Dagur - 09.02.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Atvinnumálin
Fjórðungssamband Norðlendinga gekkst fyrir
ráðstefnu um atvinnumál á Norðurlandi um
helgina, en töluverðar umræður hafa verið að
undanförnu um þau mál í fjórðungnum. Segja
má að meginniðurstaða ráðstefnunnar hafi
verið sú, að nú sé þörf stórátaks í atvinnumál-
um Norðlendinga. Bjarni Aðalgeirsson, for-
maður Fjórðungssambandsins, sagði í setn-
ingarræðu sinni á ráðstefnunni, að greinilegt
væri að nú væri lokið framfaraskeiði í atvinnu-
málum, sem hafist hefði með nýjum skuttog-
urum og uppbyggingu í fiskiðnaði, og búast
mætti við atvinnuleysi og byggðaröskun í
kjölfarið, ef ekki yrði brugðist við í tæka tíð.
Á ráðstefnunni komu fram athyglisverðar
upplýsingar um atvinnuleysi í fjórðungnum
nokkur undanfarin ár. Þó að íslendingar hafi
verið blessunarlega lausir við atvinnuleys-
isvofuna, a.m.k. þegar miðað er við nágranna-
þjóðirnar, sýna þessar tölur að full ástæða er
til að vera vel á varðbergi.
Vinnumálasamband Félagsmálaráðuneyt-
isins hefur tekið saman yfirlit um atvinnuleys-
isdaga í Norðlendingafjórðungi á árunum
1975-1981. Þar kemur meðal annars fram, að á
síðasta ári voru atvinnuleysisdagar á Norður-
landi 40.348, sem jafngildir því, að 155 manns
hafi verið atvinnulausir allt árið. Þetta er um
1 % af mannafla í fjórðungnum. Þetta er mesta
atvinnuleysi á heilu ári sem skráð hefur verið
síðan 1975, að byrjað var að skrá atvinnuleys-
isdaga. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en í
nokkrum öðrum landshluta. Þá kemur greini-
lega fram í þessu yfirliti að atvinnuleysi hefur
nær stöðugt farið vaxandi síðan 1977, nema
hvað það minnkaði lítilsháttar 1980. Það er at-
hyglisvert, að árin 1977, 1978, 1980 og 1981
var meira atvinnuleysi á Norðurlandi í beinum
tölum talið, heldur en á höfuðborgarsvæðinu,
sem þó hefur þrisvar til fjórum sinnum meiri
mannafla en Norðurland.
Atvinnutækifærum hefur ekki fjölgað nægj-
anlega á Norðurlandi og raunar ekki heldur á
landsbyggðinni almennt. Þetta er þegar farið
að hafa áhrif á búsetuþróunina, svo sem ber-
lega kemur í ljós í mannfjöldaskýrslum Hag-
stofu íslands frá 1. desember sl. Hafa menn
jafnvel tekið svo sterkt til orða, að samdráttur-
inn hafi orðið svo mikill á Norðurlandi, að fjórð-
ungurinn standi nú í sömu sporum og 1970,
eða svo gott sem. Nú í fyrsta skipti í mörg ár
hefur íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu orðið
mun meiri en meðaltalsfjölgunin á landinu
öllu.
Landsbyggðin hefur ekki nauðsynleg skil-
yrði til að efla iðnað og þjónustu í líkingu við
höfuðborgarsvæðið, sem nýtur auk þess marg-
feldisáhrifa af uppbyggingu framleiðslu-
atvinnuveganna á síðasta áratug. Við þessu
verður að bregðast með stóreflingu iðnaðar út
um landið og tilfærslu á ríkisþjónustunni.
4 - PAGUR - 9. febrúar 198?
Þóra Hjaltadóttir:
Viðhorf Alþýðu-
sambands Norður-
lands til atvinnu-
máia á Norðurlandi
— Ræða fíutt á Ráðstefnu Fjórðungssambands
Norðlendinga
Verkalýðshreyfingin á íslandi
hefur það meginatriði að gæta
hagsmuna launþeganna í
landinu, sjá um að gildandi
kjarasamningar séu haldnir
og semja um betri kjör og
meiri kaupmátt.
Ýmis önnur hagsmunamál
þjóðarinnar er stór þáttur í
starfi launþegasamtakanna
svo sem atvinnuöryggi og
atvinnuuppbygging.
