Dagur - 01.12.1981, Page 1

Dagur - 01.12.1981, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI FIL.MUHÚSIB AKUREYRi 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 1. desember 1981 ■■■■■■■i^■■■■■■■■■■■ll^■■■■■■■■■■H■■■■H■■■■■■■■■■■■■■■■IM■■■■■■■■■■ 91. tölublað ■nwMnm ..ÞETTA ERU HELdER ÓSANN- INDI“ „Það eru helber ósannindi að ég hafi dregið taum annars fram- bjóðandans fyrir prestkosning- arnar í Akureyrarsókn sem fram fara um næstu helgi, og ég skil ekki hvernig þessi orðrómur hefur komist á kreik“ sagði séra Birgir Snæbjörnsson sóknar- prestur á Akureyri í samtali við Dag. „Ég hef ekki notið leikhús- ferðar svo vel í langan tíma ‘ ‘ ER NÚ 18ÁR f prestkosningunum sem fram fara á Akureyri n.k. sunnudag er kosningaaldur í fyrsta skipti í almennum kosningum á Akur- eyri miðaður við 18 ár. I Akureyrarsókn, þar sem þeir eru í kjöri Jón A. Baldvinsson og Þórhallur Höskuldsson, eru um 6400 manns á kjörskrá. í Lög- mannshlíðarsókn og Miðgarða- sókn (Glerárprestakall) þar sem þeir eru í kjöri Gylfi Jónsson og Pálmi Matthíasson eru um 2300 manns á kjörskrá. Fólk er eindregið hvatt tii þess að taka þátt í kosningunni og að kjósa tímanlega. Kjörstaðir verða í Odd- eyrarskóla fyrir Akureyrarsókn og í Glerárskóla fyrir Lögmannshlíðar- sókn. Blönduvirkjun næsta stórvirkjun „ef samningar nást um það við heimamenn“ Rflcisstjórnin hefur ákveðið röð næstu stórvirkjana og sam- kvæmt þeirri ákvörðun verður Blönduvirkjun, samkvæmt virkjunartilhögun I, næsta meiriháttar vatnsaflsvirkjun, eftir Hrauneyjarfossvirkjun, „enda takist að ná samkomulagi um það við heimamenn,“ eins og segir í samþykkt ríkisstjórnar- innar frá því á föstudag. Sam- kvæmt þessu er það alfarið lagt á vald andstæðinga Blöndu- virkjunar meðal heimamanna hvort Blanda verður fyrst í röð- inni. Því má allt eins búast við því að ekki verði af virkjun Blöndu á næstunni. í samþykkt ríkisstjórnarinnar segir ennfremur, að ef ekki næst samkomulag við heimamenn og þar af leiðandi verði ekki ráðist í Blönduvirkjun nú, komi Fljóts- dalsvirkjun í hennar stað. Sé miðað við að samkomulag náist verða Fljótsdalsvirkjun og Sultartangi næst á eftir Blöndu og er ákveðið að framkvæmdir við Blöndu og Fljótsdalsvirkjun skarist og að Sultartangavirkjun verði samhliða Fljótsdalsvirkjun. 1 samþykkt ríkisstjórnarinnar er ekki gefinn neinn ákveðinn frestur varðandi samþykkt virkjunarinnar og ekki er tiltekið hvort nægjanlegt sé að mótmælandi virkjunar sé einn einstaklingur, meirihluti eins hrepps, eða eitthvað annað. Sögusagnir þess efnis hafa verið á kreiki í bænum að undanförnu. og sagðist séra Birgir harma það mjög að fólk legðist svo lágt að ætla sér slíkt. Sagði hann að það hefði komið fyrir að fólk hefði hringt í'sig og spurt hvorn umsækjendanna hann vildi fremur fá til samstarfs við sig en hann hefði staðfastlega vísað öllum slíkum spurningunt frá sér. Meira vildi Birgir ekki tjá sig urn málið. sagðist aðeins harnta að þessi orðrómur sem alls ekki ætti við nein rök að styðjast hefði komist á kreik. I sýningu L.A. á „Jómfrú Ragnheiði". Myndin var tekin að | tjaldabaki eftir sýninguna s.l. fimmtudagskvöld. Ljósm. KGA. ATVINNUMÁL í ATHUGUN „Ég hef rætt við formann Tré- smiðafélags Reykjavíkur og hann talar um blómaskeið í at- vinnumálum byggingariðnaðar- manna í höfuðborginni, enda vekur það athygli þegar maður fer um Reykjavík hvað feikilega mikið er þar af húsum í byggingu á vegum opinberra aðila, bæði borgarinnar og ríkisins“ sagði Hákon Hákonarson sem sæti á í Atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar í samtali við DAG. — Hákon sagðist vona í lengstu lög að ekki kæmi til þess að bygg- ingariðnaðarmenn hér á Akureyri myndu þurfa að fara suður til Reykjavíkur í atvinnuleit. Hins- vegar lægi ljóst fyrir að hér hefði haustað mjög snemma og væri allt eins von á því að ekki yrði full at- vinna hjá byggingarmönnum í vet- ur. Nú væri unnið að könnun á þessu máli, og þá kæmi betur í ljós hvernig ástandið yrði í vetur. ^Forseti Islands, frú Vigdls Finnbogadóttir, heilsar upp á Guðbjörgu Thoroddsen sem fór með hlutverk Ragnheiðar í Prests kosningar: KOSNINGA ALDUR Ráða andstæðingar Blöndu virkjunarröð? — sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti fslands. eftir sýningu L.A. á „Jómfrú Ragnheiði“ „Ég kom til Akureyrar til þess að fara í leikhúsið að sjá Jóm- frú Ragnheiði“ sagði frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands er Dagur ræddi við hana s.l. föstudagsmorgun. Vigdís var þá stödd á Hótel KEA, en ætlunin hafði verið að halda þá um morguninn til Húsavíkur. Af því gat ekki orðið þá vegna ófærðar. „Mér þótti ákaflega gaman,“ sagði Vigdís er við spurðum hana um sýningu Leikfélags Akureyrar á Jómfrú Ragnheiði. „Þetta er með beztu leiksýningum sem ég hef séð undanfarin ár, sannast best að segja. Ég var ákaflega hrifin og hef ekki notið svona vel leikhúsferðar í langan tíma. Þetta er sýning sem Akureyringar og Norðlendingar mega vera mjög hreyknir af og fullkomlega þess virði að gera sér ferð á hendur hingað norður til þess að sjá þetta og meira að segja að verða veð- urtepptur hér. Alveg eins og það er oft þess virði fyrir Norðlend- inga að fara suður og sjá leiksýn- ingar." — Éins og áður sagði var það ætlun forsetans að halda til Húsavíkur þeirra erinda m.a. að fara þar á safn. En þegar við ræddum við Vigdísi var ekki útlit fyrir að veðurguðirnir ætluðu að leyfa ferðalag þangað. „Það er þannig mál með vexti. að ég hef held ég aldrei farið í leikhús á Akureyri. án þess að verða hér veðurteppt. en ég fór mikið hingað í leikhús á rneðan ég var leikhússtjóri. Þar af leiddi að þegar ég kom á Amtsbóka- safnið í sumar. kunni ég það allt að því utanbókar. því ég hafði setið þar svo mikið veðurteppt." AUGLYSINGAR OG ASKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.