Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 4
„Dagdveljau Hve margir takkar eru á hnettinum? Umsjón: Jón Gauti Jónsson Bragi V. Bergmann Ég er bæði elstur og yngstur í heiminum. * Ingimundur og hans hundur sátu báðir og átu. Nú nefni ég hundinn, og gettu mína gátu. * Hve margar tröppur? í eldsvoða einum fyrir skömmu stóð slökkviliðsmaður í miðþrep- inu á brunastiganum og beindi vatnsbununni inn í logandi bálið. Þegar nokkuð sló á eldinn og reykinn, hækkaði hann sig í stig- anum um þrjú þrep og hélt starfi sínu áfram þaðan. En allt í einu magnaðist eldurinn á ný og hann neyddist til að færa sig niður um fimm þrep. Skömmu síðar færði hann sig upp um sjö þrep og þar stóð hann þar til eldurinn var slökktur. Þá klifraði hann upp sex síðustu þrepin og skreið inn í bygginguna. Hve mörg þrep voru t stigan- um? i •L 3 y r fe ? 9 to II 13 IW i r F Veistu? 1. Hvor eyjan er stærri, Hrísey eða Grímsey? 2. Eftir hvem er bókin; Hreiðrið? 3. Hvar á landinu er Lágheiði? 4. Hversamdi lagið: Litla flugan? 5. Hvað er tunglmánuður langur? 6. Hvaða bók er talið að komið hafi fyrst út á íslensku? 7. Hver er hraði hljóðsins? 8. Hvaða ár kom fyrsti bíll til landsins? 9. Hvað eru 0 gráður á Celcius margar gráður á Fahrenheit? 10. Hvert er annað nafn á sporasóley? Fangelsið í fangelsinu eru 15 klefar, auk klefa fangavarðarins, sem er merktur F. Hvernig getur fanga- vörðurinn gengið úr klefa sínum í alla hina klefana og til baka, án þess að fara tvisvar í gegnum sama klefann. Veiðiferðin Ég tók silungsstöngina mína einn sunnudagsmorgun í sumar og fór niður að síkinu til að veiða. Er ég kom heim aftur, spurði Bína systir mín, hve marga silunga ég hefði veitt. Þá svaraði ég á þessa leið: Ég ætlaði mér að veiða fimmtíu silunga í síkinu, en þegar til kom, vantaði mig tvo silunga til að hafa veitt fimmta partinn af helmingi þess, sem ég upphaflega ætlaði. Hve marga silunga veiddi ég? 4.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.