Dagur


Dagur - 01.12.1981, Qupperneq 10

Dagur - 01.12.1981, Qupperneq 10
Fyrirlestur Björns Th. á fimmtu- dagskvöld S.l. fimmtudagskvöld féll niður áður auglýstur fyrirlestur Björns Th. Bjömssonar, listfræðings vegna truflana á flugi, en fyrirlesturinn skyldi haldinn á vegum B.S.R.B. Nú hefur verið ákveðið að fyrir- lesturinn verði n.k. fimmtudags- kvöld, 3. desember, kl. 20.30 í Iðn- skólanum. Fyrirlesturinn er öllu áhugafólki um myndlist opinn. Amtsbókasafnið: Aukin þjónusta við aldraða og hreyfi- hamlaða Úr bflakirkjugaröi. — Þar er bilunum staflaö upp og þeir biða þess aö veröa fluttir úr landi að nýju þar sem þeir verða að öllum likindum „bræddir upp“. Akureyrarkirkja: Æskulýðs- og fjölskyldumessa verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Fluttur verður helgileikur og börn úr sunnudagaskóla kirkjunnar syngja tvo hreifisöngva. Sáimar úr Ungu kirkjunni: 55, 54, 67, 6. Sérstaklega er óskað eftir þátttöku fermingarbama og fjölskyldna þeirra. Eftir messu munu félagar úr Æskulýðs- félagi Akureyrarkirkju hafa veitingar sölu og basar í kirkju- kapellunni. Þar verða á boð- stólum munir og blóm. Sóknar- prestur. Lögmannshlíðarsókn. Gylfi Jónsson umsækjandi um Glerárprestakall messar í Glerárskóla í kvöld þriðjudag- inn 1. des. kl. 20.30. Sóknar- nefndin. Hálsprestakall. Aðventuguðs- þjónusta verður að Draflastöð- um n.k. sunnudag 6. des. kl. 21. Sóknarprestur. □ Huld 59811227IV/V 2 Bingó. Fjölskyldubingó verður í Alþýðuhúsinu föstudaginn 4. des. kl. 20.30. Góðir vinningar. N.L.F.A. Spilakvöld verður í Alþýðuhús- inu fimmtudaginn 3. des. kl. 20.30. Góðir vinningar N.L.F.A. Jólabasar verður fimmtudaginn 3. desember kl. 20.00 I sal Hjálpræðishersins að Hvanna- völlum 10. Kökur og skemmti- legir munir til jólagjafa. Komið og gerið góð kaup og styrkið gott málefni. Hjálpræðisherinn. Blaðabingó U.M.S.E. Ný tala B-3. Búið er að tilkynna lóðrétt bingó. Hjálpræðisherinn. N.k. sunnu- dag kl. 13.30 er sunnudagaskóli fyrir böm og kl. 17 er almenn samkoma að Hvannavöllum 10. Allir velkomnir. Mánudag 7. des. kl. 16.00 heimilasamband fyrir konur og kl. 20.30 hjálpar- flokkur (jólaaloolafundur í Strandgötu 21). Á fimmtudög- um kl. 17,00 er föndurfundur fyrir börn í Strandgötu 21. Ver- ið velkomin. Kristniboðshúsið Zíon sunnu- daginn 6. des. er sunnudags- skóli kl. 11 öll böm velkomin. Samkoma kl. 20.30. Stína Gísladóttir talar. Allir vel- komnir. Fundur í Kristniboðs- félagi kvenna kl. 3. Allar konur velkomnar. Ffladelfia Lundargötu 12. Fimmtudag 3. des. Biblíulestur kl. 8.30. Sunnudag 5. des. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. öll börn velkomin. Safnaðarsam- koma kl. 4.30. Almenn sam- koma. Allir velkomnir. Sjónarhæð. Verið velkomin á samkomu okkar n.k. sunnudag kl. 17.00. Drengjafundur á Sjónarhæð kl. 13.30 á laugar- dag. Sunnudagaskóli í Lundar- skóla kl. 13.30. Sunnudagaskóli í Glerárskóla kl. 13.15. Eftirtaldar gjafir hafa borist Kristniboðsfélagi kvenna Ak- ureyri til Sambands islenskra kristniboðsfélaga júní-okt. 1981. Frá einstaklingum. M.Z. kr. 200. G.G. kr. 500. Kristínu Bundy kr. 1.500. G.J. kr. 500. V. og P. kr. 400. M.G. áheit. kr. 100. K. og K. kr. 500. F.S. kr. 200. Þ.S. kr. 1.000 S.F. kr. 200. H.S. kr. 500. J.E. kr. 300. I.J. 850. S.Z. kr. 800. Innilegar þakkir fyrir gjafimar. