Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 8
DÆGURTONLIST Snorri Guðvarðarson k B| f|$j Bara fl( >kl ku irín in 1 „Ef Borgin (Hótel Borg, Rvík) hættir að starfa, þá er heimurinn í hættu!!!“ Svo fórust Ólafi Kristjánssyni orð í viðtali greinar- höfundar við Baraflokkinn. Ólafur er svokallaður umbi Flokksins, og hafa þeir félagar sér til aðstoðar annan slíkan, en hann heitir Jó- hannes Már. Starf umbanna felst auðvitað aðallega í því, að reyna að útvega „job“. Áður gegndi þessu starfi Óli Magg, en menn koma og fara hér eins og annars staðar. Og nú semja þeir Baraflokksmenn lög um gamla umbann. En snúum okkur nú að því, sem meira máli skiptir. Baraflokkurinn er hljómsveit sem er gerð út frá höfuðstað Norð- urland. og er hún orðin nokkuð gömul, a.m.k. á akureyrskan mæli- kvarða. BF. spilar ekki á al- mennum dansleikjum, heldur ein- beitir sér að tónleikahaldi og alls kyns öðrurn uppákomum. En ekki eru tónleikar haldnir um hverja helgi. og segir það sjtt um fjár- mögnun fyrirtækisins. Flokksmeð- limir hafa þurft að greiða mestallan kostnað. sem óhjákvæmilega fylgir hljóðfærakaupum, með peningum, sem þeir hafa unnið sér inn annars staðar. Verður það til þess, að sumir eiga ekki fyrir meira en bjúga í sunnudagsmatinn! Jón. Endanleg útgáfa flokksins, eða m.ö.o. Flokkurinn í sinni núver- andi mynd, svo og nafnið, er orðinn tveggja ára gamall, og skulu nú Flokksbundnir félagar upptald- ir... Árni Henriksen er trommuleik- ari BF. Hann er enn einn meðlimur hinnar víðfrægu Henriksens- trommuleikaraættar. Þór Freysson er gítarleikari, og raddar annað slagið. Baldvin H. Sigurðsson spilar á bassa og raddar hitt slagið. Jón Freysson sér um hljómborð, og raddar í einu lagi. Jón er líka föð- ursonur Þórs, þ.e.a.s. bróðir hans. Og þá er eftir Asgeir Jónsson. Hann er söngvari hljómsveitarinnar, og spilar á gítar. E.t.v. bætist svo sjötti meðlimurinn í kompanýið í sumar. Ásgeir á flest lögin sem BF. leikur, en öll eru þau frumsamin. Útsetn- ingar allra laga skrifast á Ffokkinn í heild. í vor, nánar tiltekið 7. mars kl. 4, var haldinn konsert i Nýja-Bíói hér í bæ. Staðið var að því framtaki í samráði við Pálma Guðmundsson, alias „Bimbó". Þeir, sem komu fram á þessum hljómleikum voru Tortíming og Baraflokkurinn. Næstum því 204 mættu, og líkaði mönnum vel, eftir því sem næst verður komist. Stuttu síðar lenti BF. í því að leika ásamt Utan- garðsmönnum, Fræbblunum og Cue for you (sem er í meira lagi undarleg hljómsveit) í Sjallanum, Nýja-Bíói og Dynheimum. Eftir Sjallaspilið buðu Utang.menn BF. að spila ásamt sér á blaðamanna- fundi í R-vík, en einhverra hluta vegna datt það upp fyrir. Þá vildu UM. fá sent suður svokallað „demo“, eða prufuupptöku með BF„ og er sú upptaka löngu farin til höfuðborgarinnar. Ekki þarf flók- inn heila til að fá það út, að einhver sé að spá í að fara að gefa út plötu. Ég tók eftir því, þegar þeir félagar spiluðu nokkur lög fyrir mig, að textar voru eingöngu á ensku. Hvers vegna? Ásgeir: Okkur finnst íslenskir textar hræðilegir, og við teljum okkur ekki geta bætt það, enska finnst okkur vera móðurmál poppsins, alveg eins og ítalskan er hið eina sanna mál óperunnar. En við tölum samt íslensku á æfingum. Svo er færeyska I miklu uppáhaldi hjá okkur. Við höfum samið lag, Baldvin. sem við köllum „Færeiska þjóð- sönginn" (með einföldu til að- greiningar frá þeirra eigin þjóð- söng), og hefst hann á lestri ljóðs. Ljóðið er að sjálfsögðu á færeysku. Nú hafið þið lítið upp úr þessu. Hvers vegna standið þið í svona spilamennsku? Þór: Ja, sko staðir hérna í bæn- um eru mjög lokaðir fyrir þessari tigund hljómsveita, og ekki er það til að bæta fjárhaginn að þurfa alltaf að fara suður til að koma fram. En við erum nú að þessu eingöngu fyrir okkur sjálfa, þ.e.a.s. ánægjuna. Við erum ekki að reyna að þóknast einum eða neinum öðrum. Baldvin: Ásgeir samdi einu sinni lag, sem heitir Radio prison. Það sýnir mjög vel, hvern hug útvarpið ber til þessarar tónlistarstefnu. Þó að fullt af fólki hafi gaman af þessari tegund tónlistar, þá heyrist hún ekki í útvarpinu, t.d. Fræbbla- platan eða Þeyr. En Þú og ég, og aðrir álíka eru þar sí og æ. Á hvað hlustið þið helst, þegar þið eruð ekki að spila? Þór: Við erum hrifnir af bresku nýbylgjunni, og þá sérstaklega þyngri kantinum, eins og t.d. Talk- ing heads, Cure og David Bowie, en hann hefur haft mikil áhrif á okkur. Nú hafið þið farið nokkrar ferðir suður til að spila. Ásgeir: Já, fyrst fórum við 22. apríl, og áttum að spila á 4 hljóm- leikum, en þeir urðu aðeins 2. Sú ferð var „tecnical bummer", eða með öðrum orðum bara vitleysa. Að vísu spiluðum við í Bifröst á leiðinni suður, og var það langbesti hluti ferðarinnar. 