Dagur - 21.01.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 21.01.1982, Blaðsíða 6
UfcsiUUUsU r 2-*»7. í v. ?' *■, **:» :XaO liteiiÉ ■ • Fablon sjálflímandi dúkur I miklu úrvali Höskuldur Jónsson á Glóð frá Árgerði. Fyrstur fer Haraldur Guðmundsson á vindsokkóttum hesti frá Bólu í Skagafirði. Myndin var tekin þegar hestamenn voru á leið á landsmót fyrir sunnan. 6 - DAGUR 21. janúar 1982 Þessi mynd var tekin þegar Léttir átti 50 ára afmæli. Þess minntust félagar með fagnaði á Hótel KEA. í" aí': - Sem kólfur loftið kljúfi klár- inn fer - raulaði tíðindamaður Dags, þegar hann valdi 22909. Það er síminn hjá Birni Mika- elssyni, formanni Hestamanna- félagsins Léttir á Akureyri. Björn kom í símann og eftir nokkur orðaskipti féllst hann á að leyfa Degi að eiga við sig viðtal um hesta og hestamenn. Björn setti þó tvö skilyrði: Það yrði að vera minnst á árshátíð Léttis og og á nauðsyn þess að félagsmenn væru tilbúnir til að starfa á vegum félagsins, enda af nógu að taka. Þetta tvennt var samþykkt og hefst nú við- talið við formann Hestamanna- félagsins Léttir. Búnir að taka hross á hús Ef þú vilt eignast hest og byggja yfir hann hús er það skilyrði sett af hálfu bæjaryfirvalda á Akureyri að þú gerist félagi í Létti. Þetta ætti varla að fara fyrir brjóstið á neinum enda virðist félagið vera áhugavekjandi, a.m.k. er nóg að gerast á vegum þess. Félagsmenn hafa komið sér vel fyrir í hesta- mannahverfi sem nefnist Breið- holt, og er skammt vestan og ofan við bæinn. Einnig eru þeir að hasla sér völl í landi Lögmanns- hlíðar, nánar tiltekið í Hlíðar- holti, en þar verður framtíðarað- staða félagsins. í Hlíðarholti er unnið að gerð skeiðvallar og er farið að huga að byggingu húss í Breiðholti. Félagsmenn hafa fengið afnot af Sörlastöðum í Fnjóskadal og þar hafa þeir í hyggju að starfrækja einskonar orlofshús. Keppnisaðstöðu hefur félagið á Melgerðismelum í sam- vinnu við tvö önnur hestamanna- félög í Eyjafirði. Melgerðismelar eru eitt besta keppnissvæði landsins. Alls eru um þrjú hundr- uð félagsmenn í Létti og hús í Breiðholti eru talin vera um eitt hundrað. - Hvernig er vetrarstarfínu háttað? Hvað eruð þið hestamenn að gera þessa dagana? Menn eru nýbúnir að taka hross á hús, og nú eru félagsmenn að járria og temja. Að sjálfsögðu er svo riðið út þegar það er hægt. Á veturna reynum við að halda ís- kappleika um páskaleytið og er það íþróttadeild Léttissem annast þá. Það eru líka margar nefndir í gangi hjá Létti á veturna og ég gæti nefnt skemmtinefnd sem sér um árshátíð félagsins, sem að þessu sinni verður fimmta febrú- ar. Fræðslunefnd er til og eins og nafnið bendir til sér hún um fræðslufundi. Framtíðaraðstaða í Hlíöarholti - Hvernig stendur á því að þið eruð að byggja nýjan skeiðvöll í Hlíðarholti, þegar þið hafíð að- gang að einum besta skeiðvelli landsins á Melgerðismelum? - í Hlíðarholti verður aðalað- staða félagsins í framtíðinni og Melgerðismelar eru einfaldlega of langt í burtu til að geta þjónað okkur að öllu leyti. Þeir eru góðir fyrir öll stærri mót, en ég vil benda á að við höfum orðið að halda firmakeppnina syðst á Þórunnar- stræti. Það