Samkvæmt niðurstöðum
kannana varð veruleg fólks-
fjölgun á Norðurlandi á síð-
asta áratug, sem meðal annars
má rekja til aðgerða stjórn-
valda, sem leiddu til uppbygg-
ingar frystihúsa og eflingar
togaraflotans. Hefur þetta
orðið lyftistöng fyrir Norður-
land, sérstaklega hina smærri
staði.
En betur má ef duga skal,
atvinnuframboð á smærri
stöðum er fremureinhæft, fáir
miðað við fólksfjölda hafa
atvinnu við að þjóna öðrum,
svo sem við verslunar og
heilsugæslustörf, lítið er um
iðnað, svo flestra leiðir liggja í
fiskvinnsluna. Er sárt að þurfa
að kyngja þeirri staðreynd að
konur og aldrað fólk hafa ekki
mikið um að velja á vinnu-
markaðinum. Ef við viljum
stuðla að jafnrétti allra lands-
manna, þá er þetta ekki síður
atriði en launajafnrétti milli
kynja.
Fólk sem byggir sína lífsaf-
komu á fiskvinnslu býr við
mikið óöryggi og má í því sam-
bandi nefna m.a. staði sem
Hofsós, Þórshöfn og Raufar-
höfn.
Fiskveiðar og þar með fisk-
vinnslan hefur um aldir verið
háð veðurfari og afla, seinna
bættust við erfiðleikar við
fjármögnun á hinum stóru og
Þóra Hjaltadóttir.
dýru atvinnutækjum, togur-
unum, og ýmsar blikur virðast
á lofti varðandi markaðsmál-
in. Er útlit fyrri að á næstu vik-
um komi í ljós hvernig Amer-
íkumarkaðurinn verður.
Hvort við getum yfirleitt selt
okkar dýru og vönduðu
pakkningar þangað, eða hvort
frændur okkar í Kanada gefa
okkur langt nef. Einnig má
benda á óöruggan skreiðar-
markað.
Iðnaður á í vök að verjast.
Sauma og prjónaiðnaður hef-
ur ekki nægilegan markað,
sem m.a. má rekja til óhag-
stæðrar gengisskráningar.
Iðnaðardeild Sambandsins
hefur átt í miklum erfiðleikum
og lagmetisiðnaðurinn einnig.
Útlit er fyrir að með hækkandi
sól hverfi fyrirtækið Sigló
Síld. Ekki þarf að spyrja um
atvinnuástand á Siglufirði ef
svo fer.
Þetta er ekki bjart útlit.
Við verðum að finna leiðir í
aukinni og arðbærri atvinnu-
uppbyggingu og ekki síst efl-
ingu þess iðnaðar sem fyrir er.
Við verðum að fjölga atvinnu-
tækifærunum til að fólkið sem
býr á Norðurlandi geti horft
með öryggi til framtíðarinnar,
og til að laða fólk til okkar svo
byggðajafnvægi haldist og
fólki fjölgi hér eins og v.erið
hefur hin síðari ár.
Til að halda áfram þeirri
byggðaþróun sem verið hefur
verðum við að færa atvinnu-
tækifærin til fólksins og hafa
þau svo fjölbreytt sem framast
er kostur.
Að lokum langar mig til að
minnast á hið skaðlega
vinnuálag og hinn langa
vinnudag sem verkafólk hefur
búið við. Með löggjöf um
vinnuvernd frá 1. janúar 1981
hefur þetta þó breyst heldur
til batnaðar. Afkastahvetj-
andi launakerfi tíðkast víða í
atvinnulífinu og þó mest í fisk-
vinnslunni. Þeim fylgja auknir
tekjumöguleikar, sem allir
þurfa á að halda í okkar verð-
bólguþjóðfélagi, en þeim fylg-
ir einnig óhóflegt vinnuálag
svo nóg er um. Fólk sem
vinnur um lengri tíma eftir
kerfum þessum má eiga á
hættu að missa heilsuna fyrir
aldur fram, verður slitið og
þreytt og mun ekki njóta síns
ævikvölds sem skyldi.
Hér er á ferðinni verkefni
fyrir aðila vinnumarkaðarins
til að finna lausn á, því þetta
er ekkert einkamál verkalýðs-
hreyfingarinnar frekar en
uppbygging atvinnulífs er
ekki einkamál atvinnurek-
enda.