Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 9

Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 9
GLÆÐUR Jón Gauti Jónsson J. Gudmanns Minde Á undangengnum árum hafa staðið yfir miklar framkvæmd- ir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en nú eru liðin tæp þrjátíu ár frá því að fiutt var í núverandi húsnæði. Þetta sjúkrahús var þó ekki hið fyrsta sem reist var á Akureyri, og verður nú í stuttu máli rakin saga sjúkrahúsbygginga á Ak- ureyri frá því að hún hófst fyrir rúmum 100 árum. Einkum verður stuðst við grein eftir Árna Jónsson, er birtist i Heima er best 6. árg. nr. 4. Árið 1873 gaf F.C. Gudmann kaupmaður, Akureyrarbæ, sjúkrahús og stóð það við Aðal- stræti 14. Hús þetta var búið 8 sjúkrarúmum og nauðsynlegum hjúkrunargögnum. Sjúkrahúsið var síðan vígt 7. júlí 1874 í viður- vist landshöfingja og annarra stórmenna og nefnt Sjúkrahúsið J. Gudmanns Minde til minning- ar um föður gefandans. Margt mun hafa verið áfátt í rekstrinum fyrstu árin, eða allt til þess, að Guðmundur Hannesson varð héraðslæknir á Akureyri árið 1896. Fyrir atbeina hans var fljótlega hafist handa við að reisa nýtt sjúkrahús. Gekk það mjög vel og tók það til starfa árið 1899. Það var staðsett uppi á brekkunni milli núverandi Spítalavegar 13 og barnaheimilisins Stekks. Þetta nýja sjúkrahús rúmaði um 20 sjúklinga en þótt það þætti myndarlegt um aldamótin varð það fljótlega of lítið. Var því fljótlega hafist handa um við- byggingu norðan við húsið og var því verki lokið árið 1920. Rúmaði Sjúkrahúsið nú um 40 sjúklinga. Þessi viðbótarbygging stendur enn (Spítalavegur 13). Fljótlega upp úr 1930 er aftur farið að ræða um nýja og endurbætta sjúkra- húsbyggingu. Höfðu skipulagsyf- irvöld upphaflega áætlað að staðsetja bygginguna á ytri brekkunni, þar sem Frímúrara- höllin er nú. Var þó horfið frá þeirri hugmynd, bæði vegna þess hve lóðin var lítil og eins vegna hugsanlegra óþæginda vegna umferðar í miðbænum. Var ákveðið að hin nýja bygging skyldi reist á svo til sama stað og hin eldri, aðeins lítið eitt sunnar, á' norðurbarmi Búðagils. Árið 1938 voru allar teikningar tilbúnar. Átti hið nýja sjúkrahús að vera með 75 rúmum og skipt- ast í tvær deildir. En um það leyti er framkvæmdir áttu að hefjast, barst erindi frá kaþólska bisk- upnum í Landakoti, þar sem rætt var um, að vel gæti svo farið að kaþólskir menn vildu reisa sjúkrahús á Akureyri. Ekkert var þó úr því, en framkvæmdir töfð- ust vegna þeirra umræðna, er áttu sér stað. Árið 1938 var þó hafist handa við að reisa hluta hinnar væntanlegu byggingar, og var viðbótin tengd hinni gömlu byggingu með timburgangi og tekin í notkun árið 1940. Þessi bygging stendur enn og er nú notuð sem barnaheimili á vegum Sjúkrahússins (Stekkur). Fimm árum síðar var reist 11-12 rúnia geðveikradeild í brekkunni vest- an við aðalbygginguna og starfar hún enn. Á styrjaldarárunum komu fram hugmyndir um að hafa hið væntanlega sjúkrahús enn stærra en áætlað hafði verið með alls 95 rúmum. En áður en framkvæmd- ir hófust hreyfði Jónas Jónsson frá Hriflu við hugmyndinni um fjórðungssjúkrahús og aukin framlög úr ríkissjóði til þeirra. Var því framkvæmdum frestað enn um sinn. Alþingi samþykkti síðan lög um fjórðungssjúkrahús og ákváðu forystumenn sjúkra- hússmála hér á Akureyri, að nýtt sjúkrahús skyldi rísa samkvæmt þeim lögum. öllum var ljóst að byggingin yrði að vera miklu mun stærri en ráðgert hafði verið, og kom þá í ljós að finna varð henni nýjan stað. Var hinni nýju bygg- ingu ákveðinn staður á Eyrar- landstúninu beint suður af Lysti- garði bæjarins. Homsteinn að nýju bygg- ingunni var lagður. hinn 18 ágúst 1946. Henni miðaði ágætlega fyrst í stað, en síðar gekk allt hægar, stundum vegna efnis- skorts en þó aðallega vegna fjár- skorts. Loks mátti þó húsið heita fullbúið og þriðjudaginn 15. des- ember 1953 voru fyrstu sjúkling- amir og öll starfsemin flutt úr gamla spítalanum og í hina nýju byggingu. Ekki verður saga þessi rakin lengra enda flestum kunn, en þess má að lokum geta að elsti hluti hins gamla sjúkrahúss var rifinn skömmu eftir 1950 og efnið flutt upp í Hlíðarfjall þar sem húsið var endurbyggt og kallast það nú Skíðastaðir. Elsta sjúkrahúsið á Akureyri, Aðalstræti 14. (JGJ). --V Spitalavegur 13 og bamaheimilið Stekkur. Hlutar af næstelsta sjúkrahúsinu. Byggingin á milli þeirra hefur nú verið flutt upp i Hliðarfjall. (JGJ). TÓNLISTARPISTILL Guðmundur Gunnarsson Bannfærð róniantík? > Vanþakklæti væri að kvarta um viðburðaleysi á sviði tónleika- halds hér í bæ síðustu vikur, þótt fastir liðir eins og samsöngvar karlakóranna hafi flust af þess- um áður hefðbundna tíma. Á fjórum dögum, 7.