Dagur - 29.01.1982, Page 7

Dagur - 29.01.1982, Page 7
Gömlu dansamir Gömlu dansamir Gömlu dansamir Gömlu dansamir Gömlu dansamir Gömlu dansarnir Dagur helmsækir Sporld í Dynheimum: „Þetta er hin besta hj ónabandsmiðlun ‘ — segir Haraldur Guðmundsson formaöur klúbbsins Gömlu dansarnir hafa alltaf notiö vinsælda. Að vísu hafa komiö lægðir og hæðir í vin- sældirnar, en nú virðast þeir vera í vaxandi áiiti. Þetta kem- ur berlega í Ijós á dansstöðum og það sem meira er: Þeir sem fara út á gólfið sýna æ meiri leikni svo Ijóst má vera að ein- hvcrsstaðar hafa þeir lært. Dansklúbburinn Sporið, sem heitir reyndar fullu nafni Gömlu- dansaklúbburinn Sporið, hefur aðsetur í Dynheimum. Þar koma klúbbfélagar saman einu sinni í viku og þeytast um gólfið þvert og endilagt undir tilsögn kunnáttu- fólks. Það er öllum heimill að- gangur í klúbbinn og þú þarft ekki annaö en að koma í Dynheima klukkan átta á fimmtudagskvöld- um, bregða þér í lakkskóna og taka þátt í dansinum. Dagur fór á staðinn í síðustu viku og hitti þar fyrir í upphafi Harald Guðmundsson, formann klúbbsins. Haraldur er búinn að vera þar innan veggja í fjögur ár, en klúbburinn er fimm ára. Har- aldur hefur bæði haft gagn og gaman af klúbbnum. Hann er einn þeirra sem dansar gamla og nýja dansa sér ti! ánægju og hann hitti konuna sfna í klúbbnum. „Þetta er hin besta hjónabands- miðlun" segir Haraldur brosandi. „Ég veit fleiri dæmi um það að fólk hefur kynnst í klúbbnum og gengið síðan í hjónaband.“ Nú eru rösklega tveir tugir fé- lagsmanna í Sporinu, og sagðist Haraldur gjarnan vilja sjá fleiri virka. Fyrir áramót, þegar félag- arnir æfðu samkvæmisdansa, voru fleiri með í spilinu. Um gömlu dansana sagði Haraldur að áhuginn fyrir þeim væri ekki í samræmi við efndirnar. „Margir tala um að koma, en hafa sig svo ekki í það. Við sækjumst aðallega eftir fólki sem er um tvítugt og eldra, en aldursmörkin eru 16ár- voru 20 fyrir áramót." „Er skemmtilegra að dansa gömlu dansana en samkvæmis- dansa?“ „Samkvæmisdansarnir eru skemmtilegri fyrir þá sem kunna þá mjög vel. Þeir krefjast mun meiri æfingar en gömlu dansarnir, eru auðveldari viðfangs, auk þess læra margir þá í skólum.“ Þegar kemur að böllunum þá er það svo að oft fer saman drykkja og dans, en þetta tvennt á ekki saman. Og því miður er það oft ákaflega erfitt að dansa á skemmtistöðum, fólk kemur þangað oft með því hugarfari að drekka sig fullt, láta dansinn eiga sig. Það eru þó til böll þar sem hægt er að dansa gömlu dansana, það eru helst gömlu góðu sveitaböllin og þangað höfum við stundum farið.“ Þess má geta í lokin að félagar í Sporinu hafa sýnt gömlu dansana, en Haraldur tók fram að þátttaka í Sporinu þýddi ekki endilega að viðkomandi yrði drifinn í dans- sýningar. Þvert á móti - aðalat- riðið væri að fólk kæmi og dansaði af áhuga einu sinni í viku. Og ef einhver vill kynna sér betur starf- semi klúbbsins, ér þeim hinum sama bent á að símanúmer Har- aldar er 25417 og veitir hann góð- fúslega allar upplýsingar, sem til- vonandi meðlimir þurfa á að halda. Það var skortur á karlmönnum og því urðu þessar stúlkur að dansa saman. Myndir: á.þ. Þau sýndu mikla lipurð. Guðmundur formaður klúbbsins ásamt konu sinni. Dynheimar við Hafnarstræti. Sigurður Ólafsson sést hér ásamt Guðlaugu eiginkonu sinni. Gömlu dansarnir 6 - DAGUR 29. janúar 1982 Sigurður Olafsson: „BYRJA.