er ekki heppilegur staður fyrir keppni eins og firma- keppnina. - Léttir hefur einnig í hyggju að byggja hús í Breiðholti, en framtíðaraðstaðan er í Hh'ðar- holti. Skýtur það ekki skökku við? - Nei, það er lang að bíða eftir því að Hlíðarholt verði eins og það á að vera og í Breiðholti eig- um við lítinn hringvöll og tamn- ingagerði. Auk þess er bróður- partur félagsmanna þar með að- stöðu. Þetta á að verða vísir að félagsheimili. Við ætluðum að byrja s.l. haust, en veðráttan kom í veg fyrir það, en það verður haf- ist handa í vor. Aðalfélagsheimili Léttis verður að sjálfsögðu í Hlíð- arholti, en Breiðholt er orðið svo stórt að annað er óforsvananlegt en að koma þar upp húsi. Það mun líka eflaust nýtast okkur í sambandi við reiðskólann, sem við höfum rekið í samvinnu við æskulýðsráð. Það er starfsemi sem hefur heppnast mjög vel og margur hestamaðurinn hefur ein- mitt byrjað í reiðskólanum. Og í fyrsta framhjáhlaupi má geta þess að Léttir hefur nána og góða samvinnu við þýskt hesta- mannafélag. Allt þetta krefst þess að við höfum einhverja aðstöðu sem því nafni má kalla. í dag leigir Léttir eitt herbergi út í bæ þar sem haldnir eru fundir. Loks að fá síma í Breiðholt - Ef ég man rétt þá hefur það verið gagnrýnt að enginn sími er í Breiðholti. Stendur það eitthvað tilbóta? - Já, það er rétt að hverfið hef- ur verið símalaust og er það enn þann dag í dag. En þessi mál standa til bóta. Með fjárhagsað- stoð Brunabótafélags íslands verður hægt að koma á símasam- bandi í vetur. Það er búið að leggja símastreng upp eftir og innan skamms verður tengt. Þetta er eingöngu hugsað sem neyðar- sími með sambandi við slökkvi- stöð. Síminn verður rétt hjá tamningagerðinu. Eg er að sjálf- sögðu afskaplega ánægður með það fá loks síma í Breiðholtið því tvisvar hefur átt sér stað stórbruni og erfitt hefur verið að ná sam- bandi við slökkvilið. Með öðrum orðum er þetta sjálfsagt öryggis- atriði. - Þegar þú talar um öryggi kemur méríhugh vort hestamenn séu nægilega vel merktir þegar þeir eru á hestum sínum að ríða úti á vegum? skortir stundum á það. Á síðasta ári urðu t.d. tveirhestamenn fyrir bílum. En þetta hefur lagast mikið á undanförnum árum og götur sem hestamenn fara mikið eftir eru sífellt betur og betur lýstar. Ég get t.d. nefnt Súluveg frá Möl og Sandi að Breiðholtshverfi, einnig er búið að lýsa upp veginn frá Möl og Sandi og í áttina að Hlíðarholtshverfinu. Hins vegar er það rétt að það komi fram hér að bæjaryfirvöld hafa ekki staðið sig nógu vel hvað varðar lagningu vegar áð Breiðholti og gerð reið- gatna, en vonandi er ekki langt að bíða að þær framkvæmdir geti hafist. Umferð ríðandi manna og bifreiða fer alltaf illa saman. En auðvitað mætti hvetja hestamenn til að vera með endurskinsmerki, bæði á sér sjáifum og á hestunum. Einnig mætti benda hestamönn- um á baujuljós, sem fást í veiðar- færaverslunum. Þau er hægt að setja á reiða á hnökkunum og þar koma þau að verulegu gagni. Dýrt og tekur minni tíma - Er ekki dýrt að vera áhuga- maður um hestamennsku og tek- urhún ekkimikinn tíma? - Jú, það fylgir þessu mikill kostnaður, rétt eins og svo mörg- um