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Zaka- ríasdóttir. Hér tefiir Friðgeir Kristjánsson viö afa sinn, Friðgeir Sigurbjömsson, á Haustmót- inu. Áhorfendur fylgjast andaktugir með. Ljósm. Þorst. Sig. Þór varð Haust- skákmeistari Haustmóti skákfélagsins er nú lokið og tókst það í alla staði vel. Teflt var í hinum nýju húsa- kynnum félagsins að Strandgötu 19b, þar sem skáklíf hefur nú staðið með miklurn blóma und- anfarnar vikur. Má segja að þar hafi verið teflt upp á hvern ein- asta dag og eru þær orðnar ófáar skákirnar er þar hafa verið tefldar. Af Haustmótinu er það að segja, að keppni fór þar fram í þrem flokkum, Kepptu 10 í A-flokki, 11 í B-flokki og 17 í unglingaflokki, alls 38 keppendur, sem verður að teljast góð þátttaka. Úrslit urðu þessi: / A-flokki sigraði Þór Valtýsson með 7 vinn- ingum og hlýtur hann titilinn Haustskákmeistari Akureyrar ’81. í 2. til 4. sæti urðu Jón Björgvinsson með 516 vinning og 23, 25 stig, Pálmi Pétursson með 5'/2 vinning og 22,50 stig og Þorsteinn M. Sigurðsson með 516 vinning og 22,25 stig. 1 B-flokki sigraði Sveinbjöm Sigurðsson með 9 vinningum og 2. varð Sigurður Eiríksson einnig með 9 vinninga. 3. varð Friðgeir Kristjánsson með 8'/> vinning. / unglingaflokki sigraði svo Ein- ar Héðinsson með 14 vinninga, 2. varð Finnur Sveinbjörnsson, einnig með 14 vinninga en lægra stiga- hlutfall og 3. varð Eymundur Eymundsson með 1316 vinning. Stjórn skákfélagsins leggur nú á ráðin um áframhaldandi starfsemi í Skákheimilinu, en meiningin er að 10-mínútna mót verði haldið mið- vikudaginn 2. des. kl. 20.00. Amtsbókasafnið á Akureyri hefur áformað að gera tilraun til aukinnar þjónustu við aldraða og hreyfihamlaða borgara Ak- ureyrarbæjar, fólk sem ekki á þess kost að sækja safnið sjálft og hefur ekki aðstoð við útvegun á lesefni. Verður þetta gert í samvinnu við félagsskap einn hér í bæ og munu meðlimir hans annast flutning á bókunum. Áformað er að bækurnar verði bornar út einu sinni í viku, meðan á tilraun þessari stendur, sennilega á laugardögum. Þeir sem óska eftir að verða þessarar þjónustu aðnjótandi eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu bókasafnsins, hún er op- in frá 1-7 eftir hádegi mánudaga til föstudaga og frá 10-4 á laugardög- um. í framhaldi af þessu er rétt að vekja athygli á þvi að bókasafnið hefur um nokkurra ára skeið haft milligöngu um útlán á hljóðbókum frá Borgarbókasafni Reykjavíkur, sem ætlaðar eru blindum og sjón- skertum eða þeim sem sökum fötl- unar geta ekki notfært sér venju- legar bækur. Að sjálfsögðu verða þær bækur einnig bomar út. Vinsamlegast hafið samband við bókasafnið, bókaverðir munu veita ykkur nánari upplýsingar. Munið að bókasafnið er fyrir alla og nú er takmarkið að ná til þeirra sem hingað til hafa ekki getað not- fært sér þá þjónustu sem í boði er. iti Faðir okkar, tengdafaðir og afi GEORG KARLSSON Austurbyggð 12, Akureyri lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 24. nóvember. Jaröarförin hefur farið fram í kyrþey að ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúð. Sverrir Georgsson, Soffía Georgsdóttir, Tryggvi Georgsson, Guðmundur Georgsson, Guðrún Georgsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir aðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför FRIÐÞJÓFS GUÐLAUGSSONAR Hlfðargötu 6, Akureyri Þökkum starfsfólki handlæknisdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri frábæra umönnun íveikindum hans. Vandamenn. 10-DAGUR- 1. desember 1981

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.