-10. maí voru á dagskrá þrennir tónleikar. Fyrstur reið á vaðið Passíukórinn með messu Dvoraks í D-dúr. Um þá tónleika hefur verið ritað opin- berlega og komu þar fram þau at- riði, sem undirritaður hefði helst viljað gera að umtalsefni. Mun því ekki fjölyrt frekar um þá tónleika, en kórfélögum og einsöngvara, Þuríði Baldursdóttur, færðar þakk- ir fyrir kvöldið og látin í ljósi til- hlöíckun að heyra Carmina Burana áður en langar stundir líða. Einn dagur leið án tónleika og upp rann laugardagur 9. maí. Þá gafst tónlistarunnendum kostur á að heyra heimslistamenn frá því höfuðbóli menningarinnar, sem Lundúnir heitir. Ekki þarf að setja á langar ræður um Philip Jenkins fyrir akureyrsk- um tónlistarunnendum. Hæfni hans sem einleikara er óumdeilan- leg og fáguð og aðlaðandi fram- koma setur hugþekkan blæ á í hvert skipti, sem hann kemur fram. Með Jenkins var sellóleikarinn Douglas Cummings. { tónleikaskrá var hann kynntur nokkrum orðum og vék sú umfjöllun öll að þeim punkti, að hann væri einn fremsti sellóleikari Bretlands. Nú skemmst er frá því að segja, að kynningin varð sér ekki til skammar. Tækni Cummings og tök hans á hljóðfær- inu virtust hreint furðuleg á stund- um. Hvað best kom þetta í ljós, þegar hann lét sónötu landa síns, Benjamins Brittens. Þá kom manni fastlega í hug, að hljóðritun ein sér gæfi alls ekki fullkomna mynd af flutningnum. Þar þyrfti sjónin líka að koma til, nauðsynlegt væri að sjá „handverkið", hvernig listamaður- inn beitti boga og fingrum til að galdra tóna og samhljóma fram úr hljóðfæri sínu. Svo kom sunnudagurinn 10. maí. Þá kom fram heimalistamaður ef svo mætti segja. Guðrún Þórarins- dóttir, nemandi í víóluleik hélt lokaprófstónleika sína frá Tónlist- arskólanum. Af einstökum verkum á efnisskrá vil ég nefna Adagio eftir Kodalys. Yfir því var einhver rökkri og töfr- um þrunginn dularblær. Johann Sebastian Bach þurfti nokkuð langan tíma fannst mér að koma hugmyndum sínum á framfæri við áheyrendur í svítu sinni í G-dúr. En átjándu aldar menn voru víst ekki eins streitufullir og tímalausir og við nútímamenn. Guðrún naut á þessum tónleik- um fulltingis ungs og ötuls píanó- leikara, Paulu Parker. Báðar eiga þær heiður og hrós skilið fyrir frammistöðu sína og framgöngu á hljómleikapalli. Vonandi eigum við eftir að hlýða á leik Guðrúnar í framtíðinni, eftir hún hefur aflað sér frekari kunnáttu og frægðar i honum stóra heimi. Of fáir komu að hlýða á leik hennarogáheyrend- ur voru heldur ekki vonum fleiri á tónleikum Cummings og Jenkins. Á vordögum stendur Tónlistar- skólinn fyrir fjölbreyttu tónleika- haldi nemenda sinna eldri og yngri. Því miður hafa of margir þeirra farið framhjá mér á þessu voru. Þó hlýddi ég 2. maí á hóp ungra ein- leikara í Borgarbíói. Þegar litið var yfir verkefnaskrána, vakti athygli, að þar var nær engin verk róman- tísku tónsskáldanna á fyrri hluta 19. aldar að finna. Nöfn eins og Mozart, Beethoven og Schubert sáust þar ekki. Aftur rifjaðist þetta upp, þegar undirritaður heyrði Jón Stefánsson, söngstjóra Langholts- kirkjukórsins og einn athyglisverð- astan yngri tónlistarmann okkar, lýsa yfir því í sjónvarpsþætti, að hann sniðgengi einmitt þetta tima- bil í verkefnavali kórs síns. Mér varð þá litið í eigin barm, einmitt þessi tónskáld eru mér hvað hug- stæðust. Svo gæti virst af þessum tveimur tilgreindu dæmum, að rómantísk tónlistarstefna nítjándu aldarinnar ætti ekki hylli þeirra tónlistarmanna, sem nú eru á létt- asta skeiði á landi hér. Ekki vill undirritaður gera því skóna, að þeir telji tónskáld þéssi léleg. Líklegri skýring er, að þeim finnist verkum þeirra of mjög hafa verið á lofti haldið samanborið við önnur tímabil tónlistarsögunnar. Og ör- ugg vissa mín er sú, að andleg innrétting mannskepnunnar þurfi æði mikið að breytast, svo að ein- mitt verk þessara tónskálda glati því aðdráttarafli, sem þau á aðra öld hafa haft á hugi tónlistarunn- enda. DAGUR.9 <

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.