ÐI 10 i:i) \ 11 Á RA GAMAEE“ „Þaö eru mörg ár síðan ég byrjaði að dansa gömlu dans- ana. Ætli ég hafi ekki byrjað að læra þá þegar ég var 10 eða 11 ára gamall. Síðan ég varö 16 ára hef ég yfirleitt dansaö um hverja helgi eða einu sinni í viku.“ „En nú haiið þið í Sporinu ekki aðeins verið í gömlu döns- unum. IVlér skilst að þið hafið lært samkvæmisdansa fyrir ára- mót.“ „Já, það er rétt og við ætlum að vera í gömlu dönsununi núna.“ „Hvaða dans er það sem þér þykir skcmmtilegastur?“ „Ætli það sé ekki vínarkrus og marsúki.“ „Telur þu að áhugi unglinga á dansi sé að aukast?“ „Já, ég hcld að þeir hafi nú meiri áhuga á gömlu dönsunum en áður og samkvæmisdönsum sömuleiðis.“ „Eru krakkarnir búnir að gefa hoppið og híið upp á bátinn?“ „Ekki alveg. Þau yngstu og táningarnir hafa enn áhuga á því.“ Sigurbjörg Porsteinsdóttir: 99 MEST GAMAN I VUSÆRKRUS“ „Það eru ein 6 eða 7 ár síð- an ég byrjaði,“ sagði Sigur- björg þegar við höfðum kom- ið okkur út úr dunandi har- monikkutónlistinni. „Það er mjög gaman að dansa gömlu dansana og ég held að mér finnist mest gaman að dansa vínarkrus.“ „Er ekki erfitt að dansa þessa dansa í danshúsum á Akur- eyri?“ „Jú, það er svo mikil traffík og maður verður bara að setjast.“ „Getur hver sem er lært að dansa gömlu dansana?“ „Já, ég býst alveg við því.“ „Er erfíðara að læra gömlu dansana en samkvæmisdans- ana?“ „Nei, ég tel að það séléttara.“ Meiðdís Björk Karlsdóttir: „SKOTTIS ER SVO FJÖEBREYTBLEGUR“ „Það er mjög gaman að standa í þessu og í Sporinu er ég búin að vera í 2 eða 3 ár,“ sagði Heiðdís Björk. Hún var móð og másandi eftir að hafa snúist á gólflnu með glæsi- „Er svona erfitt að dansa gömlu dansana?“ „Það er það þegar maður hef- ur ekki dansað þá í nokkurn tíma.“ „Fyrir áramót voruð þið að dansa samkvæmisdansa. Hvort er skemmtilegra að dansa þá eða samkvæmisdansana?“ „Gömlu dansana.“ „Er áhugi þinna jafnaldra á gömlu dönsunum farinn að aukast.“ „Já, mjög mikið.“ „Hún Sigurbjörg sagði mér að það væri varla hægt að dansa gömlu dansana í danshúsum. Hvað vilt þú segja um það mál?“ „Það er rétt að það hefur ver- ið erfitt, en þetta er svolítið að batna.“ „Uppáhaldsdans?“ „Skottís, hann er svo fjöl- breytilegur, krefst kunnáttu.“ Páll Sveinsson: „AEEIR DAJSTSA.R SKEMMTIEEGIR“ „Ég hef meira gaman af gömlu dönsunum en sam- kvæmisdönsunum, en annars finnst mér allir dansar rnjög skemmtilegir,“ sagði Páll Svcinsson. „Nú hcfur það komið fram að áhugi á dansi er farinn að aukast . . .“ „Já, en þrátt fyrir það er stundum erfitt aö fá fólk til að koma. Ástæðan er ekki einföld. Ef til vill hcfur okkar klúbb skort auglýsingu og líka getur fólk verið feimið og þorir ekki að koma. Það er misskilningur að það sé nokkur ástæða til að óttast okkur.“ „Er erfitt að læra og dansa gömlu dansana?" „Nei og nei. Það getur hver sem er lært að dansa gömlu dansana. Og ég vildi eindregið hvetja fólk til að koma og dansa hér eða annarsstaðar. Þetta er mjög holl og góð hreyfing, þú umgengst fólk og kynnist því. í stuttu máli: Mjög skcmmtilegt.“ Gömlu dansamfr Oömlu dansamir Cvömlu dansamir Gömlu dansarnir Oömlu dansarnir 29. janúar 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.