Dagur - 09.02.1982, Síða 7
B-listi borinn fram af Jóni
Þorsteinssyni o.fl.
Guðmundur. Erna.
Það er samhengi á milli lélegra
kjara láglaunafólks og flokks-
hollrar, ólýðræðislegrar og hæg-
fara forystu í verkalýðshreyfing-
unni. Kjarabætur nást ekki fram
nema barist sé fyrir þeim. Barátta
nokkurra foringja án þátttöku fél-
agsmannanna verður aldrei ann-
að en máttlít'l pappírsbarátta,
einkum þegar foringjarnir virðast
hafa aðra hagsmuni að leiðarljósi
en hag fólksins í félaginu sínu.
Alltof margir forystumenn taka í
raun flokshagsmuni og jafnvel
hagsmuni atvinnurekenda, bæjar-
félaga og ríkisvalds fram yfir.
Sumir verkalýðsforingjar eiga
beinlínis aðild að stjórnun og
rekstri atvinnufyrirtækja, og sitja
Helgi H.
Snæborg.
Hulda.
Anna.
Aðalsteinn.
Lýðræði
og kjaramál
þá báðum megin borðs, þegar
semja skal um kjörin.
Þegar við tölum um harðari
kjarabaráttu eigum við ekki endi-
lega við fleiri og lengri verkföll.
Baráttuharka getur komið fram í
ýmsu öðru, svo sem rökfestu,
ákveðni og sveigjanleika á rétt-
um tíma. Það er a.m.k. algjört
lágmark að kröfugerð félagsins sé
sýnd atvinnurekendum, það var
ekki gert síðast. Slíkt kallast að
fífla félagana.
En hvernig má gera baráttuna
aflmeiri með því að auka þátttöku
félagsmanna í henni? Við eigum
engar patentlausnir til. Ýmsar
nýjar leiðir og aðferðir þarf að
reyna. En eitt er víst - félags-
mennirnir fást ekki til almennrar
þátttöku meðan öll hreyfingin
angar af flokkapólitík - meðan
örfáir foringjar ríghalda í völdin í
krafti ólýðræðislegra reglna -
meðan fræðslu og upplýsingum til
félagsmanna er haldið í lágmarki
- meðan hinum almenna félags-
manni er ekki treyst fyrir neinu -
meðan allt félagsstarfið er frá-
hrindandi og leiðinlegt - meðan
forystan lítur fremur á félags-
mennina sem viðskiptavini og
númer en sem jafn réttháa ein-
staklinga.
Aukin þátttaka félagsmann-
anna í Einingu er forsenda nýrrar
sóknar félagsins í kjaramálum.
Að því viljum við stuðla.
Meiri upplýsingar
— meiri fræðslu
Þekkingarleysi og skortur á upp-
lýsingum er einn stærsti þröskuld-
urinn í veg almennrar þátttöku
félagsmanna í starfi Einingar. Það
ingu
er ekki nóg, þótt félagið hafi sl. ár
sent tiltölulega marga (miðað við
önnur félög) á Félagsmálaskóla
alþýðu og þótt félagið hafi staðið
fyrir ágætum trúnaðarmanna-
námskeiðum. Fræðsla fyrir al-
menna félaga verður að stórauk-
ast.
Einn vettvangur slíkrar fræðslu
gætu verið vinnustaðirnir, t.d.
vinnustaðafundir.
Annar vettvangur er Einingar-
blaðið. Við viljum breyta hlut-
verki þess, gera það að íjJmenni-
legu blaði - fallegu og læsilegu -
sem komi út mánaðarlega. Það
verði opið öllum félögum, og þar
verði veitt fræðsla um ýmis mikil-
væg mál. t>ar mætti einnig birta
fréttir af vinnustöðunum og úr
félagsstarfinu.
Þriðji fræðsluvettvangurinn
tengist svo félagsfundum. Við
teljum eðlilegt og sjálfsagt að fé-
lögum séu sendar eins ítariegar
upplýsingar og mögulegt er fyrir
félagsfundi um þau mál sem þar á
að ræða. Með því móti geta fé-
lagsmenn myndað sér skoðanir á
málunum áður en þeir mæta á
fundi og haft eitthvað til málanna
að leggja.
Aukið fræðslustarf kostar fé.
