Dagur - 02.02.1982, Side 12

Dagur - 02.02.1982, Side 12
RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Pappírsverksmiðjan við Húsavík: Hefst fram- leiðslan fyrren gert var ráð fyrir? Stöðugt er unnið að undirbún- ingi vegna pappírsverksmiðju í nágrenni Húsavíkur. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Dagur hefur aíTað sér hefur verið undirritaður samningur milli iðnaðarráðuneytisins og tveggja finnskra fyrirtækja um lokahagkvæmnisathugun. Rætt hefur verið um að fyrir- tækið geti tekið til starfa mun fyrr en áður hefur verið áætlað. Ef af því getur orðið er Ijóst að notast verður við rafmagn í upphafi, en síðar verður notuð gufa við pappírsframleiðsluna. Vonast er til að rannsóknir verði gerðar á háhitasvæðinu við Þcystarcyki í sumar. Á fjárlögum er að vísu ekki tilgreind sérstak- lcga nein verkefni, en Húsvíking- ar vona að horuð verði hola á Þeystareykjum. Það mun vera markaður á hrá- efni sem ræður því að talað er um að flýta byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Þcir menn sem Dagur ræddi við í þessu sambandi sögðu að ekki væri ólíklegt að pappírsverksmiðjan gæti hafið framleiðslu árið 1985 til 1986, sem er nokkrum árum fyrr en eldri áætlanir geröu ráð fyrir. Fyrir skömmu kynnti Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsa- vík, fyrirhugaða pappírsverk- smiðju á fundi með þingmönnum kjördæmisins. Þeir voru jákvæðir í garð hugmynda þeirra Húsvík- inga. sem leggja mikla áherslu á að málið nái fram að ganga, ef talið er að verksmiðjan geti borið sig, og benda þeir á að annars sé hætta á að fólksfjölgun verði ekki meö eðlilegum hætti ef fátt verður um ný atvinnutækifæri. Skautafélag Akureyrar: Hafa lagt áætlun um vél- fryst skautasvell á hilluna Á stjórnarfundi í Skautafélagi Akureyrar fyrir skömmu var um það rætt hvort ekki væri réttast að leggja félagið niður. Ekkert var þó ákveðið í þeim efnum en ástæðan fyrir þessari umræðu var sú að félagsmenn telja að Akureyrarbær hafi ekki sýnt skautaíþróttinni þann áhuga sem henni ber. Að sögn Guðmundar Péturssonar hefur S.A. t.d. margsinnis boðið bæjaryfirvöldum að taka þátt í gerð vélfrysts skautasvells, en Guðmundur sagði að enn sem komið er a.m.k. hefði félagið ekki verið virt svars. Af þessari ástæðu hefur félagið með öllu lagt á hilluna áætlanir um vél- fryst svell á núverandi félags- svæði í innbænum og ætlar að fá svæðið malbikað næsta sumar. Guðmundur Pétursson sagði að á Akureyri væru nú þrjú svell sem standa aímenningi til boða. Eitt er á íþróttavellinum við Glerárgötu, annað í innbænum og það þriðja á KA-svæðinu við Lundarskóla. Guðmundur sagði að aðstaða skautamanna á Oddeyri væri sínu verst. Þar vantar betri lýsingu og bekk eða skúr þar sem fólk getur setið meðan það fer úr og í skaut- ana. Guðmundur sagði að börn færu oft að heiman á skautunum á svellið og að það skapaði mikla slysahættu er þau færu yfir götur á skautunum. „Æskilegast er að hafa gæslu- mann á svellunum og þess er skemmst að minnast að í gamla daga var dunandi dansmúsík á kvöldin á svellinu við Glerár- götu,“ sagði Guðmundur. Hann taldi nauðsynlegt að bærinn keypti sópara sem einnig úðar á svellin, og er íþróttaráð sama sinnis, því það hefur fyrir sitt leyti samþykkt slík kaup. Hins vegar er ekki vitað hvort fjárveiting fæst til kaupanna. „Það má segja að þetta sé eitt af því fáa sem íþróttaráð hefur gert fyrir skautaíþróttina í bænum. Akureyrarbær hefur ver- ið kallaður Miðstöð vetraríþrótta á íslandi en skautamenn virðast hafa gleymst á Akureyri.