Dagur - 12.01.1982, Side 7

Dagur - 12.01.1982, Side 7
„Dýrin í Hálsaskógi“: Börnin skemmtu sér alveg konung- lega Leikfélag Akureyrar: Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner Leikstjóri: Þórunn Sigurðar- dóttir Leikmynd og búningar: Guð- rún Auðunsdóttir Ljósahönnun: David Walters Tónlist æföi: Hákon Leifsson Undirleikur: Ingimar Eydal húsgestum meðan á sýningunni stóð. Börnin lifðu sig innilega inn í það sem var að gerast á sviðinu og leikararnir höfðu greinilega gaman af því sem þeir voru að fást við. Var þannig sannkölluð gleðistemmning í húsinu. Það er óhætt að mæ|a með sýningu LA á dýrunum í Hálsa- Húsamúsin á heima í kjötgeymslu og unir hag sinum vel þar. söngvana úr leikritinu. Undirritaður hefur ekki þá þekkingu að hér verði farið út í þá sálma að vega og meta fram- mistöðu einsstakra leikara í þessari sýningu „faglega". Hins- vegar er full ástæða til þess að undirstrika þá miklu leikgleði sem virðist ráða ferðinni á fjöl- um leikhússins,, og á hún við um alla þá er fram komu. Gestur E. Jónasson í hlutverki Mikka refs, Guðbjörg Thoroddsen í hlut- verki Lilla klifurmúsar, Andrés Sigurvinsson sem Marteinn skógarmús og Theodór Júlíus- son í hlutverkum bakaradrengs- ins og bangsapabba. - Allir skil- uðu þessir leikarar hlutverkum sínum þannig að varla verður á betra kosið, og hinir ungu leik- húsgestir kunnu greinilega vel að meta. Að vísu gætti smáhræðslu hjá einstaka leikhúsgesti' í upphafi sýningarinnar, þegar Mikki ref- ur birtist, en þessi hræðsla hvarf áður en varði og er líða tók á sýninguna voru allir komnir í hið besta skap, og börnin tóku jafn- vel þátt í sýningunni þegar það átti við. Leikritið um „Dýrin í Háls- askógi" fjallar um lífið í skógin- um. Lengi vel snýst það um sam- skipti hinna smærri dýra við ref- inn Mikka og Patta broddgölt, en eftir að Marteinn skógarmús og bangsapabbi hafa kallað öll dýrin á sinn fund og samþykkt lög skógarins gerast þeir rebbi og broddgölturinn hinir bestu. En þá tekur við nýtt vandamál, bangsa litla er stolið af mann- fólki, en með samstilltu átaki finna dýrin út hvar hann er og frelsa hann síðan. Það er full á tæða til þess að óska LA til hcmingju með þessa sýningu. í leiðinni er ekki síður ástæða til þess að hvetja foreldra til þess að láta þessa sýningu ekki fara framhjá börnum / þeirra. Hér er nefnilega á ferð- inni stórgóð sýning fyrir börnin sem þau njóta og gleyma örugg- lega ekki svo fljótt. gk~- Mikki refur þungt hugsi, bangsamamma, Lilli klifurmús og Marteinn skógarmús bíða spennt eftir þvi hvað refnum dettur i hug. Pað kom glöggt fram á sýningu á „Dýrunum í Hálsaskógi" sl. sunnudag, að yngsta kynslóðin kann vel að meta það sem boðið er upp á hjá Leikfélagi Akureyr- ar þessa dagana, enda hefur ver- ið uppselt á allar sýningar til þessa. skógi sem afbragðsskemmtun 'fyrir börn Hér er á ferðinni eitt af snilldarverkum Thorbjörns Egner, og léttleikinn og leik- gleðin ráða ferðinni hjá leikur- unum. Tónlist er létt og skemm- tileg, framreidd af Ingimar Ey- dal, og flest börn kannast við Það var virkilega gaman að Afmælisveisla bangsapabba. fylgjast með hinum ungu leik- irmi—PwwnTiTrr nnrrnTn—iiii mn nmmui iMmminwnuiununjyiyui Því aðeins getum við verið velmegun að meðbræðrum okkar Ifði sem best með eigin Finnst þér ávinningur af því, að tileinka hverju ári ákveðin