Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 3

Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 3
Þorvaldur Þorsteinsson LIFANDI BÆR tfk Uppstigningardagur var góður dagur á Akureyri. Kom þar einkum tvennt til; veðrið var ágætt og mannlífið óvenju mannlegt. Zontakonur héldu útimarkað jnni í fjöru og lúðrasveit gekk spilandi um götur bæjarins. Mátti víða sjá brosandi andlit i gluggum og sumir gerðu sér ferð út í dyr til að fylgjast með tónlistar- mönnunum og njóta tilbreyt- ingarinnar. En þetta var aðeins einn dagur. Einn af allt of fáum líflegum dögum hér í bæ. Allt of sjaldan erum við minnt á það að sam- félagið hefur upp á annað að bjóða en slys, morð, stríð og slæmar fréttir. Því miður gerist það sjaldan að grímunni er svipt af andlitinu og því leyft að brosa framan i náungann. Til þess gefst hvorki tími né tilefni, að því er virðist, — „jafnvel" ekki hér á Akureyri. Ég legg til að í sumar verði þessu breytt. I sumar ættum við að nota hvert tækifæri til að lífga upp á miðbæinn okkar og gefa grafalvarlegum vegfarendum til- efni til að afhjúpa jaxlana og tipla ögn léttar um torgið. M.ö.o. gera bæjarbraginn skemmtilegan. Möguleikarnir eru ótalmargir, — ég nefni nokkur dæmi: Lítill útimarkaður við torgið gæfi miðbænum þekkilegan svip. í fyrra minnir mig að vísir að úti- markaði hafi verið á torginu. Hann þarf að endurvekja og helst auka við. ísvagn á heitum dögum væri kærkominn. Mætti ganga þannig frá vörunni að engin óþrif hlytust af. Ekki ætti pylsuvagn að spilla Flóamarkaður Dagana 19.-29. júní n.k. verður haldið í Hamar í Noregi alþjóðlegt lúðrasveitamót þar sem mættar verða um 100 sveitir frá 10-12 löndum. Ákveðið hefur verið að Blásara- sveit Tónlistarskólans taki þátt í þessu móti til uppörfunar og skemmtunar fyrir félaga sveitar- innar. Fjáröflun hefur verið í gangi að undanförnu og sem liður í henni verður haldinn Flóamarkaður á föstudaginn kemur þar sem boðið verður upp á fjölbreytta muni, seldar veitingar og lúðrablástur. Flóamarkaðurinn verður hald- inn á túninu fyrir sunnan Fata- hreinsunina í Hólabraut og hefst kl. 14. fyrir stemmingunni. Þó er hann síðri vegna óþrifa sem væntan- lega fylgja, því ekki kunnum við enn að ganga um bæinn að mennskum sið. (Nægir að minna á vanþekkingu varðandi notkun rusladalla og óvirðingu við blómaskreytingar á torginu í fyrra). Hvetja þarf tónlistarfólk til dáða. Tónlistarmaður sem fitlar við hljóðfæri sitt í sólskininu gleður hjarta náungans og léttir honum sporin. Harmonikkuleik- ari, gítarleikari, flautuleikari eða fiðluleikari, — allt þetta lífgar upp á tilveruna. Er ekki kjörið fyrir nemendur í Tónlistarskól- anum að spreyta sig á þennan hátt? Leikflokkar gætu einnig reynt sig á torginu. Þyrfti lítinn, jafnvel engan viðbúnað svo gaman yrði að. Og hvað með götumálara eða — teiknara? Nú finnst einhverjum að draumórar einir séu á ferð. Að fæst af þessu sé framkvæmanlegt í okkar risjótta veðurfari. Þeirri svartsýni svara ég með því að benda á að allt það sem hér hefur verið nefnt er mjög einfalt og auðvelt í meðförum. Auðvelt er að koma því upp með litlum fyr- irvara á góðviðrisdegi og hætta við ef syrtir í álinn. Ég er sannfærður um að hægt er að gera miðbæinn lifandi á einfaldan máta. Ekki skortir möguleikana, aðeins fram- kvæmdina. Hér ættu einhverjir áhugasamir menn að ýta úr vör. Það þarf einhvern til að brjóta ís- inn, — eftir það er leiðin greið. Drífum í þessu í sumar. Það er ekki eftir neinu að bíða. Góða skemmtun. Nýja linan fni GUSIAVSBERG Hönnuö til ad mæta kröfuhöröum hagstíl byggingamóös níunda áratugsins. Enda kaupa fleiri hér á landi GUSTAVSBERG en öll önnur hreinlætistæki samanlagt. Á verði sem allir ráða við. Leitið upplýsinga. Biðjið um myndlista. Kaupfélag Eyfirðinga Byggingavörudeild Póstsendum um allt land Nýjungamar fylgja Örugg og tæknilega fullkomin. Ódýr, stílhrein og audstillanleg. Glæsileg i nýja baöherbergiö og eldhúsid og audtengjanleg viö endurnýjun á gömlu. Leitiö upplýsinga. Biöjiö um myndlista. Kaupfélag Eyfirðinga Byggingavörudeild Póstsendum um allt land Það stendur í blaðinu, að þjófarnir séu alitaf að verða bíræfnari. DAGUR.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.