Dagur - 12.02.1982, Side 9
„Viljum gera allt til þess að varan
sé sem best“.
„AUt of mikið tii af vandamála-
sérfræðingum“.
„Þýðir ekki að negla kjötiðnaðar-
mennina upp við vegg“.
milljónir króna og við vorum ekk-
ert að biðja um neinn ríkisstyrk til
þess að koma þessu á fót. Við
vissum af reynslunni að þetta
þurfti, því þarf að rannsaka allt
sem viðkemur framleiðslunni, allt
frá kryddi, vatni og mjöli. Það er
ekki eingöngu við sem störfum
við þetta sem þurfum að vera
þrifaiegir, heldur þarf þrifnaður
að vera í fyrirrúmi á öllum stigum
allt frá því gripirnir koma frá
bændunum. Við fáum ekki betra
kjöt úr vélunum en við setjum í
þær.“
„Þess vegna dettur manni í hug
þegar þessir menn eru að koma
með svona niðurstöður, að það sé
fyrst og fremst verið að setja þetta
á svið til þess að fá meiri peninga
frá ríkinu. Sýna hvað þeir hafi af-
kastað, og nú vanti peninga til
þess að gera meira. Gallinn er
bara sá að þessir menn byrja á öf-
ugum enda, ef vatnið er ekki gott
sem við notum þá verður ekkert
gott. Við setjum t.d. ís í kjötfarsið
til þess að halda hitastiginu niðri
og ef vatnið sem ísinn er búinn tii
úr er ekki góður þá verður kjöt-
farsið ekki gott, þetta sjá allir“.
„Yandamála-
sérfræðingar“.
„Þessir sérfræðingar eru heldur
ekki sammála um það hvað gerla-
fjöldinn má vera mikill, þannig að
það eru ýmsar hliðar á þessu en
þarna er verið að gera flókið mál'
einfalt og negla kjötiðnaðar-
mennina upp við vegg og segja:
„Þið eruð sóðar“. Við höfum hins
vegar rekið okkur á það bæði í
mjöli og kryddi að það hafa verið
kólígerlar í því. Þetta sýnir bara
að það eru margar hliðar á þessu.
Það er hinsvegar með þessa
menn, sem ég kalla vandamála-
sérfræðinga, að þeir eru að búa til
vandamál en ekki að reyna að
leysa þau. Við höfum allt of mikið
af þessum vandamálasérfræðing-
um í þjóðfélaginu segi ég. Þeir
byrja yfirleitt vel“.
- Kjötiðnaðarstöð KEA flutd í
nýtt húsnæði á Oddeyri 1966, en
hafði áður verið til húsa í Kaup-
angsstræti.
„Þetta þótti geysilega fínt hús-
næði og reyndar allt of stórt.
Menn sögðu að hér ætti að vera
hægt að framleiða fyrir allt landið.
Staðreyndin er hinsvegar sú að
húsnæðið er orðið allt of lítið, það
Þama er unnið við pökkun.
eru mörg ár síðan þetta húsnæði
var sprungið".
„Það voru keypt góð tæki í hús-
ið á þeim tíma, en gekk hinsvegar
hægt að endurnýja þau og fá ný og
fullkomnari tæki. Þó erum við
mjög vel settir í dag vildi ég segja,
þótt auðvitað sé maður aldrei
ánægður“.
- Eins og fyrr sagði var árið
1976 tekið í notkun í Kjötiðnaðar-
stöðinni ný rannsóknarstofa sem
hefur verið starfrækt síðan. Við
spurðum Óla hvort það kæmi oft
fyrir að starfsmenn þar fyrirskip-
uðu stöðvun á framleiðslu vegna
þess að þeir hefðu fundið eitthvað
athugavert.
„Alltaf á varðbergi“.
„Já það kemur fyrir að svo er,
og það hefur komið fyrir að vara
hefur aldrei farið út úr húsinu.
Það eru einstaka vörutegundir
sem eru mjög varasamar í fram-
leiðslu og þá getur eitthvað komið
upp sem þarf ekki að vera fyrir
sóðaskap eða lélegt hráefni. Það
þarf að hita þessar vörutegundir
og taka beinin úr þeim á eftir. Þá
eru hugsanlega margir búnir að
koma nærri þessu og þá þarf að
sjóða upp á þessu aftur og kæla
það niður. Við erum alltaf á varð-
bergi fyrir þessu, enda finnst okk-
ur sem störfum við þetta það
furðulegt þegar það er borið á
borð að þrifnaði sé ábótavant. Ef
eitthvað kemur fyrir þá bitnar það
fyrst og fremst á okkur, við erum
hreinlega látnir fara, missum
vinnuna. Við viljum allt gera til
þess að varan sé góð, því annars
selst hún ekki. Það þýðir ekkert
að bera það á borð fyrir almenn-
ing að við viljum ekki gera þetta,
við vorum langt á undan þessum
vandamálasérfræðingum að fara
að rannsaka þessa hluti, en síðan
koma þeir og láta eins og þetta sé
allt saman óætt og ómögulegt“.
„Þeir hafa sagt að þetta sé verra
úti á landsbyggðinni, en ég vil
halda því fram að ef eitthvað er þá
sé ástandið betra þar. Ég get bent
á mjólkina sem dæmi. Við erum
nýbúnir að rannsaka mjólk og
eftir 11 daga geymslu var gerla-
fjöldinn ekki kominn yfir það
mark sem hann mátti vera, og hún
Ljósmyndir: KGA.
ekki farin að breyta bragði. Þeir
hafa vælt yfir þessu í Reykjavík,
en þeir geta alls ekki sagt að við
séum með verri vöru en þeir.