En félagsmennirnir greiða stórfé
til félagsins og eiga því heimtingu
á aukinni þjónustu á þessu sviði.
Og vafalaust má spara á öðrum
sviðum. T.d. gæti stjórnin hætt að
greiða sjálfri sér laun fyrir að
sinna þeirri félagslegu skyldu
sinni að mæta á stjórnarfundi.
Öðru máli gegnir um beint vinnu-
tap vegna félagsstarfsins. Og í
sambandi við aukna útgáfu Ein-
ingarblaðsins er vandalaust að
afla einhverra tekna með auglýs-
ingum.
Hverjir eru á Ð-listanum?
Hér á eftir fer dálítil kynning á
þeim sem skipa stjórnar- og var-
astjórnarsæti B-listans. Listi yfir
frambjóðendur til trúnaðar-
mannaráðs hefur birst annars
staðar, og rúmsins vegna verð-
um við að láta þaö nægja.
1. Formaður: Guðmundur
Sæmundsson, 35 ára, Akur-
eyri. Er háskólamenntaður en
hefur unnið sem verkamaður
frá árinu 1978. Á sæti í stjórn
og trúnaðarmannaráði Eining-
ar. Var um skeið trúnaðar-
maður sorphrcinsunarmanna
og síðan allra vcrkamanna hjá
Akureyrarbæ. Starfar nú við
heimilisstörf, en hefur önnur
störf í hjáverkum tímabundið,
s.s. forfallakennslu, ritstörf
o.fl. Hefur talsverða reynslu af
félagsstörfum. Var formaður
kröfugerðarncfndar Einingar
sl. haust.
2. Varal'ormaður: Erna Magn-
úsdóttir, 31 árs, Akureyri. Hef-
ur unnið ýmsa verkamanna-
vinnu, m.a. í 6 úr hjá Útgerðar-
félagi Akureyringa, og starf-
ar nú í vélasal frystihússins.
Var í sumar kosin af vinnufé-
lögum sínum til að sitja á bón-
usráðstéfnu Verkamannasam-
bands íslands í Reykjavík.
3. Ritari: Helgi H. Haralds-
son, 66 ára, Akureyri. Hefur
unnið margs konar verka-
mannavinnu, en síöustu 3 árin í
Slippstöðinni. Var varafor-
maöur Iðju á Akureyri í nokk-
ur ár og sat þá í samninganefnd
félagsins og trúnaðarmanna-
ráði. Hefur verið trúnaðar-
maður á vinnustað og setið í
trúnaðarmannaráði Einingar.
Var varaformaöur kröfugerð-
arnefndar Einingar í haust.
4. Gjaldkeri: Snæborg Stef-
ánsdóttir, 44 ára, Akurcyri.
Hefur unnið húsmóðurstörf og
starfað hjá Niöursuðuverk-
smiðju Kristjáns Jónssonar &
Co. síðastliöin 9 ár.
5. Meðstjórnandi: HuldaGísl-
adóttir, 68 ára, Akureyri. Hef-
ur lengst af starfað scm húsm-
óðir, en síðastliðin 16 ár hcíur
hún unniö á þvottahúsi Fjór-
ðungssjúkrahússins á Akur-
eyri.
6. Meðstjórnandi: Anna Ara-
dóttir, 34 ára, Dalvík. Hcfur
unnið margs konar verka-
mannavinnu eftir því sem til
fellur og stundað húsmóður-
störf, en starfar nú viö beiting-
ar í akkorði.
7. Meðstjórnandi: Aðalsteinn
Gíslason, 31 árs, Ólafsfirði.
Hefur unnið ýmsa verkamann-
avinnu, var m.a. á Sambands-
verksmiöjunum á Akureyri í
nokkur ár. Starfar nú hjá Fisk-
verkun Sigvalda Þorlcifssonar
á Ólafsfirði.
VARASTJÓRN:
8. Reynir Helgason, 27 ára,
Akureyri. Starfar viö löndun í
Útgerðarfélagi Akureyringa.
Trúnáðarmaður á sínum vinnu-
stað. Var í kröfugcrðarnefnd
Einingar í haust og í bakncfnd
vegna síðustu kjarasamninga.
9. Finnbogi Pálsson. 24 ára,
Akureyri. Starfará Vistheimil-
inu aö Sólborg.
