Dagur - 21.01.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 21.01.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, fimmtudagur 21. janúar 1982 ÞJÓNUSTA FYRIR / r ■ » HÁÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUD VINNA s (0 Fundu útigöngufé Um helgina fundust fjórar kindur í dölunum suöur af Fnjóskadal. Ein var í Bleiks- mýrardal og tvflemd dilkær fannst í Hjaltadal. Kindurnar voru sæmilega vel á sig komnar. Það var Ragnar Jóns- son í Fjósatungu og Hermann Herbertsson á Sigríöarstöðum sem fundu ána í Hjaltadal, en nokkrir Akureyringar, ásamt Gunnari H. Ingólfssyni á Steinkirkju og Ingvari Jónssyni í Sólvangi fundu ána í Bleiks- mýrardal. Ragnar Jónsson sagöi að hann væri búinn að fara marga vetur fram í dali á sleða og hann hefði aldrei farið um framhluta Bleiks- mýrardals jafn snjólítinn og nú. „Pað er óvanalega snjólítið á af- réttinni og við sem búum fram í Fnjóskadal, þurfum ekki heldur að kvarta. Það er mun meiri snjór norðar í dalnum og í Eyjafirði“. Pað var Guðmundur Hafsteins- son á Reykjum sem átti kindina sem Ragnar og Hermann fundu, en Kristján Jónsson á Veturliða- stöðum tvílemdu ána. „Það má segja um þessa snjó- sleða að það hefur aldrei reynt eins mikið á þá og í haust og vetur. Þetta eru frábær tæki. Þeir komu sér t.d. vel í smölunum, en í haust fengum við engar snjólausar göngur og það er búið að ná ótrú- lega miklu fé vegna snjósleð- anna“, sagði Ragnar að lokum. Ekki var annað aðsjáen Goða-réttimir félu rafveitustarfsmöiinum vel í geð. Mynd: á.þ. Goða-mötuneyti vinsæl Á þriðjudag var opnað hjá Raf- veitum Akureyrar glæsilegt mötuneyti fyrir starfsmenn, en þar verða einkum Goða-réttir á boðstóinum. Þegar hafa tvö slík mötuneyti verið sett á lagg- irnar á Akureyri, hjá lögregl- unni og Heklu, og fyrirhugað er að setja Goða-mötuneyti á laggirnar hjá vatnsveitunni. Starfsmenn Kjötiðnaðardeild- ar Sambandsins hafa undanfarið verið að kynna Goða-réttina í verslunum á Akureyri, en alls eru það 33 réttir sem hægt er að velja úr í mötuneytin. Meðalverð þeirra er 20 kr. Einnig eru á boð- stólum sérstakir Goða-réttir til sölu í verslunum og eru komnar af þeim 5 tegundir í tveimur mis- munandi stærðum. Umboð fyrir Goða-rétti á Akureyri hefur Kjöt- iðnaðarstöð KEA og sjá starfs- menn hennar um að keyra matinn út til kaupenda einu sinni í viku. Allt sem til þarf við matreiðsluna er frystiskápur og hitunarofn. í blástursofni tekur 40-50 mínútur að hita matinn upp, beint úr frysti, en aðeins 5 mínútur í ör- bylgjuofni. Að sögn Sigurðar Haralds- sonar, markaðsfulltrúa, hefur mötuneytisframleiðslan farið sí- fellt í vöxt. T.d. eru framleiddir 2500 skammtar á dag í mötuneyti í Reykjavík og framleiðslan eykst sífellt. Einn skóli, Gagnfræða- skólinn í Mosfellssveit, hefur far- ið inn á þessa braut og annast börnin matseldina sjálf. Gera Goða-menn sér vonir um að fleiri skólar fylgi í kjölfarið og nýti sér þá nýju möguleika sem opnast hafa á kostnaðarlitlum mötu- neytum. Guðmundur var einn ámóti Á fundi trúnaðarmannaráðs Yerkalýðsfélagsins Einingar, 14. janúar, var gengið frá fram- boðslista ráðsins vegna kom- andi kosninga í stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð og kosn- ingar endurskoðenda. Kjósa ber 7 manns ■ aðalstjórn og 5 til vara, að auki 25 manns í