Þetta er ágætt dæmi held ég“.
Framleiða 130 tegundir.
Hvað framleiðið þið margar
tegundir matvæla hér í stöðinni?
„Ætli það láti ekki nærri að það
séu um 130 framleiðslutegundir
þegar allt er talið með eins og
niðursuðan. Síðan erum við með
umboðssölu á ýmsum vörum sem
við dreifum með okkar vöru.
Starfsfólkið hér er um 70 manns
en fer yfir 80 manns á sumrin.
- Hvað margt af þessu fólki er
menntað til þeirra starfa sem það
gegnir hér?
„Hér starfa 10 kjötiðnaðar-
menn. Fimm þeirra starfa við
verkstjórn, og svo er einn þeirra
alveg yfir þessu, hann sér um að
samræma ýmislegt varðandi fram-
leiðsluna, færa fólk á milli o.þ.h.
því það er misjafnlega mikið að
gera á hverjum stað í framleiðsl-
unni. Ætli hér sé síðan ekki annað
eins af lærlingum í kjötiðn“.
er ekkert gert þarna fyrir
keppnisliðin. Allt sem gert er í
Hlíðarfjalli miðast við þarfir alm-
ennings.
Stærsta
æskulýðsheimili
bæjarins.
- Geturþú gefið mér einhverja
hugmynd um hve margir sækja
Hlíðarfjall?
- Ég hygg að þetta sé stærsta
æskulýðsheimili bæjarins yfir vet-
urinn. Okkur telst til að á góðum
dögum komi 1700 til 2000 manns.
Yfir páskana í fyrra taldist okkur
til að á tólf dögum hefðum við
fengið 30 þúsund manns í fjallið,
en það skal tekið fram að það var
líka alveg einstakt.
- Hvað hefur verið framkvæmt
í fjallinu undanfarin ár?
- Á síðustu fjórum árum hefur
verið byggt mjög myndarleg veit-
inga- og snyrtiaðstaða í Strýtu.
Það er búið að leggja gott síma-
kerfi um allt svæðið og búið að
kaupa gott tímatökutæki til notk-
unar á skíðamótum og að byggja
undirstöður undir skíðalyftu í
Hjallabraut. Einnig er búið að
gera fokhelda vélageymslu við
hótelið. í fjögur ár höfum við vilj-
að ljúka lyftunni í Hjallabraut og
leggjum mikla áherslu á að það
verði gert 1983. Hún er ekki inn á
fjárhagsáætlun í ár því ég áleit að
best væri að ljúka við vélageymsl-
una, vildi ekki vera með margar
hálfkláraðar framkvæmdir í
gangi.
- Hvað um ástand gömlu kað-
altogbrautanna?
- Þær eru nú orðnar um
tvítugt. Önnur heitir Hólabraut
en hin Hjallabraut. Hólabraut,
sem er neðst, er byggð upphaflega
úr dóti sem fékkst úr síldarverk-
smiðjunni á Hjalteyri. Það var
Skíðaráð Akureyrar sem byggði
lyftuna í sjálfboðavinnu. Hún
mátti ekkert kosta og varð því
hálfónýt strax. Hún er enn í notk-
un og enn ónýt og það er mikil
mildi að ekki hefur orðið í henni
stórslys, en það skal tekið fram að
við hana er góður öryggisbún-
aður. Hjallabraut er hins vegar
gömul vörulyfta úr Mjólkursam-
lagi KEA. í mörg ár var hún í gil-
inu norðan við skíðahótelið og
1975 var hún færð þar sem hún er
nú. Hún er nánast aldrei notuð.
Það er aðeins þegar menn eru far-
nir að bíða í 40 mínútur við stóla-
lyftuna að við setjum hana af stað.
Hugmyndin er að flytja lyftuna
sem nú er í Strompi niður eftir og
reisa nýja lyftu í Strompi. Nýja
Hjallabrautarlyftan verður mun
lengri og afkastameiri en sú sem
er þar í dag.
-
Úr Hlíðarfjalli.
Framhaldsnámskeið.
- Verður ástand mála viðun-
andi í Hlíðarfjalli þegar þessum
framkvæmdum lýkur?
- Þegar er búið að leggja niður
gömlu Hólabrautarlyftuna og
gera það sem ég var að tala um,
verður ástandið gott. Þá verður
sjálfsagt komið árið 1984. En það
er margt eftir og því lýkur raunar
aldrei sem hægt er að gera og þarf
að gera í Hlíðarfjalli.
- Hvað er að frétta af skíðask-
ólanum?
- Hann starfar stöðugt. Það
hefjast ný námskeið á hverju
mánudagskvöldi og allir geta ver-
ið með. En ég hef orðið var við að
fólk kemur í svona námskeið, lær-
ir að bjarga sér en svo er ekkert
framhald, það fær ekki tækifæri til
að læra meira. Nokkur undanfar-
in ár höfum við reynt að auglýsa
framhaldsnámskeið, en það hefur
enginn komið. Nú ætlum við að
reyna þetta enn einu sinni og byrj-
um í næstu viku. Kennarinn er
mjög góður og fólk hefur tvímæla-
laust gagn af því að koma. Þetta er
t.d. kjörið tækifæri fyrir börn og
unglinga sem langar til að komast
í keppnisþjálfun.
J2.febrúar 1882 - DAGUR - 8