Dagur


Dagur - 08.01.1982, Qupperneq 11

Dagur - 08.01.1982, Qupperneq 11
Molar af borðum bæjarstjórna Akureyri: Heiðrún ráðin Fyrir skömmu var auglýst staöa við afleysingar á Félagsmálastofn- un. Þrír sóttu um: Haraldur Hansen, Heiðrún Steingrímsdótt- ir og Þorsteinn Friðriksson. Sam- þykkt var að ráða Heiðrúnu til starfsins frá og með 1. janúar. Jörfabyggð Bygginganefnd hefur samþykkt að ný gata sunnan Suðurbyggðar skuli nefnd Jörfabyggð. Rífa hús Bygginganefnd hefur samþykkt að rífa megi húsið nr. 10 við Gler- árgötu. Hundagjald Heilbrigðisnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að eigendum hunda beri að greiða kr. 600 í leyf- isgjald fyrir árið 1982. Nefnd um fjar- skiptastrengi Á fundi bæjarstjórnar 24. nóv. sl. var samþykkt að kjósa 5 manna nefnd, sem á að gera tillögu til bæjarstjórnar um á hvern hátt skuli af bæjarins hálfu staðið að lögn og rekstri fjarskiptastrengja í bænum í framtíðinni. Bæjarráð hefur lagt til að eftirfarandi menn skipi nefndina: Freyr Ófeigsson, Gísli Ólafsson, Heiðarlundi 2j, Gunnlaugur Fr. Jóhannsson, Ing- ólfur Árnason og Sólveig Gunn- arsdóttir. Vilja kaupa Ljósstaði Akureyrarbæjar hefur áhuga á að kaupa húseignina Ljósstaði í Glerárhverfi og hefur bæjarstjóra verið falið að annast málið. Nokkur ný starfsleyfi Heilbrigðisnefnd hefur fjallað um nokkur starfsleyfi og sam- þykkt þau. Þar á meðal er starfs- leyfi fyrir verslun Gunnars Skjóldal í húsnæði á Gleráreyr- um, starfsleyfi fyrir „Brauðstofu" að Skólastíg 5,starfsleyfi fyrir líkamsræktarstöðina Pallas, Gler- árgötu 26 og starfsleyfi fyrir Tískuverslunina Sif, Kaupangi. Húsavík: Lóðaúthiutun á Húsavík Bygginganefnd Húsavíkur kom saman á fund þann 17. desember sl. Fundarefni: Úthlutun bygging- arlóða og var samþykkt að úthluta eftirtöldum lóðum: Stórhóll 2, Hafliði Gunnarsson, Stórhóll 4, Ólafur G. Emilsson, Stórhóll 6, Þórólfur Aðalsteins- son, Stórhóll 8, Þórarinn Ólafs- son, Baughóli 54, Daníel Guð- jónsson, Baughóli 56, Guðmund- ur A. Hólmgeirsson,Baughóll52, Jóhann Þór Kröyer. Bygginganefnd samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að göt- unni í brekkunni frá Hlíð að Þórs- hamri verði gefið nafnið Skála- brekka. Nefndin samþykkti út- hlutun eftirtalinna lóða við þessa nýju götu (Skálabrekku): Skálabrekka 7, Egill Olgeirsson, Skálabrekka 11, Tryggvi Krist- vinsson, Skálabrekka 13, Frið- björn Þórðarson. Samþykkt var að fela bygginga- fulltrúa að bjóða þeim umsækj- endum sem ekki fengu úrlausn, að sækja um lóðirnar tvær í Urð- ar- og Steinagerði. Einnig var byggingafulltrúa falið að halda á lofti og að húsbyggjendum, hin- um góðu raðhúsalóðum í Stórhól. Eignarrétturinn best tryggður með samningum Stjórn iandeigendafélags Aust- ur-Húnavatnssýslu hélt fund að Stóru-Giljá í byrjun mánaðar- ins. Vegna samningaviðræðna um Blönduvirkjun samþykkti fundurinn einróma svofellda ályktun: Stjórn Landeigendafélags Austur-Húnavatnssýslu hvetur alla íslenska bændur til að standa dyggilega vörð um eignarétt sinn að landi, jafnt í byggð sem í óbyggð. Jafnframt skal bent á að rétti til að eiga og nota landið hljóta og að fylgja þær skyldur að bændur séu reiðubúnir til að láta nokkuð land af hendi gegn sann- gjarnri greiðslu eða bótum í öðru formi, ef gera þarf nauðsynlegar