi við hönnun bæja og húsa, þar sem stefnt er að því, að hafa allt sem einfaldast. Þetta er þó að breytast, og þetta var ekki svona, sjáðu t.d. miðbæinn hér á Akureyri. Einfaldleikinn samsvarar ekki okkar andlegu kröfum; hann er þreytandi og leiðir oft til streitu. Listir eru tilraun til að auka fjöl- breytnina. Það sem þjóðfélag hlýt- ur að stefna að, er að bjóða upp á aukna fjölbreytni, þar sem hver einstaklingur fær notið sín. En þá kemur það líka í kjölfarið, að þar verður bæði hið góða og illa að finna og allt þar á milli.“ Ef einhver tegund mætti missa sín á jörð- inni, þá væri það lík- lega helst maðurinn. Ert þú ánœgður með lífið eins og það er í dag? „Ég held við hljótum öll að haía dálítið vonda samvisku. Ef maður reynir að setja sig í þau spor að skoða jörðina utan úr geimnum, er ljóst að hún er eins og vin í óend- anlegri eyðimörk. Ef við hugsum okkur svo hvað þetta er mikið kraftaverk, að hér skuli hafa sprottið líf, er ljóst að við höfum ekki hagað okkur í samræmi við það, bæði hver við annan í tímanna rás, en ekki síður gagnvart öðrum lífverum, sem raunar allt okkar líf byggist á, því hver lífvera er annarri háð. Reyndar mætti segja, að ef einhver tegund mætti missa sín hér á jörðinni, þá væri það helst mað- urinn. Aðrar lífverur mundu sakna hans iítið. Frá okkar sjónarmiði er maðurinn þó merkasta skepna jarðarinnar. Allir eitthvað skrítnir Að lokum Helgi. Hefur þú not- fœrt þér öll þau lifsþœgindi, sem nútíma lif býður upp á? „Sjálfsagt leita ég eftir efnisleg- um gæðum eins og aðrir, og hef notið þeirra lífsgæða, sem lífið býður upp á í dag. Það sem mér stendur næst eru smásjá og ritvél. Aðrir myndu sjálfsagt nefna eitt- hvað annað, og vissulega getur tæknin verið skemmtileg. Ég við- urkenni öll sjónarmið, og það væri þröngsýni að gera slíkt ekki, því öll höfum við einhvern rétt. Yfirhöfuð held ég að ég sé ósköp venjulegur maður og hefi ég oft haldið því fram, þegar verið er að bera það upp á mig að ég sé eitthvað öðruvísi en aðrir, þá sé það ég sem er eðli- legur, en aðrir eitthvað skrítnir.“ Eftir þetta samtal við Helga komu upp i hugann inngangsorð þessa spjalls. Hvernig mann hefur Helgi að geyma? Sjálfsagt er eitthvað til i þeim öllum. Það sem kom þó hvað mest á óvart er hin mikla kimnigáfa sem hann býr yfir, en fer oft dult með. En eitt er vist, að maðurerekki alveg samur maður eftir að hafa rœtt við Helga, og örtigglega vceri öðru- visi um að litast hér á jörð, ef fleiri hugsuðu svipað til lifsins og lilver- unnar hér á jörð. 6.DAGUR DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.