Dagur - 08.12.1981, Page 4

Dagur - 08.12.1981, Page 4
Svipmyndir úr Síðuseli Mamma kom með fyrsta daginn. Sjáðu hvað ég get gert! Vaskarnir eru lágt á veggnum og gott fyrir unga menn að þvo sér um hendur. Hún sér um matinn. Þau sátu úti f glugga og voru að föndra. Hún var að mála. í Síðuseli er ein dagheimilisdeild og tvær leikskóladeildir. önnur leikskóladeildin er opin eins og kallað er og börn á þeirri deild fá að borða á heimilinu. Aldur ibúanna I Síðuseli er tvö til sex ár. Húsið er ákaflega vistlegt og ber hönnuðum og iðnaðarmönnum fagurt vitni. „Við erum líka ákaflega ánægð hér,“ sagði Hrafhildur. Hvað ertu að gera maður? Síðusel er nýtt barnaheimili i Glerárhverfi, dagvistarstofnun eins og sumir kalla slfkar stofnanir. Það tók til starfa f byrjun nóvember og að sögn Hrafnhildar Stefánsdóttur, forstöðukonu heimilisins, rúmar Síðusel rösklega 80 börn þegar það verður fullsetið. Þrátt fyrir það verða enn hundruð barna á biðlista eftir plássi á dagvistarstofnunum Akureyrarbæjar. ★ Hrafnhildur forstöðukona. fbúar Sfðusels í Glerárhverfi tóku vel á móti Ijósmyndara Dags, þegar hann lagði leið sfna þangað á dög- unum. Þeir leyfðu myndatökur án nokkurra mótmæla og höfðu fæstir fyrir þvf að setja sig f stellingar. Það er gott að geta grátið upp við öxlina á hollvini þegar svo ber undir. Þessi fékk sér jógúrt f morgunmat. Föndrað undir leiðsögn fóstru. 4 - DAGUR - 8. desember 1981

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.