30. apríl fórum við aftur, og þá komum við fram ásamt 6 öðrum hljómsveitum á Borginni. Það var ofsa þröngt á sviðinu, og ég varð að standa upp á stól allan tímann. Það vakti mikla athygli. Einar umbi Utangarðs- manna organiseraði þá ferð algjör- lega. Jón: Við eigum UM. mikið að þakka, og sömuleiðis Fræbblun- um. Strákarnir í Þey hafa líka reynst okkur mjög vel. Hvað er á döfinni? Árni: Við erum að fara suður, til að koma fram á hljómleikum ásamt bresku hljómsveitinni Any trouble og tveim öðrum ísleriskum. Kannski gerum við eitthvað fleira sniðugt í leiðinni!!! Svo stílum við upp á, að fara einn góðviðrisdag í sumar inn á torg, og spila fyrir bæjarbúa. Einnig er uppi áætlun um að spila nokkra Bara- standarda norðan heimskauts- baugs. En svona í lokin, einhver alls- herjar yfirlýsing? Ásgeir: Innan Baraflokksins er viss tónlist, eða listgrein öllu held- ur, sem við köllum „Síanúkki ester fester bester tester!!!“ Þessi tónlist- arstefna er a.m.k. 40 árum á undan samtímanum. Hún á að gefa fólki innsýn í lífið.... í þrívídd. Sían- úkkinn er byggður á kenningum Darwins, og er samfleytt tónverk í 28 köflum. Baraflokkurinn er eins og ein fjölskylda. Okkar eina sanna áhugamál í lífinu er það, sem við erum að gera, og við ætlum að sigra heiminn .. . Byggt á viðtölum við Bara- flokkinn, en þau fóru fram bæði í Nýja og Gamla Lóni... S.G. Þór, Ásgeir og Árni. VÍSNAÞÁITUR Hjálmar Jónsson „Signir haga sunnuhvel sérhvern dag ég virði“ Svo sem í fyrri þáttum á þessu vori skulu nú tilfærðar vísur því tengdar. Kristján Ólason lítur vorkomuna öðrum augum en flestir aðrir í eftirfarandi vísu: Sólin vljar nió og mel niönnum léttir sporin. Sveklin gráta sig í hel. sárt er að deyja á vorin Meiri lífsgleði er fólgin í vísu Jóns S. Bergmann sem hér fer á eftir: Hljóðnar blær og blómin rjóð blika skær á völlum. Ljóma slær í lýsi glóð logar snær á fjöllum. Þá er ekki úr vegi að bæta við vísu Jóels Friðrikssonar frá Húsavík: Sær og land við sólarris saman standa bæði. Flytja anda almættis efnis vandað kvæði Fyrir skömmu heyrði ég það upplýst í fjölmiðlum að tiltölu- lega ódýrara væri að ferðast er- lendis en innan okkar eigin lands. Ekki voru það góðar fréttir, það er slæm þróun ef ekki er hægt að lifa og njóta þeirrar náttúrufeg- urðar sem í boði er. Vísast er þó um að ræða einhvern velferðar- barlóm, þvl það fylgdi fréttinni að meira væri út úr því að hafa að ferðast til sólarlanda. f því sam- bandi sjá menn það sem þeir vilja sjá. Þorsteinn Magnússon í Gil- haga orti þessa fögru vísu: Signir haga sunnuhvel sérhvcrn dag ég virði Nú er fagurt veit ég vel vor i Skagafirði. Öðru sinni hvað Þorsteinn um önnur verðmæti er gamlan vin hans hafði borið að garði: í fórum þessa ferðamanns fann ég gömlu árin. Fornleg voru fötin hans en fallega hirtur klárinn. Það má af þessu sjá að sinum augum lítur hver á lífssilfrið. Enn kveður Þorsteinn svo: Margan hcndir manninn hér mcðan lifs er taflið þrcytt að hampa þvf sem ekkert er og aldrci hefur verið neitt. Herdls Andrésdóttir á eftirfar- andi stöku sem skýrir sig sjálf eins og þær flestar: Býður fangið hlýtt og hljótt hlíöar vangi fagur, blómaangan engin nótt, allt er langur dagur. Jón S. Bergmann kveður svo um ástkæra ylhýra málið: Þroskar grcind og göfgar sál gull í bragarlínum. Þetta afl sem islcnskt mál á í fórum sfnum. Síðasta orðið í þessum þætti hefur Hildur Baldvinsdóttir frá Klömbrum: Blundað hef ég blitt i nótt sem barn i faðmi móöur. Mér hefur vaggað vært f nótt verndarengill góöur. Væri ekki auðveldara að vélrita, ef þú tækir hcttuna af? Það þarf ekki að vera flóð, þó það hafi rignt í nokkra daga. 8 . DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.