trún- aðarmannaráð og 25 til vara, tvo endurskoðendur og einn til vara. Á fundinum var tillaga uppstill- ingarnefndar samþykkt óbreytt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu (Guðm. Sæmundsson), en breytingartillögur, sem Guð- mundur Sæmundsson flutti, m.a. varðandi 5 sætj í aðalstjórn, voru felldar með 25 atkvæðum gegn 2. Tillaga trúnaðarmannaráðs um aðalstjórn er þannig: Formaður, Jón Helgason Ak- ureyri, varaformaður, Sævar Frí- mannsson Akureyri, ritari, Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir Akureyri, gjaldkeri, Aðalheiður Þorleifs- dóttir Akureyri, meðstjórnendur, Björn Snæbjörnsson Akureyri, Guðrún Skarphéðinsdóttir Dal- vík og Ágúst K. Sigurlaugsson Ól- afsfirði. Framboðsfrestur er til hádegis fimmtudaginn 28. janúar. Von er á öðrum lista, þar sem Guðmund- ur Sæmundsson er í formanns- sæti. Ráðstefna Fjórðungssambandsins um atvinnumál: Nýja sókn í atvinnumálum Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, ákveðið að boða til ráðstefnu um atvinnu- mál á Norðurlandi 5.-6. febrú- ar nk. Verður hún haldin í Félagsmiðstöðinni í Lundar- skóla á Akureyri og hefst kl. 20. Myndaður hefur verið sam- starfshópur um undirbúning ráðstefnunnar með aðild Al- þýðusambands Norðurlands, Landssambands iðnaðar- manna, Vinnumálasambands samvinnumanna og Vinnuveit- endasambands íslands, auk Fjórðungssambandsins. Markmið ráðstefnunnar er að gera úttekt á stöðu atvinnumála á Norðurlandi, miðað við nýliðin áramót. Áhersla er lögð á að fá heildarmynd af þessari stöðu. Dagskráin verður í aðalatriðum tvíþætt, þ.e. áðurnefnd úttekt og síðan erindi um nýjungar í fram- leiðslu, sem ætla má að gætu styrkt atvinnulífið. í frétt frá Fjórðungssambandi Norðlendinga um þetta mál segir á þessa leið: „Síðustu tíu ár hefur orðið mikil uppbygging á sviði atvinnu- mála á Norðurlandi, sem þýtt hef- ur að sæmilegt jafnvægi hefur haldist í byggð fjórðungsins í heild. Þessi uppbygging hefur byggst á eflingu sjávarútvegs og fiskvinnslu, samfara yfirráðum yfir fiskimiðunum og stækkun fiskiskipastólsins. Nú eru flestir fiskistofnar landsmanna fullnýtt- ir, og sumir raunar ofnýttir, og fiskiskip af sumum talin of mörg, þannig að nú þarf breytta stefnu og ný ráð. Þegar hefur orðið vart vetraratvinnuleysis á Norðurlandi eins og áður þekktist og því þurfa Norðlendingar nú að hefja nýja sókn í atvinnumálum, ef fyrrnefnt byggðajafnvægi á ekki að raskast á ný.“ Dregið í jólakrossgátunni: Fyrstu verðlaun fóru til Eiða Dregiö hefur verið í jólakross- gátu Dags. Fyrstu verölaun, vöruúttekt fyrir 1000 krónur hjá JMJ, komu í hlut Jónbjarg- ar Eyjólfsdóttur, Eiðum. Hún réð gátuna, en lausnin var svona: /Hjá konum bæði og körlum/hann kærleiksyiinn fann./Elskaður og virtur af öll- um/sem ekki þekktu hann/. Dagur óskar Jónbjörgu hjart- anlega til hamingju. Önnur verðlaun voru vöruút- tekt fyrir 500 krónur, einnig hjá JMJ. Þau hlutu Árni Friðgeirs- son, Byggðavegi 90, Akureyri, og Margrét Einarsdóttir, Grundar- gerði lc, Akureyri. Hátt á annað hundrað lausnir bárust víðsvegar að af landinu. Það var Ragnar Sverrisson, versl- unarstjóri JMJ sem dró úr bunk- anum og hann mun aðstoða vinn- ingshafa í að velja nytsama hluti í verslun sinni. Dagur vill þakka öllum þeim sem sendu inn lausnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.