Dagur - 11.06.1981, Qupperneq 4
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 17., 23. og 26. tbl. Lögbirtinga-
blaósins 1981 á Stjörnugötu 7 (Breiðholti), Akur-
eyri, þingl. eign Kristins Ó. Jónssonar, fer fram eftir
kröfu bæjarsjóös Akureyrar á eigninni sjálfri
mánudaginn 15. júní n.k. kl. 15.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
fbúð til sölu
að Þórustöðum í Öngulsstaðahreppi. Suðurhluti af
gömlu, traustu steinhúsi. 8 km. frá Akureyri.
Hitaveita.
Uppl. á kvöldin í síma 24931.
Til sölu eru
húseignirnar:
Strandgata 51 (tvær íbúðir),
Kaldbaksgata 2
(áður Vélsmiðja Steindórs h.f.)
og Kaldbaksgata 4
(iðnaðarhúsnæði).
Seljast sameiginlega eða hver útaf fyrir sig.
Upplýsingar gefur Bernharð Steingrímsson í síma
25845 á daginn og í síma 24849 á kvöldin.
Akureyringar -
Eyfirðingar
Munið stjórnmálafundinn með alþingismönnunum
Ingvari Gíslasyni, Stefáni Valgeirssyni og Guð-
mundi Bjarnasyni á Hótel K.E.A. í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Hestur í óskilum
á Ytri-Tjörnum. Rauður, glófextur með gráan blett í
hægri lend. Mark óbitið aftan fjöður framan vinstra.
Markleysa eða meiðsli aftan hægra.
Eigandi vitji hestsins sem fyrst og greiði áfallinn
kostnað.
Baldur H. Kristjánsson.
Dagverðarvík
Þeir aðilar sem eiga muni í geymslu hjá Norðurverki
í Dagverðarvík eru vinsamlegast beðnir að fjar-
lægja þá í síðasta lagi 15. júní.
NORÐURVERK H.F.
IMOLM
Áhrifamikill
auglýsingamiðill
Aðalfundir
Samvinnutrygginga g.t.,
Líftryggingafélagsins Andvöku og
Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga h.f.,
verða haldnir í fundastofu Samvinnutrygginga,
Ármúla 3, Reykjavík, þriðjudaginn 23. júní 1981 og
hefjast kl. 10 fyrir hádegi.
Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félag-
anna.
STJÓRNIR FÉLAGANNA.
Auglýsing um lögtak
Þann 9. júní 1981 kvað sýslumaður Eyjafjarðar-
sýslu upp almennan lögtaksúrskurð fyrir eftirtöld-
um ógreiddum en gjaldföllnum gjöldum til Sveitar-
sjóðs Saurbæjarhrepps álögðum 1979 og 1980 svo
og gjaldföllnum fyrirframgreiðslum 1981: útsvar,
fasteignaskattar, aðstöðugjald, kirkjugarðsgjald
og kirkjugjald. Má taka gjöld þessi lögtaki að liðn-
um 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar.
Oddviti Saurbæjarhrepps
Ný verslun
með skrifstofutæki og skrifstofuhúsgögn
Skrifstofuval h.f.
Kaupangi v/Mýrarveg (snýr að Þingvallastræti)
sími25004
SÝNING Á VÖRUM
í tilefni opnunar verslunarinnar verður haldin sýn-
ing á þeim vörum sem verslunin verður með en þær
eru:
__ Facit ritvélar
__ Facit reiknivélar
__ Facit skrifstofuhúsgögn
__ Infotec Ijósritunarvélar
__ Sharp Ijósritunarvélar
__ Silver Reed ritvélar
__ Modulex innanhússmerkingar
Sýningin verður opin sem hér segir::
Fimmtudag 11. júní kl. 14-21
Föstudag 12. júní kl. 14-21
Laugardag 13. júní kl. 10-18
Okkur væri mikill heiður af heimsókn yðar einhvern
fyrrnefndra daga.
Skrifstofuval h.f.
Hvellhetta
sprakk í
höndum
drengs
Á annan í Hvítasunnu varð það
óhapp að hvelihetta sprakk í
höndunum á 12 ára gömlum
dreng í Reykjahlíðarþorpi í
Mývatnssveit.
Atburðurinn varð í heimahúsi,
þar sem tveir drengir voru saman
að leik. Þeir munu hafa tengt raf-
hlöðu við hvellhettuna með þeim
afleiðingum að hún sprakk og
missir drengurinn alla vega þrjá
fingur, ef ekki alla hendina.
Drengurinn var strax sendur til að-
gerðar á Borgarspítalanum í
Reykjavík hjá Rögnvaldi Þorleifs-
syni, sem græddi hönd á stúlku ekki
alls fyrir löngu.
Hvellhettuna segjast drengirnir
hafa fundið á ruslahaug og höfðu
haft hana undir höndum í allt að
einn og hálfan mánuð.
ENGINN
ARANGUR
Túnsbergi 9. júní.
Frá því í janúar hcfur verið
unnið að borun eftir heitu vatni
á Svalbarðseyri og hefur nú ver-
ið borað þar um 1600 metra djúp
hola.
Árangur af þessari borun hefur
því miður enginn orðið, og vafa-
samt að hann verði nokkur þar sem
borun fer senn að ljúka, en ætlunin
er að holan verði um 1800 metra
djúp.
Á Svalbarðseyri er fyrir ein bor-
hola sem gefur 10-12 sek.lítra af
heitu vatni og nægir það fyrir þétt-
býlið. Var ætlunin að vatn úr nýju
holunni yrði notað til hitaveitu í
sveitunum í nágrenni Svalbarðs-
eyrar. En því miður, árangur virðist
ekki ætla að verða neinn af þessari
borun, og bæjarfélagið hefur ekki
fjárhagslegt bolmagn til að halda
áfram borunum að svo stöddu. S.L.
Tónleikar
„á Sal“
Þriðjudaginn 16. júní verða
haldnir tónleikar „á sal“
Menntaskóians og hefjast þeir
kl. 17.
Rún Halldórsdóttir leikur ein-
leik á blokkflautu, ásamt Helgu
Ingólfsdóttur semballeikara, Mic-
hael J. Clarke á fiðlu, Paulu Parker
á píanó og fiðlu, Guðrúnu Þórar-
insdóttur á lágfiðlu, Oliver Kentish
á selló og Gunnar Jónsson á gítar.
Helga Ingólfsdóttir leikur einnig í
ferð sinni norður einleik við skóla-
slit MA í Akureyrarkirkju 17. júní.
Rún Halldórsdóttir hefur stund-
að nám við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri, en er jafnframt nemandi við
MÁ, hún hefur vakið athygli fyrir
góðan leik á altblokkflautuna.
Vígja nýtt
félags
heimili
Sunnudaginn 21. júní verður
vígt félagsheimili við Hafra-
lækjarskóla. Húsið verður einn-
ig notað sem íþróttahús.
Raunar hefur fólk — og nem-
endur — þar um slóðir haft not af
húsinu nokkuð lengi, en nú á sem
sagt að vígja það formlega. Sagt er
að búið sé að velja félagsheimilinu
nafn, en að sjálfsögðu vörðust
heimamenn allra frétta þegar þeir
voru spurðir um hvað húsið yrði
látið heita.
4•DAGUR