“ Guðmundur sagði að ekki væri til nein áætlun um skautasvell í bænum og það hefði háð upp- byggingunni mjög mikið. „Reyk- víkingar hafa lýst því yfir að þeir muni verða búnir að koma sér upp vélfrystu svelli ekki síðar en 1983. Við getum eftir það keppt við þá í tvö ár en hætt síðan,“ sagði Guðmundur að lokum. Guðmundur Pétursson á svellinu við Glerárgötu. Að sögn Guðmundar vantar mun betri lýsingu á svellið auk þess sem aðstöðu fyrir fólk vantar með öllu. Mynd: á.þ. Ðæjarmálafundur um Hlíðarfjall I kvöld, þriðjudagskvöld, mun Framsóknarfélag Akureyrar halda kvöldverðarfund uni bæjar- mál að Hótel KEA (í Gildaskál- anum) og hefst fundurinn klukk- an 19.30. Umræðuefni að þessu sinni verður skíða- og útivistar- svæði í Hlíðarfjalli og mun ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða hafa framsögu um málið og svara fyrirspurnum. All- ir eru velkomnir og er fólk hvatt til að mæta og kynna sér þá að- stöðu sem finna má í Hlíðarfjalli. Fyrirhugað er að halda bæjar- málafundi sem þennan hálfsmán- aðarlega í vetur á vegum Fram- sóknarfélags Akureyrar. Snorri Finnlaugsson, starfs- inaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, sagði að opið hús væri í Hafnar- stræti 90 öll fimmtudagskvöld milli kl. 20 og 23.30. Hvatti hann bæjarbúa til að koma og kynna sér störf og stefnu Framsóknar- flokksins og hann gat þess einnig að skrifstofa flokksins væri opin alla daga milli kl. 09 og 17. Snjóskóflan hefur oft komið sér vel í umferðinni á Akureyri í vetur. Þessi ökumaður t.d. bæjarins ef ekki hefði verið mokað frá hjólum bílsins. hefði tæplcga ekið um götur Mynd: á.þ. # Kom að góðu gagni Á dögunum heyrði S&S þá sögu að maður nokkur hefði komið á pósthús úti á landi. Það í Sjáifu sér er ekki í frá- sögur færandi, en sú sjón sem blasti við manninum var nokkuð athyglisverð: Úti í horni stóð miðaldra maður með hund. Maðurinn hélt á bréfabunka og hundurinn sleikti frímerkin sem maður- inn setti á bréfin.Má meö sanni segja aö hundurinn hafi komíð að góðu gagni. # Áfram skal haldið Og úr því að S&S ætlar að vera skemmtilegt er allt eins hægt að minnast sögunnar af biaðamanninum sem hitti 100 ára gamla konu. Hann hallaði sér að gömiu konunni og spurði blíðlega: Hvað telur þú að hafi aðallega orðið til þess að þú ert nú orðin 100 ára? Sú gamla var ekki sein á sér og svaraði: Nú ætli það sé ekki vegna þess að ég fæddist fyrir 100 árum. # Jón Sólnes í framboð? Eins og fram kemur á forsíðu er lokið forvali hjá sjálfstæð- ismönnum. Töluverðar breyt- ingar hafa orðið frá listanum sem sjálfstæðismenn buðu fram fyrir síðustu kosningar, en þá var röð níu efstu manna þessi: Gísli Jónsson, Sigurð- ur J. Sigurðsson, Sigurður Hannesson, Gunnar Ragnars, Tryggvi Pálsson, Ingi Þór Jó- hannsson, Margrét Kristins- dóttir, Björn Jósef Arnviðar- son og Rafn Magnússon. í síðasta sæti, þ.e. í 22 sæti, var Jón G. Sólnes, sem nú er í 12 sæti. Þess ber þó að geta aö nú var aðeins um forval að ræða, og ekki víst að ailir þeir sem komust þar á lista ætli að bjóða sig fram í prófkjörinu í lok febrúar. En forvalið sýndi hug sjálfstæðismanna svo ekki verður um villst og ólík- legt að röð efstu manna breyt- ist til muna. Hins vegar getur Jón G. Sólnes sett strik í reikninginn og farið mun ofar en menn grunar í dag - ofar en sumir samflokksmanna hans þola að sjá hann. # Vélsleðar í Hlíðarfjalli Áhugamaður um skíðagöngu kom á ritstjórn Dags í gær og sagði farir sínart ekki siéttar. Hann hafði verið ágönguskíð um upp í Hlfðarfjalli og notið útiverunnar í rfkum mæli þar til ökumenn á vélsleðum fóru að gera honum lífið leitt. Hann sagðí jafnframt að sleðarnir hefðu skemmt troðnar göngu- brautir og nær hrætt úr sér og öðrum líftóruna. „Starfs- fólkið í fjallinu sagði mér að bannað væri að aka um skíða- löndin á vélsleðum, en erfið- lega gengi að framfylgja banninu. Þessum máLum þarf að kippa í lag“.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.