Dagur - 21.01.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 21.01.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Breyta verður vísitölukerfinu Ríkisstjómin hefur að undanförnu unnið að gerð svonefnds „efnahagsmálapakka“. Eins og lætur að líkum eru menn ekki á einu máli, en þrátt fyrir hrakspár stjórnarand- stæðinga mun ríkisstjórnarflokkunum tak- ast að móta sameiginlega stefnu. Grund- vallaratriðið er að áfram verði haldið niður- talningu verðbólgunnar og að atvinnulífinu verði komið á réttan kjöl, svo atvinnuöryggi verði tryggt. Um þetta eru allir sammála, sem betur fer. Sem fyrr er þetta spurning um leiðir. Ef við ætlum að ráða við verðbólguna verður að taka á meininu með margvísleg- um hætti. Það vísitölukerfi sem undanfarin ár hefur verið við lýði hefur sýnt sig að þjóna ekki þeim sem helst skyldi, þ.e. láglauna- fólkinu. Það stendur einnig öllum raunhæf- um aðgerðum í efnahagsmálum fyrir þrifum. Breyta verður vísitölugrundvellinum, þann- ig að útkoman verði sanngjörn. Við getum ekki eytt meira en við öflum nema setja okkur í skuldir. Draga þarf úr er- lendum lántökum, þannig að eyðslulán koma ekki lengur til greina. Því verður að taka tillit til viðskiptakjara. Þegar þau verða óhagstæð, t.d. vegna hækkunar á olíuverði eða lækkunar á verði fiskafurða okkar á er- lendum mörkuðum, verða allir landsmenn að taka þátt í slíkum áföllum. Taka verður meira tillit til óhagstæðra viðskiptakjara í vísitölunni, en gert hefur verið. Það má bæta hinum lægstlaunuðu upp með öðrum hætti. Steingrímur Hermannsson hefur bent á það, að rangt sé að hafa inni í vísitölunni verð á innlendri orku, á sama tíma og við erum að gera stórátak til að bæta afkomu al- mennings með hitaveitu — og öðrum orku- framkvæmdum. Allir landsmenn verða hins vegar bæði að njóta ávaxtanna og taka þátt í útgjöldunum. Jöfnun orkuverðs verður því að fylgja slíkum breytingumn á vísitölunni. Endurskoðun vísitölukerfisins má ekki dragast lengur. Núverandi kerfi er órökrétt og í mörgum tilvikum ranglátt og einkum gagnvart þeim sem verst eru settir. Laun- þegar, atvinnurekendur og stjórnvöld verða að taka höndum saman á þessu ári og hrinda í framkvæmd breytingum, sem allir virðast sammála um að þurfi að gera. Framsóknarmenn hafa einnig bent á það, að breyta þurfi verðlagsmálum og færa til nútímalegra horfs, án þess þó að sleppa öllu lausu. Þeir hafa einnig lagt á það áherslu, að lækkun fjármagnskostnaðar verði að fýlgja niðurtalningu verðbólgunnar og að lækkun vaxta ætti jafnvel að vera að einhverju leyti leiðandi í niðurtalningunni. Valdimar Pétursson: Ahugaleysi staðreynd Ári fatlaðra er lokið og ár aldraðra tekið við. En verkefnalistinn fyrir síðasta ár er ekki tæmdur - þvert á móti. Nú hafa menn e.t.v. gert sér beturgrein fyrír en áður, hve mikið verk er eftir óunnið. ValdimarPét- ursson, sem sæti á í ALFA-netnd á Akureyrí, er gagnkunnugur mál- efnum fatlaðra og Dagurfékk hann til að svara nokkrum spurningum sem tengjast málefnum þeirra. I upphafi var hann spurður um hvernig honum þætti Alþjóðaár fatlaðra hafa tekist á Akureyrí. - Þegartalaðerumaðsamkoma hafi farið vel fram, þá er átt við að frekar lítið hafi verið um slagsmál. Fáir hafa setið inni um nóttina og lítið um slys. Ég held að svo megi segja um liðið ár. Það meiddist enginn og ég minnist þess heldur ekki að nokkur hafi talið sig knúinn til upphrópana. Ég átti ekki heldur von á því, né heldur að kraftaverk- um myndi rigna yfir okkur, en mál- um hefur frekar verið þokað fram á við, og hin almenna umræða, þ.e.a.s. sú sem var, hefur orðið okkur til góðs, en hún var svo sann- arlega ekki mikil. f meginatriðum er það tvennt sem mér finnst hafa mistekist hér á Akureyri; í fyrsta lagi var umræðan lítil og áhugaleysi almennings er staðreynd. Umræða meðal þeirra sem vinna að málefnum fatlaðra hér í bæ var einnig lítil. Á árinu voru haldnir tveir almennir fundir um málefni