mál- eíni, eins og gert hefur verið undangengin ár? Mér sýnist að góð málefni sem höfð eru í brennidepli í heilt ár, hljóti að vera af því góða, og þess megi vænta að ýmislegt þokist þá til betri vegar í þeim málaflokki. Málefni aldraðra hafa að vísu ver- ið mjög á dagskrá mörg undanfar- in ár, og vissulega hefur mikið áunnist víðsvegar um landið. En þessi málefni eru þeirrar náttúru, sem mörg önnur, að umfang þeirra er stöðugt að verða meira, og kröfurnar um aðstoð og að- stöðuaukast, þannig að hvergi sér fyrir endann á verkefnunum. Einn áfangi tekur við af öðrum og má aldrei slaka á svo ekki lendi í óefni. Nú hefur þú lengi starfað að málefnum aldraðra. Hvar telur þú, á þessu ári aldraðra, að mestra úrbóta sé þörf? Þessari spurningu er kannski ekki svo auðvelt að svara með einu ákveðnu dæmi. Vandamálin eru margvísleg og geta allt eins verið einstaklingsbundin eins og samfélagsleg og krefjast úrlausn- ar með ýmsu móti. Þar getur verið um einsemd að ræða, sem kannski fyrst og fremst kallar á hlý orð, hlýtt handtak, ofurlitla vinsemd. Jón Kristinsson. En það geta líka verið erfiðleikar af öðrum toga, vandkvæði, sem erfitt er að ráða bót á, eða rétta þar hjálparhönd er að gagni megi verða. Margir einstaklingar eiga svo við líkamlega krankleika að stríða, og þurfa af þeim sökum að- stoð og aðhlynningu. Ef við takmörkum þessa um- ræðu við Akureyri og nágrenni, þá eru þessi vandamál hér til staðar, bæði einstaklingsbundin og samfélagsleg, og alla daga er unnið að lausn þeirra eftir því sem ástæður og aðstæður frekast leyfa. Það er samdóma álit að æskilegt og sjálfsagt sé, að aldr- aðir geti sem allra lengst dvalið á heimilum sínum. Því hafa bæjar og sveitarfélög víða á sínum veg- um heimilisaðstoð, sem veitir mikla og margvíslega þjónustu, sem öldruðum er ómetanleg, og hana þarf að efla sem kostur er. Dvalarheimilin eru og gildur þátt- ur í þessari keðju. Þangað leitar aldrað fólk af ýmsum ástæðum þegar það treystir sér ekki lengur til að sjá sér farborða, eða vill með þessu móti tryggja framtíð sína og öðlast það öryggi, sem í boði er. En dvalarheimilunum er stakkur skorinn og er td. ekki ætl- að að annast hjúkrunar- og lang- legusjúklinga til langframa. Því eru hjúkrunar- og langlegudeildir fyrir aldraða enn einn hlekkurinn, sem vera þarf fyrir hendi, en þar er það sem skórinn mest kreppir í dag,og við erum nú hvað verst á vegi stödd. En eins og lesendum Dags er kunnugt, er nú markvisst að því unnið að á fyrri hluta þessa nýbyrjaða árs verði fullbúin 20 rúma hjúkrunardeild við Fjórð- ungssjúkrahúsið, sem leysti veru- legan vanda. Yrði það ánægjuleg- ur áfangi á þessu ári fatlaðra og mikilsverður. Vel á minnst, hvernig gengur „Systraselssöfnunin“? Þar hafa margar hjálparhendur verið á lofti, og góður árangur náðst. Það var óneitanlega stór ákvörðun af um 20 áhugamönn- um, að vera í forsvari fjársöfnun- ar meðal almennings, sem að stór- um hluta bæri uppi kostnað af breytingum og búnaði hjúkrunar- deildarinnar. En trú okkar á skilning og fórnarlund almenn- ings hefur vissulega sýnt sig að vera rétt metin. Allir sem rétt hafa hjálparhönd, og fjölmargir mjög rausnarlega, hafa gert það með svo jákvæðu hugarfari, að maður finnur hlýjuna og þá ánægju, sem því fylgir, að eiga hlut að góðu verki. Það er þægi- legt að starfa í slíku andrúmslofti, og ber að