Dagur


Dagur - 12.01.1982, Qupperneq 9

Dagur - 12.01.1982, Qupperneq 9
Aku rey ri ncjar unnu sicjur Ðæjarkeppni í íshokkí: Um helgina fór hópur ís- hokkímanna úr Skautafélagi Akureyrar til Reykjavíkur og kepptu þar við heimamenn úr Skautafélagi Reykjavíkur I ís- hokkí. Á laugardaginn var keppt í flokki 23 ára og yngri og var þarna um óformlega bæjarkeppni að ræða. Lið Akureyrar var skipað ungum og efnilegum hokkí- mönnum, en þeir fengu harða keppni á Melavellinum í Reykjavík, og lið Skautafélags Akureyrar sigraði með 5 mörk- um gegn 4. Eins og fyrr segir var leikurinn mjög spennandi og skemmtilegur, en markmaður SA Jón Birgir Guðlaugsson vann sér m. a. það til ágætis á síð- ustu sek. leiksins að verja víta- skot, en það þykir mjög vel af sér vikið í íshokkí. Flest mörk Akureyringa gerði Ágúst Ás- grímsson 3 og Rúnar Arason gerði 2. Á sunnudaginn fór svo fram hraðmót með þátttöku A- og B- liðs skautamanna frá þessum stöðum. A-lið Skautafélags Ak- ureyrar sigraði og vann alla sína leiki en B-lið SA tapaði fyrir A- liði Skautafélags Reykjavíkur og lentu þau lið í 2.-3. sæti. íslandsmót í íshokkí er fyrir- hugað 28. febrúar í Reykjavík, og er ekki búist við fleiri kepp- endum en frá Reykjavík og Ák- ureyri. Sveinn Kristdórsson einn af frumkvöðlum skautamanna í Reykjavík og Akureyrar hér á árum áður hefur gefið bikar til bæjarkeppni milli Reykjavíkur og Akureyrar í flokki 16 ára og yngri, og verður keppt um hann í fyrsta sinn síðar í vetur. Veðrátt- unnar vegna hafa skautamenn hér á Akureyri haft svell á ís- hokkívelli sínum nú um nokkurt skeið, og daglega pefir þar fjöldi unglinga og fullorðinna 'þessa íþrótt, sém er geysivinsæl er- Iendis, og gefur t.d. á Norður- löndunum knattspyrnunni og handboltanum ekkert eftir. Þetta er skemmtileg og spenn- andi íþrótt fyrir áhorfendur, því hraði er mikill og harka einnig. íshokkúnenn á Akureyri á æfingu Þjálfarar í þekking- arleit til Englands Nú þegar komið er fram yfir ára- mót fara knattspyrnumenn að huga að sumrinu. Bæði Akur- eyrarfélögin hafa nú ráðið þjálf- Skíðagöngumót í Kjarnaskógi: Ólafsfirðingar heim með gullverðlaunin Nú um helgina var haldin á Akureyri keppni í skíða- göngu, og voru þar á meðal keppenda allir bestu göngu- menn landsins sem nú eru við æfingar hérlendis. Reykvíkingar hafa hins vegai lítið getað æft þessa íþrótt vegna snjóleysis, en hér norðanlands hefur hins vegar snjór verið mikill og æfingaaðstaða eins og best verður á kosið. Keppt var bæði í 11 km og 15 km göngu. Vegna skafrennings í Hlíðár- fjalli á laugardaginn var keppnin færð í Kjarnaskóg, en þar er eins |pK ‘ - ^ Frá skiðagöngumótinu í Kjamaskógi um helgina. og menn vita hið ákjósanlegasta svæði til skíðagöngu. Keppt var í „trimmbrautinni" svokölluðu og gengnir fimm hringir, en þeir gera samtals um 11 km. Á sunnudag var veður og skíðafæri hið ákjósanlegasta og þá var keppt í 15 km göngu, og að sögn Þrastar Guðjónssonar formanns skíðaráðs Ákureyrar var brautin erfið og reyndi hún mjög á þrek og tækni göngu- mannanna. Báðar þessar keppnir voru úr- tökumót fyrir heimsmeistara- mótið í skíðagöngu sem fram fer í Osló í næsta mánuði, en þang- að ætlar skíðasambandið að senda a.m.k. tvo göngumenn. Þetta er annað mótið sem haldið hefur verið í vetur, og af þeim loknum virðist svo sem Haukur Sigurðsson Ólafsfirði komi sterkastur út úr þeim og jafnvel að Magnús Eiríksson Siglufirði og Jón Konráðsson Ólafsfirði séu þar næstir. Þá er einnig vitað um ísfirðing sem er við æfingar og keppnir í Noregi í vetur, en hann gæti skotist upp á milli þeirra. Annars urðu úrslit f mót- inu þessi. 11 km-17-19 ára: 1. Finnur Gunnarsson Ól. 37.11 2. Haukur Eiríksson Ak. 39.08 3. Axel Ásgeirsson Ól. 40.03 11 km - 20 ára og eldri: 1. Haukur Sigurðsson Ól. 34.46 2. Magnús Eiríksson Sigl. 35.16 3. Jón Konráðsson Ól. 35.50 15 km.-17-19 ára: 1. Finnur Gunnarsson Ól. 61.20 2. Haukur Eiríksson Ak. 64.28 3. Sigurður Siggeirsson Ól. 73.16 15 km. - 20 ára og eldri: 1. Haukur Sigurðsson Ól. 55.36 2. Magnús Eiríksson Sigl. 57.19 3. Jón Konráðsson Ól. 59.16 ara fyrir meistaraflokk, og einn- ig er verið að ganga frá ráðningu á þjálfurum fyrir yngri flokka. Tveir' af þjálfurum hjá yngri flokkum KÁ, eru nú á leið til Englands til þess að sjá hvemig þarlendir fara að, og læra af þeim. Það eru þeir Einar Pálmi Árnason, sem undanfarin ár hefur þjálfað yngri flokka fél- agsins, og Aðalsteinn Þórarins- son, en hann hefur verið leik- maður með meistaraflokki KA og ÍBA mörg undanfarin ár. Hann hyggst nú leggja skóna á hilluna sem leikmaður en ætlar nú að starfa að þjálfun. Þeir hafa von um að komast að hjá ensku félagi og ætlunin var að fara til West Ham. Þeir bræður Alfreð og Gunnar Gíslasynir, sem báðir leika með fyrstu deildarliði KR í handbolta, eru báðir valdir í landsliðshópinn sem leika á gegn Austur-Þjóðverjum nú þessa dagana. Þeir eru burðarrásir síns félags, og vonandi gera þeir góða hluti í landsleiknum. 12. janúar 1982 - DAGUR 9

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.