10. Jón Magnússon, 37 ára, Ak-
urcyri. Starfar sem krana-
stjóri í byggingarvinnu hjá
Híbýlum hf. Trúnaöar-
maöur á stnum vinnustað.
Var í kröfugeröarnefnd fél-
agsins í haust.
11. Guölaugur Jóhannesson,43
ára, Hrísey. Starfar í Hrað-
frystistöö KEA í Hrísey og
hefur veriö þar sl. 9 ár. Var
varaformaöur Hríseyjar-
deildar Einingarfrá 1976 og
til sl. hausts. Varafulltrúi í
trúnaðarmannaráöi.
12. Eygló Ólafsdóttir. 27 ára.
Grcnivík. Starfar við fisk-
vinnslu í Hraðfrystihúsinu
Kaldbaki hf.
Ur pokahorni
B-listans
Stjórnarkjör ætti ad fara þannig
fram ad adeins formaður sé
kosinn almennrí kosningu í öllu
félaginu. Adrir stjórnarmenn
yrdu svo kosnir persónulegrí
kosningu í hverri deild fyrir sig -
einnig Akureyrardeild - þannig
að hver deild kysi sína fulltrúa.
Kanna þarfvilja ídeildunum fyrír
auknu sjálfstæði þeirra, t.d. í
kjara- og samingamálunum. Lág-
markskrafa er að félagar deild-
anna þurfi ekki að fara inn á
Akureyrí til að taka þátt í
atkvæðagreiðslum. heldur greiði
þeir atkvæði á fundum í deildun-
um.
Fólkið á hinum ýmsu vinnustöð-
um, í hinum ýmsu starfsgreinum
og í einstökum deildum ætti að
kjósa sjálft fulltrúa sína í trúnað-
armannaráð, ístaðþess að hengja
kosningu trúnaðarmannaráðs aft-
an í stjórnarkjör.
Pegar fréttir bárust af því að við
ætluðum að styðja uppástungur
um fulltrúa deilda í stjórn og
varastjórn og uppástungur um
fólk í trúnaðarmannaráð með því
að stinga upp á sama fólkinu lýsti
formaður félagsins því yfir að sá
listi væri ólöglegur sem á væru
nöfn fólks af öðrum lista. Kvaðst
hann mundu kæra allt slíkt. Pessi
yfirlýsing á sér hvorki stoð í lög-
um Einingar né reglum ASÍ, og
verður því að ætla að þetta hafi
verið vísvituð blekking, til þess
ætluð að hræða fólk frá því að
samþykkja að sitja á báðum
listum.
Tveir trúnaðarmannaráðsmenn á
lista Jóns Helgasonar höfðu sam-
þykkt að sitja einnig á okkar lista.
Eftir að framboðsfrestur rann út,
óskuðu þeireftirað draga sig út af
lista okkar, þar sem þeim hafði
verið hótað kærum og hávaða.
Einnig var þeim tjáð, þegar sá
möguleiki var ræddur að þeir
gengju út af lista Jóns og yrðu á
okkar, að það væri orðið ofseint.
Undaríeg rökhyggja það - enginn
tími til að ganga út af lista Jóns.
en nógur tími til að ganga út af
lista okkar!
I Ijósi stóryrða um að við höfum
ætlað að „stela" fólki af lista Jóns
Helgasonar og setja á okkar lista
að því forspurðu er athyglisvert
að einn frambjóðandinn á lista
Jóns sem ekki hafði verið spurður
um hvort hann vildi sitja á listan-
um fyrr en eftir að listinn hafði
verið afgreiddur afstjórn til trún
aðarmannaráðs, dró sig til baka
og varð að skipa nýjaníhans stað
Pá kom það fram á fundinum sem
við héldum í deildunum að sumir
þeirra sem sitja á lista Jóns sem
fulltrúar deildanna höfðu ckki
verið spurðir.
•
Viðgerðum lista Jóns Helgasonar
tilboð um fundaröð í öllum deild-
um og á Akureyrí til að ræða mál-
efni félagsins fyrir kosningar.
Listi Jóns hafnaði þessu tilboði.
/Etli það hafi verið af lýðræðis-
ást?
9. febrúar 1982 - DAGUR - 7