Dagur - 21.01.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 21.01.1982, Blaðsíða 5
Vaxandi aðsókn í Kjarnaskóg - snjótroðari keyptur til að troða brautir „Útivistarsvæðið í Kjarnaskógi er opið allt árið og fer aðsókn vaxandi. I vetur hafa verið troðnar skíðagöngubrautir í skóginum. Við það verk hefur verið notaður nýr snjótroðari, sem Skógræktarfélag Eyfirð- inga keypti í vetur“, sagði Hall- grímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri svæðisins í sam- tali við Dag. „Auk þess sem almenningur hefur notfært sér aðstöðuna í Kjarna í ríkum mæli hafa verið haldin þar tvö skíðagöngumót. Af gefnu tilefni vildi ég taka það fram að umferð vélsleða um svæðið er bönnuð. Hestamenn eru einnig áminntir um að ríða ekki utan ak- vega. Það var sett sem skilyrði þegar hestamenn fengu leyfi til að vera í Kjama og því miður verður að segjast eins og er að þeir hafa ekki staðið við gerða samninga“. Grenvíkingar og Höfðhverf- ingar blóta fyrir sunnan Átthagafélagið Höfði í Reykja- vík heldur þorrablót fyrir félaga og gesti í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi á föstudags- kvöldið. í félaginu eru brott- fluttir Grenvíkingar og Höfð- hverfingar sem eru búsettir syðra. Sigríður Sverrisdóttir, kennari á Grenivík, flytur sunnanmönn- um annál og blótsgoði verður Valdimar Kristinsson frá Höfða. Einnig verður almennur söngur og ræðuhöld af léttara taginu ef að líkum lætur. Heiðursgestur kvöldsins verður Anna Guð- mundsdóttir, sem lengi starfaði sem ljósmóðir á Grenivík. VIDEO- LEIGA Nýjar spolur Video-Akureyri sf. Strandgötu 19, S 24069. Hótel Varðborg Veitingasala Árshátíðir - Þorrablót Einkasamkvæmi Köld borð - Heitur veislumatur Þorramatur - Smurt brauð - Snittur Coctailsnittur Getum lánað diska og hnífapör. Útvegum þjónustufólk simi 22600 Júníus heima 24599 nú «r rokki timinn bil skidokoupo SKIÐAKENNARI á slaðnwm olio <Iqqq frá kl. 2 tiló komkf ©g njótíd ródgjafor vid vqI 6 skídovörum I : 1 SALOMON KAUmNGI FRAMSÓKNARFELAG AKUREYRAR Opiöhús er aö Hafnarstræti 90 öll fimmtudagskvöld frá kl. 20-23.30. Spil - Tafl - Umræður Lesið nýjustu blöðin Kaffiveitingar Allirvelkomnir Blómaskreytinganámskeið Dagana 1.-5. febrúar verða haldin námskeið í þurrblómaskreytingum í Gróðrarstöðinni við Eyja- fjarðarbraut. Þessa daga verða tveir 10 manna hópar teknir til kennslu daglega. Fyrri hópurinn kl. 14-17 og sá seinni frá kl. 20-23. Þátttaka tilkynnist í síma 25913 föstudaginn 22. janúar. Garðyrkjustjóri. 21. janúar 1982 - DAGUR- 5 Auglýsingastofa Einars Pálma

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.