fatlaðra og á þessa fundi komu um tíu manns. Hvað ráðamenn bæjarins snertir, þá sá einn meðlimur bæjarstjómar sér fært að sitja um það bil helminginn af öðrum fundinum. Það var heldur ekki ýkja mikil umræða í blöðum bæjarins, þó þar hafi verið undan- tekningar á. - Þú segir að fatlaðir, eða þeir sem starfa að málefnum þeirra, hafi ekki staðið sig sem skyldi. - Já, áhugaleysi meðal þeirra virðist vera jafn mikið og hjá öðrum. Til dæmis var kjörin ALFA-nefnd í einu félaganna hér í bær vorið 1979. Hún hélt engan fund allt síðasta ár. Áhuginn og samstaðan var ekki mikil þar. . . . til að uppfylla viss skilyrði - Hvernig hefði aimenningur getað fylgst betur tneð? - Ég heid að ef vel hefði átt að vera, hefðu blöðin átt að eiga viðtöl við einstakiinga og segja frá ýmsum vandamálum fatlaðra. Ég er ekki að tala um löng viðtöl, heldur stutt og stuttar kynningar um fötlun. Þannig hefði almenningur kynnst betur þeim atriðum sem lagfæra þarf. Bæjarbúar vita að eitthvað er að, en allflestir vita ekki hvar skór- inn kreppir. Eitt get ég ekki látið kyrrt liggja. Það er staðreynd að það er skoðun sumra að of mikið hafi borið á hreyfifötluðum sl. ár þrátt fyrir allt. Þetta líkist helst stéttarríg, en hann er að vera okkar þjóðaríþrótt. - Hefur ALFA -nefndin á Akur- eyri lagt drög að einhverju sem síðar á eftir að koma í Ijós? - Áður en þessu er svarað verð- ur það að koma fram, að nefndin hafði enga fjármuni handa á milli, ekki loforð fyrir fjárveitingu og ekki heldur viljayfirlýsingu bæjar- yfirvalda um fjárveitingu. Annað atriði, sem líka þarf að taka fram, er að kjör nefndarinar fór ekki fram fyrr en í lok janúar á síðasta ári, sem er 6-12 mánuðum öf seint að minni hyggju. Það var liðinn um þriðjungur ársins þegar nefndin var búin að átta sig á því í grófum drátt- um að hverju skyldi stefnt. í raun má segja að með þeim grunni sem opinberir aðiiar lögðu, hafi kjör nefndarinnar aðeins verið til að uppfylla viss „moralskt" skil- yrði, sem bæjarfélaginu voru sett í tilefni ársins. En sem betur fer var nefndin kjörin og að sjálfsögðu gat hún komið málum örlítið áfram. Eitt það fyrsta sem nefndin gerði var að skipa nefnd með fulltrúum þeirra félaga, sem vinna að málefnum fatlaðra hér í bæ. Þessi nefnd á að vera arftaki ALFA-nefndarinnar, a.m.k. vonaég það. Þamaerum að ræða framtíðarnefnd, sem örugg- lega skilar árangri síðar meir ef vilji erfyrir hendi. Embættismenn og Haínaríjarðarbraiidar- ar Ferðaþjónusta fatlaðra verður að raunveruleika á þessu ári, sem í raun er heljarstökk fram á við. Stofnun nefndar til undirbúnings í upplýs- inga- og fræðsluefnis fyrir skóla, sumardvalaraðstaða fyrir fatlaða í nágrenni bæjarins var tii umræðu og verður mjög líklega að veruleika, sama má segja um breytingar á opin- beru húsnæði. Þar er vfða pottur brotinn því fatlaðir eiga erfitt með að sækja heim opinberar stofnanir. Allt þetta á eftir að koma í ljós, en því miður eru til óteljandi atriði, sem ekki voru rædd eða framkvæmd. Til þess vantaði bæði tíma og peninga og varla mun það breytast neitt að ráði í framtíðinni ef að líkum lætur. - Líkamlega heilbrígðir varpa oft fram þeirrí spumingu hvar helst sé átaks þörf í málefnum fatlaðra. - Það er ógemingur að svara þessari spumingu hlutlaust. Til þess em sjónarmið fatlaðra um forgang verkefna, eða þarfir, svo mismun- andi. En ég geri ráð fyrir að mennt- unar-, endurhæfingar- og fræðslu- mál séu þau atriði sem mest liggur á að leysa. Nú, í tengslum við þau koma svo ferlimál, húsnæðismál og þjónusta í tengslum við þau, en þessi atriði þarf að leysa jafnt með öðrum verkefnum. Fyrirbyggjandi aðgerðir gætu líka verið efst á listanum. Það sem er mér hugleiknast em ferlimál. Ef fatlaðir eiga greiðan að- gang að stofnunum og fyrirtækjum, eða að ferðast, leysir það gífurlega mörg vandamál. Sem betur fer örlar á framþróun í þeim málum, sem átak í þeim mundi stuðla að þessu margfræga