flytj a þakkir öllum þeim einstaklingum, félögum og stofn- unum, sem með framlögum sín- um eru að ryðja hindrunum úr vegi og greiða götu miklu nauð- synjamáli. En inni í þessa mynd kemur svo líka þáttur hins opin- bera, er samþykkti að láta af hendi „Systrasel“ til þessara nota ög veita fjármagn til reksturs deildarinnar. Þriðji aðilinn sem við horfum til, er svo Fram- kvæmdasjóður aldraðra, sem stofnaður var á síðastliðnu ári og aétlunin er að styrkist stórlega á þessu ári- ári aldraðra. Við hann bindum við góðar vonir og að framlag frá honum verði eins og rúsína í pylsuendanum, er skili þessu „ævintýri" heilu í höfn. Þannig er víða unnið, og skyn- samlega að verki staðið, þar sem einstaklingar og hópar létta undir með því opinbera, er flýtir fram- kvæmdum. Þó víða sé nú í árs- byrjun þungt fyrir fæti í þjóðfélag- inu, sýnist margt geta bent til ,íí þess, að ár aldraðra verði þeim hagstætt ár, og beri nafn með rentu. Framkvæmdasjóður aldraðra. - Einn skatturinn enn segja sumir. Auðvitað er það. Meðan við höldum því merki á lofti, að vilja jafna lífskjörin og tryggja öllum sómasamlegan aðbúnað, gerist það varla með öðrum hætti, en til- færslu fjármuna. Að þeir, sem af- lögufærir eru, leggi nokkuð af mörkum. Því aðeins getum við verið ánægð með eigin velmegun að sem flestum meðbræðrum okkar líði sem best. Boðskapur sögunnar um miskunnsama Sam- verjann er ekki aðeins falleg helgisögn, heldur þarf hann að vera vakandi afl í lífi okkar og starfi, og er það, sem betur fer, oft og víða. Ár trésins, ár fatlaðra, ár aldraðra, hugmyndirnar sem að baki búa að þessi ár eru haldin, sýnast allar af sömu rót runnar. Trú á landið, trú á manninn, manngildið, eru mannbætandi og færa okkur nær því eilífðarljósi, sem allt heilbrigt líf nærist af. Nú hefur komið fram, að vist rými fyrir aldraða á dvalarheimil- um er hlutfallslega meira á íslandi en annarsstaðar þekkist. Hver er skýringin? Ætli ástæðan sé ekki fyrst og fremst sú, að þessi lausn hefur þótt eðlilegust og líklega hag- kvæmust, enda ekki gefist illa. Við höfum lifað og lifum á mikl- um umbrotatímum. Lífstíll síð- ustu áratuga hefur sópað burt eða gjörbreytt þeim hefðum og því lífsformi, sem stóð stöðugt um aldir. Tími baðstofunnar þar sem þrjár kynslóðir gjarnan bjuggu saman, og störfuðu að verulegu leyti, er liðinn. Afinn og amman eru ekki lengur gjaldgeng til að hafa ofan af fyrir bamabörnum sínum, um það sjá nú vöggustof- ur, dagvistunarstofnanir og sjón- varpið. Eldra fólk býr í vaxandi mæli útaf fyrir sig. En þegar að- stæður krefjast breytinga, verða dvalarheimili gjarnan fyrir valinu sem griðarstaður, er veitir öryggi og aðhlynningu. En dvalarheimil- in taka breytingum eins og annað. Og sem gott og ljóst dæmi má nefna, að þegar ég fyrst kom að þessum málum fyrir tæpum 16 — Rætt við Jón Kristinsson forstöðumann dvalarheimilanna á Akureyri í tilefni „árs aldraðra“ Vistmenn að dvalarheimilinu „Hlið“. Myndin er tekin i april á siðasta ári. árum sfðan þóttu 9 fermetra her- bergiá dvalarheimilunum boðleg- ir svefnstaðir fyrir tvo. í dag eru þetta orðin eins manns herbergi, að sjálfsögðu, og þykja og eru of lítil. Fólk vill hafa sæmilega rúmt um sig og ef ég ætti að lýsa kröfun- um í dag með einu orði, þá er það - íbúðir. Er biðlisti Dvalarheimila langur? A Dvalarheimilinu Hlíð eru vistmenn 110 en 