framkvæmdir á landinu til hags- bóta fyrir einstök byggðarlög eða þjóðfélagið í heild. Með virkjun Blöndu fer mikið og verðmætt land undir miðlunarlón, aðrenn- slisskurði og önnur mannvirki við virkjunina. Land þetta hefur ve- rið notað til beitar fyrir búpening bænda frá upphafi Islandsbyggð- ar. Stjórn Landeigendafélags Austur-Húnavatnssýslu hvetur landeigendur til að ná samningum við virkjunaraðila. Telur stjórnin að á þann hátt verði best tryggður eignarréttur landeigenda í fram- tíðinni. varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, fisklleltartækjum og sigl- ingartækjum. isetning á bíltækjum. Orgeltónleikar Antonio Corveiras í Akureyrarkirkju Til lesenda Vegna bilunar i setningarbúnaði Dagsprents kemur Helgar-Dagur ekki út Kabarett á Dalvík Dalvík 6. janúar Um jólin hefur verið sýndur hér á Dal- vík kabarett á vegum Leikfélags Dal- víkur. Hér er um heimatilbúinn kab- arett að ræða. Höfundar eru Þorsteinn Aðalsteinsson, Kristján Hjartarson og Björn Þorleifsson. Fjallað er um menn og málefni á liðnu ári á gaman- saman hátt. Leikendur eru 10 og flestir af yngri kynslóðinni. Margir eru í fyrsta sinn á sviði. Leikstjóri er Kristján Hjartarson. Hljómsveitin Coma sér um undirleik. Búið er að sýna kabatettinn 5 sinnum og oftast fyrir fullu húsi og við mikinn fögnuð áhprfenda. Á síðustu sýningu, sl. sunnudag. urðu margir frá að hverfa. Því hefur verið ákveðið að hafa aukasýningu annað kvöld, föstudagskvöld kl. 21. Þetta er í annað sinn sem L.D. sýnir kabarett um jólin. Kunna Dalvík- ingar og Svarfdælingar vel að meta og bíða spenntir eftir næsta kabarett. AG Miklar hafnar- framkvæmdir fyrir- hugaðar á Raufarhöfn Raufarhöfn, 5. janúar. Miklar hafnarframkvæmdir standa fyrir dyrum á Raufarhöfn í sumar, en fjárveiting til hafnar- mála hér á þessu ári er 2 milljónir króna. Ætlunin er að ljúka gerð smábátahafnar og byrja á löndun- arkanti, sem kemur fyrir neðan frystihúsið. Viðlegupláss í höfn- inni er mjög lítið, sem sést best á því þegar loðnuskip koma inn, skapast oft hreint vandræða- ástand. G.H. Húsmunamiðlunin auglýsir: Svefnsófar fleiri gerðir, skatt- hol, skrifborð og símaborð, nýkomið. Bíla- og húsmunamiðlunin Hafnarstræti 88 Simi: 23912 Spánski orgelleikarinn Antonio Corveiras, sem undanfarin ár hefur starfað m.a. sem organleik- ari við Hallgrímskirkju í Reykja- vík, heldur tónleika í Akureyrar- kirkju á föstudag og laugardag og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.30. Corveiras hefur áður haldið organtónleika í Akureyrarkirkju, haustið 1980. Á efnisskrá föstu- dagstónleikanna verða m.a. verk eftir Froberger, Bach, Schumann og fleiri, en á tónleikunum á laugar- dagskvöld verða meðal annars verk eftir C. Franck, Brahms, Vierne, Satie og fleiri. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. AUGLÝSIÐ í DEGI Alþýðu- flokksfólk Aöalfundur fulltrúaráös al- þýöuflokksfélaganna veröur haldinn laugardaginn 9. jan. ’82 kl. 14.00 aö Strandgötu 9. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalf.st. Prófkjörsmálefni. Stjórnin. Nýir símar Auglýsingar og afgreiðsla: 24222 Ritstjórn: 24166 & 24167 Dagur, Strandgötu 31, Akureyri. '^^^^^^^^m—mmmmmmmmmmmimm^mmm : C& jaflúa/v1 ?.82 n iPaPMF|í1 1

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.