tómstundaiðjum og vissulega fer mikill tími í þetta. Hestarnir eru lifandi verur og eigendum þeirra ber að fara vel með þá og það verður vart gert nema að mikill tími fari í það. Sem betur fer er það svo með flesta, ef ekki alla, félaga í Létti að þeir fara mjög vel með hestá sína. Þú spyrð um hve mikið hestur kosti. Ég gæti trúað að þú fáir varla hest undir 10 þúsund krónum, en ef þú vilt fá góðan hest hækkar verðið ört. Reiðtygi kosta einnig sitt. Það er áætlað að vetrarforði fyrir hest sé um 10 hestburðir eða 1 tonn. Hvert kíló Bjöm Mikaelsson, formaður Léttís. Verkefnin óteljandi - Rætt víð Björn Mikaelsson formann Hestamannafélagsins Léttis getur kostað frá einni upp í tvær krónur. - Þeim fjölgar stöðugt sem eru tilbúnir að greiða fyrir hest, reið- tygi, hey og hús. Með öðrum orðum, þá fjölgar hestum í bæjar- landinu. Er ekki hætta á að það sé ofbeitt? - Nei, við teljum að svo sé ekki. Léttir á góða sumarhaga þar sem eru Kaupangsbakkar, þá hef- ur félagið jarðirnar Hrafnsstaði og Kýfsá á leigu frá Akureyrarbæ. Tilfellið er að við gæturii tekið við mun fleiri hrossum í þessa haga. En málið er það að Akureyrarbær hefur úthlutað einstaklingum landspildum til beitar og ræktun- ar. Það eru sumar af þessum spild- um sem eru ofbeittar. Félags- menn í Létti eru stimplaðir eftir þessum skikum. Því má bæta við að berum reglulega á okkar haga á vorin og við höfum mann til að fylgjast með þeim á sumrin. Hann sér um að ekki sé ofbeitt og færir á milli hólfa. Samkvæmt okkar upplýs- ingum voru 1156 hross á Akureyri s.l. vetur. í þeim högum sem við leigjum og eigum voru aðeins rétt rúmlega 100 hross s.l. sumar. Af- gangurinn var í einkahólfum og síðan er farið með mikið af hross- um í nágrannabyggðirnar - Eitthvað að lokum? - Já, þú lofaðir mér í upphafi að reka áróður fyrir árshátíðinni og sjálfboðavinnu. Það hefur þeg- ar komið fram að árshátíðin er 5. febrúar og ég vildi hvetja félags- menn í Létti að fjölmenna á hana. Hvað sjálfboðavinnuna varðar, þá er ljóst að verkefni eru næg og ef félagsmenn starfa ekki sjálfir að hinum ýmsu verkefnum þá verður að nota aðkeypt vinnuafl. Bygging húss, gerð skeiðvallar og endurbætur á Sörlastöðum í Fnjóskadal tekur allt mikinn tíma. Verkefnin eru óteljandi og aðeins með samstöðu tekst að vinna málum brautargengi, sagði Björn að lokum og bætti því við að aðalfundur Léttis yrði 11. febrúar n.k. Ærshátíö Framsóknarfélags Akureyrar föstudaginn 22. jan. aðHótelKEA, hefst með borðhaídi kl. 20.00. Á matseðlinum er: Spergilsúpa Kryddlegið lambalæri TrífQe Fjölbreytt skemmtiatríði: Söngur, grín og gleði. Veislustjórí verður Tryggvi Gíslason skólameistarí. Heiðursgestur kvöldsins: GuðmundurG. Pórarinsson alþingismaður. Síðan verður auðvitað dansað á fullu tilkl. 02.00. Astró tríó oglnga Eydal sjá um sveifluna. Miða- og borðapantanir á skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 90, sími 21180. Miðasala fer fram í opnu húsi að Hafnarstræti 90, Gmmtudagskvöldið 21. jan. kl. 20.00-23.00. Framsóknarfólk: Fjölmennum nú og „höldiun gleði hátt á lofí“. Skemmtinefnd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.