80 í Skjaldarvík eða 190 manns alls. Biðlistinn er aftur á móti 250 manns og þessi biðlisti ber að því leyti nafn með rentu, að biðtíminn er að jafnaði 6-8 ár og þörfin á auknu vistrými því knýjandi. Dvalarheimilið „Hlíð“. ffli Hvað er framundan? Fyrir tæpum tveim árum var lokið byggingu 12 íbúða við Hlíð, sem rúma nær 20 vistmenn. Þess- ar íbúðir komu í góðar þarfir og hafa sannað ágæti sitt. Á sl. hausti fékkst svo leyfi bæjaryfirvalda til að láta hanna byggingar á svæði því sem Hlíð í upphafi var ætlað, vestan götunnar, til stækkunar því sem fyrir er. Þar er gert ráð fyrir miklum byggingum þegar full- byggt verður, og stjórn heimil- anna stefnir að því, að hægt verði að hefja framkvæmdir við fyrsta áfangann næsta sumar. Hvað koma þessar byggingar til með að vista marga? Því er erfitt að svara, því þessi mál eru enn á algeru byrjunar- stigi. Það mætti kannski giska á 70 -90 manns. En ef ég í fáum orðum gerði grein fyrir hugmyndum mín- um um þessar byggingar, þá eru þær kannski þessar helstar: Eins og ég nefndi áðan, eru íbúðir í ein- hverri mynd, það sem koma skal. Fólk, sem af ýmsum ástæðum ákveður að leita til dvalarheimil- anna óskar þess auðvitað að sú breyting raski sem minnst venju- bundnu heimilislífi. Því er mikils- vert, að fólk eigi sem flesta val- kosti.T.d. hefurverið rættum,að þarna rísi bygging með íbúðum af mismunandi stærðum, sem ann- aðhvort yrðu seldar eða leigðar, og að þeir, sem þær fengju yrðu á sjálfs sín vegum að því marki, sem þeir treystu sér til, en ættu þess kost að fá þjónustu frá stofnun- inni, eftir þörfum. Að öðru leyti yrðu byggingar þarna undir einu þaki, og þar fengi vistfólk sömu þjónustu og nú er í té látin á dval- arheimilunum. Þessar byggingar yrðu sjálfstæð eining hvað varðar allan rekstur, en undir sömu yfir- stjórn. Þó yrði að gera ráð fyrir aðstöðu, sem nýttist vistfólki báðu megin götu. Er þar um að ræða aðstöðu fyrir margskonar föndur og námskeið, en slík að- staða er ekki fyrir hendi nú eða mjög ófullkomin. Einnig þarf þar aðstöðu til líkams- og heilsurækt- ar. íþróttasal með tækjum við hæfi, ljósböð, saunaböð, sund- laug, enekkert slíkt erfyrirhendi. Gera verður ráð fyrir stórum sam- komusal fyrir guðsþjónustur og almennar samkomur, jafnvel þær sem nú eru haldnar í samkomu- húsum bæjarins, því þarna verð- ur búandi á einum stað, stærsti hluti aldraðs fólks í bænum. Þess- ar byggingar þyrftu líka að gefa möguleika á dagvistun fyrir aldr- að fólk, sem gæti fengið mat og aðra þjónustu á heimilinu að deg- inum til, en svæfi heima um nætur. Hér hef ég í fáum dráttum dregið upp þá mynd, sem ég geng með í dag. Vafalítið á hún eftir að taka meiri eða minni breytingum áður en fullmótuð verður, en von- andi verða þessar byggingar, full- búnar, vel í stakk búnar að svara kröfum tímans. Það er mest um vert. Lokaorð? Margt leitar á hugann við hver áramót. Nú, eins og oft áður, er það bæn um frið og meiri birtu inn í líf þeirra mörgu, sem lifa við áþján og yfirtroðslur vfða um heim. Ósk um samvinnu og sam- heldni stjórnenda og landsmanna allra um lausn aðsteðjandi vanda. Og von um að hið nýbyrjaða ár flytji með sér þá hamingju og velgengni, er m.a. láti margar bænir, óskir og vonir aldraðra rætast á þessu ári. 12. janúar 1982 - DAGUR 7 6 DAGUR -12. janúar 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.