Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 11

Dagur - 05.06.1981, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR \ / V. vv gjS|OÖUB j lioqsujBA '01 jnijjjS '6 >061 CMy '8 •is|)|/iu)i/.8i| uin 'L •uoss)||v)|si)oo PPO JiJja pnuauiBisni u[Xm 9 •jn3Bpes'6Z 'S •uossJ9p||BH sijj3is 'p •JcpjufjSjeiQ 3o jegjufjniSis !|I!W '£ •uossgjnSis'uuEiipf jnjB|Q 'j 'A3S|jh I — njspA — 9|A jqas ■pj njs ujdojci '8£ njo jjujhSujujXiijjcI ■jeSun|js i :u|9J3j|Q|0A "N uu|ui|x nfjOAp§BQ b usnnq Sigbjörn Gunnarsson Boltinn farinn að rúlla t Þá er boltinn farinn að rúlla, hin- um fjölmörgu áhugamönnum til ánægju. Líkast til hafa Akureyr- ingar sjaldan beðið með meiri óþreyju eftir íslandsmótinu í knattspyrnu, en einmitt í ár, þar sem bæði félögin okkar eru að þessu sinni í 1. deild. Ekki verður annað séð en fé- lögin fari allvel af stað. Þegar þetta er ritað voru mér einmitt að berast úrslit úr leik Fram og Þórs í Reykjavík, þar sem Þórsarar sigr- uðu með einu marki gegn engu. Þar með hafa Þórsarar hlotið þrjú stig úr jafnmörgum leikjum, og verður að segjast að það er betri árangur en menn hefðu þorað að vona. Nær allir sem spurðir hafa verið álits, hafa dæmt Þórsara sem „fallkandidata". Þó skammt sé liðið á mót virðast Þórsarar þó ætla að spjara sig mun betur, en „spájöfrarnir" hafa getið til um. KA hefir í sínum tveimur leikjum hlotið tvö stig, og er það nokkuð í samræmi við þær hugmyndir sem menn hafa gert sér Um gengi liðsins. Áhorfendur Á dögunum hitti ég nokkuð stór- an hóp knattspyrnumanna og áhugamanna um íþróttina í Reykjavík. Talið barst að áhorf- endum á hinum ýmsu stöðum á landinu og voru menn nokkuð sammála um að framkoma áhorfenda í Vestmannaeyjum væri með því versta sem gerðist hér á landi. Síðan voru Akureyr- ingar nefndir næstir í röðinni. Ég reyndi að malda í móinn, en varð lítt ágengt. Ekki var ég alveg sátt- ur við þessi ummæli þegar ég hvarf á braut, en þegar ég fór að hugleiða málið í rólegheitum er ég ekki frá því að framkoma áhorfenda hafi farið versnandi á síðustu árum hér. Þar kemur einkum tvennt til. í fyrsta lagi hefir verið tekin upp sú stefna hér að leika flesta heimaleiki á föstu- dögum, sem er ágætis tímasetning frá mínum bæjardyrum séð. Sé leikið á föstudögum er ekkert sem hindrar knattspyrnuáhugamenn að sinna fjölskyldum sínum um helgar, og auk þess geta leikmenn þá eytt helgunum fyrir sig og sína. Sá galli fylgir þó gjöf Njarðar að ölvun hefir verið afar áberandi oft á tíðum á föstudagsleikjum og fylgifiskur ölvunar á vellinum hefir verið leiðinleg framkoma í garð dómara og leikmanna, sem veitir okkur Akureyringum þennan vafasama heiður að vera taldir meðal leiðinlegri áhorf- enda á landinu. Að sjálfsögðu er það mikill minnihluti áhorfenda sem þarna á í hlut, en nógu stór samt. Einhvern veginn verður að komast fyrir ölvun á vellinum, því betra er að vera án þeirra króna, sem þessir vallargestir greiða, en halda reisn og orðspori sem sannir knattspyrnuunnendur. Annað sem veldur er að liðin hér á Akureyri eru nú orðin tvö í stað eins áður, og þar með magn- ast viss spenna á milli áhangenda liðanna, einkum þó þeirra yngri, sem veldur orðaskaki og leiðind- um á vellinum. íþróttir í sjónvarpi Svona rétt í lokin langar mig að koma fram ábendingu til þeirra íþróttafréttaritara í sjónvarpinu. Margir eru þeir sem hafa hug á að heyra úrslit úr þeim íþrótta- mótum sem fram fara á laugar- dögum. Víst er að úrslitin birtast í íþróttaþættinum fyrr eða síðar. Hins vegar hefir fólk ekki alltaf hug á, eða tækifæri til, að sitja yfir sjónvarpi lon og don í tvo tíma á laugardögum. Því er það vissa mín að íþróttaunnendur mundu fagna því ef úrslit birtust alltaf á sama tíma í þættinum og þá t.d. í upphafi þáttarins, þau úrslit sem þá yrðu kunn og síðan færu síð- ustu mínútur þáttarins í að skýra frá helstu viðburðum dagsins. Því að leita langt yf ir skammt? Ýmsir litir og margar gerðir COLT LANCER GALANT SAPPORO PICKUP 4x4 PICKUP MINIBUS SENDLABILAR Nýi bíllinn er til á Akureyri! Tugir bíla í tollvörugeymslu Fjölnisgata 2A. MITSUBISHI 1 MorraRS _ VdAGUR - Auglýsingadeiid Komið og leitið upp- lýsinga hjá sölu- manni! Nýju bílarnir í tollvörugeymslunni bíða nýrra eigenda. Við bjóðum líka upp á fullkomna viðgerðarþjónustu. Verkstæðið er við Fjölnisgötu 2A. Síminn er 21365. S á Akureyri: HOLDURS/F Tryggvabraut 14 Símar: 21715 og 23515 Sölumaður: Eyjólfur Ágústsson DAGUR.11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.