jafnvægi í byggð landsins. Hinu er ekki að leyna að þær hugmyndir, sem sumir af okkar ágætu embættismönnum hafa um þau mál gætu oft átt rætur sínar að rekja til miðalda, eða jafnvel enn lengra aftur í tímann. Sögur af emb- ættismönnum og hönnuðum húsa, þegar þeir fjalla um ferlimál, jafnast oft á við góða Hafnarfjarðarbrand- ara. - Telur þú að viðhorf almennins til fatlaðra hafi breyst eitthvað hin síðarí ár? - Já, sem betur fer. Að vísu fer það eftir því hvemig litið er á þá breytingu, og ég held að það megi orða það þannig að þeim fötluðu, sem vel gengur í lífinu, og em mjög sjálfstæðir, skiptir fötlunin litlu máli, þegar kemur að samskiptum við lík- amlega heilbrigt fólk. Aftur á móti eru það þeir, sém ekki búa yfir þessu sjálfstæði, og fótlun hamlar sam- skiptum við samborgarana sem eru afskiptir. Máiefni þeirra em ekki í jafngóðu lagi. Að auki býr þessi hópur við ákaflega mikið öryggis- leysi, t.d. í atvinnumálum. Almenningsálitið í garð þessa hóps verður að breytast, verða jákvætt, og almenningur verður að læra að líta á þetta fólk sem venju- lega samborgara, en ekki annars flokks fólks. Ég veit dæmi um slfkt. Þar að auki verður fólk að fara að hætta að hugsa á þá leið að því komi málefni fatlaðra ekkert við. Það er of mikið um þannig hugsanagang og ég vildi benda á að sú stund getur mnnið upp fyrir einhvem lesanda Dags að hann fylli flokk fatlaðra. Þetta segi ég ekki af neinni mann- vonsku, þvert á móti. Slys em t.a.m. daglegir viðburðir og þau geta haft :hinar hörmulegustu afleiðingar. Áhugi fyrír hendi en fé vantar Það er matsatriði hvort hið opin- bera sýni fötluðum nægjanlegan skilning. Ég væri t.d. ósanngjam ef ég segði að opinberir aðilar sýndu okkur lítinn skilning. Talandi um opinbera aðila þá er með afbrigðum gott að ræða við forráðamenn bæjar- ins. Þar er áhugi á okkar málum, þó stundum komi vamarorð. Ég minn- ist þess að eitt sinn, ekki alls fyrir löngu, var sagt við okkur að við mættum ekki gera ósanngjamar kröfurtil bæjarins, t.d. þær að gerðar yrðu klifurgrindur fyrir hjólastóla . . . Það er ýmislegt sem mönnum dettur í hug, en hér var sennilega átt við Ráðhúsið. En til að hrinda í framkvæmd hin- um ýmsu verkefnum þarf peninga og þeir em ekki alltaf til staðar, segja forráðamenn bæjarins og eflaust er það rétt. Ástæðan er sú að þeirra sögn að þeir peningar sem bæjar- og sveitar- félög hafa handa á milli, fara í fyrir- fram ákveðin vefkefni, samkvæmt lögum, og þá er ekki svigrúm til stór- tækra aðgerða á hinum ýmsu sviðum er snerta fatlaða. Spumingin er því sú hvort það sé í rauninni pólitískur vilji fyrir því að allir landsmenn geti valið sér búsetu að ósk hvers og eins. Heilbrigðir ein- staklingar flytja milli landshluta, en hvað fatlaða varðar þá má segja að þeir séu beittir bú- setuþvingunum. Eitt sinn var það viðkvæðið, ef fatlaður átti erfitt með búsetu í sinni heimabyggð, að best væri „að flytja hann bara suður“. Þetta viðhorf er enn til og það er blettur á samskiptum fatlaðra og þeirra sem ráða í landinu. Áður en lengra er haldið er rétt að láta það koma fram, hvað ferða- þjónustu við fatlaða varðar, þá hefur Akureyrarbær staðið sig vel, en til- feliið er að frjáls félagasamtök eins og Sjalfsbjörg og Styrktarfélag van- gefinna geta ekki staðið endalaust að þjónustu eða uppbyggingu. Með tíð og tíma eyðileggur það alla inn- viði félagsins. Að lokum vildi ég aðeins segja að hið opinbera, ríki og bær, verða að hætta að meta sálir til fjár. Það er ekki nóg að hafa háleitar hugsjónir á hátíðisdögum og engar á virkum. Málefni öryrkja og aldraðra em vinsæl í kosningabaráttu. Þar em gefin loforð sem auðvelt er að svíkja því menn vita sem er að t.d. þessir tveir hópar fara ekki í verkfall né heldur em þeir í aðstöðu til að beita þvingunum þegar ekkert verður úr framkvæmdum sem búið var að lofa. 4 s.-oiMstítfi! jfcmrH m1 s

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.