Dagur - 08.01.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 08.01.1982, Blaðsíða 2
LEIKFÉLAG AKUREYRAR Dýrin í Hálsaskógi Sýningar: Laugardag 9. jan. kl. 5 Sunnudag 10. jan. kl. 5 Þriðjudag 12. jan. kl. 6 Miðasala alla daga frá kl. 3 -5. Sími 24073. LÉTTIS- FÉLAGAR Þeir sem enn eiga hross i hög- um félagsins eru vinsamlegast beönir aö sækja þau. Eftir 10. janúar verða þau hross sem eftir verða, auglýst sem óskilafé. HAGANEFND LÉTTIS. Vorum að taka upp mikið úrval af skíðabogum, einmg skibox festingar fyrir skíði í geymsluna eða bílskúrinn. Véladeild K.E.A. Sunnudaginn 10. janúar n.k. mun núverandi heimsmeistari í likamsrækt, Andreas Cahling, heimsækja Akureyri. Sýning hans verður í sal Gagnfræðaskólans og hefst kl. 4.30. Þetta er einstakt tækifæri til þess að sjá og fræðast um þessa íþróttagrein sem stöðugt nýtur meiri og meiri vinsælda. Miðaverð aðeins kr. 50 >porthú>id Norðlenzk trygging hættir starfsemi Á aðalfundi Norðlenzkrar trygg- ingar h.f. 27. desember s.l. var samþykkt að hætta rekstri sjálf- stæðs tryggingafélags og slíta félaginu Norðlenzk trygging h.f. Félagið hefur starfað sem alhliða tryggingafélag síðan 1971 og sem slíkt verið eina tryggingafélag- ið utan Reykjavíkur. I frétt frá stjórnfélagsinssegir,að vegna stóraukinna krafna Trygg- ingaeftirlits ríkisins um eigið fé slíkra félaga hafi þess verið freistað að auka hlutafé, en slíkt hafi ekki tekist í nægjanlegum mæli og því hafi þurft að taka þessa ákvörðun. I frétt stjórnar félagsins segir ennfremur, að frá fyrstu tíð hafi Norðlenzk trygging haft umboð fyrir Tryggtngu h.f. í Reykjavík vegna bifreiðatrygginga. Því hafi nú verið komið til leiðar, að Trygging h.f. taki sér réttindi og skyldur Norðlenzkrar tryggingar við trygg- ingataka og yfirtaki aðrar eignir og skuldir félagsins. „Þrátt fyrir þau vonbrigði sem það veldur, að verða að hætta starf- semi sjálfstæðs alhliða trygginga- félags utan höfuðborgarsvæðisins, vonar stjórn félagsins, að viðskipta- vinir þess virði góðar undirtektir Tryggingar h.f. varðandi yfirtöku tryggingastofna og láti umboð þess á Akureyri njóta viðskipta sinna framvegis" segir að lokum í frétt stjórnar Norðlenzkrar tryggingar h.f. Nýir símar Auglýsingar og afgreiðsla: 24222 Ritstjórn: 24166 & 24167 Dagur, Strandgötu 31, Akureyri. Húsavík og nágrenni Alþingismenn Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, halda almennan stjórn- málafund sunnudaginn 10. janúar að Hótel Húsa- vík kl. 20.30. Allir velkomnir. Almennir stjórnmálafundir Alþingismenn Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi eystra halda almenna stjórnmála- fundi á eftirtöldum stöðum: Húsavík: Sunnudaginn 10. janúar í félagsheimil- inu kl. 20.30. Kópaskeri: Mánudaginn 11. jan. ífundarsal K.N.Þ. kl. 20.30. Þórshöfn: Þriðjudaginn 12. jan. í féiagsheimilinu kl. 20.30. Raufarhöfn: Miðvikudaginn 13. jan. í Hnitbjörg kl. 20.30. Allir velkomnir. Hausthappdrætti Framsóknarflokksins Þeir sem fengið hafa heimsenda miða í Haust- happdrætti Framsóknarflokksins og ekki hafa gert skil, eru vinsamlega beðnir um að greiða mið- ana sem allra fyrst í næsta pósthúsi eða banka með gíró-seðli eða senda greiðsluna til skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 90, Akureyri. Kvöldverðarfundur verður haldinn þriðjudaginn 12. jan. að Hótel KEA (Gildaskála) kl. 19.30. Umræöuefni: Nýbyggingar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, staða og framtíðaráform. Framsögumaður: Ásgeir Höskuldsson framkvæmdastj. FSA. Á boðstólum verður léttur kvöldverður á vægu verði. Allir velkomnir. 2 OAG'UR -•8'.-janúaM982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.