Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 2

Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 2
Margrét Krístinsdóttir Matur - niatur - matur - Þá er sumarið loksius komið og þungu fargi létt af sálum okkar með vaxandi birtu og hlýindum. Við þessar aðstæður grípur okkur oft óviðráðandi löngun til að komast út í náttúruna, njóta gróðursins, fuglakvaksins og lækjarniðarins. Við förum á bíl, á hjóli eða gangandi, leitum uppi friðsælan reit og hreiðrum um okkur með nestiskörfuna, ung- um og öldnum til óblandinnar ánægju. En það er einmitt nest- iskarfan sem verður til umræðu nú. Fólk velur sér nesti eftir smekk hvers og eins, en það sem við höf- um þó helst í hugum okkar er að það sé liolll, gott og fvrlrferóarlítiS — og gleymum ekki ruslapokan- urn. Við tökum gróf brauð fram yfir hveitibrauð í flestum tilfellum, ávaxtasafa og mjólkurdrykki fram yfir gosdrykki og ef við förum með einhvers konar majónessalöt mun- um við eftir að kæla þau mjög vel áður en farið er af stað. Allir þekkja þetta venjulega nesti svo sem samlokur, kex, osta og ávexti og kannski er verið að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar einhverju við. Þó fá að fljóta með nokkrar skemmtilegar uppskriftir sem auðvitað má nota alveg eins heima og í nestiskörfuna. Fyllt snittubrauð / snittubrauð Vi gúrka í litlum bitum, takið e.t.v. kjarnana úr þá verður fyllingin ekki eins blaut. 2-3 msk. sýrðar gúrkur. saxaðar 350 g skinka, söxuð 200-250 g góður ostur, t.d. Búri, rif- inn 1 búnt graslaukur, eða Vi laukur 1 búnt dill 1 búnt steinselja eða I tsk. af þurrk- ttðll 150 g smjör salt, pipar, parika Meðlæti ef vill: harðsoðin egg og tómatar. Skerið brauðið langsum og takið töiuvert innan úr því með teskeið (þurrkið það og notið í rasp). Klippið kryddjurtirnar smátt og hrærið svo öllu vel saman. Setjið fyllinguna í neðri brauðbotninn, hvolfið hinum ofan á og þrýstið vel saman. Setjið álþynnu utan um og kælið vel. Brauðið er síðan sneitt og og e.t.v. borin harðsoðin egg í bátum og tómatar í bátum með. Kjúklingasalat IV:i dl majones 1-2 tsk. karry 2 msk. sítrónusafi 100 g hnetukjarnar, saxaðir 350 g soðið eða steikt kjúklingakjöt i litlum bitum salt, pipar, steinselja. Blandið öllu vel saman og setjið í samlokur eða í tartalettur. Kælið vel. Túnfiskssmjör 1 ds túnfiskur, þerraður og saxaður 2 tsk. gott edik 2 msk. tómatsósa 2 tómatar, afhýddir og saxaðir salt og pipar 50 g lint smjör Blandið öllu saman. Athugið að auðvelt er að afhýða tómatana með því að dýfa þeim smástund í sjóð- andi vatn áður. Ljóst rúgbrauð er tilvalið með og ætti þessi uppskrift að duga í 5-6 samlokur. Kræklingasalat 150 g majones 2 msk. rjómi 1 rifið epli 2 msk. pickles, saxaður ögn af sinnepi 20-30 niðursoðnir krœklingar dill eða steinselja e.t.v. ögn af sherry Hrærið allt vel saman, setjið í vel lukt ílát og kælið vel. Hafið brauð eða kex með. Einnig má búa til samlokur og nota salatið sem fyllingu og muna að kæla vel áður en farið er af stað. Heimabakaðir brauð- hleifar úr grófu mjöli, léttir og ilmandi 450 g heilhveiti 450 ghveiti 2 tsk. salt 25 g olía 5 tsk. þurrger (perluger) 3 tsk. sykur 6 dl volgt vatn Setjið vatnið í skál, stráið gerinu yfir og látið bíða um stund. Blandið olíu saman við og setjið u.þ.b. % af þurrefnunum út í. Sláið vel af lofti í deigið með góðri trésleif, stráið mjöli yfir, breiðið klút yfir og látið lyfta sér í 30-40 mínútur. Sláið þá nýtt loft í deigið með sleifinni, setj- ið það á borð og hnoðið því sem eftir var af mjölinu upp í. Athugið þó að gera ekki deigið of þurrt, það á að vera mjúkt, volgt og þétt. Mótið 2 kringlótta hleifa og setj- ið á smurða bökunarplötu, skerið kross í miðjuna, breiðið yfir og látið lyfta sér við yl í 20-30 mínútur. Bakið við 180° C í u.þ.b. 50 mínút- ur, penslið brauðin með vatni eftir 30 mínútna bakstur og aftur um leið og þau eru tekin út úr ofninum. Kælið á rist. Fmun húsvfð BORGARSÍDU! Tvílyft einbýlishús Við bjóðum til sölu fimm glæsileg einbýlishús úrtimbri, hæð og ris, samtals 163,5 m2 að stærð, hvert um sig. Húsin eru byggð úr einingum frá Húseiningum h.f. á Siglufirði, og verða þau tilbúin til afhendingar fyrstu dagana í september n.k. Upplýsingar Allar upplýsingar verða gefnar hjá Byggi s.f., Sunnu- hlíð 10, sími 24719, kl. 19-22 daglega Teikningarog upplýsingabækurtil reiðu. Sérhönnuð einingahús Húsin eru teiknuð af Viðari Olsen, sérhönnuð fyrir lóð- irnar við Borgarsíðu 23,25,27,29 og 31. Hægt er að velja um þrjú byggingarstig við kaupin. Grafið verður út fyrir bílskúr og bílstæði, en skúrinn er ekki reiknaður með í verði hússins. BYGGIR Akureyri 2.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.