Dagur - 09.02.1982, Síða 1

Dagur - 09.02.1982, Síða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI m. ndaieW ' WY FILIVIUhusib akureyri 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 9. febrúar 1982 15. tölublað „Erum nú í sömu sporum og fyrir einum áratug“ — segir Áskell Einarsson um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi „Meginniðurstaða ráðstefn- unnar er að mínu mati sú, að við stöndum nú næstum í sömu sporum og í upphafi síðasta áratugs. Atvinnutækifærum hefur ekki fjölgað og mikill samdráttur hefur orðið í bú- setuþróun hér norðanIands,“ sagði Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga, í viðtali við Dag, en sem kunnugt er hélt sambandið ráðstefnu um atvinnumá! á Norðurlandi um helgina. „Skuttogaraöldin og upp- bygging fiskiðnaðar er liðin hjá, landbúnaðurinn er í sjálfheldu vegna framleiðslutakmarkana, og uppbygging á sviði iðnaðar og þjónustu er ekki næg, þannig að höfuðborgarsvæðið er farið að fleyta rjómann af íbúafjölgun- inni. Nú í fyrsta skipti í mörg ár hefur íbúafjölgun á höfuðborgar- svæðinu orðið meiri en meðaltals- fjölgyn á landinu öllu. Skýringin er sú, að landsbyggðin hefur ekki skilyrði til að efla iðnað og þjón- ustugreinar til móts við höfuð- borgarsvæðið, sem hins vegar nýt- ur margfeldisáhrifa af uppbygg- ingu framleiðsluatvinnuveganna úti á landi. Við stöndum því að sumu leyti í sömu sporum og 1970. Nauðsyn- legt er að gera stórátak í byggða- málum og þaö verður ekki gert nema með stóreflingu iðnaðar út um landið og tilfærslu á þjón- ustugreinum ríkisins út um landið í samræmi við búsetuhagsmuni þjóðarinnar allrar," sagöi Áskell Einarsson að lokum. Ingólfur Árnason í prófkjör með krötum Um hclgina tók Ingólfur Árna- son, fyrsti maður á lista Sam- takanna á Akureyri við síðustu kosningar, þá ákvörðun að taka þátt í prófkjöri Alþýðu- flokksins og gefa kost á sér í annað sæti listans við bæjar- stjórnarkosningar í vor. Ingólfur mun enn ekki vera búinn að tilkynna félögum sínum í Samtökunum úrsögn sína og hann situr enn sem fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Ætla menn, sem Dagur hafði samband við, að hann hyggist sjá úrslit prófkjörs Alþýðuflokksins, áður en hann gefur Samtökin upp á bátinn. Ingólfur sagði í gær, að þess hefði verið farið á leit við sig að taka þátt í prófkjöri Alþýðu- flokksins og að höfðu samráði við fjölskyldu sína hefði hann ákveð- ið að gera það. Hann sagði, að inn í þessa ákvörðun sína hefði bland- ast það, að Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, sem var í öðru sæti Sam- takalistans við síðustu kosningar, hefði við umræður um framboðs- mál talið ólíklegt, að hún tæki þátt í framboði Samtakanna í vor. Ing- ólfur gaf ennfremur í skyn, að þessi ákvörðun hans væri tekin með hliðsjón af viðræðum fram- sóknarmanna við Úlfhildi um að hún tæki sæti á framboðslista Framsóknarflokksins. Hann sagði einnig að fulltrúi Framsókn- arflokksins hefði komið að máli við sig og spurt hvort hugsanlegt væri að Framsókn og Samtökin byðu fram saman. Engin ákvörðun verið tekin enn Dagur leitaði álits Úlfliildar Rögnvaldsdóttur á ummælum Ingólfs sem varða hana. Hún hafði eftirfarandi að segja: „Uppstillinganefnd Framsókn- arflokksins hefur átt viðræður við mig um að ég styðji flokkinn og taki sæti á lista hans við bæjar- stjórnarkosningar. Ennþá hefur engin ákvörðun verið tekin og það veit Ingólfur. Því finnst mér það fremur ósmekklegt af honum að reyna að bendla mig við þá ákvörðun sína að fara yfir í Ál- þýðuflokkinn". Ingólfur á enga samleið með framsóknarmönnum Þegar Tryggvi Gíslason, formaður uppstillinganefndar Framsóknarflokksins við bæjarstjórnakosningar í vor, var spurður að því hvort farið hefði verið fram á það að Sam- tökin byðu fram sameiginlega með Framsóknarflokknum sagði hann: „Það hefur engum dottið í hug að leita eftir kosningabandalagi við Ingólf Árnason enda á hann enga samleið með framsóknar- mönnum. Þetta er eitthvað sem Ingólfur er að búa til. Varðandi Úlfhildi er það rétt, að það hefur verið leitað eftir stuðningi hennar, enda starfaði hún með Framsóknarflokknum fyrir síð- ustu alþingiskosningar“. Myndin var tekin á ráðstefnu Fjórðungssambands Norðiendinga um atvinnumái á Norðurlandi, sem fram fór um síð- ustu helgi. NORÐURLAND: Atvinnuleysi mest og fer vaxandi „Á síðasta ári voru skráðir 40.348 atvinnuleysisdagar á Norðurlandi. Það jafngildir því að 155 manns hafi verið atvinnulausir allt árið eða u.þ.b. 1% af mannafla fjórð- ungsins. Þetta er mesta atvinnuleysi á heilu ári sem skráð hefur verið síðan 1975, að byrjað var að skrá atvinnu- leysisdaga. Þetta er cinnig áberandi hæsta atvinnuleysis- hlutfall á landinu og kemur Suðurland næst á eftir með 0,5% atvinnuleysi, eða helm- ingi minna,“ sagði Guðmundur Sigvaldason, starfsmaður Fjórðungssambands Norðlend- inga á ráðstefnu sambandsins um atvinnumál. Guðmundur sagði ennfremur, að greinilegt væri að atvinnuleysi hefði farið vaxandi í fjórðungnum síðan árið 1977. Atvinnuleysi hef- ur stöðugt aukist milli ára, nema hvað það minnkaði ofurlítið 1980. Árin 1977, 1978, 1980 og 1981 var meira atvinnuleysi á Norðurlandi öllu í beinum tölum talið, heldur en á höfuðborgarsvæðinu, sem þó hefur þrisvar til fjórum sinnum meiri mannafla en Norðurland. Þá kom einnig fram í ræðu Guðm- undar, að atvinnuleysi væri mjög árstíðabundið, svo mjög að það nálgaðist t.d. náttúrulögmál að atvinnuleysi í janúar á Norður- landi væri fimm til sex sinnum meira en í ágústmánuði. í setningarræðu Bjarna Aðal- geirssonar. formanns sambands- ins, kom meðal annars fram að „þjónustugeirinn" á Norðurlandi væri verulega undir meðaltali landsins alls. en Sigurður Guð- mundsson hjá byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar upplýsti. að 70% mannafla í Reykjavík starf- aði við þjónustu, um 50% á Norðurlandi eystra og 40% á Norðurlandi vcstra. „og er of langt gengið", eins og Sigurður komt að orði. Bjarni Aðalgeirs- son sagði ennfremur, að fram- faraskeið í atvinnumálum væri nú í hættu og ef ekki yrði brugðist við. kæmi atvinnuleysi og byggða- röskun í kjölfarið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.