Dagur


Dagur - 01.12.1981, Qupperneq 11

Dagur - 01.12.1981, Qupperneq 11
Bestu þakkir „Söngurinn göfgar, hann lyftir i ljóma lýðanna kvíðandi þraut.“ Ég fann þetta svo vel í dag, er ég hlustaði á söng Samkórs Árskógs- strandar. Aldrei hafði ég heyrt tal- að um söng í þeirri byggð! En „ströndin“ og „sveitin“, lands- byggðin, býr yfir svo miklu og mörgu, að heyra og sjá, sem við „malarbúar“ njótum of lítils af. Oft er það okkar eígin sök — við leitum oft langt yfir skammt, eftir fegurð og gleði. Á síðustu „sumarvöku“ flutti út- varpið okkar þennan söngþátt. Ég var þá viðbundinn á „Hótel Jörð“ á Ak. en lét taka upp sönginn. Og i morgun gafst mér færi að hlusta. Ég lagðist upp í bekk og naut stundarinnar, hvarf „fram í heið- anna ró“, sá lyngið og fjalldrapann, lífi þrunginn vorgróður! „Á vængj- um ljóðs og lags lyftist hugur minn — nálgaðist bernskunnar hamingju og frið. — En störfin kalla mig út í kaldan júnídaginn, þótt frá „spól- unni“ kveði við: Fram úr stelpa, flýttu þér, — farðu strax að raka. „Nú er hvergi farið að raka, þótt áliðið sumars sé, varla farið að smyrja sláttuvélina, og „kalt verður áfram“ orðinn „fastur þáttur“ frá veðurstofunni! Gamla fólkið er farið að nefna „hundadaga“, „höf- uðdag“ sem mögulega, að hlakka til á þessu harðæri! — Þá er gott að heyra ykkur, kæru Árskógsstrend- ingar fullyrða, hlýtt og sannfær- andi: „aldrei neinu kvíða skal“ — „aftur kemur vor í dal,“ — og sumar! Og það kom, líka nú. Seint í júlí höfðum við hásumar nokkra daga sem á „sólarströndu" væri — með 18-25 stiga hita. Stutt en samt — dýrðartími. — En svo kom haustið — snemma, og strax með snjódyngju við dyr okkar og á grænum grein- um voldugra trjánna á lóðinni. Eins og bóndi í svalviðrasveit á ég kart- öflur í mold undir hnédjúpri fönn! Þá lagðist ég á ný upp í bekk og fékk nýja plötu á „fóninn“. —„Hin ljúfa sönglist leiðir — á lífið fagran blæ.“ Sannarlega dásamleg reynsla á ný. Hvíld við vögguljóð, vor um grænar grundir og svanasöngur yf- ir! — Myndi það ekki met þegar hjón ein norður á Akureyri, með fjórum af börnum sínum, koma á framfæri slíkri söngplötu? Fjölskyldufaðirinn, Jóhann Konráðsson, alþjóð vel kunnur söngvari, á þarna, eðlilega, mestan þátt í söngskrá, en með sanni má víst segja, að þarna sé „valinn maður í hverju rúmi,“ þótt mis- langt hafi náð á frægðarvegi. En einkunn allra raddanna virðist mér hlýja, samúð, innileiki, en það eru einkenni góðs söngs, og einmitt það, sem mannkyn allt má síst án vera, nú og œtíð. Ég gleymi fönn og földum kartöflum og þakka, hljóð- ur en innilega, þeim sem gefa þessum tveim hópum, og svo Guði, sem gaf okkur slikt land, sem með yndi og stórfengleik fæddi og ól þjóð með tign og fegurð í tungu, ljóði og lagi og — unaðslegum söng. Syngið, syngið fleiri og meira, á strönd, í dal og í bæ og borg. 8. nóv. ’81, J.J. „Brekknakoti“. Ómar sýnir í Rauða húsinu Næst komandi laugardag, þ. 5. desember, opnar Ómar Stefánsson sýningu á verkum sínum í Rauða húsinu á Akureyri. Ómar útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Islands s.l. vor. Sýning Ómars í Rauða húsinu byggist aðallega á Polaroidmynd- um, sem hann hefur tilreitt á ný- stárlegan hátt. Sýningin mun standa til sunnudagsins 13. des., og er opin daglega frá kl. 16-20. Framleiðslustjóri Iðnaðardeild Sambandsins, Akureyri, óskar eftir að ráða framleiðslustjóra í fataiðnaði. Æskilegt er að umsækjandi sé tækni- eða viðskiptafræðingur og/ eða hafi reynslu íframleiðslustjórnun. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þarf að póstleggja til starfsmannastjóra Iðn- aðardeildar Sambandsins, Glerárgötu 28, 600 Ak- ureyri, fyrir 5. des. n.k. Bráðabirgðatölur um slátrun hjá afurðasölufélögum í Sam- bandinu liggja nú fyrir. Sam- kvæmt þeim var slátrað um 649 þúsund dilkum, sem er um 40 þúsund fleira en í fyrra og er fjöldaaukningin 6,6%. Kjötmagnið var um 8.980 tonn, sem er 26 þúsund tonnum minna en í fyrra eða 0,3%. Aftur á móti hefur mun fleiru fullorðnu fé verið slátrað í ár en í fyrra, eða nær 66 þúsund kindum. Er það 24 þúsund fleira en í fyrra og nemur aukning- in 56,7%. Kjötmagnið af fullorðnu var um 1.405 tonn, sem er 452 tonnum meira en í síðustu sláturtíð og aukningin 47,5%. Það er því greinilegt að jafnt dilkaT sem full- orðið fé hafa verið áberandi léttari í haust en árið á undan. Námskeið á vegum Samvinnuskólans Undanfarið hefur Samvinnuskól- inn í Bifröst haldið nokkur nám- skeið fyrir afgreiðslufólk í verslun- um kaupfélaganna. Þessi námskeið eru að því leyti nýmæli að með þeim er verið að uppfylla atriði í kjarasamningum, sem gerðir voru í fyrrahaust, en þar er kveðið á um að afgreiðslufólk skuli eiga kost á að sækja námskeið á vegum vinnuveitanda síns og fá launa- hækkun að loknu námskeiði'nu. I október hafa verið haldin þrjú slík námskeið hér á Norðurlandi, tvö á Akureyri og eitt á Sauðár- króki. Þá er áformað að skólinn verði með námskeið á Höfn í Hornafirði og á Húsavík nú í nóvember. Meðfylgjandi myndir eru af námskeiðinu á Sauðárkróki og seinna námskeiðinu á Akureyri. Leiðbeinendur á þessum nám- skeiðum eru kennarar Samvinnu- skólans, þau Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir, Sigurður Sigfússon og Þórir Páll Guðjónsson. Sími okkar er 25300 xséra Jón stucfningsmenn Slátrun í haust: FÉ ÁBERANDI LÉTTARA EN IFYRRA Sölulaun af búvöru í smásölu verði ákveðin af Verðlagsráði — Segir íályktun Kaupfélagsstjórafundarins Árlegur kuapfélagsstjórafund- ur, hinn 41. i röðinni, var hald- inn í Holtagörðum 20. og 21. nóv. Að vanda sátu fundinn nær allir kaupfélagsstjórar landsins, stjórnarmenn, fram- kvæmdastjórar og ýmsir starfsmenn Sambandsins, og framkvæmdastjórar sam- starfsfyrirtækja. Erlendur Einarsson forstjóri gaf að vanda yfirgripsmikla skýrslu um rekstur og starfsemi Sambandsins fyrstu níu mánuði ársins. I máli hans kom m.a. fram að heildarvelta allra deilda þenn- an tíma er rúmlega 1,6 milljarður króna og hefur aukist um nálægt 47,5% frá sama tímabili í fyrra. Mest varð aukningin hjá Skipa- deild, 62,7%, og Sjávarafurða- deild, 60,8%, en minnst hjá Bú- vörudeild, 27,5%. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri var hagn- aður af starfsemi 282 þús. kr. en þá er ólokið lokafærslum. Er þetta talsvert lakari afkoma en síðasta ár, sem ekki síst stafar af hinni slæmu afkomu Iðnaðar- deildar, en hallinn á henni þetta tímabil er rúmar 15 millj. kr. — I máli forstjóra kom það einnig fram að margt benti til þess að samkeppnisstaða okkar á erlend- um mörkuðum væri að veikjast, m.a. á Bandaríkjamarkaði. Hann vék líka að nýgerðum kjara- samningum aðila vinnumarkað- arins, og kvað vonandi að þeir væru merki um stefnubreytingu í gerð slíkra samninga. Steingrímur Hermannsson sjá- varútvegsráðherra ávarpaði fundinn og ræddi einkum efna- hagsmál og baráttuna við verð- bólguna. Hann kvað verðbólguna í ár verða um 40%, sem væri tals- verður árangur því að hún hefði stefnt í 70-80% s.l. haust. Hins vegar kvaðst hann sannfærður um að fiskverðshækkunin, sem nú er framundan, yrði ekki undir 13-14%, sem væri hækkun sem atvinnuvegimir gætu augljóslega ekki tekið á sig án aðstoðar. Ljóst væri að á næsta ári færi verðbólga yfir 50% ef ekkert yrði að gert, og yrði slíkt að teljast algjört skip- brot, svo að áfram væri nauðsyn- legt að beita varnaraðgerðum. A? öðru, sem fram kom á fundinum, má nefna erindi sem Geir Magnússon frkvstj. Fjár- máladeildar flutti og fjallaði um útlán og vexti. Hann rakti þróun vaxtamála mjög ýtarlega, og í máli hans kom fram að almennir útlánsvextir mega nú teljast 40%, og taldi hann rétt fyrir kaupfélögin að reikna þá vexti af útlánum. Hann gagnrýndi einnig lán á dagvöruúttekt til al- mennings, sem hann kvað eiga að leggja niður hjá kaupfélögunum. Þá skýrði Haukur Ingibergsson frá störfum nefndar sem vinnur að því að skipuleggja hátíðahöld á næsta ári í tilefni af 100 ára af- mæli Kf. Þingeyinga og 80 ára afmæli Sambandsins. Hann skýrði m.a. frá því að afmælanna yrði minnst sérstaklega á afmæl- isdaginn 20. febrúar, bæði á Húsavík og í Reykjavik. Þá er ákveðið að aðalfundur Sam- bandsins verði á Húsavík 18. og 19. júní, og hinn 20. júní verður haldin hátíðasamkoma að Laug- um. Sömuleiðis hafði Erlendur Einarsson forstjóri framsögu um efnið viðskiptasamstaða í sam- vinnuhreyfingnni. Af því tilefni urðu miklar umræður um við- skiptatryggð og samstöðu á milli fyrirtækja innan samvinnuhreyf- ingarinnar, þar sem mörg gagnleg sjónarmið komu fram. Meðal annars var þar varpað fram þeirri hugmynd hvort hægt væri að koma fastri skipulagningu á upp- lýsingamiðlun um kaup á vörum og þjónustu sem samvinufyrir- tæki gerðu utan hreyfingar. Þá var mikið rætt um alvarleg- ar horfur í smásöluverslun, sem ekki síst stafa af of lágum sölulaunum fyrir búvörur,'og af því tilefni gerð svohljóðandi samþykkt: „Kaupfélagsstjórafundur. haldinn að Holtagörðum í Reykjavík 20. og 21. nóvember 1981, samþykkir að fara þess á leit við viðskipta- og landbúnaðar- ráðherra að þeir beiti sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að ákvörðun um sölulaun á búvöru í smásölu verði í framtíðinni ákveðin af Verðlagsráði.” 1. desember 1981 - DAGUR -11

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.